
Powerade-slúðrið er komið í hús á þessum ágæta páskadegi, en það er margt bitastætt í pakka dagsins.
Manchester United er að vonast til þess að geta gert skiptidíl við Aston Villa. Marcus Rashford (27) yrði þá áfram hjá Villa og fær Ollie Watkins (29) í hina áttina. (Star)
Kamerúnski markvörðurinn André Onana (29) fær aðeins að yfirgefa Manchester United ef félagið fær tilboð sem nemur um 20 milljónum punda. (Mirror)
Diego Simeone, þjálfari Atlético Madríd, vill fá samlanda sinn, Cristian Romero (26) frá Tottenham Hotspur í sumar. Hann vonast til að geta fengið hann fyrir HM félagsliða. (Sunday Express)
Nico Williams (22), vængmaður Athletic Bilbao og spænska landsliðsins, hefur verið orðaður við Arsenal og Barcelona, en hann hefur sjálfur gefið í skyn að hann gæti verið áfram hjá Athletic og spilað með liðinu í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. (AS)
Viktor Gyökeres (26), framherji Sporting, er á lista hjá mörgum félögum, en hann segir að enginn getur spáð fyrir um hvað gerist og hann ætli að njóta augnabliksins. (Metro)
Real Madrid ætlar að láta Carlo Ancelotti taka poka sinn í sumar og hefur félagið þegar haft samband við föruneyti Xabi Alonso, þjálfara Bayer Leverkusen. Hann gæti kostað Madrídinga 15 milljónir punda. (Sky Sports í Þýskalandi)
Brasilíska landsliðið er í forgangi hjá Ancelotti, það er að segja ef hann fer frá Real Madrid. (Athletic)
Sænski framherjinn Alexander Isak (25), sem hefur verið orðaður við Arsenal og Liverpool, mun líklega halda kyrru fyrir hjá Newcastle. (Football Insider)
Chelsea, Newcastle og Juventus hafa áhuga á Kim Min-Jae (28), miðverði Bayern München. Þýska félagið er opið fyrir því að selja suður-kóreska varnarmanninn. (Sky Sports í Þýskalandi)
Manchester City er að undirbúa tilboð í Diogo Costa (25), markvörð Porto og portúgalska landsliðsins. Man City telur 50 milljónir punda nóg til að sannfæra Porto, þó hann sé með 63 milljóna punda riftunarákvæði í samningnum. (Mirror)
Bayern München er að fylgjast með stöðu Andrey Santos, leikmanni Chelsea á Englandi. Hann hefur spilað frábærlega á láni hjá franska félaginu Strasbourg á þessu tímabili. (Mail)
Athugasemdir