Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Breiðablik
1
1
Grindavík
Thomas Mikkelsen '33 1-0
1-1 Will Daniels '75
02.09.2018  -  15:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Nokkuð napurt, gola en blíða!
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 617
Maður leiksins: Kolbeinn Þórðarson - Breiðablik
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson ('46)
4. Damir Muminovic
7. Jonathan Hendrickx
8. Arnþór Ari Atlason ('81)
9. Thomas Mikkelsen
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Willum Þór Willumsson
20. Kolbeinn Þórðarson ('89)
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Elfar Freyr Helgason
11. Aron Bjarnason ('89)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('46)
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('81)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan, Breiðablik enn í sínu þriðja sæti en Grindavík siglir lygnan sjó í sjötta sætinu.

Bæði lið ógnuðu hér í blálokin en rangar ákvarðanir komu í veg fyrir að mark var skorað.
92. mín
617 áhorfendur. Ekki er það merkilegt.
91. mín
Will Daniels í HÖRKUFÆRI í teignum en hitti boltann afleitlega! Vel framhjá. Átti að gera mun betur og hann veit það sjálfur.

3 mínútur í uppbót.
89. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
87. mín
Arnór Gauti Ragnarsson í færi en rennur í skotinu og boltinn endar vel yfir.
86. mín
Grindavík í lofandi sókn en Gísli sýnir mikla vinnusemi og bjargar með frábærri tæklingu.
84. mín
Grindavík að ógna en búið að flagga rangstöðu.
81. mín
Inn:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
75. mín MARK!
Will Daniels (Grindavík)
GRINDVÍKINGAR JAFNA!

Damir Muminovic með hrikaleg mistök! Er með boltann í teignum og á skelfilega misheppnaða sendingu. Viktor reynir að redda en tæklar boltann fyrir fætur Will Daniels sem jafnar í tómt markið af stuttu færi.

Rosaleg mistök hjá heimamönnum!
73. mín
Alexander Veigar með skot en talsvert framhjá. Það getur allt gerst í þessum leik... bæði lið að eiga tilraunir en talsvert meira bit í aðgerðum Blika og færi þeirra fleiri. Forystan fyllilega verðskulduð.
71. mín
Arnþór Ari átti skottilraun áðan en hitti boltann hreint herfilega. Óralangt framhjá.
70. mín
Inn:Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík) Út:René Joensen (Grindavík)
68. mín
Hættuleg sending á Mikkelsen í teignum en Marinó Axel bjargar með hörkutæklingu.
64. mín
Mikkelsen skallar rétt framhjá úr hörkufæri! Þarna var hann nálægt því að bæta við marki.
56. mín
Sito með skot en beint í fangið á Gulla í markinu.
46. mín
Inn:Sito (Grindavík) Út:Aron Jóhannsson (Grindavík)
46. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
46. mín
Inn:Marinó Axel Helgason (Grindavík) Út:Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
45. mín
Hálfleikur
Textalýsingin ekki verið ítarleg í fyrri hálfleik vegna tæknilegra örðugleika. En ég verð í banastuði í seinni hálfleik ef Guð og lukka lofar.
45. mín
Gísli Eyjólfsson með hörkuskot sem Jajalo ver í horn.
44. mín
Arnþór Ari í hörkufæri, skalli á markteignum í jörðina og Jajalo blakar yfir.
33. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Kolbeinn Þórðarson
BLIKAR BRJÓTA ÍSINN!!!

Kolbeinn Þórðarson með fyrirgjöfina og Thomas Mikkelsen rís langhæst í teignum og skallar inn. Sigurjón Rúnarsson var að reyna að dekka þann danska en þurfti að játa sig sigraðan.
29. mín
Ekki hægt að segja að það sé eitthvað dúndrandi mæting á Kópavogsvöll í dag. Sérstaklega er tómlegt Grindavíkurmegin, sárafáir sem skelltu sér Reykjanesbrautina til að sjá þennan leik.
23. mín Gult spjald: Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
Sparkaði Kolbein niður.
22. mín
Síðan lá niðri en nú er allt komið á siglingu aftur.
17. mín
Arnþór Ari Atlason með skot rosalega langt framhjá.
13. mín
Grindavík nálægt því að skora! Löng sending á Tamburini sem var í hörkufæri í teignum en Gunnleifur kom út á móti og lokaði vel.
6. mín
Gísli Eyjólfsson nálægt því að koma sér í hörkufæri en Jajalo bjargar með úthlaupi.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Kópavogsdjúsinn er mættur í fjölmiðlastúkuna. "Fullsterkt blandaður fyrir minn smekk en smakkast vel," segir Ástrós á Vísi.
Fyrir leik
Vallarstjórinn Magnús Valur Böðvarsson mætir í fréttamannastúkuna og heilsar upp á þá tvo fjölmiðlamenn sem mættir eru. Umræðan er að sjálfsögðu um viðtalið við Óskar Hrafn sem var i gær. Ef þú átt eftir að hlusta á viðtalið þá er hægt að bæta úr því smella hérna.
Fyrir leik
Grindavík tapaði gegn Fylki í síðasta leik og Óli Stefán Flóventsson setur Sito á bekkinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Hjá Breiðabliki kemur Willum Þór Willumsson inn í byrjunarliðið að nýju en hann hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla. Andri Rafn Yeoman er ekki í hóp en hann fór meiddur af velli gegn Stjörnunni.
Fyrir leik
Bæði lið köld
Blikar hafa tapað tveimur síðustu leikjum, toppleikjunum gegn Val og Stjörnunni. Þeir hafa því stimplað sig út úr titilbaráttunni, þó tölfræðilegur möguleiki sé til staðar.

Eitt jafntefli og tvö töp hafa gert það að verkum að Grindvíkingar hafa stimplað sig út úr baráttunni um fjórða sætið, Evrópusætið.
Fyrir leik
Þegar liðin áttust við í fyrri umferðinni í Grindavík þá unnu Blikar 2-0 útisigur, þann 9. júní. Sveinn Aron Guðjohnsen, sem nú leikur með Spezia, og Gísli Eyjólfsson skoruðu mörkin.
Fyrir leik
Af blikar.is:
Heildarfjöldi innbyrgðis viðureigna liðanna í öllum mótum eru 44 leikir. Grindvíkingar hafa sigrað 18 leiki, Blikar 16 leiki og jafnt er í 10 leikjum.

Fyrsta innbyrgðis viðureign liðanna í efstu deild var á Kópavogsvelli 20. júlí 1995. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Síðustu 5 á Kópavogsvelli:
2017: 0:0 Blikar stýrðu leiknum en nýtu ekki yfirburðina
2012: 2:0 Rafn Andri og Guðmundur Pétursson skoruðu mörkin
2011: 2:1 Kiddi Steindórs og Arnór Sveinn skorðu fyrir Blika
2010: 2:3 Arnór Sveinn og Alfreð Finnboga skoruðu fyrir Blika
2009: 3:0 Alferð Finnboga skorði 2 og Kiddi Steindórs 1 mark
Fyrir leik
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan sunnudag!

Hér í Kópavoginum er Grindavík að koma í heimsókn í 19. umferð Pepsi-deildarinnar. Vilhjálmur Alvar flautar til leiks klukkan 15:00.
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Will Daniels
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson ('46)
11. Elias Tamburini
22. René Joensen ('70)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
23. Aron Jóhannsson (f) ('46)
24. Björn Berg Bryde
26. Sigurjón Rúnarsson

Varamenn:
5. Nemanja Latinovic
6. Sam Hewson
8. Hilmar Andrew McShane
17. Sito ('46)
21. Marinó Axel Helgason ('46)
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('70)

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Þorsteinn Magnússon
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson

Gul spjöld:
Matthías Örn Friðriksson ('23)

Rauð spjöld: