Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fylkir
2
2
Afturelding
Sunneva Helgadóttir '8 1-0
Guðrún Karítas Sigurðardóttir '25 2-0
2-1 Karmyn Carter '56
2-2 Snæfríður Eva Eiríksdóttir '60
Alexander Aron Davorsson '93
02.05.2023  -  19:15
Würth völlurinn
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Frekar kalt en hvorki vindurinn né bleyta mun hafa áhrif
Dómari: Jovan Subic
Maður leiksins: Karmyn Carter (Afturelding)
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
Sara Dögg Ásþórsdóttir
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir ('85)
19. Tijana Krstic
20. Sunneva Helgadóttir ('71)
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
7. Tinna Harðardóttir ('71)
13. Kolfinna Baldursdóttir
17. Birna Kristín Eiríksdóttir
21. Elísa Björk Hjaltadóttir
31. Birta Margrét Gestsdóttir ('85)

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Michael John Kingdon
Halldór Steinsson
Rakel Mist Hólmarsdóttir
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir

Gul spjöld:
Helga Guðrún Kristinsdóttir ('55)
Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('84)
Eva Rut Ásþórsdóttir ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin skilja jöfn hér í Árbæ þar sem leikurinn skiptist töluvert eftir hálfleikjum.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
95. mín
Fylkir svo nálægt því að komast yfir Mist setur frábæran skalla inn í teig sem finnur hausinn á Helgu Guðrúnu sem en skallinn hennar er varinn.
93. mín Rautt spjald: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Ekki alveg viss hvort það sé Alexander en það var einhver á bekknum sem fékk rautt.
92. mín Gult spjald: Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
92. mín
Dauðafæri fyrir Fylki Afturelding gefur boltan frá sér í öftustu línu og Eva Rut er sloppin í gegn en hún skýtur beint á markmanninn.
90. mín
Fylkir fær aukaspyrnu sem Tijana tekur. Hún svoleiðis þrumar svo boltanum beint í andlitið á einni Aftureldingar konunni í veggnum þannig að hún þarfnast aðhlynningar.
86. mín
Mist tekur skot fyrir utan teig eftir hornspyrnu sem fer yfir markið
85. mín
Inn:Birta Margrét Gestsdóttir (Fylkir) Út:Erna Sólveig Sverrisdóttir (Fylkir)
84. mín Gult spjald: Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
78. mín
Afturelding þjarmar að Fylkiskonunum og ná að skapa fínt færi fyrir Snæfríði sem skýtur svo beint á Tinnu í markinu.
75. mín
Inn:Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (Afturelding) Út:Sigrún Eva Sigurðardóttir (Afturelding)
73. mín
Karmyn Carter nær að stela boltanum af varnarmönnum Fylkis og er nálægt því að komast í gott færi en hún setur skotið í varnarmann.
71. mín
Inn:Tinna Harðardóttir (Fylkir) Út:Sunneva Helgadóttir (Fylkir)
70. mín
Þetta er mjög mikið miðjumoð eins og stendur lítið um gæði.
64. mín
Inn:Hlín Heiðarsdóttir (Afturelding) Út:Magðalena Ólafsdóttir (Afturelding)
60. mín MARK!
Snæfríður Eva Eiríksdóttir (Afturelding)
Stoðsending: Hildur Karítas Gunnarsdóttir
Afturelding jafnar leikinn!! Gestirnir fengu aukaspyrnu nálægt miðlínu, Hildur Karítas setti bara boltan inn í teig og Fylkiskonurnar voru bara ekki vakandi og Snæfríður er fyrst í boltan.
56. mín MARK!
Karmyn Carter (Afturelding)
Afturelding minnkar muninn!! Þetta gerðist hratt, flott stungusending í gegnum vörnina og Karmyn er fyrst til boltans og klárar snyrtilega framhjá Tinnu.
55. mín Gult spjald: Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
53. mín
Guðrún aftur í dauðafæri! Sunneva hleypur upp kantinn og setur boltan inn í teig þar sem Guðrún er dauðafrí en hún setur boltan framhjá úr upplögðu færi.
53. mín
Hættulegur bolti inn í teig frá Aftureldingu en Karmyn rétt svo nær ekki til boltans.
47. mín
Fylkir byrjar vel og Sunneva kemur með góðan bolta inn í teig sem Eva Ýr er í stökustu vandræðum með. Það fylgir smá ping pong inn í teig en gestirnir hreinsa á endanum.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Fylkir leiða í hálfleik frekar verðskuldað.
45. mín
Hvað er Aftuelding að gera Enn og aftur eru gestirnir eitthvað að dóla á boltanum í öftustu línu og Guðrún Karítas stelur af þeim boltan. Guðrún gerir hinsvegar ekki alveg nógu vel með færið þar sem hún lætur verja frá sér.
44. mín
Fylkir fær hornspyrnu rétt hjá hornfánanum eftir að brotið var á Helgu Guðrúnu sem er búin að vera virkilega hættuleg hér í fyrri hálfleik.

Spyrnan er sett inn í teig en gestirnir ná að hreinsa.
41. mín
Dauðafæri fyrir Fylki!!! Maya er eitthvað að leika sér með boltan í vörninni og Guðrún stelur af henni boltan þannig að hún er komin ein á móti markmanni.

Skotið er hinsvegar varið af Evu en dómarinn ákveður að gefa markspyrnu, skrítið.
38. mín
Snæfríður gerir virkilega vel hérna þar sem hver fylkiskonan eftir öðrum reynir að taka boltan af henni en hún nær með harðfylgni að koma sér inn í teig þar sem hún tekur skotið en það er tiltölulega beint á Tinnu.
35. mín
Góður skalli frá Aftureldingu Gestirnir eiga aukaspyrnu fyrir utan teig. Þær setja boltan inn í teig og Sigrún Gunndís nær skallanum sem er fastur en fer rétt framhjá.
33. mín
Hildur Karítas gerir mjög vel fyrir framan teig Fylkis og nær að setja boltan yfir á Söru Lissy sem nær skoti á markið en það er varið.
29. mín
Fylkir sækir hér upp vinstri kantinn og Helga Guðrún er næstum búin að prjóna sig í gegnum alla vörnina þegar hún tekur skotið. Það er hinsvegar varið og boltinn fer í horn sem ekkert kemur úr.
25. mín MARK!
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
Fylkir tvöfaldar forystuna! Alvöru lengjudeildar mark hérna! Langur bolti fram og Guðrún er sterkari og fljótari þannig hún kemst til boltan fyrst og er þá ein á móti markmanni. Hún er svo mjög yfirveguð og klárar framhjá Evu
22. mín Gult spjald: Anna Pálína Sigurðardóttir (Afturelding)
21. mín
Minningarstund. Allir í stúkunni klappa núna til minningar Þuríðar Örnu Óskarsdóttur sem féll frá nýlega. Falleg stund þar sem dómarinn stoppar meira segja leikinn og allir innan vallarins geta tekið þátt.
14. mín
Sigrún Eva reynir stungusendingu inn á Karmyn. Hugmyndin er mjög góð en Tinna Brá er fljót að hugsa og nær boltanum á undan Karmyn
8. mín MARK!
Sunneva Helgadóttir (Fylkir)
MAAAARK!! Fylkir býr til flotta sókn upp vinstri kantinn þar þar sem Guðrún nær góðu skoti á markið. Eva Ýr í markinu gerir rosalega vel í að verja það en þá lúrir Sunneva út í teig og skorar úr frákastinu i opiið markið.
7. mín
Afturelding byggir upp aðra álitlega sókn en þegar Anna Pálína fær boltan fyrir utan teig tekur hún skotið sem fer langt framhjá.
4. mín
Afturelding á aukaspyrnu við hlið vítateigsins. Sigrún Eva setur góðan bolta inn í teig en Karmyn skallar boltan framhjá.
2. mín
Fylkir með fyrsta færi leiksins. Þær sækja hratt upp vinstri kantinn og ná skoti en boltinn fer í hliðarnetið.
1. mín
Leikur hafinn
Afturelding sparkar boltanum í leik
Fyrir leik
Þetta fer að hefjast Leimenn og dómarar labba hér inn á völlinn og fyrstu leikur deildarinnar fyrir þessi lið fer að hefjast.
Fyrir leik
Dómari leiksins Jovan Zubic mun dæma þennan leik en honum til aðstoðar verða Abdelmajid Zaidy og Bjarni Víðir Pálmason
Fyrir leik
Afturelding Afturelding féll úr Bestu deildinni í fyrra þar sem þær enduðu í 9. sæti 4 stigum frá öruggu sæti. Liðið stefnir beint aftur upp en þeim er spáð 3. sæti af þjálfurum og fyrirliðum í deildinni.

Liðið hefur ennþá mikið af þeim leikmönnum sem fóru upp um deild fyrir tveimur árum og verður það að teljast styrkleiki. Hinsvegar hefur verið mikið um meiðsli sem gætu sett strik í reikninginn fyrir þjálfara liðsins.
Bjarki Már Sævarsson og Alexander Aron Davorsson, tveir af þjálfurum liðsins.
Fyrir leik
Fylkir Fylkir endaði í 6. sæti deildarinnar í fyrra eftir að hafa fallið úr efstu deild árið áður. Liðið ætlar sér stærri hluti í ár og er þeim spáð 4. sæti meðal þjálfara og fyrirliða deildarinnar.

Markaskorun varð þeim að falli í fyrra en þær skoruðu einungis 17 mörk og er það eitthvað sem nýr þjálfari liðsins Gunnar Magnús Jónsson hlýtur að ætla að breyta.
Fyrir leik
Tímabilið að hefjast Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá fyrsta deildarleik þessara liða í Lengjudeild kvenna.

Leikið verður á Wurth vellinum í Árbæ og hefst leikurinn klukkan 19:15
Byrjunarlið:
12. Eva Ýr Helgadóttir (m)
2. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
6. Anna Pálína Sigurðardóttir
8. Sigrún Eva Sigurðardóttir ('75)
10. Hildur Karítas Gunnarsdóttir (f)
14. Maya Camille Neal
15. Snæfríður Eva Eiríksdóttir
15. Magðalena Ólafsdóttir ('64)
20. Karmyn Carter
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir
77. Sara Lissy Chontosh

Varamenn:
1. Sóley Lárusdóttir (m)
5. Andrea Katrín Ólafsdóttir
7. Hlín Heiðarsdóttir ('64)
13. Katrín S. Vilhjálmsdóttir
18. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('75)
26. Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir

Liðsstjórn:
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Ruth Þórðar Þórðardóttir (Þ)
Bjarki Már Sverrisson (Þ)
Sigurbjartur Sigurjónsson
Sævar Örn Ingólfsson
Alexandra Austmann Emilsdóttir
Bjarki Þór Aðalsteinsson
Unnar Arnarsson

Gul spjöld:
Anna Pálína Sigurðardóttir ('22)

Rauð spjöld:
Alexander Aron Davorsson ('93)