Keflavík
0
1
Tindastóll
0-1
Murielle Tiernan
'32
26.06.2023 - 19:15
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Hægur vindur hiti um 13 gráður og svei mér þá sólin lætur sjá sig á milli skýja
Dómari: Soffía Ummarin Kristinsdóttir
Maður leiksins: Bryndís Rut Haraldsdóttir
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Hægur vindur hiti um 13 gráður og svei mér þá sólin lætur sjá sig á milli skýja
Dómari: Soffía Ummarin Kristinsdóttir
Maður leiksins: Bryndís Rut Haraldsdóttir
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
2. Madison Elise Wolfbauer
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
9. Linli Tu
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
('77)
13. Sandra Voitane
('61)
14. Alma Rós Magnúsdóttir
19. Þórhildur Ólafsdóttir
('66)
24. Anita Lind Daníelsdóttir
Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
7. Elfa Karen Magnúsdóttir
('66)
13. Kristrún Blöndal
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
17. Júlía Ruth Thasaphong
('61)
Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Þorgerður Jóhannsdóttir
Amelía Rún Fjeldsted
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Luka Jagacic
Sigurður Hilmar Guðjónsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
94. mín
Inn:Birna María Sigurðardóttir (Tindastóll )
Út:Melissa Alison Garcia (Tindastóll )
92. mín
Keflavík fær hornspyrnu.
Madison setur boltann framhjá úr ágætri stöðu.
Var þetta síðasta tækifæri heimakvenna?
Madison setur boltann framhjá úr ágætri stöðu.
Var þetta síðasta tækifæri heimakvenna?
89. mín
Get ekki annað en hrósað liði Tindastóls fyrir varnarleik sinn og baráttu í dag. Í hvert sinn sem boltinn nálgast teiginn eru þær mættar grimmar og áræðnar og hafa varið sitt með kjafti og klóm.
88. mín
Elfa Karen í fínu færi í teign Tindastóls en nær ekki krafti í skotið og Monica ver.
86. mín
Inn:Lara Margrét Jónsdóttir (Tindastóll )
Út:Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll )
Hugrún hlaupið og hlaupið eins og engin sé morgundagurinn í dag og unnið frábærlega fyrir lið sitt.
85. mín
Murielle átti að klára leikinn þarna!
Sleppur ein í gegnum fáliðaða vörn Keflavíkur. Vera mætir henni og nær að loka á hana. Virkilega vel gert hjá Veru en Murielle átti að gera betur.
83. mín
Elísa með hörkuskot í slánna
Murielle gerir vel í að kassa boltann niður við teig Keflavíkur og leggur hann til hliðar. Þar mætir Elísa og á þetta líka hörkuskot sem smellur í slánni og niður. Heimakonur fyrstar á frákastið og koma boltanum frá.
81. mín
Dröfn fær boltann óvænt úti til hægri í fínu plássi, reynir að setja hann fyrir markið en beint í fang Monicu.
74. mín
Keflavík pressar og pressar en gengur ekkert að skapa sér færi. Varnarleikur Tindastóls gríðarlega þéttur.
68. mín
Kristún Ýr í hörkufæri en varnarmenn ná að stugga við henni og koma boltanum í horn áður en hún setur boltann í netið af stuttu færi.
57. mín
Pressa Keflavíkur að þyngjast smátt og smátt, hafa þó ekki skapað sér afgerandi færi ennþá.
51. mín
Rúmlega fimm mínútur liðnar hér og sama og ekkert sem gerst hefur til þessa í þessum síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í nokkuð fjörugum leik. Tindastóll leiðir og mega alveg eiga það að þær hafa unnið fyrir sínu. Verið skipulagðar og agaðar í sínum leik og nýtt tækifærin sem gefast til að sækja hratt.
Keflvík á hinn bóginn á talsvert inni og fær eflaust ágæt ráð í hálfleik til að ná sínu besta fram í síðari hálfleik.
Keflvík á hinn bóginn á talsvert inni og fær eflaust ágæt ráð í hálfleik til að ná sínu besta fram í síðari hálfleik.
43. mín
Sláarskot!
Aníta Lind beint úr aukaspyrnu utan af kanti. Sér að Monica er ekki að staðsetja sig vel og lætur bara vaða. Hársbreidd frá því að refsa grimmilega en sláin bjargar gestunum.
Aníta Lind beint úr aukaspyrnu utan af kanti. Sér að Monica er ekki að staðsetja sig vel og lætur bara vaða. Hársbreidd frá því að refsa grimmilega en sláin bjargar gestunum.
41. mín
Dröfn með boltann fyrir markið frá vinstri, Sandra reynir að ná til hans en má sín lítils gegn Monicu sem hirðir boltann.
39. mín
Stólar leikið þennan fyrri hálfleik af mikilli skynsemi. Verið þéttar til baka og sprengt svo leikin upp með hröðum sóknum sem hafa skapað usla í öftustu línu Keflavíkur.
32. mín
MARK!
Murielle Tiernan (Tindastóll )
Gestirnir taka frumkvæðið!
Sækja hratt upp völlinn. Aldís með boltann úti til hægri og leggur hann fyrir markið þar sem Murielle mætir og klárar af fagmennsku framhjá Veru í markinu.
Sækja hratt upp völlinn. Aldís með boltann úti til hægri og leggur hann fyrir markið þar sem Murielle mætir og klárar af fagmennsku framhjá Veru í markinu.
26. mín
Dröfn í ágætu færi eftir slakt útspark frá marki Tindastóls en nær ekki krafti í skotið sem Monica á ekki í vandræðum.
24. mín
Eftir færin áðan hefur leikurinn róast ögn ef svo má að orði komast. Liðin enn að sækja af krafti en sendingar ekki að rata rétta leið þegar liðin nálgast markið.
16. mín
Röðin komin að Linli Tu
Kemst inn á teiginn hægra megin, fær Monicu á móti sér og reynir að lyfta boltanum yfir hana en setur boltann framhjá markinu sömuleiðis.
Kemst inn á teiginn hægra megin, fær Monicu á móti sér og reynir að lyfta boltanum yfir hana en setur boltann framhjá markinu sömuleiðis.
13. mín
Dröf EInarsdóttir í ekki verra færi en brennir af!
Þessi færi sem liðin eru að misnota, Monica ver skot frá Söndru en heldur boltanum ekki sem dettur fyrir fætur Drafnar sem er í stórkostlegu færi en setur boltann framhjá.
Þessi færi sem liðin eru að misnota, Monica ver skot frá Söndru en heldur boltanum ekki sem dettur fyrir fætur Drafnar sem er í stórkostlegu færi en setur boltann framhjá.
12. mín
Hugrún Pálsdóttir verður að gera betur!
Sleppur í gegnum vörn Keflavíkur, leikur á Veru og nær skotinu en setur það framhjá.
Rosalegt færi sem hreinlega verður að nýtast.
Sleppur í gegnum vörn Keflavíkur, leikur á Veru og nær skotinu en setur það framhjá.
Rosalegt færi sem hreinlega verður að nýtast.
9. mín
Dröfn vinnur boltann hátt á vellinum og keyrir í átt að marki. Skot hennar dapurt og beint á Monicu í markinu.
8. mín
Gestirnir halda pressunni og eru að ógna, Vera öflug í teignum og heimakonur hreinsa.
6. mín
Murielle að sleppa í gegn en Kristrún Ýr hleypur hana uppi og kemur boltanum út af.
Tindastóll fær horn.
Boltinn innarlega og Vera slær hann út, þó ekki langt og Tindastóll vinnur annað horn.
Tindastóll fær horn.
Boltinn innarlega og Vera slær hann út, þó ekki langt og Tindastóll vinnur annað horn.
5. mín
Hugrún Pálsdóttir að vinna sig í álitlega stöðu úti á vinstri væng en Caroline stígur hana út og ekkert verður úr.
1. mín
Leikurinn rúllar af stað hér á HS Orkuvellinum. Það eru
gestirnir sem hefja hér leik.
Leikur hafinn
Leikurinn rúllar af stað hér á HS Orkuvellinum. Það eru
gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir
Liðin mættust á Sauðárkróki í fyrstu umferð mótsins þann 25. apríl síðastliðinn. Lokatölur þar urðu 0-0 í helst til bragðdaufum leik.
Liðin hafa þess utan mæst tvisvar áður í efstu deild. Það var tímabilið 2021. Vann Keflavík eins marks sigur í báðum viðureignum það sumarið.
Liðin mættust á Sauðárkróki í fyrstu umferð mótsins þann 25. apríl síðastliðinn. Lokatölur þar urðu 0-0 í helst til bragðdaufum leik.
Liðin hafa þess utan mæst tvisvar áður í efstu deild. Það var tímabilið 2021. Vann Keflavík eins marks sigur í báðum viðureignum það sumarið.
Fyrir leik
Dómari kvöldsins
Soffía Ummarin Kristinsdóttir sér um dómgæsluna í kvöld. Henni til aðstoðar eru Magnús Garðarsson og Magdalena Anna Reimus. Breki Sigurðsson er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Ólafur Ingi Guðmundsson.
Soffía Ummarin Kristinsdóttir sér um dómgæsluna í kvöld. Henni til aðstoðar eru Magnús Garðarsson og Magdalena Anna Reimus. Breki Sigurðsson er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Ólafur Ingi Guðmundsson.
Fyrir leik
Keflavík
Sjöunda sæti með 12 stig er uppskera Keflavíkur það sem af er móti og aðeins marktala sem heldur þeim frá sjötta sæti deildarinnar þar sem Stjarnan situr sem stendur. Keflavíkurliðið er örlítið ólíkindatól sem á góðum degi velgir bestu liðum landsins undir uggum en getur fallið niður í bölvað bras þess á milli. Finni liðið og Jonathan Glenn stöðugleika gætu þær allt eins komið meira á óvart en þegar er og endað í efri hluta deildarinnar þegar henni verður skipt eftir 18 leiki.
Sjöunda sæti með 12 stig er uppskera Keflavíkur það sem af er móti og aðeins marktala sem heldur þeim frá sjötta sæti deildarinnar þar sem Stjarnan situr sem stendur. Keflavíkurliðið er örlítið ólíkindatól sem á góðum degi velgir bestu liðum landsins undir uggum en getur fallið niður í bölvað bras þess á milli. Finni liðið og Jonathan Glenn stöðugleika gætu þær allt eins komið meira á óvart en þegar er og endað í efri hluta deildarinnar þegar henni verður skipt eftir 18 leiki.
Fyrir leik
Tindastóll
Áttunda sætið með átta stig er hlutskipti Tindastóls nú þegar seinni helmingur hefðbundinnar deildarkeppni er að hefjast. Gestirnir frá Sauðárkróki hefðu eflaust þegið fleiri stig í pokann eins og öll önnur lið en geta þó verið ánægðar með að sitja í öruggu sæti eftir fyrri umferðina. Varnarleikur liðsins hefur að mestu verið þéttur í sumar þó heldur hafi hallað undan fæti að undanförnu en tveir síðustu leikir Tindastóls hafa endað með 5-0 tapi.
Áttunda sætið með átta stig er hlutskipti Tindastóls nú þegar seinni helmingur hefðbundinnar deildarkeppni er að hefjast. Gestirnir frá Sauðárkróki hefðu eflaust þegið fleiri stig í pokann eins og öll önnur lið en geta þó verið ánægðar með að sitja í öruggu sæti eftir fyrri umferðina. Varnarleikur liðsins hefur að mestu verið þéttur í sumar þó heldur hafi hallað undan fæti að undanförnu en tveir síðustu leikir Tindastóls hafa endað með 5-0 tapi.
Byrjunarlið:
1. Monica Elisabeth Wilhelm (m)
Murielle Tiernan
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Hannah Jane Cade
11. Aldís María Jóhannsdóttir
13. Melissa Alison Garcia
('94)
17. Hugrún Pálsdóttir
('86)
21. Krista Sól Nielsen
('82)
27. Gwendolyn Mummert
Varamenn:
12. Margrét Rún Stefánsdóttir (m)
10. Elísa Bríet Björnsdóttir
('82)
13. Birgitta Rún Finnbogadóttir
14. Eyvör Pálsdóttir
14. Lara Margrét Jónsdóttir
('86)
Liðsstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Birna María Sigurðardóttir
Snæbjört Pálsdóttir
Sveinn Sverrisson
Magnea Petra Rúnarsdóttir
David Romay
Gul spjöld:
Rauð spjöld: