Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
FH
1
2
Víkingur R.
0-1 Nikolaj Hansen '18
0-2 Erlingur Agnarsson '53
Björn Daníel Sverrisson '87 1-2
29.08.2021  -  17:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 552
Maður leiksins: Ingvar Jónsson, Víkingur
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson ('92)
4. Ólafur Guðmundsson (f) ('75)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
11. Jónatan Ingi Jónsson
14. Morten Beck Guldsmed
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('59)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
10. Björn Daníel Sverrisson ('75)
21. Guðmann Þórisson
22. Oliver Heiðarsson ('59)
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('92)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
35. Óskar Atli Magnússon
36. Dagur Óli Grétarsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Kári Sveinsson

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Mjög mikil skemmtun í Kaplakrika í dag og Vikingar sækja þrjú mikilvæg stig í toppbaráttuna. Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
94. mín
Mínúta eftir og Víkingar sækja.
92. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Pétur Viðarsson (FH)
92. mín
Jónatan í dauðafæri eftir sendingu frá Morten Beck en Jónatean setur boltann yfir markið. Kári hraunar yfir Villa dómara, veit ekki afhverju.
90. mín
Fimm mínútum bætt við. Björn Dnaíel með gott skot að marki sem var á leið í samskeytin þegar Halldór Smári bjargaði á línu.
87. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Rosalegt mark, Kári reyndi að hreinsa frá en boltinn barst til Björns Daníels sem skoraði með geggjaðri hjóllhestaspyurnu. Vá, vá, vá!
86. mín
Nikolaj kominn aftur inná með miklar umbúðir á höfðinu.
86. mín Gult spjald: Kári Árnason (Víkingur R.)
85. mín
Nikolaj hefur blóðgast eitthvað og Vilhjálmur Alvar stöðvar leik og fær Ísak sjúkraþjálfara til að kíkja á hann. Nikolaj fer af velli í bili.
84. mín
Matti Villa með skot í varnarmann og framhjá í kjölfar hornspyrnu.
80. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
Kári fær fyrirliðabandið frá Sölva.
79. mín
Adam Ægir með hættulega sendingu inn í teiginn en hitti ekki á samherja.
77. mín
Oliver Heiðarsson með skot yfir mark Víkinga, boltinn endaði eflaust á Costco planinu svo hátt fór þetta yfir.
75. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.) Út:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
75. mín Gult spjald: Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
Klifraði upp á bakið á Eggert til að ná skallabolta.
75. mín
Inn:Björn Daníel Sverrisson (FH) Út:Ólafur Guðmundsson (FH)
71. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Vihjálmur Alvar dómari virtist ekki ætla að spjalda Pétur fyrir harkalega tæklingu á Kristal Mána en þegar Pétur bjó sig undir slagsmál við Pablo Punyed í kjölfarið var Villa nóg boðið og tók upp spjaldið.
69. mín
Inn:Júlíus Magnússon (Víkingur R.) Út:Kwame Quee (Víkingur R.)
69. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
66. mín
Oliver Heiðarsson var einn á auðum sjó í hraðri sókn FH en Ingvar Jónsson kom út að enda vítateigsins og tók af honum boltann.
65. mín
Það eru 552 áhorfendur í Kaplakrika í dag. Leikurinn er annars áfram eins og í fyrri hálfleik, meiri kraftur í FH liðinu sem sækir mun en Víkingar beita hröðum sóknum.
59. mín
Inn:Oliver Heiðarsson (FH) Út:Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
58. mín
Sölvi kominn inná og ætlar að halda leik áfram.
57. mín
Sölvi Geir virðist vera búinn. Liggur á vellinum og Ísak sjúkraþjálfari stumrar yfir honum.
53. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Kristall Máni Ingason
Kristall Máni með flotta sendingu inn í vítateiginn þar sem Erlingur skallaði í markið af stuttu færi. Vel útfært hjá Víkingum sem eru komnir í 0 - 2.
51. mín
Nikolaj féll í teingum með tilþrifum. Víkingar vilja víti en FH-ingar vilja spjald fyrir dýfu. Ég er ekki viss!
49. mín
Jónatan Ingi í dauðafæri einn gegn Ingvari eftir undirbúning Baldurs Loga. Ingvar Jónsson varði stórkostlega í horn. Þarna skall hurð nærri hælum!
46. mín
Sölvi með skalla eftir horn sem Gunnar náði að verja.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfieikur er hafinn. Engin breyting í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Kaplakrika. FH er betra liðið á vellinum, sækir mun meira og á betri færi en Víkingar kláruðu sitt færi og leiða með enu marki gegn engu. Markaskorarinn Nikolaj Hansen er að neðan.
38. mín
Hörður Ingi með hættulega sendingu en Morten Beck náði ekki að hitta boltann og hann fór framhjá.
36. mín
Jónatan lék á Halldór Smára og þrumaði að marki, Ingvar rétt náði að verja í horn. gott framlag hjá Jónatani Inga.
34. mín
Þarna munaðin engu að Erlingur skoraði en boltinn lak undir Gunnar og stoppaði áður en hann fór að marklínunni.
32. mín
Nikolaj Hansen meiddist og þurfti aðhlynningu. Hann fór af velli og þar lenti hann í riflildi við Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfara FH þar til Arnar Gunnlaugsson kom og dróg Nikolaj í burtu þar til hann mátti fara inná aftur.
29. mín
Gunnar ver frá Viktori Örlygi.
23. mín
Jónatan Ingi fór framhjá nokkrum varnarmönnum og þrumaði að marki en boltinn dansaði á línunni og framhjá hinum megin.
18. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
Geggjað mark hjá Víkingum. Pablo frábæra sendingu inn í teiginn, Nikolaj teygði sig vel með stóru tánna og setti boltann viðstöðulaust í markið. Vel gert!
16. mín
Eggert Gunnþór með skalla í þverslá í kjölfar hornspyrnu.
13. mín
Baldur Logi í dauðafæri í teignum en kiksaði á boltann sem sat fastur eftir og Víkingar hreinsuðu frá. Þarna var hætta.
12. mín
Jónatan fór illa með Halldór og lék í átt að marki og þrumaði í hliðarnetið utanvert.
5. mín
Svona stilla liðin upp í dag. Sölvi Geir í hægri bakverði eins og í síðasta leik.

FH
Gunnar
Hörður - Pétur - Guðmmundur - Ólafur
Logi - Eggert
Matthías
Jónatan - Morten - Baldur Logi

Víkingur
Ingvar
Sölvi - Kári - Halldór - Atli
Pablo - Kristall - Viktor
Erlingur - Nikolaj - Kwame
2. mín
Strax læti hinum megin á vellinum, Pablo sendi inn í teiginn hættulegan bolta en Kwame aðins of stuttur til að ná honum.
2. mín
Morten Beck Andersen með skalla að marki Víkinga eftir fyrirgjöf Ólafs en Ingvar varði auðveldlega.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. FH byrjar með boltann og sækir í átttina að lögreglustöðinni hérna í Hafnarfirði.
Fyrir leik
Liðin ganga nú út á völlinn. FH í hvítum treyjum og svörtum buxum eins og vanalega og Víkingar í röndóttum svörtum og hvítum búningum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn
FH gerir tvær breytingar frá leiknum á móti Keflavík, Guðmann og Björn Daníel setjast á bekkinn og Gummi Kristjáns og Ólafur Guðmunds koma inn.

Víkingar halda sig við sama lið og vann Val í síðustu umferð.
Matthías Freyr Matthíasson
Fyrir leik
Ólíkir skólar


Í dag eru að mætast ólíkir skólar ef svo má segja í þjálfunarfræðum. Í það minnsta er oft talað um nýja skólann og gamla skólann. Arnar Gunnlaugsson er þá nefndur í samhengi við nýja skólann en Ólafur Jóhannesson er í samhengi við gamla skólann.

Athugið að ég er ekki að segja þetta, er stundum nefnt í umræðunni.

En staðreyndin er samt sú að Óli Jóh er sigursælasti þjálfari landsins, enda búinn að vera lengi að. Arnar hefur verið að stíga sín fyrstu skref og náði markmiði Víkinga um titil 2019 þegar Bikarmeistaratitillinn kom í hús. Eftir sigurleik á móti Val um daginn sagði hann í viðtali við mig, afhverju ekki að reyna við þann stóra.

Leikurinn ætti að verða hin mesta skemmtun.
Matthías Freyr Matthíasson
Fyrir leik
Landleikjahlé
Umferðin í dag eru síðustu leikir Pepsí Max deildar karla í hálfan mánuð. Því eftir kvöldið í kvöld verður landsleikjahlé.
Matthías Freyr Matthíasson
Fyrir leik
Matthías Freyr Matthíasson
Fyrir leik
Sagan
Skoðum aðeins tölfræðina og sögu innbyrðis viðureigna liðanna. Miðum við A-deild.

Leikir spilaðir 47
FH sigrar 17
Víkingur sigrar 13
Jafntefli 17

Fyrri leikur liðanna í sumar fór fram á Heimavelli Hamingjunnar þann 12. júní. Þar unnu Víkingar 2 - 0 með mörkum frá Nikolaj Hansen.
Matthías Freyr Matthíasson
Fyrir leik
Engin grímuskylda lengur

Á föstudaginn voru settar á breytingar við samkomutakmörkunum sem fela í sér að ekki lengur er grímuskylda utandyra á knattspyrnuleikjum.

Grímuskylda afnumin á knattspyrnuleikjum
Matthías Freyr Matthíasson
Fyrir leik
Er risinn sofnaður aftur?

FH töluðu um að risinn væri vaknaður árið 2004 er fyrsti íslandsmeistaratitill þeirra var kominn í hús. Ólafur Jóhannesson þáverandi og núverandi þjálfari liðsins byggði upp á þeim tíma eitt sterkasta lið íslandssögunar og Heimir Guðjónsson hélt svo þeirri vinnu áfram.

8 Íslandsmeistaratitlar á árunum 2004 - 2016. Myndin hér að ofan er frá fögnuði þeirra er síðasti Íslandsmeistartitillinn kom í hús. Síðustu ár hafa ekki verið gjöful titlalega séð. En viljinn til þess er svo sannarlega til staðar.

Árið í ár hefur verið vonbrigði en FH sitja í 6 sæti deildarinn með 26 stig. 10 stigum færri en Víkingar. FH hafa ekki tapað 4 leikjum í röð. Jafntefli á móti KR. Tveir 5 - 0 sigrar og svo jafntefli á móti Keflvík í síðustu umferð.

Hvað gera þeir í dag?
Matthías Freyr Matthíasson
Fyrir leik
Staðan í deildinni
Það er óhætt að segja að síðasta umferð hafi farið vel fyrir Víkinga. Ég sá þá spila gegn Valsmönnum á Heimavelli hamingjunnar og staðhæfi ég að fyrstu 45 mínútur þess leiks, leikur Víkinga, eru þær bestu sem ég hef séð á íslenskum knattspyrnuvelli í sumar. Enda unnu þeir 2 - 1 sigur og jöfnuðu þar með Valsmenn að stigum.

Síðan gerist sá óvænti hlutur í gær að Valsmenn lúta í lægra haldi fyrir Stjörnumönnum og allt í einu eru þeir ekki lengur í bílstjórasætinu heldur Breiðablik sem eru með 38 stig en 18 leiki spilaða líkt og Víkingar sem eru með 36 stig. Ef Víkingar vinna í dag og Breiðblik tapa gegn Fylki verða Víkingar í efsta sæti deildarinnar eftir daginn í dag.
Matthías Freyr Matthíasson
Fyrir leik
Hvað með Hansen

Verður Nikolaj Hansen markahæsti maður Pepsí Max í sumar í liðinu í dag? Það var ekki búist við að hann yrði með í leiknum gegn Val í síðustu umferð en hann spilaði þann leik.
Matthías Freyr Matthíasson
Fyrir leik
Enginn Lennon?

FH gætu verið eins og Bítlarnir í dag. Enginn Lennon í liðinu. Ástæðan er auðvitað sú að Steven Lennon meiddist í leiknum gegn Keflavík í síðustu umferð. Fyrstu fréttir voru þær að hann yrði frá út tíambilið en Ólafur Jóhannesson þjálfari FH tjáði sig um að það væru alveg líkur á að Lennon gæti komið eitthvað meira við sögu áður en tímabilinu líku.
Matthías Freyr Matthíasson
Fyrir leik
Vilhjálmur Alvar dæmir

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er dómari leiksins í dag. AD 1 er Gylfi Már Sigurðsson og AD 2 er Þórður Arnar Árnason. Jón Sigurðsson er svo eftirlitsmaður og Einar Ingi Jóhannsson er varadómari.
Matthías Freyr Matthíasson
Fyrir leik
Big Glacier

Hilmar Jökull a.k.a. Big Glacier, stuðningsmaður Breiðabliks, liðsins sem er í bílstjórasætinu í deildinni í dag eins og staðan er í dag er spámaður 19. umferðar.

FH 1 - 3 Víkingur
Víkingar eru næst líklegasta liðið til að verða Íslandsmeistari í dag enda Arnar Gunnlaugs í bullinu góður þjálfari. Þeir vinna FH 1-3 easy og halda sér í toppbaráttunni.
Matthías Freyr Matthíasson
Fyrir leik
Velkominn í Hafnarfjörðinn

Kl. 17:00 hefst leikur FH og Víkinga í 19. umferð Pepsi-Max deildar karla. Þetta verður vonandi eitthvað.
Matthías Freyr Matthíasson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Sölvi Ottesen ('80)
Kári Árnason
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('69)
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
23. Nikolaj Hansen (f)
77. Kwame Quee ('69)
80. Kristall Máni Ingason ('75)

Varamenn:
3. Logi Tómasson
9. Helgi Guðjónsson ('69)
11. Adam Ægir Pálsson ('75)
20. Júlíus Magnússon ('69)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('80)
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Ragnar Jónsson

Gul spjöld:
Sölvi Ottesen ('75)
Kári Árnason ('86)

Rauð spjöld: