Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
Keflavík
1
0
ÍA
Stefan Ljubicic '105 1-0
Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson '120
19.04.2023  -  20:00
Nettóhöllin-gervigras
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Hæglætisveður og slétt teppi
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
4. Nacho Heras
6. Sindri Snær Magnússon ('78)
9. Daníel Gylfason ('89)
10. Dagur Ingi Valsson
11. Stefan Ljubicic ('113)
16. Sindri Þór Guðmundsson
19. Edon Osmani ('67)
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
7. Viktor Andri Hafþórsson ('67)
14. Guðjón Pétur Stefánsson
18. Ernir Bjarnason ('78)
38. Jóhann Þór Arnarsson ('113)
89. Jordan Smylie ('89)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Dagur Ingi Valsson ('27)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það eru Keflvíkingar sem verða i pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit.

Viðtöl og góðmeti í framhaldinu.
120. mín Rautt spjald: Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson (ÍA)
+2

Hvenær hann kom inná er mér hulin ráðgáta en Finnbogi er rekinn af velli fyrir að brjóta af sér sem aftasti maður.

Þar með er dagskrá lokið held ég.

120. mín
+1

Allt sem bendir til þess að Keflavík verði í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit.

Halda boltanum hátt á vellinum og gefa fá færi á sér.
120. mín
Tvær mínútur í uppbótartíma,
118. mín
Jón Gísli Eyland í algjöru dauðafæri en setur boltann framhá markinu!!!

Síðasti séns Skagans?
117. mín
Skagamenn lítt komist áleiðis hér að marki Keflavíkur sem sigla í rólegheitum í átt að 16 liða úrslitum.
114. mín
Hér má sjá markið sem Stefan Ljubicic skoraði:
Elvar Geir Magnússon
114. mín Gult spjald: Johannes Vall (ÍA)
Stöðvar skyndisókn
113. mín
Inn:Jóhann Þór Arnarsson (Keflavík) Út:Stefan Ljubicic (Keflavík)
108. mín
Skagamenn verðið mikið til með boltann þessar fyrstu mínútur hér í síðari hálfleik framlengingar en ekkert skapað sér.
106. mín
Síðari hálfleikur framlengingar hafinn Gestirnir sparka þessu af stað.
105. mín
Inn:Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson (ÍA) Út:Arnór Smárason (ÍA)
105. mín
Hálfleikur í framlengingu Jóhann blæs í flautu sína til marks um hálfleik í þessari framlengingu. Við eru komin með mark og Skagamenn þurfa að sækja.
105. mín MARK!
Stefan Ljubicic (Keflavík)
Stoðsending: Sami Kamel
Ísinn brotinn loksins!

Sami Kamel með frábæra aukaspyrnu fyrir markið beint á kollinn á Stefáni sem rís hæst í teignum og skallar boltann yfir Árna í marki ÍA.
99. mín
Stefán með skalla að marki eftir fyrirgjöf frá hægri en boltinn ekki á markið.
98. mín
Inn:Daniel Ingi Jóhannesson (ÍA) Út:Breki Þór Hermannsson (ÍA)
97. mín
Keflvíkingar með horn, skapar smá usla en ekkert verður úr.
96. mín
Menn byrjaðir að fá krampa hér á vellinum. Skiljanlega, mikið verið unm baráttu og talsverð orka.
93. mín
Tæp sending til baka á Ásgeir sem á slaka fyrstu snertingu, Viktor kemst í boltann og fellur en Jóhann dæmir ekkert. Endursýning segir mér að það sé líklega kórrétt hjá honum.
93. mín
Klafs í teig ÍA og varð það Gunnlaugur Fannar sem boltinn datt fyrir í skotfæri en boltinn af Árna og afturfyrir.

Ekkert kemur upp úr horninu svo.
91. mín
Framlenging hafinn. Heimamenn byrja með boltann.
91. mín
Inn:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Skagamenn gera breytingu fyrir framlenginguna.
90. mín
Framlenging er það Flautað til leiksloka í venjulegum leiktíma eftir vægast sagt daprann síðari hálfleik. Vonandi að menn spýti í í framlengingu.
90. mín
+4

Stórhættulegur bolti frá hægri sem Viktor Andri rétt missir af framlenging er staðreynd.
90. mín
+2

Svona rúm mínúta sem fór í að koma Viktori Jóns útaf eftir að Jóhann kallaði á sjúkraþjálfara inná. Viktor stóð upp um leið til að forðast það að þurfa að yfirgefa völlinn en Jóhann lét hann víkja þar sem sjúkraþjálfari hafði þegar stigið inn á völlinn.
90. mín
Við fáum þrjár mínútur í uppbótartíma.

Að lágmarki.
89. mín
Inn:Jordan Smylie (Keflavík) Út:Daníel Gylfason (Keflavík)
Síðasta skipting Keflavíkur í venjulegum leiktíma.
87. mín
Viktor Andri fljótur að hugsa er Keflavík vinnur boltann á miðjum vellinum. lætur vaða af löngu færi með Árna illa staðsettann en Árni kemur fótunum fyrir sig og bjargar.
85. mín
Eins og leikurinn er að þ?óast stefnir allt í framlengingu, hvorugt lið er að skapa sér nokkuð af ráði og lítið í kortunum um breytingar á því.
81. mín
Viktor Jónsson í dauðafæri eftir góða pressu ÍA en setur boltann framhjá markinu.
78. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Keflavík) Út:Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
Ræddi við Erni í hálfleik. Hann lofaði að setja boltann í netið. Nú er lag að standa við það.
74. mín
Stórhættulegur kross fyrir markið en Keflvíkingar dæmdir brotlegir
73. mín
Heimenn fá hornspyrnu. Þessi leikur þarf á marki að halda það er ósköp einfalt.
71. mín
Skagamenn með hornspyrnu, Ásgeir missir af boltanum en ekkert verður úr.
67. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Keflavík) Út:Edon Osmani (Keflavík)
66. mín
Síðari hálfleikur boðið upp á lítið annað en hörkubaráttu hingað til. Lítið um snyrtilegt spil og fallegan fótbolta.
62. mín
Hættulegur bolti fyrir marki ÍA en gestirnir koma boltanum frá í horn.

Hornið tekið innarlega en Árni kýlir boltann frá.
60. mín
Breki Þór í hörkufæri fyrir Skagamenn en hittir ekki markið.
58. mín
Stefán Ljubecic með skot langt utan af velli. Fer álíka hátt yfir og vegalengdin frá marki.
57. mín
Keflvíkingar sækja hornspyrnu.

Heimamenn brotlegir í teignum og aukaspyrna dæmd.
55. mín
Hér er drykkjarpása. Sólin er sest og Sami Kamel neytir sinna fyrstu veiga frá sólarupprás en hann heiðrar Ramadan eins og flestir múslimar nú um þessar mundir.
51. mín
Mjög svo "scrappy" byrjun á hálfleiknum. Eins og hvorugt liðið vilji nokkuð með boltann hafa.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Gestirnir sparka þessu af stað.
45. mín
+2

Skagamaður niður í teignum í baráttu um boltann. Skagamenn vilja víti en Jóhann bendir í átt að hornfánanum.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Reykjanesbæ. Skagamenn verið skarpari heilt yfir en heimamenn aldrei langt undan svo sem.

Kaffi og með því og síðari hálfleikur að vörmu spori.
45. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti ein mínúta.
44. mín
Daníel Gylfa í hálffæri fyrir Keflavík eftir fyrirgjöf frá vinstri. Nær engum krafti í skotið sem Árni nær þó ekki að handsama í fyrsta en nær að lokum tökum á boltanum.
41. mín
Heimamenn sækja, Ásgeir Páll með fyrirgjöf en Skagamenn bægja hættunni frá.

Leikurinn heldur að jafnast
37. mín
Hornspyrnan slök og Skagamenn fá markspyrnu.
37. mín
Fyrsta alvöru tilraun Keflavíkur. Sami Kamel með hörkuskot af 20 metrum sem Árni Marinó þarf að hafa fyrir að slá afturfyrir í horn.
35. mín
Skagamenn að fá sína þriðju hornspyrnu í röð hér. Eitthvað þarf undan að láta á endanum hlýtur að vera.

Ekki í þetta sinn þó. Boltinn afturfyrir í markspyrnu.
34. mín
Indriði Áki í fínasta færi í teignum en Nacho gerir virkilega vel í að henda sér fyrir skot hans.
32. mín
Dagur Ingi líklega stálheppinn hér, sparkar klárlega í Viktor Jóns í baráttu um boltann en Jóhann Ingi sér ekkert athugavert og l?tur leik halda áfram. Hefði samt líklega verið verulega soft að gefa seinna gula fyrir svona atvik en menn taka sénsa í þessu sporti.
30. mín
Klukkan telur í hálftíma og Skagamenn heilt yfir verið mun beittari. Sóknarleikur heimamanna verið tilviljanakenndur og hálf bitlaus. Þeim gengur illa að finna Stefán í fremstu víglínu og eru hreinlega undir í baráttunni úti á velli.
28. mín
Gísli Laxdal lætur vaða beint í vegginn tekur frákastið sjálfur og skilar því af varnarmanni og afturfyrir. Hornspyrna

Keflvíkingar verjast vel og koma boltanum frá.
27. mín Gult spjald: Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Brýtur af sér rétt fyrir utan teig á sama stað og fyrri tvær aukaspyrnur Skagans hafa verið teknar og uppsker fyrir það gult spjald.

Allt þá þrennt er?
20. mín
Sláin! Skagamenn sækja hratt upp vinstra meginn. Boltinn á Gísla sem reynir skot frá vítateigslínu sem að smellur í markslánni og út, heimamenn hreinsa. Eftir endursýningar sýnist mér Ásgeir slæma fingri í boltann og verja þar með í slánna. Ef það er ekki tálsýn þá frábær markvarsla!

Skagamenn mun líklegri.
17. mín
Arnleifur reynir skot úr aukaspyrnu fyrir ÍA en boltinn yfir markið.
16. mín
Fyrsta korterið að baki. Held að ég geti ekki haldið öðru fram en að Skagamenn hafi verið betri aðilinn. Kannski lítið skapað sér en verið beinskeyttari svo mikið er víst.
13. mín
ÍA með hornspyrnu.

Drífur ekki yfir fyrsta varnarmann, niðurstaðan annað horn.

Nacho skallar það seinna frá.
Ber fyrirliðabandið í fjarveru Magnúsar Þórs sem glímir við smávægileg meiðsli í nára.
11. mín
Rosalega lítið að gerast hérna, Keflvíkingar sáttir með sitt og bíða færis enda þurfa Skagamenn að taka sénsa.
11. mín
Breki Þór sem ég geri ráð fyrir að hafi tekið spyrnuna áðan líka lætur vaða en boltinn rétt framhjá.
10. mín
Aftur fá Skagamenn aukaspyrnu á hættulegum stað. Eða öllu heldur nánast sama stað og áðan. Verður niðurstaðan önnur nú?
5. mín
Skagmenn vinna boltann hátt á vellinum. Arnór Smára leggur boltann á Gísla Laxdal við D-bogann sem á skotið en vel yfir markið fer boltinn.

Skagamenn beittir í blábyrjun leiks.
2. mín
Stöngin! Fínasta aukaspyrna sem svífur yfir vegginn og smellur í stönginni. Hver tók er mér algjörlega hulið en Ásgeir sem stendur í marki Keflavíkur hefði seint náð þessum bolta.
2. mín
Skagamenn að fá aukaspyrnu á ágætis stað. Skotfæri klárlega
1. mín
Leikur hafinn
Hefjum þetta hér. Það eru heimamenn sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar Okkur er ekkert að vanbúnaði hér í Keflavík. Liðin hafa gengið til vallar og allt til reiðu hér til að leikar hefjist.
Fyrir leik
Örlítil seinkunn Vegna framlengingar í leik Stjörnunar og ÍBV seinkar upphafsflautinu hér um 5 mínútur samkvæmt mínum upplýsingum. Það er tilkomið vegna sjónvarpsútsendingar frá leiknum í Garðabæ sem og hér en báðir leikir eru í beinni á Rúv 2
Fyrir leik
Dómari Jóhann Ingi Jónsson heldur um flautuna í Reykjanesbæ í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Kristján Már Ólafs og Jakub Marcin Róg. Bríet Bragadóttir er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Þórður Georg Lárusson.


Fyrir leik
Leikstaður Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum við hlið Reykjaneshallarinnar líkt og deildarleikur Keflavíkur á dögunum. Þar hefur verið útbúin ágætis áhorfendaaðstaða og ekki úr vegi fyrir fólk að gera sér ferð á völlinn. Vissara þó að klæða sig vel.


Fyrir leik
Fyrri viðureignir í bikar Sextán sinnum hafa liðin barist innbyrðis í Bikarkeppninni og hallast tölfræðin heldur upp á Akranes. ÍA hefur fagnað sigri tíu sinnum alls, Keflavík fimm sinnum og einn leikur er skráður jafntefli það herrans ár 1965. (Á þeim tíma var leikur endurtekinn ef um jafntefli var að ræða og mættust liðin aftur viku síðar þar sem ÍA hafði sigur.)

Skagamenn hafa líka átt ögn greiðari leið að marki Keflavíkur en öfugt og er markatala 29-17 gulum í vil.

Síðast mættust liðin í Mjólkurbikarnum í undanúrslitum árið 2021 þar sem að ÍA hafði 2-0 sigur.


Fyrir leik
ÍA Skagamenn sem leika sinn annan leik í Mjólkurbikarnum þetta árið tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum með sigri á öðru Suðurnesjaliði en þeir lögðu Víði frá Garði 3-0 í Akraneshöllinni í upphafi mánaðarins þar sem Arnór Smárason, Haukur Andri Haraldsson og Viktor Jónsson sáu um markaskorun fyrir ÍA.
Skagamenn voru síðast í bikarúrslitum 2021 þar sem þeir lutu í gras gegn Víkingum en biðin eftir sigri í bikarnum er ögn lengri. Síðast fagnaði ÍA sigri í kepnninni árið 2003 eða fyrir tuttugu árum síðan.


Fyrir leik
Keflavík Keflavík mætir til leiks í kvöld í 32 liða úrslitum líkt og önnur lið í Bestu deildinni. Vegferð liðsins í bikarnum í fyrra var styttri en vonir stóðu til en liðið féll út strax í 32 liða úrslitum það árið með 1-4 tapi gegn grönnum sínum í Njarðvík. Markmiðið eflaust að gera betur að þessu sinni en níu ár eru síðan Keflavík komst síðast í bikarúrslit og sautján ár síðan liðið fagnaði síðast sigri í keppninni.


Fyrir leik
Mjólkurbikarkvöld

Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og ÍA í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla.
Byrjunarlið:
Gísli Laxdal Unnarsson ('91)
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
5. Arnleifur Hjörleifsson
9. Viktor Jónsson (f)
14. Breki Þór Hermannsson ('98)
20. Indriði Áki Þorláksson
22. Árni Salvar Heimisson
28. Pontus Lindgren
77. Haukur Andri Haraldsson
88. Arnór Smárason ('105)

Varamenn:
2. Hákon Ingi Einarsson
13. Daniel Ingi Jóhannesson ('98)
15. Kristian Mar Marenarson
16. Máni Berg Ellertsson
22. Jóhannes Breki Harðarson
24. Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson ('105)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('91)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Dino Hodzic
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Haraldur Árni Hróðmarsson

Gul spjöld:
Johannes Vall ('114)

Rauð spjöld:
Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson ('120)