Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
Valur
1
1
Breiðablik
Magnús Már Lúðvíksson '22 , víti 1-0
1-1 Árni Vilhjálmsson '41
13.09.2013  -  17:30
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
11. Sigurður Egill Lárusson ('72)
13. Arnar Sveinn Geirsson ('90)

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:
Magnús Már Lúðvíksson ('73)
Daniel Craig Racchi ('62)

Rauð spjöld:
@alexander_freyr Alexander Freyr Tamimi
Evrópuvonir Blika dvína eftir jafntefli gegn Val
Valur og Breiðablik þurftu að sættast á skiptan hlut þegar liðin mættust í Pepsi-deildinni á Vodafonevellinum í dag. Lokatölur urðu 1-1 og fengu liðin sitt hvort stigið.

Óhætt er að álykta að Breiðablik hafi verið það lið sem þurfti heldur á sigrinum að halda í kvöld. Liðið er í 4. sæti deildarinnar, í baráttu við Stjörnuna og FH um Evrópusæti, en eftir jafnteflið og sigra Stjörnunnar og FH í gær eru Blikar nú sjö stigum á eftir hinum tveimur liðunum. Að vísu á Kópavogsliðið leik til góða og á einnig eftir að mæta Stjörnunni.

Gestirnir byrjuðu leikinn betur og settu fína pressu á Valsliðið, en hins vegar gerðist Elfar Freyr Helgason brotlegur inni í vítateig heimamanna og var vítaspyrna dæmd. Elfar fór í ansi klaufalega tæklingu á Patrick Pedersen og steig Magnús Már Lúðvíksson á punktinn. Skoraði hann af gríðarlegu öryggi og Valur komið í 1-0.

Markið virtist fylla þá rauðklæddu fítonskrafti og tóku þeir völdin á vellinum, án þess þó að nýta sér það nógu vel til að bæta við. Blikarnir eru hins vegar sterkir og refsa fyrir minnstu mistök, og einmitt þannig jafnaði Árni Vilhjálmsson metin undir lok fyrri hálfleiks með frábæru skoti úr teignum. Sofandaháttur í vörn Vals, ásamt frábærri afgreiðslu Árna, varð til þess að staðan var 1-1 þegar dómarinn Erlendur Eiríksson flautaði til leikhlés.

Blikar komu mun sterkari inn í síðari hálfleikinn og fengu nokkur góð færi. Árni var ansi sprækur og duglegur að koma sér í fín færi, en alltaf sá Fjalar Þorgeirsson við honum. Árni fékk svo að líta gult spjald fyrir leikaraskap inni í teig Vals og viðurkenndi hann í samtali við fjölmiðla eftir leik að hafa dýft sér.

Bjarni Ólafur Eiríksson hefði getað stolið sigrinum fyrir Val þegar tæpar tíu mínútur voru eftir, en hann fékk dauðafrían skalla eftir góða aukaspyrnu. Bjarni skallaði boltann hins vegar framhjá markinu.

Að lokum fór svo að hvorugt liðanna skoraði í seinni hálfleik og úrslitin því 1-1. Bæði lið telja sjálfsagt að þau hefðu getað stolið stigunum þremur, en í heildina er jafntefli líklega nokkuð sanngjarnt.

Blikar voru án þeirra Finns Orra Margeirssonar, Þórðar Steinars Hreiðarssonar, Reene Troost og Nichlas Rohde, sem allir voru í banni. Að sama skapi vantaði Hauk Pál Sigurðsson á miðju Vals af sömu ástæðum.

Blikar hefðu vel getað nýtt sér Rohde til að koma boltanum yfir línuna í þessum leik. Færasköpunin var fín en oft vantaði herslumuninn og það sást. Þá er ólíklegt að Elfar Freyr hirði miðvarðarstöðuna af Troost miðað við frammistöðu sína í dag, en hann virkaði heldur óöruggur í sínum fyrsta byrjunarliðsleik eftir endurkomuna til Breiðabliks.

Miðjumannanna Finns og Hauks var saknað hjá sínum liðum, það er klárt. Haukur Páll kemur með gríðarlega mikinn kraft og baráttu í Valsliðið, auk þess sem hann er stórhættulegur í föstum leikatriðum og með góðar sendingar. Valsmenn fengu fimm hornspyrnur í þessum leik og Blikar tíu, en þær nýttust ansi illa.

Heilt yfir var leikurinn ágætur áhorfs og mjög opinn og skemmtilegur á köflum. Sóknarleikur beggja liða strandaði þó oft á síðasta vallarþriðjungnum og gæti það verið áhyggjuefni fyrir þjálfarana.
Byrjunarlið:
2. Gísli Páll Helgason
10. Árni Vilhjálmsson
16. Ernir Bjarnason ('83)
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson ('76)
27. Tómas Óli Garðarsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
17. Elvar Páll Sigurðsson
21. Guðmundur Friðriksson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('66)
Árni Vilhjálmsson ('57)
Ernir Bjarnason ('55)

Rauð spjöld: