fös 27. ágúst 2021 16:42
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Stjórnarráðsins 
Reglum breytt eftir brot Katrínar - Grímuskylda afnumin á fótboltaleikjum
Katrín Jakobsdóttir getur haldið áfram að mæta grímulaus í stúkuna.
Katrín Jakobsdóttir getur haldið áfram að mæta grímulaus í stúkuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heilbrigðisráðherra hefur gert frekari breytingar á samkomutakmörkunum en nú þurfa áhorfendur á fótboltaleikjum utandyra ekki lengur að hafa grímu.

Sjá einnig:
Katrín grímulaus í stúkunni - Hélt að það væri ekki grímuskylda á leikjum utandyra

Fótbolti.net greindi frá því fyrr í mánuðinum að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi mætt grímulaus á leik KR og Víking í Lengjudeild kvenna. Hún var í kjölfarið spurð út í málið í fjölmiðlum og baðst þá afsökunar, hún hafi ekki vitað af grímuskyldunni. Hún þarf ekki að hafa áhyggjur frá morgundeginum þegar grímuskyldan fellur niður.

„Grímuskylda hefur almennt ekki verið utandyra nema á viðburðum svo sem íþróttakappleikjum þar sem gestir eru sitjandi en ekki hægt að virða eins metra nálægðarmörk. Með reglugerðinni sem tekur gildi á morgun verður ekki lengur þörf á að bera grímu við þessar aðstæður utandyra," segir á vef stjórnarráðsins í dag.

Þar er einnig fjallað um hraðpróf en samkomutakmarkanir verða áfram 200 í hólfi á fótboltaleikjum. Undanþága er veitt frá því ef allir gestir gangist undir hraðpróf, þá mega 500 vera í hólfi. Á vef stjórnarráðsins er tilkynnt að búið sé að funda með fulltrúum íþróttahreyfingarinnar og fleiri. Niðurstaðan er að börn á leik- og grunnskólaaldri þurfi ekki að fara í hraðpróf og auk þess verði prófin gjaldfrjáls.
Athugasemdir
banner
banner