KA
0
4
Víkingur R.
0-1
Matthías Vilhjálmsson
'3
0-2
Birnir Snær Ingason
'37
0-3
Matthías Vilhjálmsson
'47
0-4
Ari Sigurpálsson
'86
25.05.2023 - 18:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Birnir Snær Ingason
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Birnir Snær Ingason
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Daníel Hafsteinsson
8. Pætur Petersen
('56)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
('73)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
('73)
16. Kristoffer Forgaard Paulsen
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
27. Þorri Mar Þórisson
('78)
77. Bjarni Aðalsteinsson
('46)
Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
8. Harley Willard
('73)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
('56)
14. Andri Fannar Stefánsson
('78)
29. Jakob Snær Árnason
('73)
30. Sveinn Margeir Hauksson
('46)
44. Valdimar Logi Sævarsson
Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Hólmar Örn Rúnarsson
Gul spjöld:
Elfar Árni Aðalsteinsson ('87)
Jakob Snær Árnason ('88)
Rauð spjöld:
86. mín
MARK!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Danijel Dejan Djuric
Stoðsending: Danijel Dejan Djuric
MAAARK!
KA menn komnir ansi framarlega á völlinn og Víkingar komast í gegn eftir tvær sendingar. Sveinn Gísli með sendingu fram sem Danijel flikkar á Ara sem skorar einn á móti Jajalo
83. mín
Léleg spyrna frá Sveini Margeiri og Víkingar komast í hraða sókn. Eru þrír á tvo, Ari Sigurpáls tekur sprettinn fram völlinn, sendir boltann á Danijel sem sendir á Arnór Borg sem skorar en hann var fyrir innan og rangstaða dæmd.
78. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA)
Út:Þorri Mar Þórisson (KA)
Leikurinn var stopp í nokkrar min eftir að Þorri lagðist niður, virtist bara vera einhver krampi.
73. mín
Inn:Harley Willard (KA)
Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Tvöföld breyting á báðum liðum
70. mín
Jajalo hikstar all svakalega þegar boltinn er á leið til hans. Hann tekur svo ákvörðun alltof seint að mæta boltanum. Birnir er á undan honum en skotið á opið markið fer framhjá.
68. mín
Rodri og Pablo hafa barist hart hér í seinni hálfleik. Lendir smá saman hér en það voru bara smá orðaskipti.
64. mín
Ásgeir Sigurgeirsson með tilþrif. Hælar boltann á lofti en Ingvar ver vel í horn.
54. mín
KA menn falla tvisvar fyrir utan vítateig Víkings. Erlendur dómari dæmir að lokum dýfu.
50. mín
Víkingur að hjóla yfir KA hér í upphafi síðari hálfleiks. Kantmennirnir eru að komast inn á teiginn full auðveldlega.
47. mín
MARK!
Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Gunnar Vatnhamar
Stoðsending: Gunnar Vatnhamar
MAAAARK!
Víkingar byrja seinni hálfleikinn af krafti! Hornið tekið stutt og boltinn fer manna á milli áður en fyrirgjöfin kemur sem Gunnar skallar áfram á Matthías sem klárar.
46. mín
Víkingar strax í færi, Erlingur með sendingu á Niko sem hittir boltann illa og hann fer af Kristofffer og í horn.
46. mín
Inn:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
KA gerir eina breytingu í hálfleik
42. mín
Ingimar Stöle með mikið pláss en er lengi að athafna sig og tekur skotið sem fer í varnarmann.
38. mín
Rafmagnið komið
Jæja rafmagnið komið á og útsendingin farin af stað á Stöð 2 Sport.
37. mín
MARK!
Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
MAAAARK!
Frábært einstaklingsframtak. Fær boltann og brunar inn á teiginn, stingur Ingimar algjörlega af og á skotið í fjærhornið.
28. mín
Nikolaj fékk högg á ökklann og liggur hér eftir. Stendur upp og heldur leik áfram.
24. mín
Rafmagnið fór af hér. Engin stigatafla og skilst að útsendingin hafi meira segja dottið út.
Rafmagnslaust í hverfinu víst.
Rafmagnslaust í hverfinu víst.
21. mín
Mikil barátta á vellinum, ekki mikið um opnanir. Fá meiri skemmtun í þetta takk!
11. mín
KA við það að komast í færi en Víkingur bjargar í horn. KA menn dæmdir brotlegir eftir hornið.
3. mín
MARK!
Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Birnir Snær Ingason
Stoðsending: Birnir Snær Ingason
MAAAARK!
Jajalo sendir boltann beint í lappirnar á Nikolaj. Boltinn fer yfir á Birni Snæ sem setur boltann fyrir á Matthías og eftirleikurinn auðveldur.
2. mín
KA með hornspyrnu. Þeir kalla eftir vítaspyrnu, boltinn virtist fara í hönd varnarmanns Víkinga.
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Það eru fimm breytingar á liði KA frá tapi gegn Blikum í síðustu umferð. Kristijan Jajalo er kominn í markið á kostnað Steinþórs Márs Auðunssonar.
Birgir Baldvinsson, Sveinn Margeir Hauksson, Hrannar Björn Steingrímsson og Ívar Örn Árnason eru ekki í byrjunarliðinu í dag. Sveinn Margeir er á bekknum. Pætur Petersen, Kristoffer Forgaard Paulsen, Ingimar Torbjörnsson Stöle og Þorri Mar Þórisson koma inn í liðið.
Það eru tvær breytingar á liði Víkings sem vann HK. Karl Friðleifur Gunnarsson tekur út leikbann og Viktör Örlygur Andrason er ekki í hóp. Davíð Örn Atlason og Halldór Smári Sigurðsson koma inn.
Birgir Baldvinsson, Sveinn Margeir Hauksson, Hrannar Björn Steingrímsson og Ívar Örn Árnason eru ekki í byrjunarliðinu í dag. Sveinn Margeir er á bekknum. Pætur Petersen, Kristoffer Forgaard Paulsen, Ingimar Torbjörnsson Stöle og Þorri Mar Þórisson koma inn í liðið.
Það eru tvær breytingar á liði Víkings sem vann HK. Karl Friðleifur Gunnarsson tekur út leikbann og Viktör Örlygur Andrason er ekki í hóp. Davíð Örn Atlason og Halldór Smári Sigurðsson koma inn.
Fyrir leik
Dómari: Erlendur Eiríksson
Aðstoðardómarar: Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson. Fjórði dómari: Sveinn Arnarsson.
Aðstoðardómarar: Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson. Fjórði dómari: Sveinn Arnarsson.
Fyrir leik
Tryggvi Guðmunds rýnir í leikinn:
Ef maður skoðar úrslit liðanna það sem af er móti þá myndi maður hoppa á sigur Víkinga í þessum leik þar sem þeir eru náttúrulega með fullt hús stiga. Þetta hefur verið svakaleg byrjun hjá þeim og það er ekkert hægt að kvarta yfir henni. Þeir hafa sýnt mjög góða leiki, en hafa stundum kannski haft heppnina með sér. Þeir eru með feikilega vel mannað lið en það er hægt að segja það sama um KA, þó það sé ekki alveg jafn vel mannað lið.
KA-menn ætluðu sér stóra hluti en hafa ekki byrjað nægilega vel. Þetta er afskaplega mikilvægur leikur fyrir þá. Þeir eru - þykist ég vita - nokkuð ósáttir við sína byrjun á þessu móti. Þetta er heimaleikur fyrir þá gegn liði sem hefur ekki tapað stigi. Fyrir mót ætlaði KA sér í toppbaráttu með Víkingum, Blikum og Valsmönnum, þeir ætluðu að blanda sér í hóp þessara liða. Ef þeir ætla að gera það, þá verða þeir að vinna þennan leik.
Þetta verður jafn leikur held ég og ekki endilega mjög opinn. Það er samt týpískt að maður segi þetta og það verði 3-3 í hálfleik. Ég sé fyrir mér stöðubaráttu og hugsanlega einhver mörk úr föstum leikatriðum. Bæði lið eru nokkuð öflug í þeim. Svo eru bæði lið með menn sem geta sprengt upp leiki. Þetta verður stál í stál. Ég er eiginlega að vonast til þess - fyrir okkur hlutlausu - að KA vinni leikinn. Þannig að Víkingur stingi ekki af. Ég ætla að tippa á 2-1 sigur KA í þessum leik. Þetta er meira óskhyggja frekar en einhver speki samt.
