Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Leiknir R.
0
2
KR
0-1 Pálmi Rafn Pálmason '6
0-2 Kjartan Henry Finnbogason '50
14.06.2021  -  19:15
Domusnovavöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 7°C, smá gola og skýjað. Klassískt mánudagskvöld í Breiðholtinu.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 298
Maður leiksins: Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f) ('60)
7. Máni Austmann Hilmarsson ('76)
8. Árni Elvar Árnason ('60)
10. Sævar Atli Magnússon (f)
10. Daníel Finns Matthíasson
11. Brynjar Hlöðversson
18. Emil Berger
23. Arnór Ingi Kristinsson ('60)

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
12. Bjarki Arnaldarson (m)
6. Ernir Bjarnason ('60)
15. Birgir Baldvinsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('60)
19. Manga Escobar ('76)
21. Octavio Paez ('60)
24. Loftur Páll Eiríksson

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Sævar Ólafsson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Manuel Nikulás Barriga
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('65)
Emil Berger ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR vinnur mjög sannfærandi 2-0 sigur!

Viðtöl og skýrsla seinna í kvöld.
94. mín Gult spjald: Emil Berger (Leiknir R.)
Brýtur á Atla Sig.
92. mín
Bjarki Aðalsteinsson með skot og það er vel framhjá.
90. mín
Emil Berger með skot en það yfir markið.

Fimm mínútum er bætt við!
89. mín
Þessi bolti var mjög góður af kantinum og Atli ekki mjög langt frá því að skora sjálfsmark.

Leiknir fékk hornspyrnu og brotð var á Beiti og aukaspyrna dæmd.
88. mín
Leiknir á aukaspyrnu á hægri vængnum.
83. mín
Manga gerir mjög vel og kemst framhjá Kennie. Á háa fyrirgjöf á fjær en Beitir handsamar þennan bolta.
82. mín
Inn:Arnþór Ingi Kristinsson (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
82. mín
Atli með fyrirgjöf á Óskar Örn sem skallar vel framhjá.
81. mín
Flóki vinnur boltann á miðjunni, finnur Kjartan sem hleypur upp völlinn. Kjartan gefur á Kennie sem reynir að fiska aukaspyrnu en það var aldrei að fara gerast, fór alltof auðveldlega niður við teiginn.

KR á innkast hátt uppi á vellinum.
79. mín
Kjartan er staðinn upp og virkar heill!
78. mín
ÚFFF þetta lítur illa út. Kjartan Henry liggur og það er strax kallað á sjúkraþjálfara.

Úr axlarlið??
77. mín Gult spjald: Ægir Jarl Jónasson (KR)
Of ákafur í pressunni og brýtur á Erni.
76. mín
Inn:Manga Escobar (Leiknir R.) Út:Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.)
Ekkert kom út úr hornspyrnunni. Ægir skallaði í burtu og í innkast.
76. mín
Leiknismenn fá hornspyrnu.
75. mín
Leiknismenn hreinsa.

Kristinn brýtur svo á Mána Austmann við miðlínu. Aukaspyrna fyrir Leikni.

Beitir kom út í skógarhlaup, greip í tómt en KR-ingar ná að hreinsa.
74. mín
Óskar Örn með fastan bolta fyrir en Bjarki Aðalsteins skallar þennan bolta upp í loft og aftur fyrir. Hornspyrna fyrir KR.
72. mín
Flóki með tilraun fyrir utan teig sem fer yfir mark heimamanna.
70. mín
Flóki vinnur hornspyrnu fyrir KR.
69. mín Gult spjald: Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Pressaði Guy Smit og fór aðeins í hann.
67. mín
Pálmi heldur leik áfram, í bili allavega.
66. mín
Áhorfendur á vellinum eru 298!
65. mín Gult spjald: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.)
Gyrðir spjaldaður fyrir þetta. Kom talsvert seint þetta spjald.
65. mín
Pálmi Rafn liggur eftir, Gyrðir steig óvart á tærnar á Pálma.
64. mín
Ósvald með fyrirgjöf en KR-ingar hreinsa.
61. mín
Kristinn með fyrirgjöf sem Óskar Örn reynir að teygja sig í en nær ekki að koma nægilega mikilli snertingu á boltann. Kjarri var klár í betra færi en heyrðist ekkert kall frá honum, var svekktur að Óskar reyndi við þennan.
60. mín
Inn:Octavio Paez (Leiknir R.) Út:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
Þreföld. Ernir kemur á miðjuna, Gyrðir í hægri akvörðinn og Octavio á hægri kantinn.
60. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
60. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Leiknir R.) Út:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
56. mín
Flóki með flotta móttöku, stillir sér upp og á þrumuskot en það vel yfir. Skotið af vítateigslínunni.
55. mín
Atli Sigurjónsson með boltann fyrir og það er Ægir Jarl sem er nálægt því að ná snertingu á boltann inn á teignum. Boltinn endar hjá Guy.
53. mín
KR vill fá eitthvað, jafnvel víti. Kennie keyrir á Brynjar og fellur við á vítateigslínunni. Ekkert dæmt.

Mitt mat: Ekki víti.
50. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Stoðsending: Kristján Flóki Finnbogason
Hahaha sjá Kjartan þarna! Stelur markinu af Flóka. Þetta er markagræðgi!

Ægir með frábæra sendingu inn á Flóka sem klárar listilega með vippu en Kjartan gráðugur á línunni og á síðustu snertingu!!

Spurning með rangstöðu samt á Kjartan??
49. mín
KR á hornspyrnu.

Guy í smá vandræðum inn á teignum en Leiknismenn ná að hreinsa.
48. mín
ÓSKAR ÖRN!!!!

Flott færi eftir geggjaðan snúning og skot í stöngina!!!
47. mín
Óskar brýtur á Árna Elvar.

Berger með aukaspyrnuna. inn á teiginn en heimamenn dæmdir brotlegir.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Engar breytingar sjáanlegar. Leiknir byrjar með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri háfleik er lokið í Breiðholti.

KR átti fyrsta hálftímann en svo komust Leiknismenn aðeins inn í leikinn og ógnuðu.
45. mín
Árni Elvar fékk blóðnasir og hefur verið utanvallar í nokkrar mínútur. Er kominn inn á aftur.
45. mín
Emil Berger með spyrnu inn á teiginn sem hreinsuð er í horn.

Hornspyrnan er svo skölluð í burtu.

Einni mínútu bætt við!
44. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Kennie brýtur á Sævari Atla. Er kominn í leikbann samkvæmt Henry Birgi Gunnarssyni, lýsanda hjá Stöð 2 Sport.

Ansi klaufalegt hjá Kennie að missa Sævar framhjá sér.
44. mín
Ósvald brýtur á Kjartani Henry og KR á aukaspyrnu á hægri vængnum.
42. mín
Kennie hrasar rétt áður en hann ætlar að gefa fyrir. Missir boltann út af og Leiknir á markspyrnu.
41. mín
Ægir Jarl með fast skot ætlað á nærstöngina en skotið framhjá.
38. mín
Atli Sigurjóns tekur hornspyrnu fyrir KR. Finnur Grétar á fjærstönginni en Brynjar Hlöðversson hreinsar með einum löngum upp völlinn.
35. mín
Emil Berger með fyrirgjöf sem fer yfir allan pakkann. Sævar Atli nær í boltann og á fyrirgjöf en Beitir kemur út og grípur þennan bolta.
34. mín
Grétar bróðir brýtur á Daníel Finns á miðjum vallarhelmingi KR-inga. Aukaspyrna á hægri kantinum fyrir Leikni.
33. mín
Sævar Atli með tilraun en Atli Sig kemst fyrir.
32. mín
Sææællll vinur!!!

Rosalegt skot frá Mána sem fer í samskeytin, þetta var rosalegt. Beitir hefði aldrei varið þennan. Skot frá vítateig.

Leiknismenn að vakna?
31. mín
Vá! Þetta var tæpt. Sævar Atli fær stungusendingu en Beitir er fyrri í boltann og heppni að þeir lenda ekki saman. Í svona liggur von Leiknis virðist vera.

Kennie á svo skot hinu megin strax í næstu sókn en sneiðir boltann yfir mark heimamanna.
28. mín
Beitir í smá skógarhlaup en þetta sleppur allt.
28. mín
Daníel Finns brýtur á Kennie, sparkar í hælinn á Dananum. Sævar Atli gerði vel að koma boltanum á Danna en fyrsta snertingin sveik Daniel og hann braut í kjölfarið.
26. mín
Hvaða bras er þetta aftast hjá Leikni????

Ægir Jarl fær fínasta færi upp úr þessu en skotið framhjá. Guy Smit í ruglinu en slapp.
21. mín
Binni Hlö með vonda sendingu en Ægir á ekki nægilega góða sendingu til hliðar þegar KR var í kjörinni sóknarstöðu.
20. mín
Ægir Jarl með skot en það talsvert framhjá. Ægir var nokkrum metrum fyrir utan teig.
19. mín
Kristinn með flotta fyrirgjöf sem Atli gerir einhvers konar tilraun til að ná til en boltinn aðeins of langur. KR-ingar með öll völd!
17. mín
Kennie með geggjaðan bolta fyrir og Kristján Flóki hittir einfaldlega ekki boltann í fínasta færi!
16. mín
Binni Hlö skallar þessa fyrirgjöf Atla í burtu. Atli að vinna með fjærstöngina í hornspyrnunum til þessa.
15. mín
Kristján Flóki með flottar snertingar og flottan sprett áður en hann hleður í skot sem Guy ver. KR á horn!
13. mín
Daði Bærings með fína vippu inn fyrir á Mána en Kennie stígur hann út og skýlir boltanum í skjól.
12. mín
Heimamenn reyna að finna Sævar Atla í gegn en sendingin of föst og Beitir leyfir þessum að fara aftur fyrir og tekur svo markspyrnu.
11. mín
KR-ingar sækja og leita að öðru marki þessar mínúturnar.
7. mín
Atli Sigurjónsson með fínasta sprett, skilur Daða eftir en á svo skot fyrir utan teig sem fer vel framhjá.
6. mín MARK!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Stoðsending: Grétar Snær Gunnarsson
Hornspyrna frá Atla sem Grétar kemur á Pálma vinstra megin í markteignum. Pálmi þrumar í Arnór Inga sem liggur eftir og af Arnóri fer boltinn í netið!!!

