Podgorica City Stadium
Sambandsdeild UEFA (0-2)
Dómari: Tom Owen (Wales)
Tom Owen flautar til leiksloka þrátt fyrir tapið hér í Svartfjallalandi en Blikar vinna einvígið 3-2
Þakka fyrir mig í kvöld.
Heimamenn lyfta boltanum inn á teiginn en Anton Ari kemur út og kýlir boltann í burtu!!
Tapar boltanum klaufalega og er dæmdur brotlegur og heimamenn fá aukaspyrnu á góðum stað.
Andjelo lyftir boltanum inn á teiginn en boltinn rúllar allla leið afturfyrir endarmörk.
Full mikið fyrir minn smekk en Blikar eru sex mínútum frá því að komast áfram í þriðju umferðina.
Stoðsending: Andjelo Rudovic
Markið kemur beint úr aukaspyrnunni sem Andjelo tekur beint á hausinn á Vladan Adzic sem skallar boltann í grasið og framhjá Antoni Ara.
Mikkel Qvist á þetta mark frá A-Ö. Brýtur í aðdragendanum og gleymir svo Vladan inn á teignum.
HALDA HAUS KOMA SVO!
Viktor Karl fær boltann fyrir utan teig heimamanna og leggur boltann til hliðar á Höskuld sem á skot sem Milos Dragojevic ver í stöngina og í hornspyrnu.
Leikur sér skemmtilega með boltann og það þurfti tvo menn til að brjóta á honum. Blikar fá aukaspyrnu á góðum stað.
Ãsak Snær 💪💪💪
— Guðmundur Ãsgeirsson (@gummi_aa) July 28, 2022
Evrópu-Toni #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) July 28, 2022
Þessi sending, þessi móttaka! hmm Jááá!! ÃSAK!!! #fotboltinet
— Johann Holmgrimsson (@Johannthor21) July 28, 2022
Miomir lyftir boltanum inn á teiginn á Terzic sem nær frábærum skalla á markið en Anton Ari ver frábærlega.
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
Viktor Karl hamrar boltanum upp í hlaup á Ísak Snæ sem tekur gjörsamlega frábærlega við boltanum áður en hann klárar framhjá Milos í marki Buducnost.
Geggjuð sending, geggjuð móttaka og geggjað slútt. RISA MARK!!
Staðin í einvíginu er 1-2 fyrir Blikum.
Budocnost lyftir boltanum upp og Damir missir af boltanum og Viktor Djukanovic stelur boltanum og leikur á Anton Ara en setur boltann framhjá markinu.
Blikar heppnir þarna!
Stoðsending: Zoran Petrovic
Zoran Petrovic rennir boltanum í gegn á Jankovic sem klárar vel framhjá Antoni Ara.
Focus Blikar!!
Hornspyrnan tekin stutt og Höskuldur lyftir boltanum inn á teiginn á Damir sem flikkar honum á Kristinn Steindórs sem skallar boltann rétt framhjá úr dauðafæri.
Buducnost aðeins að vinna sig inn í leikinn og Blikar þurfa að halda einbeitingu.
Blikar eiga þá Pétur Theodór inni ef þeir lenda veseni à Svartfjallalandi.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) July 28, 2022
Þetta er hafið með látum og blysum. Koma svo Blikar. pic.twitter.com/02F0DMsI1Q
— Blikar.is (@blikar_is) July 28, 2022
Blikarnir eru búnir að vera betri fyrstu 10.
Fyrsta alvöru sóknin í leiknum.
Þetta fer rólega af stað.
Kaldar kveðjur þegar okkar menn mættu à upphitun😅 pic.twitter.com/b6kXERumyq
— Blikar.is (@blikar_is) July 28, 2022
📸 Plava svlaÄionica je spremna za dolazak naÅ¡ih igraÄa ðŸ”µâšªï¸ pic.twitter.com/pTZLJRdInL
— FK Budućnost PG (@FK_Buducnost_PG) July 28, 2022
Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
25. Davíð Ingvarsson
Það verður allt reynt hjá heimamönnum til að snúa stöðunni í einvíginu við og harðkjarna stuðningsmenn liðsins mættu með blys á síðustu æfingu fyrir leik.
Svi na stadion‼ï¸Â
 FK Budućnost PG (@FK_Buducnost_PG) July 27, 2022
PodrÅ¡ka naÅ¡ih najvatrenijih navijaÄÂa na posljednjem treningu pred sjutraÅ¡nji revanÅ¡ sa Brejdablikom u 20.30 sati ðŸâ€ÂµÃ¢Å¡ÂªÃ¯Â¸Â
▶︠ULAZ SLOBODAN
📢 Svi na stadion i sat vremena ranije kako bi se izbjegle gužve i kako bi se pružila podrška ekipi od samog zagrijavanja. pic.twitter.com/MQfz0NTqk7
Tom Owen dæmir leikinn hér í kvöld og verður hann með þá Daniel Beckett og Lewiss Edwards sér til aðstoðar. Fjórði dómari í kvöld kemur einnig frá Wales og heitir hann Bryn Markham-Jones.
Þrír í banni hjá Buducnost í kvöld.
Það var vægast sagt mikill hiti í Kópavoginum undir lok leiks en þrjú rauð spjöld fóru á loft í seinni hálfleiknum í fyrri leik liðanna. Andrija Raznatovic og Luka Mirkovic verða hvorugir með liði sínu í kvöld ásamt því að þjálfari liðsins Aleksandar Nedovic fékk tvö gul spjöld í Kópavoginum og verður upp í stúku í kvöld.
Þetta er klárlega eitthvað sem ætti að hjálpa Breiðablik að loka þessu einvígi í kvöld en við sjáum hvað setur.
Þessi tvö lið mættust í Kópavoginum í síðustu viku og vægast sagt rosalegum leik sem bauð upp á allt. Tvö mörk, þrjú rauð spjöld og hita. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Blika þar sem Kristinn Steindórsson kom Blikum yfir áður en fyrirliðin Höskuldur Gunnlaugsson skoraði annað mark Blika sem gæti reynst dýrmætt í kvöld.
Góðan og gleðilegan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur í þessa beinu textalýsingu frá leik Buducnost og Breiðablik sem mætast í seinni leik sínum í Sambandsdeild UEFA. Flautað verður til leiks á Podgorica City stadium í Svartfjallalandi klukkan 18:30 og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.