Besta-deild karla
Stjarnan

LL
2
2
2

Besta-deild karla
ÍA

LL
1
3
3

Besta-deild karla
Breiðablik

LL
2
1
1


Vestri
1
0
Leiknir R.

0-0
Daníel Finns Matthíasson
'29
, misnotað víti

Vladimir Tufegdzic
'78
1-0
28.06.2023 - 18:00
Olísvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: S 10 m/s. Þurrt en völlurinn blautur og hraður.
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: Rúmlega 100
Maður leiksins: Silas Songani
Olísvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: S 10 m/s. Þurrt en völlurinn blautur og hraður.
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: Rúmlega 100
Maður leiksins: Silas Songani
Byrjunarlið:
12. Rafael Broetto (m)
2. Morten Ohlsen Hansen (f)
3. Elvar Baldvinsson
4. Fatai Gbadamosi
6. Ibrahima Balde
7. Vladimir Tufegdzic
('83)



10. Nacho Gil
14. Deniz Yaldir
('87)


23. Silas Songani
('90)

40. Gustav Kjeldsen
77. Sergine Fall
- Meðalaldur 17 ár
Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
8. Daníel Agnar Ásgeirsson
11. Benedikt V. Warén
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
('87)

16. Ívar Breki Helgason
17. Guðmundur Páll Einarsson
('90)

22. Elmar Atli Garðarsson
80. Mikkel Jakobsen
('83)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Brenton Muhammad
Grímur Andri Magnússon
Þorsteinn Goði Einarsson
Gul spjöld:
Deniz Yaldir ('16)
Vladimir Tufegdzic ('44)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Búið!
Þetta hafðist hjá Vestra. Áttu sigurinn líklega skilið en ekki var hann öruggur.
94. mín
Kaj gefur frá sér boltann í eigin teig. Mikkel reynir sendingu í staðinn fyrir skot úr fínu færi
91. mín
Aftur lélegt
Aukaspyrnan er jafn slök og síðast. Vestri geysast upp í sókn þrír á tvo. Endar með skoti frá Mikkel sem er varið nokkuð auðveldlega.
88. mín
Aukaspyrna
Binni Hlö er mættur uppá topp og vinnur aukaspyrnu á hægri vængnum. Kaj Leó tekur. Silas er lagstur í grasið og liggur í makindum.
87. mín

Inn:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri)
Út:Deniz Yaldir (Vestri)
Deniz er heila eilífð að koma sér útaf. Lætur teygja á krampa, tekur teipið af legghlífunum og Aðalbjörn er bara tæpur að reka hann útaf með rautt.
83. mín
Gult spjald: Brynjar Hlöðvers (Leiknir R.)

Binni fær gult, er of seinn í tæklingu. Aðalbjörn átti að láta leikinn halda áfram þarna samt.
82. mín
Dauðafæri!!
Silas er einn á móti markmanni frá miðju. Endar óákveðinn, er alltof lengi að þessu og Viktor nær að loka.
78. mín
MARK!

Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Stoðsending: Sergine Fall
Stoðsending: Sergine Fall
TUFA
Fall með lausa fyrirgjöf frá hægri vítateigslínu. Tufa rís upp í loftið, þarf að halla sér aftur og stýrir boltanum yfir Viktor í markinu. Fáránlega vel gert.
74. mín
Fall tæpur
Fer með sólann hátt á loft, þó í boltann. Línuvörðurinn dæmir ekki neitt alveg ofan í þessu en Leiknismenn eru ósáttir.
71. mín
Góður sprettur hjá Silas upp hægri kantinn, vinnur horn. Hornið frá Deniz er slakt. Omar er kominn upp en ber boltann fyrir sig með hendinni. Aukaspyrna af 30 metrunum. Silas er að gera sig líklegan.
69. mín
Gult spjald: Kaj Leo Í Bartalstovu (Leiknir R.)

