

Vivaldivöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Létt gola, þægilegur hiti, 10/10
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Júlí Karlsson














Algjörlega ótrúlegar lokamínútur sem enda í sigri Gróttu.
Viðtöl og skýrsla fylgja innan skamms, takk fyrir mig.
VÁ!

Stoðsending: Kristófer Orri Pétursson
SEINASTA SNERTING LEIKSINS. ÞAÐ VAR AÐ FLAUTA AF Á MEÐAN ÉG SKRIFA ÞETTA.
Korri með hornið beint á pönnuna á fyrirliðanum sem stýrir þessum í fjærhornið framhjá Aroni.
HVÍLÍK DRAMA!! 2-1!


Pétur fer á vinstri inní teig og á skot á markið en Aron ver frábærlega og slær hann yfir. Gróttumenn heppnir þó að fá ekki mrk á sig fyrr þegar Jón Ívan er með virkilega lausa sendingu sem fer beint á Tiago en Grindvíkingar nýttu ekki.
Það var rétt hjá mér, 1 í uppbót. Fínn leikur, skemmtilegur á köflum.
Hlakka til að sjá síðari hálfleikinn.

Stoðsending: Gabríel Hrannar Eyjólfsson
HVÍLÍKT MARK! Kjartan fær boltann upp vinstri kantinn eftir hvílíka SNUDDU frá Gabigol og róar sig áður en hann cuttar inn og smyr honum fyrir utan teig upp í samskeytin. Þetta var R1 + O masterclass! Coutinho-esque!
Kjarri negla, 1-1!
Þessi er hreinsuð í burtu.

Stoðsending: Viktor Guðberg Hauksson
Hver annar en Sigurður Bjartur. Viktor tekur overlapið á Sindra sem leggur boltann fyrir hann, sendingin fyrir í fyrsta beint í hlaupið hans Sigurðs sem potar boltanum í nærhornið.
0-1!
Dion kemst í gegn og á tvö skot sem Jón ver vel, boltinn skoppar svo út á Aron sem skýtur aftur en Jón er á eldi og hleypir engu framhjá sér í dag.
Selfoss 2-0 Afturelding (59')
Gary Martin 40' mark
Gary Martin 49' mark (víti)
Kórdrengir 2-0 Þór (59')
Þórir Rafn Þórisson 28' mark
Connor Mark Simpson 43' mark
Ásgeir Frank Ásgeirsson 47' rautt spjald

Gróttumenn gera eina breytingu á sínu liði frá sigrinum á Kórdrengjum en þá kemur hinn ungi Kári Daníel Alexandersson inn fyrir Gunnar Jónas Hauksson sem er á bekknum. Annars er liðið alveg óbreytt og eins og venjulega skartar Sigurvin Reynisson bandinu.
Gestirnir gera 2 breytingar annars vegar og koma þá Viktor Guðberg Hauksson og Dion Acoff inn fyrir Jósef Kristinn Jósefsson og einn af mínum uppáhaldsleikmönnum í deildinni Odd Inga Bjarnason, hvorugur þeirra er í hóp í þessum leik. Sigurjón Rúnarsson er með bandið eins og alltaf.
Þetta ROSALEGA mark skoraði Sigurður Bjartur í seinustu umferð, hendir hann í annað svipað á Nesinu í kvöld?
Okkar eini sanni framherji @EL_Sigurdo með eitt af mörkum tÃÂÂÂÂmabilsins à#lengjudeildin þegar hann Köttaði framhjá 1,2,3,4,5,6, og 7 Þrótturum áður en hann skoraði sigurmark GrindavÃÂÂÂÂkur!
 UMFG - Ungmennafélag GrindavÃÂÂÂÂkur (@umfg) August 19, 2021
Lýsinginn 💯 hjá @thorsteinngu! pic.twitter.com/P1yGegWfVG
âš½ï¸ LEIKDAGUR âš½ï¸
— UMFG - Ungmennafélag GrindavÃkur (@umfg) August 24, 2021
GrindavÃk 🆚 @Grottasport
ðŸŸï¸- Vivaldivellinum
📅- 24. ágúst
â²ï¸- 19:15
ðŸ†- Lengjudeild karla
🎫- https://t.co/lGR5PGP3cM
📺- https://t.co/uHMIH1fV47
💛- Ãfram GrindavÃk!#umfg #grindavik #lengjudeildin pic.twitter.com/78c9uWrMwh
Þar sem spá fyrir 18. umferð deildarinnar er ekki komin inn á fótbolta.net ætla ég að vera með mína eigin spá fyrir leikinn en ég held að leikurinn fari 2-2. Mörk Gróttu skora Pétur Theódór og Björn Axel en Bax verður líka með stoðsendingu. Fyrir gestina verður Sigurður Bjartur með bæði mörk Grindavíkur, eitt úr víti en Oddur Ingi með báðar stoðsendingarnar. Tvö deadly duo!
(Staðfest)
Grindvíkingar eru í 7. sæti með 23 stig eftir 17 leiki eftir 2-1 sigur á Þrótti í seinustu umferð þar sem þeir komust loks aftur á sigurbraut. Liðið getur með sigri í kvöld farið upp fyrir Gróttu en þá myndu þeir þurfa að sigra með 3 mörkum eða meira.

Grótta kemur inn í leikinn á 2-1 sigri á Kórdrengjum þar sem Pétur Theódór var valinn maður leiksins af fótbolta.net, ekki voru allir á vellinum sammála því get ég sagt ykkur. Með sigri í kvöld geta Gróttumenn farið úr 5. sæti upp í það þriðja en það yrði þá að vinna með ágætum markamun til að fara upp fyrir Fjölni.

Eins og áður kemur fram er Sigurður Bjartur með 16 mörk í 17 leikjum í sumar en það er einn maður sem trompar hann. Markahæsti maður deildarinnar, Pétur Theódór Árnason með 18 mörk. Báðir þessir leikmenn verða í eldlínunni í kvöld og munu báðir vilja skora nokkur mörk. Einnig hafa báðir þessir leikmenn skorað yfir helming marka liðanna sinna í sumar. Það verður virkilega spennandi að sjá þá kljást á Vivaldivellinum í kvöld.


Sigurður Bjartur Hallsson hefur verið frábær með Grindavík í sumar en hann hefur skorað 16 mörk í 17 leikjum í ár. Útvarpsþátturinn Fótbolti.net fór yfir stöðu mála og hafði eftirfarandi að segja um Sigurð.
,,Nógu vont er tímabilið að vera (hjá Grindavík). Sigurður Bjartur gæti alveg stolið gullskónum af Pétri Theódór. Hann er kominn með sextán mörk strákurinn. Það hefur kannski ekki verið talað nóg um Sigurð Bjart því þetta er einhver óvæntasta stjarna í næstefstu deild sem ég hef séð í háa herrans tíð," sagði Tómas Þór Þórðarson.
,,Hann stoppar ekkert eftir fyrstu leikina, er áfram á fleygiferð. Hann er vinnusamur, duglegur, ótrúlega fylginn sér, grjótharður og hefur fínan hraða. Það er hundleiðinlegt að spila á móti honum, fullt í honum,"
Lesa má nánar um þetta hér
Fyrri leikur liðanna í deildinni fór 3-1 fyrir Grindvíkingum þegar Sigurður Bjartur skoraði fyrsta mark heimamanna áður en markamaskínan Pétur Theódór Árnason jafnaði fyrir Gróttu. Síðan í uppbótartíma gerði Sigurjón Rúnarsson mark og Sigurður Bjartur skoraði sitt annað mark í leiknum og tryggði 3 stig Suðurnesjamanna.

Gunnar Oddur Hafliðason dæmir leikinn og hefur hann tvo flotta dómara til að aðstoða sig. Þeir eru að sjálfsögðu Gylfi Már Sigurðsson og Breki Sigurðsson.
Toppmenn!