Spá Tryggva: KA 2 - 1 Víkingur R.
Ef maður skoðar úrslit liðanna það sem af er móti þá myndi maður hoppa á sigur Víkinga í þessum leik þar sem þeir eru náttúrulega með fullt hús stiga. Þetta hefur verið svakaleg byrjun hjá þeim og það er ekkert hægt að kvarta yfir henni. Þeir hafa sýnt mjög góða leiki, en hafa stundum kannski haft heppnina með sér. Þeir eru með feikilega vel mannað lið en það er hægt að segja það sama um KA, þó það sé ekki alveg jafn vel mannað lið.
KA-menn ætluðu sér stóra hluti en hafa ekki byrjað nægilega vel. Þetta er afskaplega mikilvægur leikur fyrir þá. Þeir eru - þykist ég vita - nokkuð ósáttir við sína byrjun á þessu móti. Þetta er heimaleikur fyrir þá gegn liði sem hefur ekki tapað stigi. Fyrir mót ætlaði KA sér í toppbaráttu með Víkingum, Blikum og Valsmönnum, þeir ætluðu að blanda sér í hóp þessara liða. Ef þeir ætla að gera það, þá verða þeir að vinna þennan leik.
Þetta verður jafn leikur held ég og ekki endilega mjög opinn. Það er samt týpískt að maður segi þetta og það verði 3-3 í hálfleik. Ég sé fyrir mér stöðubaráttu og hugsanlega einhver mörk úr föstum leikatriðum. Bæði lið eru nokkuð öflug í þeim. Svo eru bæði lið með menn sem geta sprengt upp leiki. Þetta verður stál í stál. Ég er eiginlega að vonast til þess - fyrir okkur hlutlausu - að KA vinni leikinn. Þannig að Víkingur stingi ekki af. Ég ætla að tippa á 2-1 sigur KA í þessum leik. Þetta er meira óskhyggja frekar en einhver speki samt.
Spá Tryggva: KA 2 - 1 Víkingur R.
Fyrir leik
Arnar Gunnlaugs: Þá munu voðalega fáir muna eftir þessu
„Við erum mjög spenntir. Þegar þú ert á góðu skriði þá geturðu ekki beðið eftir því að næsti leikur komi. Mér finnst eins og það sé hæfileg blanda af spennu og tilhlökkun í hópnum," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við Fótbolta.net.
„Þessir leikir á móti KA hafa alltaf verið mjög erfiðir. Þeir hafa lent okkar megin oftar en þeirra megin síðustu ár en þetta hafa verið gríðarlega erfiðir leikir. Þeir eru með flott lið, eru líkamlega sterkir og vel þéttir. Það er erfitt að vinna þá. Við höfum alltaf þurft að hafa verulega fyrir því," segir Arnar.
Víkingur vann dramatískan sigur í Fossvogi
Þessi lið mættust fyrir tæpum mánuði síðan í Fossvoginum og þá vann Víkingur dramatískan sigur, 1-0. Gunnar Vatnhamar skoraði sigurmarkið seint.
„Þetta var mikil taktísk skák. Menn þurftu að vera fljótir að læra á meðan leiknum stóð hvað þurfti að gera til að vinna leikinn. Þetta var erfitt," segir Arnar um þann leik.
KA stefndi á Íslandsmeistaratitilinn fyrir mót en liðið hefur hikstað og er í sjötta sæti með ellefu stig, 13 stigum á eftir Víkingum. Leikurinn í kvöld er leikur sem þeir gulklæddu frá Akureyri verða að vinna ef þeir ætla sér að gera einhverjar vonir um einhvers konar baráttu á toppnum.
„Þeir virka alltaf sem vel hungrað lið. Hallgrímur (Jónasson), þeirra þjálfari, virkar sem karakter sem sættir sig ekki við neina meðalmennsku," segir Arnar. „Hann gerði það ekki sem leikmaður og pottþétt ekki sem þjálfari. Mögulega er þetta leikur sem þér er meira illa við að ná ekki í góð úrslit úr, því annars er þetta kannski orðinn of mikill munur til að vinna upp þegar líður á sumarið. Við erum ekki bara fyrir framan þá, það eru líka önnur góð lið. Þegar þú ert kominn 12-15 stigum á eftir, þá þarftu að treysta á að ansi mikið gerist svo þú náir toppsætinu sem var það sem þeir stefndu á í upphafi móts."
Staðan á hópnum?
Því næst var Arnar spurður út í stöðuna á leikmannahóp sínum fyrir leikinn á morgun. Karl Friðleifur Gunnarsson verður í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn HK í síðustu umferð og Viktor Örlygur Andrason er á meiðslalistanum eftir að hafa farið meiddur út af í síðasta leik.
„Kalli er í leikbanni og Viktor (Örlygur Andrason) er frá. Það var ekki eins alvarlegt og við héldum með Viktor en hann nær ekki leiknum," segir Arnar.
„Gísli Gotti er svo að byrja sína endurhæfingu. Kyle er með sín meiðsli. Við erum vel mannaðir og á æfingunni fyrr í dag litum við mjög vel út; við erum virkilega hungraðir og skarpir. Við erum að vonast til að Viktor nái Valsleiknum á mánudag, en ef ekki þá fáum við hann pottþétt til baka á föstudeginum."
Davíð Örn Atlason mun koma inn í staðinn fyrir Karl Friðleif í kvöld. „Það er að sjálfsögðu högg að missa Kalla en við búum við þann lúxus að vera með tvo mjög öfluga hægri bakverði, Kalla og Davíð sem hafa báðir spilað virkilega vel. Við getum treyst þeim báðum. Þeirra samkeppni er búin að ýta þeim báðum upp á næsta stig. Davíð kemur inn og leysir þetta með sóma."
Smelltu hér til að lesa viðtalið við Arnar í heild sinni
„Við erum mjög spenntir. Þegar þú ert á góðu skriði þá geturðu ekki beðið eftir því að næsti leikur komi. Mér finnst eins og það sé hæfileg blanda af spennu og tilhlökkun í hópnum," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við Fótbolta.net.
„Þessir leikir á móti KA hafa alltaf verið mjög erfiðir. Þeir hafa lent okkar megin oftar en þeirra megin síðustu ár en þetta hafa verið gríðarlega erfiðir leikir. Þeir eru með flott lið, eru líkamlega sterkir og vel þéttir. Það er erfitt að vinna þá. Við höfum alltaf þurft að hafa verulega fyrir því," segir Arnar.
Víkingur vann dramatískan sigur í Fossvogi
Þessi lið mættust fyrir tæpum mánuði síðan í Fossvoginum og þá vann Víkingur dramatískan sigur, 1-0. Gunnar Vatnhamar skoraði sigurmarkið seint.
„Þetta var mikil taktísk skák. Menn þurftu að vera fljótir að læra á meðan leiknum stóð hvað þurfti að gera til að vinna leikinn. Þetta var erfitt," segir Arnar um þann leik.
KA stefndi á Íslandsmeistaratitilinn fyrir mót en liðið hefur hikstað og er í sjötta sæti með ellefu stig, 13 stigum á eftir Víkingum. Leikurinn í kvöld er leikur sem þeir gulklæddu frá Akureyri verða að vinna ef þeir ætla sér að gera einhverjar vonir um einhvers konar baráttu á toppnum.
„Þeir virka alltaf sem vel hungrað lið. Hallgrímur (Jónasson), þeirra þjálfari, virkar sem karakter sem sættir sig ekki við neina meðalmennsku," segir Arnar. „Hann gerði það ekki sem leikmaður og pottþétt ekki sem þjálfari. Mögulega er þetta leikur sem þér er meira illa við að ná ekki í góð úrslit úr, því annars er þetta kannski orðinn of mikill munur til að vinna upp þegar líður á sumarið. Við erum ekki bara fyrir framan þá, það eru líka önnur góð lið. Þegar þú ert kominn 12-15 stigum á eftir, þá þarftu að treysta á að ansi mikið gerist svo þú náir toppsætinu sem var það sem þeir stefndu á í upphafi móts."
Staðan á hópnum?
Því næst var Arnar spurður út í stöðuna á leikmannahóp sínum fyrir leikinn á morgun. Karl Friðleifur Gunnarsson verður í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn HK í síðustu umferð og Viktor Örlygur Andrason er á meiðslalistanum eftir að hafa farið meiddur út af í síðasta leik.
„Kalli er í leikbanni og Viktor (Örlygur Andrason) er frá. Það var ekki eins alvarlegt og við héldum með Viktor en hann nær ekki leiknum," segir Arnar.
„Gísli Gotti er svo að byrja sína endurhæfingu. Kyle er með sín meiðsli. Við erum vel mannaðir og á æfingunni fyrr í dag litum við mjög vel út; við erum virkilega hungraðir og skarpir. Við erum að vonast til að Viktor nái Valsleiknum á mánudag, en ef ekki þá fáum við hann pottþétt til baka á föstudeginum."
Davíð Örn Atlason mun koma inn í staðinn fyrir Karl Friðleif í kvöld. „Það er að sjálfsögðu högg að missa Kalla en við búum við þann lúxus að vera með tvo mjög öfluga hægri bakverði, Kalla og Davíð sem hafa báðir spilað virkilega vel. Við getum treyst þeim báðum. Þeirra samkeppni er búin að ýta þeim báðum upp á næsta stig. Davíð kemur inn og leysir þetta með sóma."
Smelltu hér til að lesa viðtalið við Arnar í heild sinni
Fyrir leik
Hallgrímur: Hverslags hugarfar hefði það verið?
Eiga harma að hefna
„Þessi leikur leggst vel í mig, við eigum smá harma að hefna eftir síðasta leik þar sem við spiluðum gríðarlega vel á útivelli á móti Víkingi, en því miður töpuðum 1-0 á lokamínútunum. Við erum bara hungraðir í að fá stig, við töpuðum á móti Breiðabliki þar sem mér fannst við eiga flotta frammistöðu. Þar á undan spiluðum við mjög vel á móti HK og unnum. Við erum bara klárir í alvöru áskorun, mætum alvöru liði og ætlum að keyra á það að vera fyrsta liðið til að vinna Víkingana," segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Fyrri leikurinn gegn Víkingi var algjör 50-50 leikur sem datt Víkingsmegin.
„Þeir leikir hafa verið þannig undanfarin ár, hörkuleikir á móti Víkingi. Við höfum gert jafntefli á útivelli sem við áttum ekki skilið og þeir unnu okkur hérna heima á lokamínútunum, 3-2, sem mér fannst þeir ekki eiga skilið. Yfirleitt hafa verið að koma mörk í lok leikjanna. Þetta eru tvö lið sem eru góð og hafa verið ofarlega í deildinni. Ég býst við nákvæmlega eins leik á morgun."
Engar áhyggjur þótt einn fari í bann
Birgir Baldvinsson og Hrannar Björn Steingrímsson fóru af velli vegna meiðsla á sunnudag. Hvernig er staðan á hópnum fyrir leikinn?
„Hún er bara góð, við erum með stóran hóp og með flesta heila. Ívar er í banni, þannig hann er ekki með. Við erum með hörkuhóp og engar áhyggjur þótt einn fari í bann."
„Við verðum að sjá hvernig staðan verður með þá (Birgir og Hrannar) á morgun. Þeir eru ekki 100% en Hrannar er allavega ekki slæmur, meiri óvissa með Bigga - hann fékk eitthvað í hælinn og við metum stöðuna á honum dag frá degi. Jakob (Snær Árnason) er heill, hefur verið í hóp í síðustu leikjum. Hann er bara klár."
Kristoffer Forgaard Paulsen og Ingimar Torbjörnsson Stöle hafa ekki verið í hópnum í síðustu leikjum en eru til taks fyrir leikinn í kvöld.
Hverslags hugarfar hefði það verið?
„Fjölmiðlar hafa aðeins potað í að við höfum verið yfirlýsingaglaðir. Ég veit ekki hvað hefði verið sagt ef þjálfarinn hefði komið eftir tímabil þar sem liðið endaði í 2. sæti og hópurinn flottur: „Heyrðu, þetta var bara one-hit wonder, við stefnum á að vera í 5. - 7. sæti." Hverslags hugarfar hefði það verið? Við erum bara brattir áfram og við þurfum bara sýna góða frammistöðu eins og við gerðum síðustu tvo leiki og safna stigum, þetta er ekki flókinn reikningur," segir Hallgrímur.
Smelltu hér til að lesa viðtalið við Hallgrím í heild sinni
Eiga harma að hefna
„Þessi leikur leggst vel í mig, við eigum smá harma að hefna eftir síðasta leik þar sem við spiluðum gríðarlega vel á útivelli á móti Víkingi, en því miður töpuðum 1-0 á lokamínútunum. Við erum bara hungraðir í að fá stig, við töpuðum á móti Breiðabliki þar sem mér fannst við eiga flotta frammistöðu. Þar á undan spiluðum við mjög vel á móti HK og unnum. Við erum bara klárir í alvöru áskorun, mætum alvöru liði og ætlum að keyra á það að vera fyrsta liðið til að vinna Víkingana," segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Fyrri leikurinn gegn Víkingi var algjör 50-50 leikur sem datt Víkingsmegin.
„Þeir leikir hafa verið þannig undanfarin ár, hörkuleikir á móti Víkingi. Við höfum gert jafntefli á útivelli sem við áttum ekki skilið og þeir unnu okkur hérna heima á lokamínútunum, 3-2, sem mér fannst þeir ekki eiga skilið. Yfirleitt hafa verið að koma mörk í lok leikjanna. Þetta eru tvö lið sem eru góð og hafa verið ofarlega í deildinni. Ég býst við nákvæmlega eins leik á morgun."
Engar áhyggjur þótt einn fari í bann
Birgir Baldvinsson og Hrannar Björn Steingrímsson fóru af velli vegna meiðsla á sunnudag. Hvernig er staðan á hópnum fyrir leikinn?
„Hún er bara góð, við erum með stóran hóp og með flesta heila. Ívar er í banni, þannig hann er ekki með. Við erum með hörkuhóp og engar áhyggjur þótt einn fari í bann."
„Við verðum að sjá hvernig staðan verður með þá (Birgir og Hrannar) á morgun. Þeir eru ekki 100% en Hrannar er allavega ekki slæmur, meiri óvissa með Bigga - hann fékk eitthvað í hælinn og við metum stöðuna á honum dag frá degi. Jakob (Snær Árnason) er heill, hefur verið í hóp í síðustu leikjum. Hann er bara klár."
Kristoffer Forgaard Paulsen og Ingimar Torbjörnsson Stöle hafa ekki verið í hópnum í síðustu leikjum en eru til taks fyrir leikinn í kvöld.
Hverslags hugarfar hefði það verið?
„Fjölmiðlar hafa aðeins potað í að við höfum verið yfirlýsingaglaðir. Ég veit ekki hvað hefði verið sagt ef þjálfarinn hefði komið eftir tímabil þar sem liðið endaði í 2. sæti og hópurinn flottur: „Heyrðu, þetta var bara one-hit wonder, við stefnum á að vera í 5. - 7. sæti." Hverslags hugarfar hefði það verið? Við erum bara brattir áfram og við þurfum bara sýna góða frammistöðu eins og við gerðum síðustu tvo leiki og safna stigum, þetta er ekki flókinn reikningur," segir Hallgrímur.
Smelltu hér til að lesa viðtalið við Hallgrím í heild sinni
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
('78)
7. Erlingur Agnarsson
('72)
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Birnir Snær Ingason
('72)
23. Nikolaj Hansen (f)
('66)
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson
('66)
Varamenn:
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
('78)
9. Helgi Guðjónsson
('66)
15. Arnór Borg Guðjohnsen
('66)
17. Ari Sigurpálsson
('72)
19. Danijel Dejan Djuric
('72)
26. Sölvi Stefánsson
Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: