
0



Stade de France
Undankeppni EM
Aðstæður: 10/10
Dómari: Istvan Kovacs (Rúm)
Áhorfendur: 72 þúsund









Þetta er búið, sem betur fer. Landsleikirnir gegn Albaníu og Tyrklandi í júní verða mjög mikilvægir. Þurfum sex stig þar!
Við komum með viðtöl og alls konar annað skemmtilegt eftir nokkrar mínútur. Endilega fylgist með!



Stoðsending: Kylian Mbappe
Nú var það Mbappe sem átti huggulega sendingu á Griezmann. Snyrtilega klárað hjá þessum geggjaða leikmanni.



Stoðsending: Antoine Griezmann
Þetta franska lið er svo gott.

Stoðsending: Benjamin Pavard
Þetta var ekki nægilega gott... Brekkan orðin mjög brött núna.


Liðsmynd kvöldsins #fotboltinet pic.twitter.com/nnq208EmsG
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 25, 2019

Með boltann: 72% - 28%
Marktilraunir: 7 - 2
Horn: 6-0
Samuel Umtiti in the first half for France vs. Iceland:
— Squawka Football (@Squawka) March 25, 2019
• 66 passes attempted
• 66 passes completed
The only player on the scoresheet too. âš½ï¸ pic.twitter.com/VLzCp1Kp3A
Frakkland 1-0 yfir à hálfleik. Nýtum hálfleikinn à að dást að þessari mottu. #fotboltinet #mottumars https://t.co/IhLT57vW6B
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 25, 2019
Í hálfleik ætla ég að fá mér kaffi, sýna ykkur glæsilega mottu hjá varamanni Íslands og renna yfir tölfræðina. Bíðið spennt!
Það er furðulegur fjandi hvað Kante er að sleppa lengi með þetta gula spjald. Dómarinn eitthvað hræddur við heimavöll Frakka? #fotboltinet
— Aron B Kristinsson (@aronbk) March 25, 2019
Boltinn dansar um vítateiginn og dettur á Albert sem nær ekki að koma sér í skotfæri. Á endanum fer boltinn útaf. Innkast sem Aron Einar mun taka. Ekkert náum við að skapa eftir innkastið.
Jæja. Ãrið er 2019 en samt er enn verið að spila leiki à undankeppni EM á svokölluðu grasi, þegar nægt framboð er á fallegu gervigrasi og fersku dekkjakurli.
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) March 25, 2019
Mbappe ROSALEGA nálægt því að tvöfalda forystuna en skot hans sleikti fjærstöngina. Hélt að þessi væri á leið inn en hafði sem betur fer rangt fyrir mér.
Við myndum alveg þiggja Andorra gervigrasið núna. #FRAISL #EURO2020Qualifiers
— Henry Birgir (@henrybirgir) March 25, 2019

Stoðsending: Kylian Mbappe
Þrátt fyrir yfirburðina var þetta fyrsta alvöru marktækifæri Frakka.
Áhugaverður leikur framundan! Lýsing kvöldsins verður langt frá því að vera hlutlaus. ÁFRAM ÍSLAND!
Frakkarnir bjóða upp á dínamíska lúðrasveit og stuð. Það er verið að halda upp á 100 ára afmæli franska knattspyrnusambandsins og af því tilefni eru Frakkarnir í sérstökum afmælistreyjum sem aðeins verða notaðar í leiknum í kvöld. Á risaskjám vallarins eru rifjaðar upp eftirminnilegar stundir.
Hvetjum ykkur til að nota kassamerkið #Fotboltinet yfir 🇫🇷 - 🇮🇸 pic.twitter.com/rnm0QP9jFk
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 25, 2019
Albert fær stóran séns à kvöld. Ný mynd af honum à upphitun á Stade de France #fotboltinet pic.twitter.com/4iQl0cibtW
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 25, 2019
Út: Ari Freyr Skúlason, Jóhann Berg Guðmundsson (meiddur), Arnór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason.
Inn: Hörður Björgvin Magnússon, Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson og Albert Guðmundsson.
Back on Stade de France. @hanneshalldors getting ready for the game against @equipedefrance #fyririsland #samanáEM pic.twitter.com/6RlIlu05WW
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 25, 2019
Tvö efstu liðin í riðlinum komast á EM en ef Ísland nær ekki að vera annað þeirra gæti opnast leynileið í gegnum Þjóðadeildina.
Fylgið Fótbolti.net á Instagram. Þar er hægt að fylgjast með bak við tjöldin
Bein textalýsing héðan á #Fotboltinet pic.twitter.com/Sf5XjXNkeZ
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) March 25, 2019
Albert er búinn að vera mjög góður á æfingum, hann er ferskur. Hann spilaði varnarleikinn mjög vel þegar hann fékk sénsinn í október á móti Frökkunum, tveir frammi. Albert hefur eitt, sem við vitum öll, það er X-factor til að gera eitthvað óvænt. Við þurfum á því að halda í svona leikjum og ég hef mikla trú á að Albert eigi eftir að gera eitthvað skemmtilegt í dag.
(Úr viðtali við RÚV)
Það er ekkert bakslag eftir fyrri leikinn. Hann er eiginlega á sama stað, hann er auðvitað smá ryðgaður eftir leikinn (gegn Andorra), það er stutt á milli leikja og hann er búinn að vera í löngum meiðslum. En Alfreð getur tekið þátt í leiknum í dag en hversu mikið verður bara að ráðast eftir því hvernig leikurinn þróast.
Það er margþætt. Fyrst og fremst að loka á það sem við vitum að er þeirra helsti styrkleiki, hvert þeir leita í sínum sóknarleik. Við teljum að það henti okkur betur í þessum leik, á þeirra heimavelli, að loka á það með því að spila með hávaxna fimm manna lína til baka og sterka miðjublokk þar fyrir framan. Allir þeir þrír sem eru þar fyrir framan hafa gríðarlega hlaupagetu og geta hjálpað okkur að loka þeim svæðum sem þarf að loka. Svo eru Gylfi og Albert þar fyrir framan.
(Úr viðtali við RÚV)
#FRAISL L'arrivée de l'@equipedefrance au @StadeFrance! 🆒
— EURO 2020 🇫🇷 (@EURO2020) March 25, 2019
Victoire ce soir? pic.twitter.com/r7gOD1D5MF
Vona Rúnar Más vegna að Mbappe sé ekkert að fara að erfa þessa tæklingu við hann á eftir.
— HrafnkellFreyr (@hrafnkellfreyr) March 25, 2019
"Líkami Alfreðs höndlar ekki meira en 30-35 mínútur," skrifar Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, á Twitter.
Áhugavert verður að fylgjast með frammistöðu Alberts sem hefur verið úti í kuldanum hjá félagsliði sínu, AZ Alkmaar í Hollandi.
Frakkar stilla upp sama byrjunarliði og gegn Moldavíu. Samuel Umtiti, varnarmaður Barcelona, byrjar leikinn en vangaveltur voru uppi um hvort hann gæti hvílt.
"Ísland getur alveg framkallað kraftaverk í kvöld en peningurinn færi á 2-0 sigur Frakka. Ég væri talsvert bjartsýnni með Jóa Berg innanborðs en án hans er ég hræddur um að við missum mikinn brodd úr skyndisóknunum. Frakkarnir eru með sitt sterkasta lið og þar er varla veikan blett að finna. Hljómar kannski fáránlega því hann er eins og aðrir fullur af gæðum en ég vonast til að Kimpembe byrji hjá þeim. Það er svona eini gaurinn þarna sem ég sé gera einhver heimskuleg mistök sem við getum fært okkur í nyt."
"Þrátt fyrir öll nöfnin þá er Mbappé sá sem maður óttast mest og það væri best ef hægt væri að setja Vindinn til höfuðs honum. Hann virðist einhvern veginn geta núllað út hvaða ofurleikmann sem er. En já, þetta verður alltaf drulluerfiður leikur og það eina sem maður biður um er að okkar menn kreisti út hvern einasta orkudropa til að lágmarka skaðann og jafnvel, hver veit, krækja í eitt stig."
Ég hlakka til leiksins, það er stórt að spila við heimsmeistarana en spennandi staða fyrir okkur. Ég á von á erfiðum leik en þetta verður mikil áskorun. Auðvitað getum við nýtt margt úr þeim leik (2-2 jafnteflinu í október), við getum alltaf nýtt hluti úr leikjum hvort sem við vinnum eða töpum. Þetta verður ný áskorun þó sumt sé eins. Þetta eru áfram Frakkar en þetta er keppnisleikur sem er alltaf öðruvísi en æfingaleikur.
Kylian Mbappe hefur verið talsvert í umræðunni og við sáum það vel í vináttulandsleiknum í Guingamp hvað hann getur. Innkoma hans gjörbreytti leiknum.
Að sjálfsögðu getum við náð einhverju gegn Frökkum. Það segir Gylfi. #fotboltinet pic.twitter.com/R1VZJOc9zQ
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 24, 2019
Dómari er Istvan Kovacs, 34 ára Rúmeni, en hann flautar til leiks 20:45 að staðartíma, 19:45 að íslensum tíma.