Minn maður Kaj er étinn af Elvari, fer svo aftan í hann þegar Elvar býr sig undir að spyrna boltanum.
67. mín
Rétt framhjá Sergine Fall!
Reynir skot viðstöðulaust fyrir utan teig. Boltinn sleikir varnarmann og þaðan rétt framhjá stönginni!
64. mín
Sókn Leiknir
Vinna sig upp vinstri vænginn og ná skoti úr frákasti eftir hreinsun en Andi hittir boltann illa og yfir fer boltinn.
62. mín
Glatað færi Vestri
Leiknir tapar boltanum. Deniz er með einfaldan bolta innfyrir á Tufa en boltinn er allt of fastur. Svíinn nagar sig í handarbökin, átti að gera betur þarna.
60. mín

Inn:Kaj Leo Í Bartalstovu (Leiknir R.)
Út:Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.)
Elska þetta. Elska færeyinga. Hann er líka með eitraðar strípur og í skærbleikum skóm.
59. mín
Vestri tapa boltanum klaufalega í miðjunni. Boltinn endar hjá Omar en skotið hans fyrir utan teig er máttlaust beint á Rafael.
58. mín
Leiknir svarar
Góður kafli. Halda boltanum vel og þrýsta Vestra niður. Ná þó ekki að skapa neitt.
55. mín
Pressa hjá heimamönnum
Vestramenn liggja á þeim núna. Skalli frá Balde fer af varnarmanni í hliðarnetið. Gott horn síðan frá Deniz sem Viktor er tæpur að ná til en slæmir hendi í boltann. Sóknin endar með skoti frá Fatai sem er víðsfjarri markinu.
54. mín
Úfff
Stúkan tekur andköf þegar Deniz þrumar boltanum á lofti beint í djásnin á Arnóri.
53. mín
Deniz tekur hornið frá hægri, fallhlífarbolti sem Omar Sowe skallar frá. Seinni fyrirgjöfin berst á Gustav sem lúðrar á markið en Brynjar hendir sér hetjulega fyrir boltann. Annað horn.
51. mín
Misskilningur í vörninni hjá Leikni. Sjá ekki Tufa sem er næstum því kominn inn í sendingu aftur á Viktor í markinu. Hann bjargar á elleftu stundu
50. mín
Leiknir er að reyna að deyða leikinn. Sitja með boltann aftast og sýna lítið fram á við til að byrja með.
49. mín
Góð sókn Vestri
Balde og Tufa leika sín á milli. Balde kominn í stöðu upp við endamörkin í teignum en fyrirgjöfin er hreinsuð í horn. Ekkert kemur úr horninu
45. mín
Leikmenn eru að koma sér aftur út á völl, seinni hálfleikur byrjar hvað úr hverju
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur!
Fjörugum fyrri hálfleik lokið. Vestri ívið betri en Leiknir er búið að eiga hættulegar sóknir líka, þar með talið víti sem fór forgörðum. Davíð Smári þarf að fara yfir skipulagið, það eru áætlunarferðir hjá Ósvald upp vinstri kantinn sem þarf að stoppa. Vestri eru í fimm manna vörn og Fall er einangraður í varnarleiknum í hægri bakverðinum.
44. mín
Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Vestri)

Ódýrt gult
Tufa reynir að teygja sig í boltann, fellir Binna Hlö létt og allir sáttir nema Aðalbjörn.
42. mín
Gott færi hjá Leikni
Róbert geysist upp hægri vænginn, fyrirgjöfin er með jörðinni útí teiginn þar sem Hjalti er einn á auðum sjó en skotið er slakt, vantar kraft í það og Robert ver nokkuð auðveldlega.
40. mín
Gult spjald: Sindri Björnsson (Leiknir R.)

Er í baráttu á miðsvæðinu, lætur sig vaða en er of seinn.
39. mín
Vestri vill víti
Balde er sparkaður niður en víti hefði verið ódýrt. Leiknir fer í skyndibita en Nacho nær að stugga við sóknarmanninum þannig að Aðalbjörn sé sáttur. Eiginlega klárt brot samt.
38. mín
Langt innkast Vestri
Morten grýtir inná teiginn. Balde tekur boltann niður, aftur á Morten sem gefur á fjær. Tufa nær skallanum en seinni boltinn er Leiknismanna.
36. mín
Allt galopið á vinstri
Enn og aftur sækja Leiknismenn vinstra megin. Omar Sowe með smá pláss, reynir að finna Róbert inn fyrir vörnina en Vestramenn sjá við honum.
34. mín
Hornið er hreinsað fram á Silas sem fær pláss til að hlaupa. Leikur á varnarmann tvisvar við vítateigshornið en skotið er að lokum varið af varnarmanni.
33. mín
Dauðafæri!
Róbert kominn einn á móti markmanni eftir góða snertingu en Vestramenn bjarga á síðustu stundu í horn.
31. mín
Skalli í slá!
Allt að gerast núna. Vestri fær horn vinstra megin eftir góða sókn. Fyrirgjöfin er beint á kollinn á Gustav Kjeldsen sem skallar boltann í slánna og yfir!
29. mín
Gult spjald: Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)

Fer í Rafa í útsparkinu. Ekki góð mínúta hjá Daníel
29. mín
Misnotað víti!

Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)
Rafa ver!
Vítið er slakt, niðri hægra megin frá Daníel séð. Rafa ver nokkuð auðveldlega og nær frákastinu sjálfur.
28. mín
Víti Leiknir!
Omar Sowe tekinn niður eftir klafs í teignum, held að það hafi ferið Fatai. Réttilega dæmt.
27. mín
Fyrirgjöfin er slök, skölluð í burtu, Daði Bærings reynir skot viðstöðulaust en framhjá.
26. mín
Aukaspyrna Leiknir
Aðalbjörn dæmir ódýra aukaspyrnu 10m fyrir utan teig. Ég er að reyna að vera ekki með gleraugun en það er erfitt. Línan hjá dómaranum er óskýr.
25. mín
Góð sókn Vestri
Deniz fær boltann á kantinum í hraðri sókn, nær fyrirgjöf á Tufa en skot hans er rétt yfir. Hefði hæglega getað skorað!
24. mín
Leiknismenn komast oftar en ekki óáreittir upp vinstra megin tveir á einn. Sergine Fall vantar meiri hjálp í varnarleiknum
23. mín
Skot Leiknir
Aukaspyrna á miðjunni tekinn stutt. Sindri Björnsson fær nóg pláss til að hlaða fyrir utan teiginn en hittir boltann illa, framhjá hægra megin.
18. mín
Aðalbjörn sleppir augljósasta broti sem ég hef séð. Silas er íshokkítékkaður fyrir utan teiginn þegar boltinn er farinn en ekkert dæmt. Vestramenn orðnir heitir, skiljanlega.
16. mín
Gult spjald: Deniz Yaldir (Vestri)

Aðalbjörn....
Deniz er rifin niður en Aðalbjörn horfir á og dæmir ekkert. Deniz ósáttur og fær gult fyrir mótmæli. Ekki góð dómgæsla.
14. mín
Vestri sækir í sig veðrið
Þeir eru með textalýsinguna í eyranu, eru búnir að spíta vel í
12. mín
Færi Vestri
Deniz leikur sér að varnarmanni vinstra megin, lág fyrirgjöf á Ibrahima Balde, hann leggur hann út á Tufa en skotið fer af varnarmanni í horn. Ekkert kemur úr horninu en endar að lokum í öðru horni hinum megin. Flott sókn!
10. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá hægri en Rafa í marki Vestri ver boltann útí teig þar sem hann er hreinsaður. Vindurinn breytti þessu í skot. Vestramenn eru ekki alveg mættir, eru ennþá í vestunum í upphitun mætti halda.
6. mín
Horn Leiknir
Vinna sig upp vinstri kantinn og uppskera horn. Hornið tekið stutt en Vestramenn hreinsa að lokum.
5. mín
Horn Vestri
Góð sókn hjá Vestra. Tufa reynir stungusendingu en Leiknismenn ná að komast inn í hana og í horn. Hornið er skallað útí teig ar sem Balde nær hörkuskoti en varið. Annað horn, ekkert kemur út úr því.
1. mín
Leikur hafinn
Flauuuuut!
Þetta er komið af stað. Vestri byrjar með boltinn uppí vindinn í fyrri hálfleik
Fyrir leik
Dómarinn
Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er dómari leiksins. Ég ætla að spá því að hann eigi eftir að eiga busy dag á skrifstofunni. Bæði lið munu leggja blóð, svita og tár í þennan leik og hvorki Vestfirðingar né Breiðhyltingar eru þekktir fyrir að gefa neitt frá sér ókeypis. Þetta er lúmskt púðurtunna sem ég spái að springi í kvöld. Get ekki beðið!

Fyrir leik
Styttist í leik
Byrjunarliðin eru klár. Heimamennirnir Elmar Atli og Guðmundur Svavarsson sitja á bekknum, ef einhver er að telja þá er Elvar Baldvinsson eini íslendingurinn í liðinu. Benedikt Warén er hvergi sjáanlegur sem er skellur fyrir heimamenn, búinn að vera líflegur í sumar. Sammi vonast til þess að hann verði klár um helgina, hnéð að angra hann. Leiknismenn gera engar breytingar á liðinu sem gerði jafntefli við Aftureldingu í síðustu umferð. Vestramenn svosem ekki heldur, sama lið sem gerði jafntefli við Fjölni.

Fyrir leik
Fyrir leik
Leiknir R
Leiknir er stigi á eftir Vestra, með 5 stig í næstneðsta sæti deildarinnar. Talnaglöggir menn átta sig á því að þessi leikur er því klassískur sex stiga leikur. Liðið sem vinnur þennan leik lyftir sér af botninum en tapliðið stimplar sig enn frekar inn í fallbaráttu. Eini sigur liðsins kom gegn Þrótti R í fyrstu umferð og því eru komnir fimm leikir í röð án sigurs. Leiknismenn þrá sigur í dag.

Fyrir leik
Vestri
Vestri er með 6 stig sæti fyrir ofan fallsæti. Þeir eru aðeins með einn sigur í sumar en hann kom gegn vængbrotnu liði Njarðvíkur. Davíð Smári er hættur að sykurhúða hlutina og sagði eftir leik þeirra gegn Aftureldingu að frammistaða liðsins í sumar væri einfaldlega ekki nógu góð. Markaskorun hefur verið ábótavant, aðeins 9 mörk en Ægir er eina liðið sem hefur skorað minna. Liðið hefur verið að fá á sig ódýr mörk og því er ýmislegt sem þarf að taka á. Þrátt fyrir gott stig gegn toppliði Fjölnis í síðustu umferð er mikil pressa á þeim að ná í stig í dag, helst þrjú.

Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
Ósvald Jarl Traustason
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Andi Hoti
8. Sindri Björnsson
('45)


9. Róbert Hauksson
('78)

10. Daníel Finns Matthíasson

11. Brynjar Hlöðvers

20. Hjalti Sigurðsson
('60)

23. Arnór Ingi Kristinsson
67. Omar Sowe
- Meðalaldur 5 ár
Varamenn:
12. Indrit Hoti (m)
7. Róbert Quental Árnason
('78)

7. Kaj Leo Í Bartalstovu
('60)


8. Árni Elvar Árnason
('45)

14. Davíð Júlían Jónsson
18. Marko Zivkovic
66. Ólafur Flóki Stephensen
- Meðalaldur 21 ár
Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósefsson (Þ)
Gísli Friðrik Hauksson
Halldór Geir Heiðarsson
Guðbjartur Halldór Ólafsson
Gul spjöld:
Daníel Finns Matthíasson ('29)
Sindri Björnsson ('40)
Kaj Leo Í Bartalstovu ('69)
Brynjar Hlöðvers ('83)
Rauð spjöld: