
Það er alltaf gaman þegar sólin skín. Hér er slúðurpakki dagsins en BBC tók saman. Manchester United hyggst styrkja sóknarlínu sína og Ronaldo gæti spilað á HM félagsliða.
Manchester United hefur boðið 54 milljónir punda í kamerúnska framherjann Bryan Mbeumo (25) hjá Brentford en hann á eitt ár eftir af núverandi samningi sínum. (Fichajes)
Framherjinn Cristiano Ronaldo (40) hjá Al-Nassr, hefur fengið tilboð frá ónefndu brasilísku félagi sem myndi gefa portúgölsku stjörnunni tækifæri til að spila á HM félagsliða sem hefst í júní. (Marca)
Aston Villa hefur áhuga á framherjanum Ferran Torres (25) hjá Barcelona og er tilbúið að bjóða um 50 milljónir evra fyrir spænska landsliðsmanninn. (Mundo Deportivo)
Enski þjálfarinn Will Still (32) er í viðræðum um að taka við sem stjóri Southampton eftir að hafa yfirgefið franska félagið Lens. (Independent)
Franski vængmaðurinn Rayan Cherki (21) hjá Lyon, sem er á óskalistum Manchester United og Liverpool, hefur staðfest að hann muni yfirgefa franska liðið í sumar. (Goal)
Manchester United hefur einnig áhuga á Pedro Goncalves (26), miðjumanni Sporting Lissabon og portúgalska landsliðsins. (Teamtalk)
Atletico Madrid er meðal nokkurra félaga sem hafa áhuga á argentínska miðjumanninum Enzo Barrenechea (23) hjá Aston Villa en hann er á láni hjá Valencia. (Birmingham Mail)
Bayern München hefur ekki misst vonina um að halda Leroy Sane (29) hjá félaginu. Samningur þessa fyrrum leikmanns Manchester City rennur út í næsta mánuði. (Bild)
Nottingham Forest vill að miðjumaðurinn Morgan Gibbs-White (25) og vængmaðurinn Callum Hudson-Odoi (24) skrifi undir nýja samninga við félagið sem fyrst. (Football Insider)
Napoli þarfnast nýs sóknarmanns fyrir næsta tímabil og vill fá annað hvort Jonathan David (25), framherja Lille sem er að renna út á samning, eða Darwin Nunez (25), framherja Liverpool. (Calciomercato)
Athugasemdir