Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool
Powerade
Eberechi Eze.
Eberechi Eze.
Mynd: EPA
Jean-Philippe Mateta.
Jean-Philippe Mateta.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Verið velkomin með okkur í slúðurpakkann á þessum sólríka og fallega þriðjudegi. BBC tók saman allt það helsta sem verið er að fjalla um í slúðurheimum.

Arsenal ætlar að hafa samband við Crystal Palace til að ræða um enska vængmanninn Eberechi Eze (27). Félagið vill vita hvort hægt sé að ná samningum um leikmanninn án þess að virkja 68 milljóna punda riftunarákvæði hans. (TalkSport)

Liverpool hefur átt í viðræðum við framherjann Jean-Philippe Mateta (28) hjá Crystal Palace. Frakkinn hitti fulltrúa félagsins í París. (Footmercato)

Manchester United hefur náð samkomulagi við Brentford um kamerúnska framherjann Bryan Mbeumo (25). (Football Transfers),

Brentford er að íhuga að fá vængmanninn Omari Hutchinson (21) frá Ipswich Town til að fylla í skarð Mbeumo. (Standard)

Eftir að hafa átt viðræður í janúar hefur Chelsea virkan áhuga á vængmanninum Alejandro Garnacho (21) hjá Manchester United.(TBR Football)

Franski varnarmaðurinn Benoit Badiashile (24) hefur verið orðaður við Marseille en segist ætla að vera áfram hjá Chelsea næsta tímabil. (Footmercato)

West Ham hefur bætt tveimur ungum leikmönnum Liverpool á óskalista sinn; framherjanum Harvey Elliott (22) og varnarmiðjumanninum Tyler Morton (22). (Mail)

Manchester United hefur haft samband við Lyon til að spyrjast fyrir um franska miðjumanninn Corentin Tolisso (30). (L'Equipe)

Gabonski landsliðsmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang (36) er að fara frá Al-Qadsiah í Sádi-Arabíu og ganga til liðs við franska félagið Marseille. (La Provence)

Manchester City mun selja James McAtee (22) í sumar til að fá hreinan hagnað á sölunni í gegnum fjárhagsreglurnar um hagnað og sjálfbærni. (Football Insider)

McAtee er í Þýskalandi að skoða aðstæður hjá Eintracht Frankfurt. (Fabrizio Romano)

Úlfarnir eru nálægt því að ná samkomulagi um 15 milljóna punda kaup á kólumbíska vængmanninum Jhon Arias (27) frá Fluminense. (Mail)

Svissneski miðjumaðurinn Granit Xhaka (32) hefur samþykkt að ganga til liðs við Neom SC í Sádi-Arabíu. Félagið hefur þó enn ekki gengið frá samkomulagi við Bayer Leverkusen. (Sky Sports Þýskaland)

Benfica heldur áfram viðræðum við Chelsea um möguleg kaup á Joao Felix (25). Chelsea er ekki tilbúið að samþykkja lánssamning fyrir portúgalska framherjann. (A Bola)
Athugasemdir
banner