KR leiðir!
5. mín
KR fær hornspyrnu!
4. mín
Emil Berger með fyrigjöf á Daníel Finns sem á skalla sem Beitir ver.
3. mín
Lið Leiknis:
Guy
Arnór - Bjarki - Brynjar - Ósvald
Daði - Emil
Árni - Daníel - Máni
Sævar
Einhvern veginn svona.
2. mín
Ósvald með boltann inn á teiginn en Beitir er með þetta allt í teskeið.
1. mín
Lið KR:
Beitir
Kennie - Arnór - Grétar - Kristinn
Pálmi - Ægir
Atli - Kristján Flóki - Óskar
Kjartan Henry
1. mín
Leikur hafinn
KR byrjar með boltann!
Fyrir leik
KR spilar í hvítum og svörtum treyjum og hvítum sokkum. Leiknismenn eru í bláum og fjólubláum treyjum, fjólubláum sokkum og stuttbuxum.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Óskar Örn er búinn að fara í klippingu, stutt, mjög stutt er það!
Fyrir leik
Það er smá töf á leiknum þar sem KR-ingar tóku óvart svarta sokka með sér í leikinn og þurftu að skipta um sokka. Leiknismenn eru í dökkum sokkum og það hefði ekki gengið samkvæmt öllum reglum.
Fyrir leik
Fimm mínútur í leik. Það er sjö gráðu hiti, smá gola og skýjað eins og er.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!
Tvær breytingar eru á byrjunarliði Leiknis frá síðasta leik. Manga Escobar og Birgir Baldvinsson taka sér sæti á bekknum. Inn koma þeir Árni Elvar Árnason og Ósvald Jarl Traustason.

Ein breyting er á byrjunarliði KR frá síðasta leik. Arnór Sveinn Aðalsteinsson kemur inn fyrir Finn Tómas Pálmason. Stefán Árni Geirsson er á varmannabekknum en hann hefur glímt við meiðsli á öxl.
Fyrir leik
Andri Geir spáir útisigri
Andri Geir Gunnarsson í Steve Dagskrá spáir 1-2 sigri KR.

KR er að fara á run og vinna í fyrsta skipti tvo leiki í röð í sumar. Sævar Inzaghi setur fyrsta markið. Ægir Jarl jafnar leikinn og KHF setur svo sigurmarkið eftir darraðadans í teig Leiknismanna.
Fyrir leik
Hrikalega stoltir þrátt fyrir tap í Kórnum

,,Við stjórnuðum þessum leik fannst mér nánast allan tímann og mér fannst við líta bara út eins og topplið þarna fyrsta hálftímann fram að þessum 15 mínútna kafla og við erum bara hrikalega stoltir af þessari frammistöðu," sagði Siggi Höskulds eftir tapið gegn HK.
Fyrir leik
Stefán Árni og Finnur Tómas glímt við meiðsli
Þeir Stefán Árni Geirsson og Finnur Tómas Pálmason hafa glímmt við meiðsli að undanförnu og æfðu ekki með U21 árs landsliðinu í þarsíðustu viku. Spurning hvort þeir séu klárir í slaginn í dag.
Fyrir leik
Staðan í deildinni og síðustu leikir:
Leiknir er í sjöunda sæti með átta stig eftir sjö leiki á meðan KR er í fimmta sæti með ellefu stig.

KR vann ÍA 3-1 í síðasta leik sínu og fór sá fram 30. maí. Leiknir tapaði sama dag 2-1 gegn HK í Kórnum.
Fyrir leik
Komiði sælir lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Leiknis og KR í 8. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Sæbjörn Steinke heiti ég og lýsi leiknum beint frá Domusnovavellinum í Breiðholti.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Kristján Flóki Finnbogason ('82)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Hjalti Sigurðsson
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('82)
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Stefán Árni Geirsson
17. Alex Freyr Hilmarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Sigurvin Ólafsson
Aron Bjarni Arnórsson

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('44)
Kjartan Henry Finnbogason ('69)
Ægir Jarl Jónasson ('77)

Rauð spjöld: