Salah og Van Dijk framlengja - Liverpool opið fyrir því að selja Nunez - Nkunku til Barcelona?
Afturelding
4
0
Víkingur R.
Kristín Þóra Birgisdóttir '30 1-0
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir '37 2-0
Kristín Þóra Birgisdóttir '52 3-0
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir '56 4-0
4-0 Kristín Erna Sigurlásdóttir '60 , misnotað víti
21.07.2021  -  19:15
Fagverksvöllurinn Varmá
Lengjudeild kvenna
Dómari: Hafþór Bjartur Sveinsson
Maður leiksins: Kristín Þóra
Byrjunarlið:
12. Eva Ýr Helgadóttir (m)
2. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
3. Jade Arianna Gentile ('82)
11. Elena Brynjarsdóttir ('82)
18. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('79)
19. Kristín Þóra Birgisdóttir ('79)
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir
22. Indy Isabelle Spaan
23. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
26. Signý Lára Bjarnadóttir ('68)
77. Sara Lissy Chontosh

Varamenn:
4. Sofie Dall Henriksen ('79)
5. Andrea Katrín Ólafsdóttir ('82)
11. Elfa Sif Hlynsdóttir ('68)
20. Anna Hedda Björnsdóttir Haaker ('82)
27. Rachel Van Netten ('79)

Liðsstjórn:
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Ruth Þórðar Þórðardóttir (Þ)
Bjarki Már Sverrisson (Þ)
Halla Margrét Hinriksdóttir
Svandís Ösp Long
Sigurbjartur Sigurjónsson
Ingólfur Orri Gústafsson
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Kristín Þóra Birgisdóttir ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn sigur Aftureldingar.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu. Síðasti séns á marki.
90. mín
Elma Rún með skot langt framhjá. Þetta er búið.
90. mín
Rachel með skemmtilega tilraun hérna. Sleppur í gegn og tekur boltann á lofti um 40m frá marki. Skotið rétt yfir.
87. mín
Aftur fá gestirnir hornspyrnu.
86. mín
Víkingur fær hornspyrnu eftir flotta sókn.
83. mín
Afturelding fær hornspyrnu.
82. mín
Inn:Anna Hedda Björnsdóttir Haaker (Afturelding) Út:Jade Arianna Gentile (Afturelding)
82. mín
Inn:Andrea Katrín Ólafsdóttir (Afturelding) Út:Elena Brynjarsdóttir (Afturelding)
80. mín
Inn:Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.) Út:Kristín Erna Sigurlásdóttir (Víkingur R.)
80. mín
Inn:Arnhildur Ingvarsdóttir (Víkingur R.) Út:Nadía Atladóttir (Víkingur R.)
79. mín
Inn:Rachel Van Netten (Afturelding) Út:Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (Afturelding)
79. mín
Inn:Sofie Dall Henriksen (Afturelding) Út:Kristín Þóra Birgisdóttir (Afturelding)
77. mín
Skalli á markið frá Dagný Rut en Eva Ýr ver þetta.
74. mín Gult spjald: Tara Jónsdóttir (Víkingur R.)
Gult fyrir mótmæli.
72. mín
Jade með fínan sprett en nær ekki fyrirgjöfinni. Boltinn endar hjá Anítu Dögg.
69. mín Gult spjald: Kristín Þóra Birgisdóttir (Afturelding)
Fyrir brot á Nadíu.
68. mín
Inn:Elfa Sif Hlynsdóttir (Afturelding) Út:Signý Lára Bjarnadóttir (Afturelding)
65. mín
Inn:Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.) Út:Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.)
64. mín
Víkingar komast upp að endamörkum og eiga fyrirgjöf sem Eva Ýr ver með fætinum beint á kollinn á Indy. Þarna var hætta!
62. mín
KRISTÍN ERNA Í ENN EINU DAUÐAFÆRINU TIL AÐ SKORA

Fær flotta sendingu í teiginn og er einn gegn Evu Ýr en mokar boltanum yfir. Þarna verður hún að gera betur.
60. mín Misnotað víti!
Kristín Erna Sigurlásdóttir (Víkingur R.)
Slöpp spyrna og Eva Ýr ver! Beint á markið.
59. mín
VÍKINGUR FÆR VÍTI!
58. mín
Víkingur fær hornspyrnu.
56. mín MARK!
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (Afturelding)
AFTURELDING Á ELDI HÉR!

Ragna með góða aukaspyrnu sem Aníta ver inn. Tæpt var það því Elena fylgdi eftir og mokaði boltanum inn í markið en dómarinn gefur Rögnu markið.
55. mín
Ragna Guðrún tekin niður rétt fyrir utan vítateig. Aukaspyrna á hættulegum stað!
55. mín
Kristín Erna með flotta fyrirgjöf en Nadía rétt missir af boltanum!
52. mín MARK!
Kristín Þóra Birgisdóttir (Afturelding)
Stoðsending: Ragna Guðrún Guðmundsdóttir
AFTURELDING AÐ KLÁRA LEIKINN HÉR!

Frábær sending í gegn frá Rögnu og Kristín Þóra nýtir færið! Mark nr 2 hjá henni í kvöld.
50. mín
Nadía Atla með fyrirgjöf en Eva Ýr grípur boltann.
49. mín
Guðrún Elísabet í dauðafæri en setur boltann framhjá! Ætlaði að senda á Kristínu Þóru, sendingin í varnarmann og aftur til hennar en skotið í kjölfarið sleikir stöngina.
47. mín
Afturelding fær hornspyrnu.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Sanngjörn staða í hálfleik. Víkingsstúlkur hafa fengið færi en ekki náð að nýta þau. Afturelding samt heilt yfir sterkari.
45. mín
Víkingur fær hornspyrnu.
43. mín
BJARGAÐ Á LÍNU!!

Kristín Þóra sleppur í gegn og sólar Anítu Dögg en varnarmenn Víkings ná að hreinsa á síðustu stundu!
40. mín
Indy liggur hér eftir smá samstuð. Sýnist hún ætla halda leik áfram samt!
37. mín MARK!
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding)
AFTURELDING TVÖFALDAR FORYSTUNA HÉR!

Misheppnuð sending til baka og Guðrún nýtir sér það! Sleppur ein í gegn og klárar auðveldlega. 2-0!
37. mín
Víkingur fær aukaspyrnu á vallarhelming heimastúlkna. Boltinn er hinsvegar alltof langur og dettur aftur fyrir markið.
36. mín
Brynhildur Vala í góðu skotfæri eftir að Afturelding hreinsa burt fyrirgjöf. Skotið er hinsvegar langt yfir markið!
33. mín
Jade í fínu færi í teignum eftir sendingu frá Elenu. Skotið rétt framhjá.
30. mín MARK!
Kristín Þóra Birgisdóttir (Afturelding)
Stoðsending: Ragna Guðrún Guðmundsdóttir
AFTURELDING TEKUR HÉR FORYSTUNA!

Ragna með hornspyrnu og eftir darraðardans í teignum sýndist mér Kristín Þóra eiga síðustu snertinguna. Línuvörðurinn flaggaði mark. Þetta var tæpt en eflaust rétt!
30. mín
Afturelding fær hornspyrnu.
28. mín
Sigrún Gunndís fær fyrirgjöf beint í andlitið og liggur eftir. Víkingur á hornspyrnu.

Sigrún er staðin upp.
25. mín
Tvær hornspyrnur í röð hjá Aftureldingu en ekkert kemur út úr því.
24. mín
GUÐRÚN SLOPPIN Í GEGN OG FELLUR Í TEIGNUM!

Fyrsta snertingin ekki góð hjá Guðúnu og fær svo varnarmann inn í sig. Boltinn komin í fangið á Anítu Dögg þegar snertingin á sér stað og því ekkert dæmt.
23. mín
Jade með skot úr þröngu færi. Aníta Dögg ver þetta vel.
19. mín
Sara Lizzy með flotta sendingu í gegn á Guðrúnu sem tekur flugskalla rétt framhjá marki Víkings. Glæsileg tilþrif.
18. mín
Linzi Taylor fær boltann fyrir utan teig og lætur bara vaða. Skotið rétt framhjá!
17. mín
Víkingur fær hornspyrnu.
16. mín
Skalli á markið en Aníta Dögg ver vel.
16. mín
Afturelding fær hornspyrnu.
15. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ VÍKING

Dagný með góða fyrirgjöf eftir jörðinni og þar kemur Kristín Erna á ferðinni en hún setur boltann rétt framhjá!
13. mín
Afturelding meira með boltann en aðeins hálffæri hingað til.
9. mín
Hætta við mark heimastúlkna en önnur hornspyrna er niðurstaðan.
8. mín
Nadía í þröngu færi en Eva Ýr ver í horn.
7. mín
Kristín Þóra með skot í varnarmann eftir fyrirgjöf frá Elenu. Þarna munaði ekki miklu!
6. mín
Víkingur fær hornspyrnu.

Skalli á markið en Eva Ýr grípur þetta auðveldlega.
5. mín
Jade nærri því sloppin í gegn en búið að flagga rangstöðu.
3. mín
Víkingur fær hornspyrnu.
2. mín
Heimastúlkur byrja þetta af miklum krafti. Halda vel í boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Afturelding byrjar með boltann.
Fyrir leik
Liðin mættust í 2.umferð deildarinnar fyrr í sumar. Afturelding gerði þá góða ferð í Fossvogin og vann 1-3 sigur. Mikilvægur leikur hér í kvöld fyrir bæði lið sem vilja vera berjast á toppnum.

Liðin ganga nú inn á völlinn! Góða skemmtun!

Fyrir leik


John Andrews snýr aftur!

John Andrews er öllum Mosfellingum vel kunnur. Hann spilaði lengi vel fyrir félagið og þjálfaði einnig meistaraflokk kvenna með fínum árangri.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðar. Toppaðstæður annars í Mosfellsbæ í kvöld - Vel vökvað gervigras og gott veður.Tvö lið í efri hluta deildarinnar og vonandi fáum við hörku leik með nóg af mörkum.

Fyrir leik
Komið þið sæl og verið hjartanlega velkomin á beina textalýsingu frá leik Aftureldingar og Víkings R. í Lengjudeild kvenna.
Byrjunarlið:
12. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
Dagbjört Ingvarsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('80)
14. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir
19. Tara Jónsdóttir
22. Nadía Atladóttir (f) ('80)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('65)
25. Linzi Taylor
32. Freyja Friðþjófsdóttir

Varamenn:
Elíza Gígja Ómarsdóttir
6. Elísa Sól Oddgeirsdóttir
8. Arnhildur Ingvarsdóttir ('80)
11. Elma Rún Sigurðardóttir
13. Margrét Eva Sigurðardóttir
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('80)
24. Sigdís Eva Bárðardóttir ('65)

Liðsstjórn:
John Henry Andrews (Þ)
Andri Marteinsson
Þórhanna Inga Ómarsdóttir
Telma Sif Búadóttir
Ástrós Silja Luckas
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Tara Jónsdóttir ('74)

Rauð spjöld: