Tjarnarhæðin
EM kvenna 2017
Aðstæður: Alltaf gaman þegar sólin skín
Dómari: Anastasia Pustovoitova (Rús)
Áhorfendur: 5647
Ísland á enn smá möguleika á að komast áfram úr riðlinum en hann er lítill. Ef Frakkland og Austurríki gera jafntefli á eftir, eða Austurríki vinnur, er Ísland formlega úr leik á EM.
Íslenska liðið lék ekki nægilega vel í dag og skapaði sér ekki nægilega mörg tækifæri. Varnarlega brást liðið á mikilvægum augnablikum og spilið stóran hluta var ekki nægilega gott. Það var góður kafli í lokin en leikurinn of sveiflukenndur hjá okkar liði.
Dómarinn var HÖRMULEGUR en staðreyndin er líka sú að stelpurnar okkar geta miklu betur en þær sýndu í dag.
Ég á eiginlega ekki orð til að lýsa því hversu léleg hún hefur verið með flautuna! Enda eru netheimar logandi.
Dómgæslan í þessum tveimur leikjum skríður ekki einu sinni í ruslflokk. Fjandinn hafi það.
— Tómas Árni Ómarsson (@TomasArni) July 22, 2017
Hvaða þvælu dómgæslu er verið að bjóða uppá #fotboltinet
— magnus bodvarsson (@zicknut) July 22, 2017
Það er nóg af lélegum dómurum á þessu móti.
Dómgæslan á þessu móti... guð minn góður.
A half penalty shout.#ISLSUI #WEURO2017 pic.twitter.com/zsnilDR6W4
— Women's Soccer Zone (@WoSoZone) July 22, 2017
Veit að Olga Færseth er í stúkunni. Skellum henni í búning og klárum þetta dæmi! #emrúv
— Tómas (@tommisteindors) July 22, 2017
Leikurinn stopp þar sem markvörður Sviss þarf aðhlynningu. Ísland heldur liðsfund. #fotboltinet pic.twitter.com/y6QZkR2tPy
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 22, 2017
Árekstur eftir fyrirgjöf sem Hallbera Guðný átti. Gunnhildur Yrsa lenti í árekstrinum við Thalmann. Óvíst hvort hún geti haldið leik áfram.
Við trúum á #dottir #Fotboltinet koma svo stelpur pic.twitter.com/kIuwQJN0Qy
— Thorsteinn Gunnars (@thorsteinngu) July 22, 2017
Ísland náði ekki að hreinsa boltann frá og Sviss spilar vel á þröngu svæði fyrir utan teiginn. Sending á vinstri vænginn.
Fyrirgjöf frá vinstri sem Bachmann skallar inn af stuttu færi. Léleg vörn hjá íslenska liðinu, döpur dekkning í teignum.
Skot á mark: 1-1
Skot framhjá/yfir: 2-1
Hornspyrnur: 0-2
Rangstöður: 1-3
EM torgið - Iceland #WePlayStrong #WEuro2017 #fotbolti #fotboltinet #football pic.twitter.com/g8KPmZhDpi
— Eva Björk (@EvaBjork7) July 22, 2017
En gleymum því ekki að jafntefli yrðu alls ekki ömurleg úrslit. Við megum bara ekki tapa þessu.
Stoðsending: Ramona Bachmann
Guðbjörg var í skotinu en það fór inn.
Hefði alveg þegið það að Dickenmann hefði fengið rautt spjald í byrjun leiks!
Elska að sjá hvað íslenska liðið er vel skipulagt! Varnarvinnan uppá 10! Ekkert gefið eftir. Skyndisókn, mark. #Fotboltinet
— Helgi Óttarr (@Helgio5) July 22, 2017
Þessi sending hjá Dagnýju bara!!!? What a slútt hjá Fanndísi! #dottir #fotboltinet #fyririsland
— Mjöll Einarsdóttir (@MjollEinars) July 22, 2017
Stoðsending: Dagný Brynjarsdóttir
Katrín vann boltann, Dagný átti síðan SNILLDARSENDINGU á Fanndísi sem átti samt eftir að gera helling.
Fanndís nýtti hraðann, hljóp af sér varnarmann og komst inn í teiginn. Átti svo hnitmiðað skot í fjærhornið!
Algjör snilld!
Goodness, this ball from Dagny is so pretty. #ISLSUI #WEURO17 pic.twitter.com/P1p4Z95YFl
— Susie Rantz (@SusieRants) July 22, 2017
Íslenska liðið er farið að ná upp aðeins betra spili en í byrjun leiks. Glódís Perla með eina rándýra skiptingu frá hægri til vinstri í þessum skrifuðu orðum..
Fátt um færi þó hingað til í leiknum.
Hvers konar skrímsli er Dagný í loftinu? Myndi Hólmbert eiga eitthvað í skallaeinvígi? #dottir
— Haukur Matti Jensen (@hawk_attacks) July 22, 2017
Dagný vinnur hér aukaspyrnu á miðjum vellinum. Dickenmann allt of sein og keyrir í hana af fullum krafti í síðuna með takkana á undan.
Þarna hefði liturinn vel getað verið rauður!!!
Nani fékk einu sinni rautt fyrir nákvæmlega þetta.. #justsayin #fotboltinet #dottir
— Heiðar Ingi Helgason (@heidaringi) July 22, 2017
Yeah, this was not good from Dickenmann#ISLSUI #WEURO2017 pic.twitter.com/wYIGICDBWq
— Ann Odong (@AnnOdong) July 22, 2017
Glódís Perla með misheppnaða hreinsun á Svisslending en Dagný kom og reddaði þessu.
Við að sjálfsögðu klæðum okkur upp og styðjum Ísland á Gran Canaria #dóttir #áframísland #fotboltinet pic.twitter.com/HWJDiIra7z
— Baldvin Már (@baldvinmb) July 22, 2017
Þetta er að hefjast! #fotboltinet pic.twitter.com/PRDfdX9xiS
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 22, 2017
Íslenska landsliðið á reyndar ekki góðar minningar frá þessum velli. Hér töpuðu þær illa 4-0 gegn Hollandi í vináttuleik í apríl. Vonandi verður hægt að líta til baka á þann leik í framtíðinni og segja "Hér lærðum við mest!".
Bjart er yfir Tjarnarhæð #fotboltinet pic.twitter.com/Qv3jsXweay
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) July 22, 2017
Guðmundur Marinó Ingvarsson, SportTv: Nú er ég bjartsýnn! Sólin skín og það er ekki annað hægt. 2-0 fyrir Íslandi.
Tómas Þór Þórðarson, 365: Ég spái 2-0 Ísland. Dagný Brynjars og Sara Björk.
Böddi The Great, 365: Vörnin verður í toppmálum í dag. 1-0 sigur Íslands!
Sindri Sverrisson, Mbl: 1-0 Ísland.
Bjarni Helgason, 433: 2-0 Ísland.
Klukkutími í leik!
Af byrjunarliði Sviss er það að frétta að liðið er án beggja miðvarða sinna. Rahel Kiwic, sem fékk rautt spjald gegn Austurríki, er í banni og fyrirliðinn Caroline Abbe er meidd og er ekki leikfær.
Ein breyting hjá @freyrale frá Frakkaleiknum #fotboltinet pic.twitter.com/aklmCykus0
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 22, 2017
Það hefur verið mikill hiti í Doetinchem í dag, hann hefur farið alveg upp í 30 stig. Margir Íslendingar sem hafa verið að krækja í brunasár í dag.
Tjarnarhæðin heitir á máli heimamanna De Vijverberg og er heimavöllur De Graafschap sem leikur í hollensku B-deildinni. Arnar Þór Viðarsson lék með liðinu tímabilið 2007/08.
Leikvangurinn opnaðui 4. september 1954 en hefur nokkrum sinnum verið endurnýjaður síðan.
"Eins og Ramona Bachmann væri í listdansi á skautum á meðan aðrir horfðu á" - @kolbeinntumi um leikinn gegn Sviss #fotboltinet pic.twitter.com/Bj4c30ixQd
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 21, 2017
"Sagan ekki með okkur gegn Sviss" segir @glodisperla um komandi leik #fotboltinet pic.twitter.com/eM8oWnwm9B
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 21, 2017
Sviss hefur unnið alla þrjá leikina, þann fyrsta í lok september árið 2013 2-0. Í þeim leik skoruðu þær Ramona Bachmann og Lara Dickenmann mörk Sviss. Þær báðar eru enn í lykilhlutverkum í liði Sviss í dag.
8. maí 2014 í sömu keppni, undankeppni Heimsmeistaramótsins vann Sviss síðan öruggan 3-0 sigur á heimavelli. Þar skoruðu mörkin þær Vanessa Bernauer, Vanessa Bürki og Lara Dickenmann. Þær tvær fyrr nefndu byrjuðu báðar á bekknum gegn Austurríki á þriðjudaginn.
Þriðja og síðasta innbyrðisleik þjóðanna lauk síðan með 0-2 tapi á Algarve mótinu í mars mánuði árið 2015. Bæði mörk Sviss í leiknum skoraði Lara Dickenmann.
Samtals 7-0 Sviss í vil!
Hér erum við að fara að fylgjast með öllu því helsta sem gerist í stórleik Íslands og Sviss á EM kvenna.
Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð og eru þyrst í sigur. Gleymum því samt ekki að jafntefli eru ekkert slæm úrslit fyrir okkar stelpur. Þá er allt galopið fyrir leikinn gegn Austurríki í lokaumferð riðilsins.