Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   fös 26. desember 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Casemiro og Maguire gætu yfirgefið Man Utd - Joelinton til Sádi-Arabíu?
Powerade
Casemiro og Harry Maguire verða samningslausir eftir tímabilið
Casemiro og Harry Maguire verða samningslausir eftir tímabilið
Mynd: EPA
Joelinton er orðaður við Sádi-Arabíu
Joelinton er orðaður við Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Joelinton og Robert Lewandowski eru orðaðir við Sádi-Arabíu, Oscar Bobb íhugar að yfirgefa Manchester City og þá gætu tveir reynslumiklir leikmenn Manchester United farið frá félaginu í sumar. Þetta og margt fleira í Powerade-slúðurpakka dagsins.

Joelinton (29), miðjumaður Newcastle United, er á óskalista hjá stóru liðunum í Sádi-Arabíu og gæti Newcastle verið opið fyrir því að leyfa brasilíska landsliðsmanninum að fara ef áhugavert tilboð kemur á borðið. (Teamtalk)

Oscar Bobb (22), vængmaður Manchester City og norska landsliðsins, gæti hugsað sér til hreyfings ef félagið kaupir Antoine Semenyo (25) frá Bournemouth í janúar. (Fabrizio Romano)

Robert Lewandowski (37), framherji Barcelona, gæti freistast til þess að fara til Sádi-Arabíu, en það ríkir óvissa um framtíð hans hjá Barcelona. (AS)

Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, ætlar ekki að framlengja samning sinn við sem rennur út eftir tímabilið. (Fabrizio Romano)

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, er óviss um það hvort Casemiro (33) og Harry Maguire (32) verði áfram hjá félaginu, en samningar þeirra renna út næsta sumar. (MEN)

Real Madrid ætlar ekki að framlengja samning David Alaba (33) en samningur hans rennur út eftir tímabilið. Þýski varnarmaðurinn Antonio Rüdiger (32) gæti einnig yfirgefið félagið. (ESPN)

Argentínski miðjumaðurinn Claudio Echeverri (19), sem er á láni hjá Bayer Leverkusen frá Manchester City, mun yfirgefa Leverkusen og gera lánssamning við Girona út tímabilið. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner
banner