Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   sun 28. desember 2025 12:59
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea og Leeds vilja McAtee - Arsenal skoðar Bartesaghi
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
BBC hefur tekið saman allt helsta slúður dagsins sem birtist hér fyrir neðan í slúðurpakka Powerade. Það styttist óðfluga í opnun janúargluggans og eru einhverjir leikmenn sem gætu skipt um félag.


Chelsea og Leeds United eru meðal úrvalsdeildarfélaga sem hafa áhuga á James McAtee, 23 ára miðjumanni Nottingham Forest. (Daily Mail)

Arsenal er að íhuga að leggja fram tilboð í ítalska vinstri bakvörðinn Davide Bartesaghi, 19 ára leikmann AC Milan. (Caughtoffside)

Manu Koné, 24 ára miðjumaður Roma og franska landsliðsins, mun ganga í raðir Manchester United næsta sumar. (Sportsmole)

Tottenham er tilbúið til að gefa hollenska landsliðsmanninum Micky van de Ven góða launahækkun og gera hann að launahæsta leikmanni félagsins ásamt fyrirliðanum Cristian Romero og Xavi Simons. (Teamtalk)

Lewis Dunk, 34 ára varnarmaður, er búinn að fá eins árs framlengingu á samningi sínum við Brighton. (Athletic)

Joshua Zirkzee, 24 ára framherji Man Utd, hefur fengið loforð frá Gian Piero Gasperini um að hann fái pláss í byrjunarliðinu hjá Roma ef hann skiptir yfir. Gasperini notar 3-4-2-1 uppstillingu líkt og Ruben Amorim en Artem Dovbyk og Evan Ferguson framherjar félagsins hafa ekki staðist væntingar. (Gazzetta dello Sport)

Nottingham Forest, Chelsea og Aston Villa hafa öll áhuga á Santiago Castro, 21 árs framherja Bologna. (Gazzetta dello Sport)

Oxford United er að íhuga að bjóða John Terry samning til að taka við stjórn á þjálfun liðsins. Það yrði fyrsta starf Terry, 45, sem aðalþjálfari. (Sun)

Inter ætlar að reyna að krækja í tvo leikmenn Tottenham, þá Guglielmo Vicario, 29, og Radu Dragusin, 23, í janúarglugganum. (Calciomercato)

Barcelona hefur áhuga á Nathan Aké, 30 ára varnarmanni Manchester City, en óttast baráttuna við ensk úrvalsdeildarfélög sem eru einnig áhugasöm. (Caughtoffside)

Middlesbrough er staðráðið í því að halda miðjumanninum Hayden Hackney, 23, í janúarglugganum þrátt fyrir mikinn áhuga. (Northern Echo)
Athugasemdir
banner
banner