Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Stjarnan
1
1
Bohemian FC
Emil Atlason '25 1-0
1-1 Tyreke Wilson '63
08.07.2021  -  19:45
Samsungvöllurinn
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: 13 gráður, skýjað og logn
Dómari: Sandi Putros (Danmörk)
Áhorfendur: 720
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
6. Magnus Anbo
7. Eggert Aron Guðmundsson ('66)
7. Einar Karl Ingvarsson ('66)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('86)
20. Eyjólfur Héðinsson
21. Elís Rafn Björnsson
22. Emil Atlason ('66)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
3. Tristan Freyr Ingólfsson
4. Óli Valur Ómarsson ('86)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
8. Halldór Orri Björnsson ('66)
9. Daníel Laxdal
11. Adolf Daði Birgisson
23. Casper Sloth ('66)
99. Oliver Haurits ('66)

Liðsstjórn:
Þorvaldur Örlygsson (Þ)

Gul spjöld:
Heiðar Ægisson ('55)
Einar Karl Ingvarsson ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli og útlit fyrir spennandi einvígi í seinni viðureign þessara liða í Dyflinni eftir viku. Þar verður mesta fjörið.

Rétt fyrir lokaflautið áttu gestirnir stórhættulega sókn en dæmd var rangstaða.
91. mín
Uppbótartíminn á Samsung vellinum í kvöld er að minnsta kosti tvær mínútur.
90. mín
Hilmar Árni með skot í varnarmann eftir frábært samspil.
89. mín
Há fyrirgjöf í teiginn sem Haraldur Björnsson nær að handsama.
87. mín
Sigrún María er búin að telja áhorfendur. 720.
86. mín
Inn:Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
83. mín
Lokaspretturinn í þessum leik eftir. Fáum við sigurmark og annað liðið mun taka forystu með sér í veganesti í seinni leikinn?
79. mín
Stjarnan ógnar!

Oliver Haurits með flott tilþrif. Verið sprækur eftir að hann kom inn. Náði skoti en yfir markið. Flott tilraun.
74. mín
Minnum á að búið er að afnema útivallarmarkaregluna. Sem dæmi, ef þetta endar 1-1 og svo fer 0-0 á Írlandi þá verður framlengt í þeim leik.
73. mín
Döpur aukaspyrna frá Alistair Coote. Þokkalega vel framhjá.
72. mín
Brynjar Gauti brýtur af sér rétt fyrir utan teig og aukaspyrna sem heimamenn fá á hættulegum stað, rétt fyrir utan vítateigshornið.
70. mín
Oliver Haurits með fín tilþrif og á svo skot í hliðarnetið.
66. mín
Inn:Oliver Haurits (Stjarnan) Út:Emil Atlason (Stjarnan)
Danski sóknarmaðurinn kemur inn.
66. mín
Inn:Casper Sloth (Stjarnan) Út:Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Danski miðjumaðurinn kemur inn.
66. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) Út:Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)
66. mín
Dawson Devoy með lipur tilþrif í teignum og á svo skot í varnarmann.
63. mín MARK!
Tyreke Wilson (Bohemian FC)
Írarnir hafa því miður jafnað leikinn.

Tekur skot sem breytir um stefnu, sýndist af Brynjari Gauta, og endar í markinu.

Svekkjandi.
61. mín Gult spjald: Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)
Tók eitt faðmlag á andstæðing sem var að hraða sér í skyndisókn.
59. mín
Gestirnir stöðva skyndisókn með því að toga í Hilmar Árna. Putros dæmir aukaspyrnu en spjaldar ekki. Er hann búinn að týna gula spjaldinu aftur? Skólabókardæmi um áminningu.
57. mín
Samkvæmt tölfræði UEFA þá er þetta svona:

Marktilraunir: 2-8
Á mark: 1-3
Brot: 8-3
55. mín
Sending inn í teiginn en Eyjó Héðins skallar í hornspyrnu. Gestirnir ná ekkert að gera úr hornspyrnunni.
55. mín Gult spjald: Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Brýtur af sér og gestirnir fá aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
54. mín
Stjarnan búin að eiga nokkrar lofandi sóknir þar sem liðið hefur verið hársbreiddinni frá því að skapa sér fín færi.
50. mín
Bohemian ekki að nýta hornspyrnurnar sínar. Sem er virkilega jákvætt. Halli Björns búinn að vera feikilega öruggur og flottur í rammmanum.
47. mín
Emil Atlason með stungusendingu á Þorstein Má sem er flaggaður rangstæður. Tæpt var það.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
45. mín
Jæja ævintýrin í Sambandsdeildinni eru engu lík. Liðin mæta hér aftur út á völlinn. Vallargestir búnir að gæða sér á vængjum frá Vængjavagninum. Allt klárt.
45. mín
Hálfleikur
43. mín
Sprækar mínútur frá Stjörnumönnum.
41. mín
Bohemian með fyrirgjöf sem fer í Hilmar Árna og í hornspyrnu. Írarnir að fá talsvert mörg horn.
37. mín
NÆSTUM ANNAÐ MARK FRÁ STJÖRNUNNI

Eins og þruma úr heiðskíru!!! Ungstirnið Eggert Aron skyndilega kominn í hörkufæri í teignum en James Talbot markvörður írska liðsins kemur út á móti og ver glæsilega í horn.
36. mín
Gestirnir halda áfram að vera mun meira með boltann... en þessi leikur snýst jú um að skora.

Halli Björns eins og haförn að grípa eina fyrirgjöf núna.
34. mín
Ein hornspyrna af æfingasvæðinu hjá gestunum endar í fótum Dawson Devoy rétt fyrir utan teiginn en skot hans fer yfir.
33. mín
Stjarnan fékk lofandi skyndisókn en voru ekki nægilega beittir og gestirnir náðu að komast til baka og verjast þessu. Svo féll Þorsteinn Már í baráttu við vítateigsendann og einhverjir í stúkunni kalla eftir víti en ekkert dæmt... var lítið í þessu.
31. mín
George Kelly skallar yfir. Þurfti að teygja sig í boltann og það var ekkert sérstaklega mikil hætta á ferðum.
30. mín
Ákvað til gamans að fletta því upp hvar úrslitaleikur fyrstu Sambandsdeildarinnar mun fara fram. Við erum að tala um Tirana í Albaníu. Ekki amalegt. Stjarnan komin skrefi nær Tirana.
27. mín
Leiðin til Lúxemborgar.

Seinni viðureign þessara liða verður á Írlandi í næstu viku. Stjarnan mætir F91 Dudelange frá Lúxemborg ef liðið slær út Bohemian.
25. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Elís Rafn Björnsson
SAMBANDSDEILDIN ER OKKAR KEPPNI!!!

Elís Rafn með fasta fyrirgjöf frá vinstri og Emil Atlason stýrir boltanum inn með skalla af stuttu færi!

Emil búinn að brjóta ísinn.
24. mín
Írarnir miklu meira með boltann en eru lítið að ná að skapa sér. George Kelly hér með skot fyrir utan teig en framhjá. Rann í skotinu. Eru talsvert að renna á vellinum gestirnir.
21. mín


Kómískt atvik áðan þegar dómari leiksins missti gula spjaldið á völlinn án þess að taka eftir því. Áfram gekk leikurinn en Ross Tierney, leikmaður Bohemian, tók svo spjaldið upp og spilaði með það í smá tíma áður en hann fékk færi á að skila því aftur til Putros dómara.

Væntanlega mínus á Putros í skýrslu eftirlitsmannsins.
19. mín
Wilson með skot sem dempast af varnarmanni áður en það endar í fanginu á Halla Björns.
17. mín
Bohemian með sendingu inn í teiginn sem Halli Björns kýlir frá. Gestirnir eru örlítið líklegri.
11. mín
FH-ingar voru að vinna Sligo Rovers 1-0 rétt í þessu. Blikar og FH því fagnað sigrum í kvöld. Verður Stjarnan þriðja íslenska liðið til að vinna í Sambandsdeildinni þetta huggulega fimmtudagskvöld?
10. mín
STJARNAN NÁLÆGT ÞVÍ AÐ SKORA!!!

Einar Karl með skottilraun sem fer rétt framhjá stönginni. Emil Atlason reyndi að renna sér í boltann. Munaði afskaplega litlu.
8. mín
Stangarskot!

VÁÁÁÁ!!! Eftir frábært spil á Liam Burt skot sem Haraldur Björnsson ver með tilþrifum í stöngina! Þarna skall hurð nærri hælum. Gestirnir hafa verið mikið mun meira með boltann hér í upphafi leiks.
4. mín
Eftir hornspyrnu eiga gestirnir marktilraun en talsvert frá því að hitta á markið.
2. mín
Bohemian með sendingu inná teiginn sem Heiðar Ægisson kemur í burtu.
1. mín
Þetta er byrjað!

Bohemian hefur leik.
Fyrir leik
Silfurskeiðin er sérstaklega peppuð, hér er verið að syngja og tralla og allt lítur út fyrir að upphitunin á Dúllubarnum hafi verið einstaklega vel heppnuð að þessu sinni.

Stjörnuliðið er komið inná völlinn í Evrópubúningunum sínum... og á mæta gestirnir einnig til leiks. Ég ætla að spá því að Stjarnan vinni hér 2-1 sigur.
Fyrir leik
Fylgist með...



Þetta er Liam Burt, miðjumaður Bohemian. 22 ára gamall og hefur bæði verið í herbúðum Celtic og Rangers í Glasgow. Hann hefur leikið fyrir öll yngri landslið Skotlands en er ekki búinn að leika fyrir A-landsliðið. Leikmaður til að fylgjast með.
Fyrir leik
Vallarþulurinn hefur ekki undan að taka við óskalögum. Jói Pé og Króli með glænýtt lag sem verið var að blasta rétt áðan. Svo núna er verið að spila óskalag fyrir Páló, Bohemian Rhapsody. Vel við hæfi.
Fyrir leik
Hólí Mólí, sé ekki betur en að Bohemian sé með sitt sterkasta lið.


Fyrir leik
Fyrir leik
Páló sýnir Sambandsdeildinni þá virðingu sem hún á skilið. Að sjálfsögðu mættur fyrstur í stúkuna.


Fyrir leik
Sambandsdeildin er strax orðin mín uppáhalds keppni. Breiðablik sótti endurkomusigur til Lúxemborgar þar sem Damir Muminovic skoraði svakalegt sigurmark. Nánar um þann leik hérna
Fyrir leik
Byrjunarlið Stjörnunnar er komið inn. Eggert Aron Guðmundsson sem er sautján ára gamall, fæddur 2004, er í byrjunarliði Stjörnunnar í þessum leik. Virkilega spennandi leikmaður.


Fyrir leik


Danski dómarinn Sandi Putros sér um að dæma þennan leik. Áhugavert er að hann hefur áður dæmt hér á Íslandi, það var 2-2 leikur milli Selfoss og Fjarðabyggðar í 1. deildinni sumarið 2015. Þá kom hann hingað í skiptidómaraverkefni.
Fyrir leik
Fjórtán umferðum er lokið í írsku deildinni og er Bohemian í fjórða sæti deildarinnar, átta stigum frá toppnum. Hvernig mun sjöunda besta liði Íslands vegna gegn fjórða besta liði Írlands? Spennandi að sjá.
Ekki er hún amaleg Evróputreyjan hjá Stjörnunni!

Fyrir leik
Fótbolti.net heyrði í Brynjari Gauta Guðjónssyni, leikmanni Stjörnunnar, og spurði hann út leikinn í kvöld.

"Þetta er spennandi verkefni. Við tókum eitt ár í pásu frá Evrópukeppni og það er alltaf gríðarlega skemmtilegt að taka þátt í þessum Evrópukeppnum," sagði Brynjar Gauti.

Hvað vitiði um þetta írska lið?

"Við spiluðum við írskt lið fyrir nokkrum árum (Shamrock Rovers) og þeir spila old school breskan fótbolta. Stór og sterkur framherji, fljótir og flinkir kantmenn, lið sem spilar af miklum krafti og ákefð. Þetta eru svona pínu tuddar og við teljum okkur vita nokkurn veginn hvað við erum að fara út í."

"Þetta er í fjórða skiptið sem ég mun mæta írsku liði, ég spilaði tvisvar gegn írskum liðum með ÍBV og kannast við hvernig þeir vilja spila fótbolta."


Hvernig metiði möguleikana gegn þessu liði?

"Þetta er bara 'fifty-fifty' einvígi held ég. Þetta er lið sem er á svipuðu leveli og við þannig þetta verður gríðarlega erfiður leikur. Við teljum okkur eiga að geta komist áfram og ætlum okkur að gera það."

Nálgist þið leik í Evrópukeppni á öðruvísi hátt en hefðbundinn deildarleik?

"Þetta er aðeins öðruvísi, aðeins meira umstang í kringum leikina. Þetta er lið sem maður þekkir ekki beint eins og íslensku liðin, maður veit út í hvað maður er að fara þegar maður mætir þeim liðum sem maður spilar margoft við. Það er kafað dýpra hvernig liðið er og hvernig leikmennirnir sem maður er að fara mæta eru."

Þið eruð með öðruvísi Evróputreyjur, er það aukastemning í kringum þetta?

"Já, það hefur alltaf verið frá því ég kom í Stjörnuna, svona sér Evróputreyja. Það gefur þetta smá auka krydd. Þetta eru flottir búningar og engin breyting þar á núna, ég er mjög hrifinn af þessari treyju sem við verðum í núna."

Fyrri leikurinn á heimavelli, breytir það einhverju?

"Eftir að útivallarmörkin voru tekin í burtu þá breytist dýnamíkin aðeins í þessu. Maður mætir með kassann úti á okkar heimavelli og við reynum að ná tökum á einvíginu á okkar velli. Það er smá munur fyrir þá að seinni leikurinn fer ekki fram á þeirra heimavelli heldur á þjóðarleikvangi Íra."

Hversu mikill lykill verður stuðnngur úr stúkunni?

"Það er gríðarlega mikilvægt að fá okkar geggjuðu stuðningsmenn til að standa við bakið á okkur. Evrópukvöld í Garðabænum er sérstök upplifun og hefur verið extra góð stemning á þeim. Ég vona að það verði engin breyting á því og að þau í stúkunni verði öll í miklum gír," sagði Brynjar Gauti.

Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld. Velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og írska liðsins Bohemians sem fram fer á Samsungvellinum í kvöld og hefst sá leikur klukkan 19:45.
Byrjunarlið:
1. James Talbot (m)
2. Andrew Lyons
4. Rory Feely
6. Ciaran Kelly
7. Kieth Buckley
8. Alistair Coote
11. Liam Burt
12. George Kelly
19. Tyreke Wilson
26. Ross Tierney
28. Dawson Devoy

Varamenn:
25. Stephen McGuinness (m)
99. Enda Minogue (m)
3. Anthony Breslin
5. Robert Cornwall
7. Stephen Mallon
10. Keith Ward
14. Conor Levingston
18. James Finnerty
21. Bastien Hery
22. Jamie Mullins
27. Sean Grehan
30. Robert Mahon

Liðsstjórn:
Keith Long (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: