Manchester United gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho og þá vill þýska stórliðið Bayern München fá Kobbie Mainoo. Þetta og fleira í slúðurpakkanum í boði Powerade.
Manchester United er sagt meta kantmanninn Alejandro Garnacho (20) á um 42 milljónir punda en Napoli, toppliðið á Ítalíu, vill fá hann. (Sport Italia)
Bayern München hefur blandað sér í baráttu við Chelsea um enska miðjumanninn Kobbie Mainoo (19), leikmann Manchester United og enska miðjumanninn. (Sun)
Manchester City er tilbúið að leyfa varnarmanninum Kyle Walker (34) að fara á frjálsri sölu í þessum mánuði en ítölsku félögin AC Milan og Inter hafa áhuga á honum. (Gazzetta dello Sport)
AC Milan ætlar að gera formlegt tilboð í Marcus Rashford (27), framherja Manchester United sem vill yfirgefa Old Trafford í þessum mánuði. (Sky Sports)
Borussia Dortmund hefur einnig fundað með fulltrúum Rashford í von um að ná samkomulagi í janúar. (Sky Sport Þýskalandi)
Aston Villa hefur náð samkomulagi við Dortmund um hollenska framherjann Donyell Malen (25). (The Athletic)
Villa hefur einnig hafið viðræður við Sevilla þar sem félagið vill fá franska varnarmanninn Loic Bade (24). (L'Equipe)
Martin Dubravka (35), markvörður Newcastle, er í samningaviðræðum um launahækkun en samningur hans er að renna út. (The I)
Leicester ætlar að kaupa franska bakvörðinn Woyo Coulibaly (25) frá Parma fyrir þrjár milljónir punda. (Fabrizio Romano)
Chelsea mun leyfa miðjumanninum Carney Chukwuemeka (21) að fara á láni í þessum mánuði en Borussia Dortmund og Strasbourg hafa áhuga. (Fabrizio Romano)
Nottingham Forest er opið fyrir tilboðum í framherjann Emmanuel Dennis (27) meen félög í Championship, Seríu-A og La Liga hafa áhuga. (Sky Sports)
Portúgalski varnarmaðurinn Renato Veiga (21) virðist líklegur til að yfirgefa Chelsea í janúa en félög á Englandi, Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu sýna áhuga. (Sport)
Mónakó hefur lagt fram annað tilboð til West Ham í Edson Alvarez (27) eftir að fyrsta lánstilboði þeirra í mexíkóska miðjumanninn var hafnað. (Mail)
Hollenski varnarmaðurinn Tyrell Malacia (25) gæti farið frá Manchester United á lánssamningi í þessum mánuði. (Fabrizio Romano)
West Ham ætlar að senda Everton fyrirspurn varðandi Dominic Calvert-Lewin (27) áður en félagið gerir tilboð í enska framherjann. (GiveMeSport)
Leicester er opið fyrir því að selja belgíska varnarmanninn Wout Faes (26) í lok tímabilsins til að tryggja að félagið standist fjárhagsreglur um hagnað og sjálfbærni. (Sky Sports Sviss)
Real Madrid er að skoða mögulega stjórakosti til að leysa Carlo Ancelotti af hólmi eftir að Real Madrid tapaði 5-2 fyrir Barcelona í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins. (Relevo)
Athugasemdir