Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
ÍBV
1
1
Breiðablik
Brynjar Gauti Guðjónsson '25 1-0
1-1 Damir Muminovic '71
14.09.2014  -  17:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Mikil þoka og nokkrir dropar með
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 360
Maður leiksins: Brynjar Gauti Guðjónsson
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Jonathan Glenn
Ian David Jeffs
Matt Garner
5. Jón Ingason
6. Gunnar Þorsteinsson
11. Víðir Þorvarðarson ('82)

Varamenn:
17. Bjarni Gunnarsson
20. Hafsteinn Gísli Valdimarsson

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Yngvi Magnús Borgþórsson

Gul spjöld:
Atli Fannar Jónsson ('90)
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('40)
Gunnar Þorsteinsson ('14)
Jón Ingason ('10)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl, kæru lesendur á beina textalýsingu af leik ÍBV og Breiðabliks.

19. umferð Pepsi-deildar karla hefst með þessum leik ásamt nokkrum öðrum kl 17:00.

Bæði lið eru í fallhættu en þau sitja í 7. og 8. sæti deildarinnar með 20 stig, fjórum stigum frá Fjölni sem situr í fallsæti. Fyrri leikur þessara liða fór 1-1.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og má sjá þau hér til hliðar.

Heimamenn gera tvær breytingar á sínu liði frá 3-0 tapi sínu á móti Val á Hlíðarenda en Dean Martin og Arnar Bragi Bergsson koma inn í liðið í stað þeirra Andra Ólafssonar og Jökuls Elísabetarsonar.

Rétt eins og Eyjamenn gerir Breiðablik tvær breytingar á sínu liði frá síðustu umferð. Óliver Sigurjónsson og Damir Muminovic koma inn í liðið en Elvar Páll Sigurðsson fer á bekkinn á meðan Baldvin Sturluson er ekki í hóp.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Valdimar Pálsson. Aðstoðardómarar eru Frosti Viðar Gunnarsson og Björn Valdimarsson. Eftirlitsmaður er Þórður Ingi Guðjónsson.
Fyrir leik
Með sigri í dag geta liðin komið sér 7 stigum frá fallsæti en það ætti engan að undra ef jafntefli verður niðurstaðan í dag.

Auk þess sem mikið er í húfi hjá báðum liðum þá er Breiðablik búið að gera 11 jaftnefli í 18 leikjum í sumar sem jafngildir næstum því tveimur í hverjum þremur leikjum.
Fyrir leik
Nú eru rétt um 10 mínútur í leik og eru leikmenn farnir að tínast af vellinum og inn í búningsklefa.
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völlinn. ÍBV leikur í hvítu búningum sínum en Blikar í grænu búningum sínum.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Blikar byrja með boltann og sækja í átt að Týsvellinum.
3. mín
Abel með furðulegt úthlaup en hann reyndi að grípa boltann en missti hann út úr teignum og elti hann út. Breiðablik náði skoti framhjá Abel og í Eyjamann. Ekkert kemur úr horninu.
8. mín
Góð sókn hjá ÍBV. Dean Martin setti boltann fyrir á Jonathan Glenn sem kassaði hann og lagði boltann út á Ian Jeffs en skot hans fer í Blika og út í horn. Ekkert kemur síðan úr horninu.
10. mín Gult spjald: Jón Ingason (ÍBV)
Jón fær gult spjald fyrir brot á Árna Vilhjálmsson. Árni er brjálðaur og vill fá rautt enda nánast kominn í gegn. Rautt spjald hefði verið afar strangur dómur og gult niðurstaðan.
12. mín
Aukaspyrnan fer beint í andlitið á Eyjamanni og dómarinn stöðvar leikinn.
13. mín
Leikmaðurinn virðist vera í góðu lagi núna en hann er staðinn upp og leikurinn hedlur áfram.
14. mín Gult spjald: Gunnar Þorsteinsson (ÍBV)
Gunnar Þorsteinsson fær gult spjald fyrir að nota handlegginn til að blaka boltanum burt. Ekkert hægt að mótmæla þessum dómi.
21. mín
Dean Martin með góða fyrirgjöf en Matt Garner þarf að teygja sig fullangt aftur til að ná skallanum og endar boltinn í höndum Gulla í marki Breiðabliks.
23. mín
ÍBV fær hornspyrnu. Spyrnan frá Dean Martin fer hátt í loftið, yfir allan pakkan og aftur fyrir markið.
25. mín MARK!
Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Stoðsending: Arnar Bragi Bergsson
MAAAARK! Arnar Bragi með fasta aukaspyrnu sem Gulli nær ekki að handsama og Brynjar Gauti er mættur til að hirða frákasti en hann vippaði boltanum snyrtilega yfir Gunnleif. Staðan 1-0!
30. mín Gult spjald: Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Árni Vill fær gult spjald fyrir að mótmæla aukaspyrnudómi en hann er búinn að vera hálf pirraður allan leikinn.
32. mín
ÍBV fær tvær hornspyrnur í röð. Boltinn er hreinsaður út en Þórarinn Ingi hirðir boltann, kemur með góða fyrigjöf en Jonathan Glenn var rangstæður þegar sendingin kom.
33. mín
Jón Ingason tekur aukaspyrnu og sendingin mjög góð en aðeins of há og Gunnleifur grípur boltann.
40. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
Þórarinn Ingi fær gult spjald en hann var of seinn og fór full harkalega í tæklinguna.
43. mín
Dómarinn dæmir hendi á Þórarinn Inga en mér sýndist hann fara í öxlina. Áhorfendur og leikmenn eru orðnir verulega pirraðir og láta nokkur vel völd orð falla í garð dómarans.
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Eyjum þar sem staðan er 1-0 Eyjamönnum í vil.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað.
47. mín
Jón Ingason með flotta fyrirgjöf meðfram jörðinni en hún fór í gegnum allan pakkann.
50. mín
ÍBV vinnur hornspyrnu eftir flotta takta frá Víði Þorvarðarsyni.
50. mín
Góð spyrna en skallinn framhjá.
52. mín
Fyrirgjöf Eyjamanna er hriensuð út og boltinn dettur skemmtilega fyrir Þórarinn Inga en hann slæsar hann með vinstri nánast út í innkast.
54. mín
Arnar Bragi Bergsson sýnir flotta takta en hann tók góðan Zidane snúning framhjá einum Blika við mikla hrifningu áhorfenda.
55. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu en skotið rétt framhjá markinu.
59. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
65. mín
Elfar Árni reynir skot en það er framhjá.
68. mín
Dómarinn umkringdur af Blikum þessa stundina en þeir eru alveg brjálaðir yfir því að hann hafi ekki dæmt víti á Garner sem braut klárlega á Blika inni í teig. Þeir uppskera einungis hornspyrnu sem ekkert kemur úr.
70. mín
Valdimar dæmir núna aukaspyrnu á ÍBV. Virtist ekki vera mikil snerting.
71. mín MARK!
Damir Muminovic (Breiðablik)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
Damir Muminovic jafnar fyrir Breiðablik! Guðjón Pétur Lýðsson kemur með eitraða sendingu úr umdeildri aukaspyrnu og Damir Muminovic skallar boltann í netið. Staðan orðin jöfn 1-1!
72. mín
Í kjölfarið á markinu á vallarþulurinn í miklum erfiðleikum með að bera fram nafn Damir.
76. mín
Breiðablik fær hornspyrnu...
77. mín
Önnur hornspyrna fylgir strax í kjölfarið...
77. mín
Ekkert verður úr sókn Breiðabliks að þessu sinni.
81. mín
Ellert Hreinsson með ágætis tilraun en skalli hans yfir markið.
82. mín
Inn:Atli Fannar Jónsson (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
84. mín Gult spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Fyrir að sparka boltanum burt. Áhorfendur fagna því vel að Valdimar skuli hafa spjaldað liðsmann Breiðabliks og sumir ganga svo langt að rísa úr sætum sínum.
85. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
90. mín Gult spjald: Atli Fannar Jónsson (ÍBV)
Fyrir kjaftbrúk.
90. mín
Síðasta tækifæri ÍBV kemur úr hornsprnu...
90. mín
Ekkert kemur úr hornspyrnunni. Blikar bruna fram og vinna sjálfir horn.
Leik lokið!
Valdimar Pálsson flautar til leiksloka. Átti ekki góðan dag í dag. Jafntefli niðurstaðan í dag.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson ('59)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('85)
10. Árni Vilhjálmsson
18. Finnur Orri Margeirsson
22. Ellert Hreinsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
7. Stefán Gíslason
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('59)
15. Davíð Kristján Ólafsson ('85)
16. Ernir Bjarnason
17. Elvar Páll Sigurðsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('84)
Árni Vilhjálmsson ('30)

Rauð spjöld: