

Kastalinn í Rotterdam
EM kvenna 2017
Aðstæður: Skýjað og gengur á með rigningu
Dómari: Riem Hussein (Þýskaland)
Áhorfendur: 4120
('52)
('70)
('83)
('83)
('70)
Ýmislegt sem þarf að fara yfir hjá þeim sem stjórna því þetta er langt undir öllum væntingum og markmiðum.
Viðtöl væntanleg. Góðar stundir.
Ef að frammistaða leikmanna væri á pari við frammistöðu stuðningsmanna þá værum við á leið í úrslitin #emrúv #fotboltinet
— Birkir Björnsson (@birkirbjorns) July 26, 2017
MARK!Guðbjörg varði skot en Enzinger náði frákastinu.
Við erum að kveðja þetta mót með allt niður um okkur.
Undankeppni HM byrjar í haust. HM 2019 verður í Frakklandi. Vonandi verðum við þar.
Afhverju þessar afsakanir? Hlýtur að mega gagnrýna? Eftir að hafa séð öll liðin spila erum við bottom 3, klárt. Þurfum X-factor fram á við.
— Gunnar Birgisson (@grjotze) July 26, 2017
Fanndís með sendinguna inn í teiginn. Ekki góður bolti. Austurríki hreinsar frá.
Gunnhildur Yrsa er blanda af Kante (vinnusemi/yfirferð) og Lampard (hlaup í teiginn). Best að setja hana í wingback í öllum leikjunum
— Óttar K. Bjarnason (@ottar09) July 26, 2017
#fotboltinet er ekki umhugsunar vert að ekki sé ein úr lang efsta liði Pepsi i byrjunarliðinu ???
— Þröstur (@TGudmu2010) July 26, 2017
Ísland vinnur hornspyrnu í upphafi seinni hálfleiksins en nær ekki að gera sér mat úr henni.
19-4 í marktilraunum fyrir Austurríki í fyrri hálfleik. Ísland undir í öllu.
Unnum kanski ekki mótið. En við rústuðum stúkunni !#fotboltinet
— Bjarki Þór (@Duddarinn) July 26, 2017
Íslenska liðið hefur svo sannarlega ekki gert það. Vonandi ná leikmenn að girða sig í brók svo þetta endar ekki með hörmungum.
MARK!Þetta lítur skelfilega út. Austurríki með gríðarlega yfirburði.
Það er svo grátlegt hvað kvk landsliðið er að spila ömurlega miðað við hvað þær eru goðar!
— Orri S. Omarsson (@OrriSOmarsson) July 26, 2017
Sóknarleikur Íslands heldur áfram að vera ryðgaður og aftur eru mistök varnarlega að reynast dýrkeypt.
Virkilega skrítið hvernig Gugga breytti stöðunni á höndunum þarna eftir annars mjög flottan leik! #fotboltinet #emruv #dottir #fyririsland
— Mjöll Einarsdóttir (@MjollEinars) July 26, 2017
MARK!Guðbjörg Gunnarsdóttir sem hefur verið svo örugg í sínum aðgerðum á þessu móti gerir hreinlega HÖRMULEG mistök! Svona á ekki að sjást.
Ísland náði ekki að hreinsa boltann í burtu, fyrirgjöf frá hægri sem Gugga átti að grípa auðveldlega en hún missti boltann frá sér á stórfurðulegan hátt. Boltinn beint á Zadrazil sem fékk mark á silfurfati.
Það er að lifna yfir íslenska liðinu. Síðustu mínútur litið ágætlega út.
Austurríki 4-1 yfir í hornspyrnum.
Frakkar á leið heim eins og staðan er núna!
Nú er farið að blása nokkuð duglega og rigningin feykist í átt að íslensku áhorfendunum. Austurrískur kollegi minn sem er við hlið mér glataði blaði sem fauk út í loftið.
Austurríska liðið er þó talsvert líklegra í upphafi. Í þeim skrifuðu orðum áttu þær skot yfir. Talsvert mikið af langskotum frá rauðklæddum mótherjum okkar.
Jæja fyrsta Víkingaklapp kvöldsins fer af stað.
Góð spyrna á fjærstöngina en Austurríki nær að skalla frá.
Nú er það "Sísí fríkar út" - Sigríður Lára reyndar á bekknum í dag en þetta lag er að svínvirka úr stúkunni.
Laura Feiersinger með skot á lofti fyrir Austurríki en endar beint á Guggu.
Vá hvað stuðningsmennirnir tóku vel undir í þjóðsöngnum hér í Rotterdam. Og liðið er á leiðinni heim. Geggjað, allan tímann. Magnað.
— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) July 26, 2017
Hataðasti maður á Spörtu-velli. Hollendingar ýmist hlægja að mér eða kalla að mér nýðisorð um Feyenoord. #fotboltinet pic.twitter.com/Jf579Mos5R
— Valur Páll Eiríksson (@vpeiriksson) July 26, 2017
Stelpurnar okkar sjóðhita sig upp í Kastalanum! #fotboltinet pic.twitter.com/j7lktbVfRU
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 26, 2017
Dagný færist inn á miðjuna með Söru Björk og Harpa byrjar frammi.#fotboltinet pic.twitter.com/5VzQ5tPNxK
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 26, 2017
Freyr Alexandersson gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá því í tapinu gegn Sviss.
Inn í byrjunarliðið koma: Harpa Þorsteinsdóttir, Agla María Albertsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir.
Á bekkinn fara Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir.
Carina Vitulano frá Ítalíu er fjórði dómari. Vitulano dæmdi tapleik Íslands og Frakklands í fyrstu umferð en nóg var af vafaatriðum í þeim leik.
Það er mikill uppgangur í kvennaboltanum í Austurríki en þetta er í fyrsta sinn sem kvennalandslið þjóðarinnar tekur þátt í lokakeppni stórmóts.
Haukur Harðarson sem mun lýsa leiknum á RÚV bendir á að Manuela Zinsberger sem er markvörður Austurríkis er einn mest spennandi markvörður Evrópuboltans.
Stelpurnar okkar mæta einum mest spennandi markverði Evrópuboltans á morgun. @HaukurHardarson lýsir leiknum á RÚV. #fotboltinet pic.twitter.com/P4Fp2ESOpU
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 25, 2017
Sif Atladóttir lítur á þennan leik sem undirbúning fyrir undankeppni HM sem fer af stað í haust.
Sif lítur á leikinn gegn Austurríki sem undirbúning fyrir undankeppni HM #fotboltinet pic.twitter.com/7U9VABzoTf
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 25, 2017
Hér að neðan má sjá aðeins frá keppnisvellinum.
Kastalinn í Rotterdam. Þarna mætast Ísland og Austurríki annað kvöld. #dóttir #fotboltinet pic.twitter.com/OoPwgBN1IN
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 25, 2017
('72)
('56)
('56)
('72)
