Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
Keflavík
0
5
FH
0-1 Baldur Logi Guðlaugsson '45
0-2 Jónatan Ingi Jónsson '53
Nacho Heras '74
0-3 Jónatan Ingi Jónsson '89
0-4 Oliver Heiðarsson '90
0-5 Jónatan Ingi Jónsson '95 , víti
21.08.2021  -  14:00
HS Orku völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Skýjað NA 4 m/s og hiti um 13 gráður
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Jóntan Ingi Jónsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f) ('36)
7. Davíð Snær Jóhannsson
8. Ari Steinn Guðmundsson ('61)
20. Christian Volesky ('79)
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson (f)
28. Ingimundur Aron Guðnason
86. Marley Blair ('61)

Varamenn:
3. Axel Ingi Jóhannesson
5. Stefán Jón Friðriksson
9. Adam Árni Róbertsson ('61)
10. Dagur Ingi Valsson ('61)
11. Helgi Þór Jónsson ('79)
98. Oliver Kelaart ('36)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Óskar Rúnarsson
Helgi Bergmann Hermannsson

Gul spjöld:
Marley Blair ('34)
Davíð Snær Jóhannsson ('58)
Ingimundur Aron Guðnason ('94)

Rauð spjöld:
Nacho Heras ('74)
Leik lokið!
Annar fimm marka sigur FH í röð. Keflavík þarf aldreils að girða sig er liðin mætast að nýju á miðvikudag.
95. mín Mark úr víti!
Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Stoðsending: Guðmundur Kristjánsson
Sindri fer í rétt horn en spyrnan örugg og boltinn í netinu.

Þrennan klár.
94. mín Gult spjald: Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
94. mín
FH fær vítaspyrnu. Klárt peysutog þó vissulega hafi Guðmundur farið auðveldlega niður.
93. mín
Fhingar tæta vörn Keflavíkur í sig með frábæru spili og Matti Vill einn gegn Sindra en Sindri ver með tilþrifum. FH fær horn.
93. mín
Morten Beck kemur boltanum í netið en flaggið fer á loft og það telur ekki.
91. mín
Uppbótartími er 4 mínútur að lágmarki.
90. mín MARK!
Oliver Heiðarsson (FH)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
Jónatan launar greiðann og þræðir boltann í hlaupaleið Olivers sem sleppur einn í gegn. Sindri mætir vel út á móti en Oliver lyftir boltanum yfir hann glæsilega og skorar.
89. mín MARK!
Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Stoðsending: Oliver Heiðarsson
Oliver keyrir upp völlinn hægra meginn og gerir lítið úr Oliver Kelaart sem reynir að mæta honum. Jónatan fylgir honum upp völlinn fær bplltann frá Oliver og skorar af öryggi.
89. mín
Keflavík fær horn.
88. mín
Guðmundur Kristjánsson með skot úr aukaspyrnu en beint í hendur Sindra.
84. mín
Inn:Oliver Heiðarsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
84. mín
Inn:Morten Beck Guldsmed (FH) Út:Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
84. mín
Steven Lennon að sleppa í gegn en hættir hlaupinu og sest í grasið. Virðist hafa tognað.
82. mín
Lennon og Matti með frábæran þríhyrning inn í teig Keflavíkur en Frans bjargar á síðustu stundu með frábærri tæklingu.
81. mín Gult spjald: Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
Fer í boltann en fylgir vel á eftir.
80. mín
Ástbjörn með ágætis skot að marki FH en Gunnar ekki í teljandi vandræðum.
79. mín
Inn:Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Út:Christian Volesky (Keflavík)
74. mín Rautt spjald: Nacho Heras (Keflavík)
Nacho er að fá beint rautt spjald hérna.
Stór ákvörðun en ef hann setti hendurnar í höfuð Jóhanns er hann að bjóða upp á þetta.

Virkaði samt sárasaklaust á sjónvarpsmyndum og Jóhann mjög lengi að fara niður. En ef Nacho setur hendur á höfuð anstæðings er lítið hægt að kvarta.
73. mín
Leikurinn er stopp. Jóhann liggur í grasinu eftir einhver samskipti við Nacho Heras að mér sýndist. Erfitt að sjá hvað var en Keflvíkingur virðist leggja hendi á höfuð hans.
71. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)
71. mín
Mjög svo fagmannleg frammistaða hjá FH sem hægt og rólega eru að klára þennan leik.
70. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Ólafur Guðmundsson (FH)
65. mín
Jákvæð teikn í sóknarleik heimamanna, Dagur Ingi kemst upp vinstri vænginn en fyrirgjöf hans léleg og beint í hramma Gunnars.
61. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Keflavík) Út:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
Sóknarleikur Keflavíkur ekki verið til útflutnings í seinni hálfleik.
61. mín
Inn:Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Út:Marley Blair (Keflavík)
Sóknarleikur Keflavíkur ekki verið til í seinni hálfleik.
58. mín Gult spjald: Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Brýtur á Matthíasi á miðjum vellinum. Skynsamlegt brot þar sem FH var í vænlegri sóknarstöðu.
56. mín
Heimamenn ekki með þessar mínútur. Baldur Logi í skotfæri en setur boltann framjá úr D-boganum.
53. mín MARK!
Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Stoðsending: Eggert Gunnþór Jónsson
Eggert skiptir boltanum þvert yfir völlinn á Jónatan, hann leikur inn í átt að vítateig og smellir af föstu skoti sem siglir með jörðinni beint í bláhornið.
49. mín
Eggert Gunnþor með skot yfir markið úr ágætri stöðu í teignum.
47. mín
Þung pressa frá gestnum sem vinna horn.
46. mín
Lennon vinnur boltann hátt á vellinum, leggur boltann á Jónatan sem á sendingu/skot fyrir markið sem rennur framhjá stönginni fjær.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Gestirnir hefja leik hér í síðari hálfleik, Marki yfir og í fínni stöðu.
45. mín
Hálfleikur
Gestirnir gætu ekki hafa valið betri tíma til að skora. Köld tuska í andlit heimamanna sem þurfa að endurskipuleggja sig.

Leikurinn annars verið nokkuð lokaður og liðin ekki verið að taka mikla sénsa. Það þarf að breytast í það minnsta hjá heimaliðinu úr þessu.
45. mín MARK!
Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
+2 46:47 á klukkunni.

Jónatan finnur Baldur Loga í teignum.
Baldur fær að dansa með boltann í teignum vinstra megin. Fer illa með Oliver og skilar boltanum af öryggi í hornið fjær framhjá Sindra.
45. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti tvær mínútur.
43. mín
Boltinn dettur niður í teignum fyrir fætur Nacho sem á fast skot í hliðarnetið.
43. mín
Keflavík fær hornspyrnu eftir fyrirgjöf frá Marley. Verið þeirra líflegastur fram á við.
41. mín
Baldur Logi í færi í teig Keflavíkur en Frans hendir sér fyrir skotið. Gestirnir halda pressunni og Ólafur með annað skot en rétt yfir markið, Þessi leit út fyrir það að vera á leið inn.
38. mín
Marley setur í fluggír og nær fyrirgjöfinni frá hægri, FH skallar í horn.

Hornspyrna Ingimundar beint í hendur Gunnars.
37. mín
Ari Steinn með lúmskan bolta inn á teiginn frá vinstri. Gibbs lúrði á fjær en nær ekki til boltans sem siglir afturfyrir.
36. mín
Inn:Oliver Kelaart (Keflavík) Út:Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
35. mín
Það á ekki af Magnúsi Þór að ganga sest á völlinn og hefur lokið leik.

Hans fyrsti leikur eftir höfuðmeiðsli sem hann varð fyrir á dögunum.
34. mín Gult spjald: Marley Blair (Keflavík)
Marley fær hér spjald. Verð að viðurkenna að ég sá ekki fyrir hvað.
33. mín
Glæsilegt samspil hjá FH. Matthías þræðir Lennon í gegn en Sindri ver slakt skot hans næsta örugglega og slær boltann til hliðar.
29. mín
Stórhættuleg sókn FH!

Lennon kemst inn á teiginn hægra meginn og á fastan bolta fyrir sem Matti rétt missir af.
27. mín
Ástnörn Þórðar með fyrirgjöf frá vinstri en Volesky skrefinu á eftir og nær ekki til boltans.
23. mín
Breiðablik - KA færður til 18
Þess má geta að leikur Breiðabliks og KA mun verða klukkan 18:00 í kvöld. Hann átti að vera 16:15 en er frestað vegna bilunar í flugvél.
Elvar Geir Magnússon
22. mín
Davíð finnur Gibbs í fínu færi í teignum en flaggið á loft.

Vantar eins og eitt gott dauðafæri í þennan leik.
20. mín
Inn:Guðmundur Kristjánsson (FH) Út:Guðmann Þórisson (FH)
Guðmann er ekki meira í lagi en svo að hann þarf að fara af velli. Gummi Kri mætir inn á í staðinn.
18. mín
Samstuð í teignum. Magnús og Guðmann skalla saman. Eru báðir í lagi en fá aðhlynningu. Magnús nýmættur aftur eftir að hafa verið frá vegna höfuðhöggs.
17. mín
Snörp sókn Keflavíkur, Marley Blair með fyrirgjöf en Gunnar mætir í hana og hirðir boltann.
12. mín
Matti Vill í góðu hlaupi í teignum og nær skotinu. Magnús hendir sér fyrir skotið og boltinn aftur í Matta of afturfyrir. Markspyrna.
10. mín
FH sækir, Jónatan Ingi með boltann úti á væng en Ari Steinn stöðvar för hans. Keflavík fær markspyrnu.
9. mín
Joey Gibbs með skot af um 20 metra færi en boltinn beint í hendur Gunnars.
7. mín Gult spjald: Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Peysutog
5. mín
Góð sókn Keflavíkur, Ari Steinn finnur Davíð við teiginn sem á fína sendingu inn að markteig sem Volesky skallar yfir.

Örlítið of hár bolti.
3. mín
Marley Blair með laglega takta á hægri vængnum en Guðmann skallar fyrirgjöf hans frá marki.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru heimamenn sem hefja hér leik og sækja í átt að Bluehöllinni.
Fyrir leik
Gríðarlegt gleðiefni að sjá Keflavíkur legendið Joey Drummer rölta í stúkuna með trommu. Það veit á gott ef hann er í stuði.


Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt í hús.
Keflavík gerir þrjár breytingar á liðinu sem tapaði gegn Val á dögunum. Helgi Þór Jónsson, Sindri Þór Guðmundsson og Olvier Kelarart detta út og inn fyrir þá koma þeir Magnús Þór Magnússon, Ara Stein Magnússon og Marley Blair.

Þá gerir FH eina breytingu á byrjunarliði sínu frá 5-0 sigrinum á Leikni. Björn Daníel Sverrisson fær sér sæti á bekknum en í hans stað kemur Eggert Gunnþór Jónsson inn í liðið.
Fyrir leik
Spámaðurinn

Framarinn Valtýr Björn Valtýsson er spámaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net. Það er vel við hæfi þar sem Fram tryggði sér í gær sæti í efstu deild.

Keflavík - FH
Erfiður leikur að spá í. Leikir þessara liða hafa verið mjög sveiflukenndir það sem af er og þægilegast væri að spá jafntefli. Ég er þó á því að Lennon tryggi sigur FH á 89.mínútu. 0-1 eða 1-2.



Fyrir leik
Framarinn Valtýr Björn Valtýsson er spámaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net. Það er vel við hæfi þar sem Fram tryggði sér í gær sæti í efstu deild.

Keflavík 1 - 2 FH
Erfiður leikur að spá í. Leikir þessara liða hafa verið mjög sveiflukenndir það sem af er og þægilegast væri að spá jafntefli. Ég er þó á því að Lennon tryggi sigur FH á 89.mínútu. 0-1 eða 1-2.



Fyrir leik
Tríóið

Jóhann Ingi Jónsson flautar leikinn hér í Keflavík í dag. Honum til aðstoðar eru þeir Eðvarð Eðvarðsson og Ragnar Þór Bender. Helgi Mikael Jónasson er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Eyjólfur Ólafsson.

Fyrir leik
Fyrri viðureignir

30 leiki hafa liðin leikið innbyrðis í efstu deild frá aldamótum og hallar tölfræðin verulega í átt til gestaliðsins. Keflavík hefur haft sigur í 4 leikjum, 9 leikjum hefur lokið með jafntefli en FH haft sigur alls 17 sinnum. Markatalan er svo 57-32 FH í vil.

Síðasti deildarsigur Keflavíkur á FH kom í upphafi móts árið 2009 þegar Magnús Sverrir Þorsteinsson tryggði þeim 1-0 sigur með marki í uppbótartíma.


Fyrir leik
Keflavík

Leikurinn í dag er svolítið nú eða ekki fyrir lið Keflavíkur. Sigur í dag slítur þá aðeins frá pakkanum við botninn sem er heldur farin að þéttast. Tapi Keflavík hinsvegar er allt eins líklegt að liðið sogist enn frekar niður í harða botnbaráttu.

Keflavík tapaði fyrir Val á Origovellinum í síðustu umferð 2-1 en átti þrátt fyrir það heilt yfir góðan leik þó mistök þeirra hafi verið dýru verði keypt í það sinni.


Fyrir leik
FH

Er FH liðið vonbrigði sumarsins í Pepsi Max deildinni?
Liðinu var spáð 3.sæti deildarinnar en situr í því 6. fyrir þennan leik. Það hljómar kannski ekki hræðilega en liðið er 10 stigum frá Evrópusæti þegar 6 umferðum er ólokið. FH á vissulega leik til góða en möguleikar þeirra á sæti í Evrópu verða að teljast takmarkaðir.

Það er þó ekki allt slæmt hjá gestunum úr Hafnarfirði sem unnu 5-0 sigur á Leikni í síðustu umferð. Mikill efniviður er í Krikanum og haldi menn rétt á spilunum eru margir gríðarlega spennandi leikmenn að koma upp hjá félaginu.


Fyrir leik
Tvíhöfði

Leikurinn í dag sem er hluti af 18.umferð deildarinnar. markar "seinni" viðureign liðanna á þessu tímabili en vegna frestanna hafa liðin ekki en mæst í þeirri fyrri. Liðin munu mætast aftur nú á miðvikudaginn og þá í 7.umferð deildarinnar.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og FH í Pepsi Max deild karla.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
4. Ólafur Guðmundsson (f) ('70)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon ('84)
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
11. Jónatan Ingi Jónsson
16. Hörður Ingi Gunnarsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('84)
21. Guðmann Þórisson ('20)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
10. Björn Daníel Sverrisson
14. Morten Beck Guldsmed ('84)
16. Guðmundur Kristjánsson ('20)
22. Oliver Heiðarsson ('84)
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('70)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
35. Óskar Atli Magnússon

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Kári Sveinsson

Gul spjöld:
Logi Hrafn Róbertsson ('7)
Guðmundur Kristjánsson ('71)
Eggert Gunnþór Jónsson ('81)

Rauð spjöld: