Þór
2
1
Fylkir
Ion Perelló
'27
1-0
1-1
Benedikt Daríus Garðarsson
'47
Sigfús Fannar Gunnarsson
'87
2-1
17.09.2022 - 14:00
SaltPay-völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: 7° hiti, logn og skýjað. Fínar aðstæður.
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Ion Perelló (Þór)
SaltPay-völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: 7° hiti, logn og skýjað. Fínar aðstæður.
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Ion Perelló (Þór)
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
3. Birgir Ómar Hlynsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
('66)
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
('82)
9. Alexander Már Þorláksson
10. Ion Perelló
11. Harley Willard
19. Ragnar Óli Ragnarsson
20. Vilhelm Ottó Biering Ottósson
('73)
23. Ingimar Arnar Kristjánsson
('66)
30. Bjarki Þór Viðarsson
Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
6. Páll Veigar Ingvason
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
('66)
15. Kristófer Kristjánsson
('66)
18. Elvar Baldvinsson
('73)
18. Birkir Ingi Óskarsson
21. Sigfús Fannar Gunnarsson
('82)
Liðsstjórn:
Þorlákur Már Árnason (Þ)
Arnar Geir Halldórsson
Sveinn Leó Bogason
Elín Rós Jónasdóttir
Gestur Örn Arason
Páll Hólm Sigurðarson
Jónas Leifur Sigursteinsson
Gul spjöld:
Ingimar Arnar Kristjánsson ('45)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þórsarar vinna sinn síðasta leik og enda tímabilið í 7. sæti. Virtist sem að meira væri eftir á tankinum hjá gestunum, en frábær skyndisókn Þórs kláraði leikinn á 87. mínútu. Fylkismenn enda tímabilið á toppnum og spila í deild þeirra bestu að ári.
94. mín
Fylkismenn fá aukaspyrnu við vítateiginn, úti á hægri kanti. Þetta er síðasti séns.
92. mín
Gestirnir reyna hvað þeir geta að byggja upp sóknir, en Þórsarar eru miklu grimmari og ná hverri skyndisókninni á fætur annarri.
89. mín
Fylkismenn fá aukaspyrnu útá vinstri kanti. Daði Ólafsson stendur yfir boltanum.
87. mín
MARK!
Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór )
Stoðsending: Alexander Már Þorláksson
Stoðsending: Alexander Már Þorláksson
GEGGJUÐ SKYNDISÓKN!!!
Þórsarar vinna boltann á sínum vallarhelmingi, en eru öskufljótir upp völlinn. Harley Willard leggur boltann á Alexander Má sem að veit af Sigfúsi alveg dauðafríum vinstra megin við sig.
Alexander gerir engin mistök og leggur boltann fyrir varamanninn Sigfús sem að hamrar boltann í fjærhornið. 2-1!
Þórsarar vinna boltann á sínum vallarhelmingi, en eru öskufljótir upp völlinn. Harley Willard leggur boltann á Alexander Má sem að veit af Sigfúsi alveg dauðafríum vinstra megin við sig.
Alexander gerir engin mistök og leggur boltann fyrir varamanninn Sigfús sem að hamrar boltann í fjærhornið. 2-1!
84. mín
Gult spjald: Emil Ásmundsson (Fylkir)
Húkkar far með Ion Perelló sem að Gunnar hefur engan húmor fyrir.
83. mín
Fylkismenn í dauðafærum!
Benedikt Daríus þýtur framhjá Ragnari Óla og kemur boltanum á Unnar Stein. Aron Birkir ver frá honum og þaðan berst boltinn til Emils. Emil á þrumuskot sem að er blokkað aftur fyrir. Þetta var alvöru séns!
Benedikt Daríus þýtur framhjá Ragnari Óla og kemur boltanum á Unnar Stein. Aron Birkir ver frá honum og þaðan berst boltinn til Emils. Emil á þrumuskot sem að er blokkað aftur fyrir. Þetta var alvöru séns!
80. mín
Augljóslega togað í Nikulás Val áður en hann reynir að setja Ómar Björn í gegn. Frekar spes að dæma ekkert þegar að sendingin klikkar. Nikulás allt annað en kátur.
77. mín
Óskar Borgþórsson á hættulega fyrirgjöf sem að Þórsarar hreinsa út í teiginn. Þar fær Arnór Breki boltann á vítateigslínunni, en skot hans er beint á Aron.
74. mín
Inn:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
Út:Mathias Laursen (Fylkir)
Mathias meiddist í kraðakinu inná teig Þórs.
72. mín
ÓTRÚLEG BJÖRGUN BIRGIS ÓMARS!
Fylkismenn leika vel sín á milli fyrir framan teig Þórs áður en boltinn berst til Benedikts. Hann lyftir boltanum yfir Aron í markinu og hann virðist ætla að enda inni, en Birgir Ómar hreinsaði frábærlega á elleftu stundu!
Fylkismenn leika vel sín á milli fyrir framan teig Þórs áður en boltinn berst til Benedikts. Hann lyftir boltanum yfir Aron í markinu og hann virðist ætla að enda inni, en Birgir Ómar hreinsaði frábærlega á elleftu stundu!
69. mín
Eftir fjöruga byrjun í seinni hálfleik hefur heldur dofnað yfir þessu. Rúmar 20 mínútur til leiksloka - fáum smá fjör takk!
68. mín
Gult spjald: Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Tekur Alexander harkalega niður og stöðvar skyndisókn.
66. mín
Inn:Kristófer Kristjánsson (Þór )
Út:Ingimar Arnar Kristjánsson (Þór )
Kristófer mætir einnig til leiks.
65. mín
Þá virðist Sigurður Marinó Kristjánsson vera að gera sig kláran í að koma inná hjá Þórsurum.
61. mín
Gunnar Oddur stöðvar leikinn vegna meiðsla Unnars Steins. Sem væri svosem ekki frásögu færandi, nema fyrir þær sakir að ekki var um höfuðmeiðsli að ræða og Þórsarar voru komnir inn í vítateig Fylkis. Mjög undarlegt!
54. mín
Emil er ansi nálægt því að setja öskufljótan Benedikt Daríus í gegn, en Ragnar Óli á frábæra björgunartæklingu.
52. mín
Bjarni Guðjón á góðan sprett í gegnum miðjan vallarhelming Fylkis en langskot hans er talsvert yfir markið.
50. mín
Þórður í dauðafæri!
Benedikt Daríus rennir boltanum þvert fyrir markið og þar er Þórður í úrvalsfæri. Hann hittir boltann engan veginn og færið rennur út í sandinn. Þórsarar heppnir!
Benedikt Daríus rennir boltanum þvert fyrir markið og þar er Þórður í úrvalsfæri. Hann hittir boltann engan veginn og færið rennur út í sandinn. Þórsarar heppnir!
49. mín
Þessi einnar snertinga fótbolti í marki Fylkis var algjört augnakonfekt. Skáru sig í gegnum Þórsvörnina eins og grautlint smjör!
47. mín
MARK!
Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Stoðsending: Unnar Steinn Ingvarsson
Stoðsending: Unnar Steinn Ingvarsson
FRÁBÆR BYRJUN Á SEINNI HÁLFLEIK!!
Stórglæsileg sókn Fylkis endar með því að Unnar Steinn, sýndist mér, er einn gegn Aroni Birki og rennir boltanum fyrir markið á Benedikt sem að á í litlum vandræðum með að setja boltann í tómt markið!
Stórglæsileg sókn Fylkis endar með því að Unnar Steinn, sýndist mér, er einn gegn Aroni Birki og rennir boltanum fyrir markið á Benedikt sem að á í litlum vandræðum með að setja boltann í tómt markið!
45. mín
Hálfleikur
+3
Nokkuð daufum fyrri hálfleik lokið. Það er spurning hvort að Fylkismenn séu saddir og í ákveðinni þynnku eftir titilfögnuðinn. Þórsarar eru ofan á í baráttunni, en lítið um færi.
Nokkuð daufum fyrri hálfleik lokið. Það er spurning hvort að Fylkismenn séu saddir og í ákveðinni þynnku eftir titilfögnuðinn. Þórsarar eru ofan á í baráttunni, en lítið um færi.
45. mín
Gult spjald: Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
+3
Rennir sér inní teig Þórsara og tekur Alexander niður.
Rennir sér inní teig Þórsara og tekur Alexander niður.
45. mín
Gult spjald: Ingimar Arnar Kristjánsson (Þór )
Skallar hnakkann á Unnari. Kveinka sér báðir, en Ingimar er kominn á fætur. Unnar þarf aðhlynningu.
39. mín
Bjarni Guðjón nælir í aukaspyrnu inná miðjum vallarhelmingi Fylkis við litla hrifningu gestanna. Sýndist ekkert vera að þessu. Gunnar Oddur mætti leyfa leiknum að fljóta aðeins meira.
37. mín
Emil Ásmundsson er kannski örlítið heppinn að sleppa við gult þegar hann er of seinn í Ion Perelló. Sýndist Perelló gera helvítið mikið úr þessu reyndar.
34. mín
HVERNIG ENDAÐI ÞETTA EKKI MEÐ MARKI?
Ég er varla búinn að sleppa orðinu þegar að Benedikt Daríus á gott hlaup inn fyrir og rennir boltanum þvert fyrir mark Þórs. Þar mætir Þórður Gunnar á fjær og ætlar að setja boltann þvert í fjærhornið. Þórsarar bjarga á línu og á einhvern óskiljanlegan hátt endar boltinn ekki í markinu í kaosinu sem að átti sér stað í kjölfarið!
Ég er varla búinn að sleppa orðinu þegar að Benedikt Daríus á gott hlaup inn fyrir og rennir boltanum þvert fyrir mark Þórs. Þar mætir Þórður Gunnar á fjær og ætlar að setja boltann þvert í fjærhornið. Þórsarar bjarga á línu og á einhvern óskiljanlegan hátt endar boltinn ekki í markinu í kaosinu sem að átti sér stað í kjölfarið!
33. mín
Þórsarar eru ofan á í baráttunni þessa stundina og stemningin er þeirra megin. Meistararnir þurfa að skipta um gír ef að þeir ætla að enda tímabilið á góðum nótum.
30. mín
Stúkan tekur við sér og klappar fyrir Vilhelm Ottó sem að nælir í aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Fylkis eftir magnaðan sprett upp vinstri kantinn. Perelló og Willard standa yfir boltanum.
27. mín
MARK!
Ion Perelló (Þór )
Stoðsending: Alexander Már Þorláksson
Stoðsending: Alexander Már Þorláksson
ÞÓRSARAR KOMAST YFIR!!
Alexander gerir vel undir mikilli pressu í að koma boltanum á Ion Perelló, sem að á frábæra fyrstu snertingu og tekur vörn Fylkis algjörlega úr umferð. Hann gerir frábærlega einn gegn Ólafi í marki Fylkis og rennir boltanum í fjærhornið. 1-0!
Alexander gerir vel undir mikilli pressu í að koma boltanum á Ion Perelló, sem að á frábæra fyrstu snertingu og tekur vörn Fylkis algjörlega úr umferð. Hann gerir frábærlega einn gegn Ólafi í marki Fylkis og rennir boltanum í fjærhornið. 1-0!
23. mín
Spyrnan er góð, en Bjarni Guðjón nær ekki að stýra boltanum á markið með hausnum!
23. mín
Harley Willard stendur yfir boltanum. Hefur lítið sést, en þetta er gott fyrirgjafarfæri.
22. mín
Gult spjald: Arnór Gauti Jónsson (Fylkir)
Tekur Ingimar niður eftir góðan sprett frá Þórsaranum.
20. mín
Emil Ásmundsson nælir í aukaspyrnu fyrir Fylki. Líklega aðeins of langt færi til að þruma á markið. Arnór Breki og Unnar Steinn standa yfir boltanum.
16. mín
Ingimar Arnar Kristjánsson fer illa með Unnar Stein úti á vinstri kantinum, en skot Ingimars siglir hættulaust framhjá markinu. Fínir taktar!
13. mín
Emil Ásmundsson og Birkir Eyþórsson opna hægri kantinn fyrir Þórð Gunnar, en fyrirgjöf hans er blokkuð í horn. Fyrirliðinn Ásgeir Eyþórsson meiðist svo í darraðadansinum inná teig Þórs og þarfnast aðhlynningar.
11. mín
Fylkismenn bruna upp í skyndisókn, en Benedikt Daríus tekur alltof langan tíma í að ákveða hvert hann vilji senda boltann og endar á að senda á Aron Birki í marki Þórs. Þetta var verulega álitleg staða.
10. mín
Þórsarar fá aukaspyrnu inná miðjum vallarhelmingi Fylkis og freista þess nú að setja boltann á pönnuna á einhverjum.
9. mín
Unnar Steinn á ágætis sendingu inn fyrir vörn Þórs á Benedikt Daríus, en hann er flaggaður rangstæður. Fyrsta snerting Benedikts sveik hann í þokkabót.
6. mín
Mikil stöðubarátta hér í upphafi og boltinn talsvert í loftinu. Liðin skiptast á að hirða seinni bolta.
Fyrir leik
Stutt í leik og mætingin er heldur dræm. Ekki mikið undir og því skiljanlegt að Þorparar flykkist ekki á völlinn. Örfáir stuðningsmenn Fylkis fylgja svo appelsínugulum!
Fyrir leik
Dómarinn
Dómari leiksins er Gunnar Oddur Hafliðason. Honum til aðstoðar eru Sveinn Þórður Þórðarson og Tryggvi Elías Hermannsson. Eftirlitsmaður er svo Þóroddur Hjaltalín.
Dómari leiksins er Gunnar Oddur Hafliðason. Honum til aðstoðar eru Sveinn Þórður Þórðarson og Tryggvi Elías Hermannsson. Eftirlitsmaður er svo Þóroddur Hjaltalín.
Fyrir leik
Gengi liðanna
Þór: LWDLW
Fylkir: WWWWW
Það er óhætt að fullyrða að gengi liðanna í síðustu fimm (og í allt sumar) hafi verið ólíkt. Þórsarar hafa verið stöðugt óstöðugir og máttu nú síðast sætta sig við sanngjarnt 1-0 tap gegn löngu föllnu KV liði. Þorparar hafa þó sýnt að þeir geta gefið öllum liðum leik.
Árbæingar hafa aftur á móti verið stöðugt magnaðir. Þeir hafa tekið síðustu fimm leiki með markatölunni 17-6 og spilað virkilega vel. Það er kúnst að leiða deildina og Fylkismenn hafa spilað sína rullu fullkomlega.
Benedikt Daríus Garðarsson hefur spilað frábærlega fyrir meistarana í sumar og skorað 13 mörk.
Þór: LWDLW
Fylkir: WWWWW
Það er óhætt að fullyrða að gengi liðanna í síðustu fimm (og í allt sumar) hafi verið ólíkt. Þórsarar hafa verið stöðugt óstöðugir og máttu nú síðast sætta sig við sanngjarnt 1-0 tap gegn löngu föllnu KV liði. Þorparar hafa þó sýnt að þeir geta gefið öllum liðum leik.
Árbæingar hafa aftur á móti verið stöðugt magnaðir. Þeir hafa tekið síðustu fimm leiki með markatölunni 17-6 og spilað virkilega vel. Það er kúnst að leiða deildina og Fylkismenn hafa spilað sína rullu fullkomlega.
Benedikt Daríus Garðarsson hefur spilað frábærlega fyrir meistarana í sumar og skorað 13 mörk.
Fyrir leik
Meistararnir í heimsókn
Leikurinn í dag er ekki sérlega þýðingarmikill. Þórsarar, sem að sitja í 10. sæti, gætu með sigri og hagstæðum úrslitum annarsstaðar skotið sér upp í 6. sætið og vilja væntanlega enda tímabilið á góðum nótum.
Fylkismenn eru fyrir löngu öruggir upp og lyftu Lengjudeildarbikarnum fyrir framan sitt fólk eftir 4-0 sigur á Þrótti Vogum, sem að leika í 2. deild á næstu leiktíð. Rúnar Páll Sigmundsson gæti gefið leikmönnum sem að minna hafa fengið að spreyta sig mínútur í dag, en mun að sjálfsögðu gera kröfu um sigur.
Fyrirliði Fylkis, Ásgeir Eyþórsson, lyftir bikarnum.
Leikurinn í dag er ekki sérlega þýðingarmikill. Þórsarar, sem að sitja í 10. sæti, gætu með sigri og hagstæðum úrslitum annarsstaðar skotið sér upp í 6. sætið og vilja væntanlega enda tímabilið á góðum nótum.
Fylkismenn eru fyrir löngu öruggir upp og lyftu Lengjudeildarbikarnum fyrir framan sitt fólk eftir 4-0 sigur á Þrótti Vogum, sem að leika í 2. deild á næstu leiktíð. Rúnar Páll Sigmundsson gæti gefið leikmönnum sem að minna hafa fengið að spreyta sig mínútur í dag, en mun að sjálfsögðu gera kröfu um sigur.
Fyrirliði Fylkis, Ásgeir Eyþórsson, lyftir bikarnum.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
4. Arnór Gauti Jónsson
('60)
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
10. Benedikt Daríus Garðarsson
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
('60)
16. Emil Ásmundsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
('82)
Varamenn:
12. Guðmundur Rafn Ingason (m)
6. Frosti Brynjólfsson
9. Mathias Laursen
('60)
('74)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
22. Ómar Björn Stefánsson
('74)
77. Óskar Borgþórsson
('60)
Liðsstjórn:
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson
Gul spjöld:
Arnór Gauti Jónsson ('22)
Ásgeir Eyþórsson ('45)
Orri Sveinn Stefánsson ('68)
Unnar Steinn Ingvarsson ('79)
Emil Ásmundsson ('84)
Rauð spjöld: