Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Aðstæður: SA 4m/s skýjað og 14 gráðu hiti.
Dómari: Aleksei Kulbakov
Nánari umfjöllun um leikinn mun koma inn á Fótbolta.net frameftir kvöldi
Töltir aftur í markið og leggst svo í grasið þegar leikurinn er stopp og fær skammir fá eigin fyrirliða.
Skyndisókn Rúmena skilur okkur eftir í rykinu.
Nicolae Stanciu sleppur einn í gegn og klárar glæsilega fram hjá Rúnari í markinu.
Jón Dagur með skot yfir eftir snarpa sókn.
Ísak komið ferskur inn.
Rúmeni liggur eftir og teygir lopann. Strax byrjaðir að tefja.
Koma svo og nýta það!
Boltinn að endingu í hendur Florin í marki Rúmena.
Rúmenar komast upp völlinn vinstra megin.
Boltinn fer fyrir markið og hrekkur af Brynjari Inga fyrir fætur Dennis sem setur boltann auðveldlega framhjá Rúnari.
Gestirnir hefja leik hér í síðari hálfleik.
Nú er að bæta í og koma marki í þennan leik og nýta það að hafa verið betri aðilinn heilt yfir.
Strákarnir að spila fÃnan leik Rúmenar lÃtið ógnað koma svo Ãsland sýnum þjóðinni hvað à okkur býr #fotboltinet
— Konráð Ólafur (@Konnieysteins) September 2, 2021
Þessi lúður er að dreeeepa mig... má ég biðja um 20 vúvúseli àstaðin. #fotbolti #fotboltinet
— Höskuldur Sæmundsson (@hoskisaem) September 2, 2021
Komum aftur með síðari hálfleikinn að vörmu spori.
HVER ER MEà ÞENNAN DJÖFULSINS ÞOKULÚÃUR??????!!!!!!!
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) September 2, 2021
Birkir dauðafrír í hlaupinu svo líklega vel brotið frá Rúmenum séð.
BB og Andri Fannar à mezzala (áttu) hlutverkunum á miðjunni👌ðŸ»
— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) September 2, 2021
Fínasta tempó í þessum leik.
Albert skallar boltann aftur fyrir markið eftir þunga pressu Íslands en Birkir hittir boltann illa. Ísland fær þó horn.
Birkir með skalla eftir hornið en nær engum krafti í skallann sem markvörðurinn hirðir upp í rólegheitum.
Andri Fannar átti skot í varnarmann rúmenska liðsins skömmu áður og voru nokkur köll um vítaspyrnu, boltinn virtist fara hönd Rúmenans inn á þeirra vítateig. Viðar Örn stóð upp við varnarmanninn og bað strax um víti.
Alltof tæpt.
Íslendingar sterkari aðilinn það sem af er.
Birkir með frábæra sendingu inn á teiginn sem Viðar nær kollinum í. Florin Nita því miður vel á verði og ver vel.
Skot hans svífur rétt framhjá stönginni. Talningin klikkaði í varnarleiknum þarna.
Boltinn settur í svæði en menn skrefinu of fljótir og Rúmenar hreinsa.
Fyrsti heimaleikur árslns hjá Íslandi og jafnframt fyrsti heimaleikur þeirra Arnars Þórs og Eiðs Smára með liðið. 90 mínútur framundand og vonandi ánægjulegt kvöld í vændum.
Áfram Ísland!!!!!
“Viðar kemur inn à byrjunarliðið, þvà það er vöntun á framherjum à hópnumâ€. Alvöru traustsyfirlýsing frá Gudjohnsen à viðtali fyrir leik🤣
— Theodor Palmason (@TeddiPonza) September 2, 2021
Formsatriðin klár og þjóðsöngvar verið leiknir. Nú er það fótboltinn sem tekur við!
Okkur voru að berast þær upplýsingar að vegna bilunar í búnaði verður VAR ekki til taks í leik kvöldsins. Nánari tíðinda að vænta af þeim málum.
Það eru átta breytingar á byrjunarliði Ãslands frá sÃðasta leik við RúmenÃu sem var á Laugardalsvelli fyrir 11 mánuðum sÃðan. Það eru þó afar ólÃkar ástæður fyrir fjarveru þessarra átta leikmanna.
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) September 2, 2021
Gunnar Birgis og Bjarni Guðjónsson lýsa leiknum fyrir áhorfendur RÚV.
Við hvetjum ykkur til að taka þátt í umræðunni um leikinn á Twitter. Myllumerkið #fotboltinet og munu vel valdar færslur án efa rata í lýsinguna.
Dómarar leiksins koma frá Hvíta-Rússlandi. Aleksei Kulbakov er með flautuna. Honum til aðstoðar eru þeir Dimitry Zhuk og Aleh Masilanka. Fjórði dómari er svo Viktar Shymusik.
VAR
Notast verður við VAR í leik kvöldsins og eru mennirnir við skjáinn í kvöld frá Rússlandi. Vitaliy Meshkov og Sergei Ivanov verða kollegum sínum á vellinum til handar þar.
Rúnar Alex Rúnarsson fær tækifæri í marki Íslands gegn Rúmeníu í undankeppni HM í kvöld.
Bæjarfélagið Selfoss mun þá eflaust fylgjast vel með landsleiknum því tveir fulltrúar þeirra eru í byrjunarliði okkar Íslendinga. Guðmundur Þórarinsson byrjar í vinstri bakverði og Viðar Örn Kjartansson leikur sem fremsti maður.
Brynjar Ingi Bjarnason og Hjörtur Hermannsson byrja saman í hjarta varnarinnar en þeir stóðu sig saman í verkefni í sumar. Birkir Már Sævarsson er í hægri bakverði.
Þá byrjar hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson inn á miðsvæðinu.
Lesendur Fótbolta.net svöruðu spurningu um úrslit leiksins í kvöld í könnun á síðunni.
Aðeins 29,3% spá því að Ísland vinni leikinn. Rúmlega 10% spá því að leikurinn endi í jafntefli og 60,42% spá því að Rúmenía vinni leikinn.
Það eru tveir nýliðar í landsliðshópnum að þessu sinni. Þeir eru báðir 19 ára gamlir; Andri Lucas Guðjohnsen og Mikael Egill Ellertsson.
Andri Lucas er á mála hjá varaliði Real Madrid og Mikael Egill er hjá Spal á Ítalíu.
Rúmensk fjölmiðlakona spurði Arnar, landsliðsþjálfara, út í andstæðing kvöldsins og hver væri lykilmaður liðsins.
Ég kann vel við leikstíl þeirra og hvað þjálfarinn þeirra hefur verið að gera með liðið. Úrslitin hafa kannski ekki alveg verið þau sem þið vonuðust eftir í mars og júní. En það er augljóst að starfsteymið er að byggja upp ákveðna hugmyndafræði.
Ég tala eiginlega aldrei um einstaka leikmenn í lið andstæðingsins. Ég reyni að einbeita mér að mínu liði. Við þekkjum alla leikmennina, við vitum hvar þeir spila og hvað þeir geta, við vitum hverjir feður þeirra eru. Við vitum allt en við viljum ekki tala um það.
Það er ekki langt frá síðasta fótboltaleik þessara þjóða. Síðasti leikur var í október á síðasta ári, í umspilinu fyrir EM 2020. Þann leik vann Ísland með tveimur mörkum gegn einu; bæði mörk Íslands skoraði Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi er auðvitað ekki í íslenska hópnum þessa stundina þar sem mál hans er til rannsóknar hjá lögreglunni á Bretlandi. Hann er sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi á Englandi.
Hann er ekki sá eini sem spilaði síðasta leik gegn Rúmeníu fyrir tæpu ári síðan og er ekki í hópnum núna. Má þar til dæmis nefna að Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Ragnar Sigurðsson eru ekki í hópnum að þessu sinni.
Svona er líklegt byrjunarlið Rúmena á Laugardalsvelli:
Það eru aðeins tvær hreinræktaðar 'níur' í leikmannahópi Íslands fyrir leikinn.
Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður varaliðs Real Madrid á Spáni, og Viðar Örn Kjartansson, sóknarmaður Vålerenga í Noregi, eru í hópnum. Viðar Örn kom inn í hópinn fyrir Kolbein Sigþórsson sem var tekinn úr vegna ásakana um kynferðislegt áreiti og ofbeldi.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því á blaðamannafundi hvort hann hefði einhverjar áhyggjur af framherjamálum.
Við erum með jafnmarga sentera og á blaðamannafundinum í síðustu viku. Viðar Örn er kominn inn; skjalið og planið getur breyst frá degi til dags. Viðar var byrjaður að spila, þó Kolbeinn hafi spilað meira undanfarna mánuði.
Við erum með Viðar, við erum með Andra og við erum með Albert. Það er mjög líklegt að einn af þessum þremur byrji inn á í leiknum á morgun (í dag).
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa myndað miðvarðarpar Íslands síðustu ár, og gert það vel. Ragnar er ekki í hóp núna og Kári er tæpur.
Það virðast vera góðar líkur á því að Kári spili þó í kvöld. En ef hann spilar ekki, þá væri gaman að sjá Brynjar Inga Bjarnason og Hjört Hermannsson saman. Þeir stóðu sig vel í verkefni í sumar.
Það hefur sjaldan verið erfiðara að stilla upp í líklegt byrjunarlið. Ísland vann Rúmeníu 2-1 í umspilinu fyrir EM síðastliðinn október og frá þeim leik eru sex byrjunarliðsmenn horfnir; Ragnar Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason.
Svona spáir Fótbolti.net því að byrjunarliðið verði í dag.
Mörg nöfn sem við höfum vanist að sjá í landsliðshópi Íslands á undanförnum árum eru fjarverandi í þessum glugga. Leikmenn eins og Gylfi Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Ragnar Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson eru til að nefna einhverja til að mynda ekki með í þetta sinn af mismunandi ástæðum þó. Annars er leikmannahópur Íslands fyrir leikinn svo skipaður.
Hannes Þór Halldórsson - Valur - 76 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson - Brentford
Rúnar Alex Rúnarsson - Arsenal - 10 leikir
Brynjar Ingi Bjarnason - Lecce - 3 leikir, 1 mark
Jón Guðni Fjóluson - Hammarby - 17 leikir, 1 mark
Hjörtur Hermannsson - Pisa - 22 leikir, 1 mark
Kári Árnason - Víkingur R. - 89 leikir, 6 mörk
Ari Freyr Skúlason - IFK Norrköping - 79 leikir
Guðmundur Þórarinsson - New York City FC - 7 leikir
Birkir Már Sævarsson - Valur - 98 leikir, 3 mörk
Alfons Sampsted - Bodö Glimt - 5 leikir
Andri Fannar Baldursson - FCK - 4 leikir
Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 1 leikur
Ísak Bergmann Jóhannesson - FCK - 4 leikir
Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 98 leikir, 14 mörk
Gísli Eyjólfsson - Breiðablik - 2 leikir
Arnór Sigurðsson - Venezia - 14 leikir, 1 mark
Guðlaugur Victor Pálsson - Schalke - 26 leikir, 1 mark
Albert Guðmundsson - AZ Alkmaar - 22 leikir, 4 mörk
Mikael Egill Ellertsson - SPAL
Jón Dagur Þorsteinsson - AGF - 9 leikir, 1 mark
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 79 leikir, 8 mörk
Mikael Neville Anderson - AGF - 9 leikir
Viðar Örn Kjartansson - Vålerenga IF - 28 leikir 4 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - Real Madrid
Það er óhætt að segja að vel hafi gustað um málefni KSÍ, landsliðsins og knattspyrnu á Íslandi yfirhöfuð síðustu daga í kjölfar umræðu um ofbeldismenningu.. Við ætlum ekki að kryfja þau mál til mergjar hér í þessari textlýsingu en fréttir af málunum má sjá hér á Fótbolta.net og víðar og munum við að sjálfsögðu halda þeirri umfjöllun áfram þó leikurinn sjálfur fái sviðsljósið hér.