Leikur Breiðabliks og KA sem átti að fara fram klukkan 16:15 í Pepsi Max-deild karla hefur verið frestað til klukkan 18:00 vegna bilunar sem kom upp í flugvél KA-manna.
Liðin eigast við í Pepsi Max-deild karla en þetta er alger sex stiga leikur í toppbaráttunni.
KA átti flug suður en bilun kom upp í flugvél liðsins og var því þörf á því að fresta leiknum
Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli klukkan 18:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Breiðablik er í 3. sæti deildarinnar með 32 stig en KA í fjórða sætinu með 30 stig
Athugasemdir