Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Valur
2
0
ÍBV
Jamia Fields '45 1-0
Anna Rakel Pétursdóttir '76 2-0
22.05.2023  -  18:00
Origo völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Skýjað og smá gola
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Anna Rakel Pétursdóttir
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('38)
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('80)
10. Jamia Fields ('70)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
15. Haley Lanier Berg
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir

Varamenn:
12. Kelly Rowswell (m)
2. Hildur Björk Búadóttir ('38)
14. Rebekka Sverrisdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('70)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('80)
28. Kolbrá Una Kristinsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir

Gul spjöld:
Jamia Fields ('51)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Bríet flautar hér til leiksloka, Valur með verðskuldaðan sigur gegn ÍBV.
Viðtöl og skýrsla koma innan skams.
90. mín
Þremur mínútum bætt við!
90. mín
Frábært spil Valsara endar með skoti frá Þórdísi Elvu sem skýtur boltanum yfir mark gestanna.
82. mín
Haley Berg á fínasta skot fyrir utan teig en Guðný ver vel.
80. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Ída Marín Hermannsdóttir (Valur)
76. mín MARK!
Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
ÞVÍLÍKT MARK! Anna fær boltann fyrir utarlega fyrir utan teiginn og hamrar honum í samskeytin fjær og boltinn syngur í netinu.
Litla markið!
74. mín
Inn:Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz (ÍBV) Út:Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV)
74. mín
Inn:Ragna Sara Magnúsdóttir (ÍBV) Út:Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
74. mín
Ída Marín á hörkuskot sem Guðný ver vel og boltinn í horn.
73. mín
Anna Rakel í kapphlaupi við varnarmann ÍBV og tekur skot fyrir utan teig og boltinn endar í lúkunum á Guðnýju markverði gestanna.
70. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur) Út:Jamia Fields (Valur)
64. mín
Þvílíkt skot! Þórdís Elva á þrumuskot langt fyrir utan teig og boltinn fer í þverslánna og skoppar á línunni áður en Guðný nær að handsama boltann.
Þarna munaði mjóu!
63. mín
Inn:Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV) Út:Marinella Panayiotou (ÍBV)
62. mín
Arna Sif með skalla úr horni en boltinn fer rétt framhjá marki ÍBV.
57. mín
Gestirnir vilja víti! Olga Sevcova fellur við í teignum og Eyjakonur biðja um víti en Bríet lætur leikinn halda áfram. Að mínu mati hefði Bríet átt að benda á punktinn.
56. mín
Olga Sevcova æðir upp vinstri kantinn, keyrir síðan inn og reynir skotið en boltinn fer í varnarmann og í horn. Flottur sprettur hjá Olgu.
55. mín
Ída Marín reynir skot fyrir utan teig en boltinn fer framhjá marki ÍBV.
51. mín Gult spjald: Jamia Fields (Valur)
Jamia hleypur á Guðnýju sem hélt á boltanum, veit ekki hvort þetta var viljandi eða ekki en Jamia fær fyrsta spjald leiksins.
49. mín
Jamia fær bolta inn fyrir vörn ÍBV hún sendir boltann út í teiginn á Haley Berg sem hittir boltann illa og boltinn fer langt framhjá marki gestanna.
46. mín
Síðari hálfleikur farinn af stað Markaskorarinn Jamia Fields á upphafsspark síðari hálfleiks.
45. mín
Hálfleikur
Bríet flautar til hálfleiks beint eftir mark heimamanna. Fyrri hálfleikur var framan af mjög lokaður. Valur var meira með boltann en sköpuðu ekki mikið þar til að Jamia Fields skoraði rétt fyrir hálfleik.
Eyjakonur búnar að verjast vel og mega vera svekktar með að fara marki undir í hálfleik.
45. mín MARK!
Jamia Fields (Valur)
Jamia Fields að brjóta ísinn! Valur fær horn, úr verður klafs í teignum og boltinn fellur fyrir Jamiu Fields sem leggur hann fyrir sig og neglir boltanum í netið!
Frábær tímasetning á marki fyrir Valskonur.
45. mín
Ída Marín á gott skot sem Guðný ver vel í marki gestanna.
Valur fær horn.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við í uppbótartíma.
40. mín
Viktorija Zacikova liggur niðri og þarfnast aðhlynningar.
38. mín
Inn:Hildur Björk Búadóttir (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Ásdís Karen var aðeins búin að kveinka sér hér rétt áður en hún var tekin af velli.
32. mín
Elísa Viðars fær stungusendingu í gegn, Haley Thomas fylgir henni og lokar á fjærhornið þannig Elísa ætlar að þruma í nærhornið en skotið fer framhjá marki ÍBV.
30. mín
Leikurinn að opnast Eftir klafs í teignum fær Jamia Fields boltann og fer í skotið en Guðný Geirsdóttir á í engum vandræðum með að handsama boltann.

Nú er að færast smá líf í leikinn!
28. mín
Þóra Björg lætur vaða fyrir utan teig en boltinn fer yfir mark Valsara.
27. mín
Ída Marín á skot sem hefur viðkomu við varnarmann og boltinn í horn sem ÍBV kemur frá.
20. mín
Haley Berg reynir skot langt fyrir utan teig en boltinn fer hátt yfir mark gestanna.
14. mín
Elísa Viðars er komin við endalínu, hún sker boltann út á Haley Berg sem fer í skotið en boltinn fer af varnarmanni og í horn.
11. mín
Fyrsta færið Anna Rakel á frábæra fyrirgjöf sem fer beint á pönnuna á Jamiu Fields en hún skallar boltann rétt framhjá.
5. mín
Viktorija Zaicikova á skot fyrir utan teig en það fer einnig beint á Fanney í marki gestgjafanna.
2. mín
Fyrsta skot leiksins á Olga Sevcova en boltinn fer beint á Fanney í marki Vals sem grípur boltann örugglega.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Það er Marinella Panayiotou sem sparkar leiknum í gang.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn! Pétur Pétursson gerir 4 breytingar á liði sínu frá síðasta leik. Fyrirliðinn Elísa Viðarsdóttir kemur aftur inn í byrjunarliðið ásamt þeim Jamia Fields, Ídu Marínu og Haley Berg.

Todor Hristov gerir engar breytingar á liði sínu frá síðasta leik sem ÍBV vann 3-0, enda engin ástæða til að breyta.
Fyrir leik
Sandra Sigurðar spáir í spilin
Valur 3 - 0 ÍBV

Held að mitt lið Valur komi snælduvitlausar til leiks eftir tap í siðasta leik. Þó svo að ÍBV komi með sjálfstraust eftir þeirra seinasta leik þá held ég að þetta verði erfiður róður fyrir þær. Byrjar með mikilli baráttu og jafnræði fyrst um sinn en svo held ég að Valur taki þetta 3-0.


Fyrir leik
ÍBV Eyjakonur hafa farið vel af stað í deildinni með 6 stig eftir 4 umferðir. Í síðustu umferð unnu þær frábæran 3-0 sigur á Þrótturum þar sem Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði tvö mörk.
ÍBV leka ekki mikið af mörkum en báðir tapleikir þeirra enduðu með 1-0 tapi ÍBV þeir voru gegn toppliði Þór/KA og sterku liði Stjörnunnar.

Fyrir leik
Valur Gestgjafarnir í Val hófu tímabilið sterkt með 6 stig eftir tvo leiki. Þær hafa þó aðeins hökkt í síðustu leikjum en liðið gerði jafntefli við Selfoss og töpuðu síðan gegn Stjörnunni.
Valur er nú í 4. sæti deildarinnar með 7 stig, tveimur stigum frá Þór/KA sem tróna á toppi deildarinnar.


Fyrir leik
Gleðilegan mánudag! Góðan og blessaðan daginn og veriði hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Origo vellinum. Hér klukkan 18:00 mun Valur taka á móti ÍBV í fimmtu umferð Bestu-deildar kvenna.

Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
Camila Lucia Pescatore
3. Júlíana Sveinsdóttir ('74)
4. Caeley Michael Lordemann
6. Thelma Sól Óðinsdóttir ('74)
7. Þóra Björg Stefánsdóttir
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova
18. Haley Marie Thomas (f)
24. Helena Jónsdóttir
29. Marinella Panayiotou ('63)

Varamenn:
12. Valentina Bonaiuto Quinones (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir ('74)
8. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('74)
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('63)
11. Íva Brá Guðmundsdóttir
15. Selma Björt Sigursveinsdóttir
23. Embla Harðardóttir

Liðsstjórn:
Todor Plamenov Hristov (Þ)
Mikkel Vandal Hasling
Guðrún Marín Viðarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: