Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Vestri
1
2
Ægir
0-1 Cristofer Rolin '37
Vladimir Tufegdzic '50 1-1
1-2 Baldvin Þór Berndsen '58
02.07.2023  -  14:00
Olísvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: 7. gáður, 6. metrar, og völlurinn blautur
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Byrjunarlið:
12. Rafael Broetto (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
3. Elvar Baldvinsson ('60)
4. Fatai Gbadamosi ('83)
6. Ibrahima Balde ('60)
7. Vladimir Tufegdzic
10. Nacho Gil
14. Deniz Yaldir
23. Silas Songani ('60)
40. Gustav Kjeldsen
77. Sergine Fall

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
11. Benedikt V. Warén ('60)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('60)
16. Ívar Breki Helgason
17. Guðmundur Páll Einarsson ('83)
22. Elmar Atli Garðarsson
80. Mikkel Jakobsen ('60)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Brenton Muhammad
Grímur Andri Magnússon
Þorsteinn Goði Einarsson

Gul spjöld:
Morten Ohlsen Hansen ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sterkur sigur! Frábær frammistaða hjá Ægi. Leikplanið gekk upp, voru þéttir og nýttu sín færi. Eitthvað sem hefur vantað hjá þeim í síðustu leikjum. Vestri meira með boltann en skapa lítið. Ná ekki að tengja góðar frammistöður og stöðugleika vantar. Í mjög jöfnu Ægisliði ætla ég að nefna Christofer Rolin mann leiksins, maður á móti börnum þarna í framlínunni.
93. mín
Flott sókn hjá Vestra. Endar með skoti hjá Deniz sem Ægismenn ná að komast fyrir.
92. mín
Vestri pressar og pressar. Ógna lítið. Enda með lélegum fyrirgjöfum. Markspyrna.
91. mín
Ivaylo með stórbrotna markvörslu frá Mikkel. Horn sem ekkert verður úr.
90. mín
Komið í uppbót
89. mín Gult spjald: Bele Alomerovic (Ægir)
Vestri fær aukaspyrnu, senda inn í. Gripið í markinu.
87. mín
Sýnist Ægir ætlar sigla þessu þægilega heim.
86. mín
Fjórar hornspyrnur í röð hjá Vestra. Allar hreinsaðar í burtu.
84. mín
Gult á Ægi, sá ekki hver.
84. mín
Inn:Bele Alomerovic (Ægir) Út:Cristofer Rolin (Ægir)
83. mín
Inn:Guðmundur Páll Einarsson (Vestri) Út:Fatai Gbadamosi (Vestri)
82. mín
Veðrið er samt orðið skítsæmilegt. Smá vindur og mun bjartara yfir.
80. mín
Vestri vinna boltann og sækja hratt. Deniz Yaldir á skot framhjá. Aðeins betra þessi sókn en ég er ekki að sjá Vestra mark í kortunum.
77. mín
Inn:Arnar Logi Sveinsson (Ægir) Út:Renato Punyed Dubon (Ægir)
76. mín
Smá pressa frá Vestra núna. Endar með lélegum skalla utarlega í teignum sem fer yfir markið.
73. mín
ÆGismenn fá ágætis stöður hér síðustu mínútur. Vantaði smá upp á að komast í færi.
68. mín
Fínt spil hjá Vestra sem endar með að Nacho á skot sem fer rétt framhjá. Mikkel og Benedikt munu vonandi ná að breyta leiknum.
62. mín
Inn:Atli Rafn Guðbjartsson (Ægir) Út:Brynjólfur Þór Eyþórsson (Ægir)
Bingó - Atli Rafn er kominn inn á.
62. mín
Inn:Sladjan Mijatovic (Ægir) Út:Anton Fannar Kjartansson (Ægir)
Skipting hjá Ægi - hún var reyndar tvöföld. Er ekki búinn að sjá hver kom inn á fyrir nr. 27 (Brynjólf Þór Eyþórsson).
60. mín
Inn:Mikkel Jakobsen (Vestri) Út:Silas Songani (Vestri)
Þreföld skipting. Var búið að ákveða fyrir markið.
60. mín
Inn:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri) Út:Ibrahima Balde (Vestri)
Þreföld skipting. Var búið að ákveða fyrir markið.
60. mín
Inn:Benedikt V. Warén (Vestri) Út:Elvar Baldvinsson (Vestri)
Þreföld skipting. Var búið að ákveða fyrir markið.
58. mín MARK!
Baldvin Þór Berndsen (Ægir)
Ægir eiga horn sem fer yfir allan pakkann. Leikmaður Ægis nær boltanum á kantinum og á fyrirgjöf utan af velli sem svífur yfir alla og yfir á fjær. Þar mætir Baldvin, því miður verð ég að segja, að hann hleypur á boltann og inn fer hann. Vel gert hjá Ægir.
57. mín
Ægir áttu góða skyndisókn sem endaði á því að Rolin var kominn í einn á einn stöðu inn í teig. Ná á endanum ekki skoti á markið.
54. mín
Aukaspyrna hjá Vestra á hættulegum stað. Möguleiki á góðri fyrirgjöf. Ægismaður liggur eftir og fær aðhlynningu. Sennilega Brynjólfur.

Varð ekkert úr spyrnunni.
50. mín MARK!
Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Stoðsending: Deniz Yaldir
Ætlaði að fara skrifa að ég væri ekki að sjá hvernig Vestri ætlaði að leysa þetta. En þá bakka Ægir heldur of langt niður. Sama uppskrift og í síðustu leikjum, Deniz Yaldir með frábæra fyrirgjöf á Tufa með þriðja skallamarkið í röð í þremur leikjum.
48. mín
Klaufagangur hjá Vestra í uppspilinu. Ægir ná að vinna boltann hátt upp á velli. Endar hjá Rolin sem á skot fyrir utan yfir markið.
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur Vestri töluvert betri (meira með boltann) fram að marki sem kom eins og blaut tuska í andlitið á heimamönnum sem hafa ekkert getað eftir markið. Fínn hálfleikur hjá Ægi, góð liðsframmistaða og leikplanið að ganga upp sem stendur.
45. mín Gult spjald: Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
Brot út á velli
41. mín
Hugsa að það verði erfitt fyrir Vestra að leysa þessa stöðu. Ægismönnum líður örugglega hrikalega vel með þetta, skítaveður og Vestri ekki að hreyfa boltann nægjanlega hratt.
37. mín MARK!
Cristofer Rolin (Ægir)
Mark! Það var nákæmlega það sem ég var að segja. Það þarf lítið til. Sé ekki hver það er sem á frábæra stungusendingu á Rolin sem klárar meistaralega framhjá Rafa í markinu.
36. mín
Ægismenn verjast bara ágætlega. Vantar smá upp á að Vestri geti skapað sér vel opið færi. Það þarf lítið til að Ægir geti sótt hratt.
35. mín
Það sem er að frétta er að togarinn Júlíus Geirmundsson kom í land í nótt. Skilst að það hafi verið ágætis túr.
30. mín
Færi! Gott spil hjá Vestra upp vinstri vænginn. Deniz setur Elvar upp að endamörkum sem gefur fyrir. Sé ekki hver það er hjá Vestra sem nær að pota boltanum að marki. Ivaylo í markinu nær að handsama knöttinn..
23. mín
Því miður lítið að frétta og komið viðbjóðslegt veður.
20. mín
Vesti með boltann síðustu mínútur. Reyna að finna glufur.
16. mín
Finnst eins og það hafi bætt í vind, Vestri með hann í fangið.
15. mín
Ægismenn halda boltanum betur núna og reyna fyrir sér í sóknaruppbyggingu.
12. mín
Boltinn berst alla leið aftur á Rafa í markinu hjá Vestra. Ivo Bras kemur á fullri ferð og pressar Rafa. Er ekki langt frá því að ná boltanum af Rafa, boltinn fer í markspyrnu.

Skömmu seinna vinna Ægir boltann hátt uppi og eru við það að sleppa í gegn en eru flaggaðir rangstæðir.
10. mín
Ægir biða átekta á miðjunni til að pressa á réttum tíma, leyfa Vestra að vera með boltann.
7. mín
Vestri halda áfram, eiga auðvelt með að komast bakvið Ægismenn. Endar með fyrirgjöf út í teig sem endar á Silas fyrir utan sem á gott skot sem fer hárfínt framhjá.
6. mín
Silas kemst upp að endamörkum eftir þolinmóða sóknaruppbyggingu Vestra. Fá horn. Kemur ekkert úr horninu.
2. mín
Ægir fá horn eftir vandræðagang hjá Vestra. Fá út úr því skotfæri fyrir utan sem fer í varnarmann. Þeir halda smá pressu sem Vestri nær síðan að leysa.
1. mín
Fyrsta færið! Tufa í mjög góðu færi eftir stungusendingu. Setur hann framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Lets play ball!
Fyrir leik
Jón Guðna Fjóluson slagurinn! Ég mjög erfitt með að finna einhverjar haldbærar tengingar á milli þessara tveggja félaga. Það eina sem mér dettur í hug er að kalla þetta "Jón Guðna Fjóluson" slaginn. Hann er eins og flestir vita, bolvíkingur.

Hannes Hrafn Haraldsson, 1968, á einng leiki fyrir bæði þessi bæjarfélög. Hannes lék stórt hlutverk á miðjunni hjá BÍ88 árið 2005 í 3. deildinni, þá 37 ára. Árið fyrir sameiningu BÍ/Bolungarvíkur 2006. Læt KSÍ feril fylgja með fyrir áhugasama:
KSÍ ferill
Fyrir leik
Af samtölum mínum við leikmenn úr Lengjudeildinni þá eru þeir allir á því að besti leikmaður Ægis sé nr. 7, Ivo Bras.
Fyrir leik
Veðrið er þannig að það er þungt yfir og blautt. Smá vindur sýnist mér. Leikurinn fer fram við toppaðstæður á Olísvellinum. Menn segja að hann sé fallegasti völlur landsins í dag en einnig jafnframt sá lélegasti því hann er því miður einnota - þolir ekkert álag.
Fyrir leik
Vestra hafa vantað stöðugleika í sinn leik, telja sig eflaust eiga nokkur stig inni miðað við úrslit í nokkrum leikjum. Ægir eru eflaust að hugsa það sama, eru hættulegur andstæðingur sem getur unnið hvaða lið sem er í þessari deild. Þeir hafa skapað sér fullt af færum í sínum leikjum og vanmat er það síðasta sem þú mátt leyfa þér gegn þeim. Það er samt alltaf sama gamla klisjan, taflan lýgur ekki.
Fyrir leik
Byrjunarliðin er klár, heimamenn stilla upp sama liði og vann Leikni á miðvikudaginn. Benedikt Waren kemur aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Gestirnir hafa skipt um markmann, Stefán Þór Hannesson sest á bekkinn og inn i liðið i hans stað kemur Ivaylo Yanachkov
Fótbolti.net
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur beint á Youtube
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik

Fótbolti.net
Fyrir leik
Vestra menn sem fóru rólega af stað unnu Leiknismenn á miðvikudaginn 1-0 hérna á Olísvellinum og var það Vladimir (Tufa) sem skoraði sigur markið.

Vestri er í 9. sæti deildarinnar með 9 stig. Og með sigri i dag má seigja að liðið sé komið i alvöru miðjumoð.

Gestirnir í Ægi töpuðu 1-3 heima á móti Grindavík og er en að leita af sínum fyrsta sigri.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Dómari leiksins í dag er Twana Khalid Ahmed. Hann er með þá Egil Guðvarð Guðlaugsson og Helga Hrannar Briem sér til aðstoðar á línunum.

Enginn skiltadómari er í dag en Jón Magnús Guðjónsson er eftirlitsmaður KSÍ og fylgist með umgjörð og störfum dómara.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur á Ísafirði Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vestra og Ægis í Lengjudeild karla.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Olísvellinum á Ísafirði.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
Ivaylo Yanachkov
Cristofer Rolin ('84)
2. Baldvin Þór Berndsen
5. Anton Breki Viktorsson
7. Ivo Braz
8. Renato Punyed Dubon ('77)
10. Dimitrije Cokic
11. Stefan Dabetic (f)
19. Anton Fannar Kjartansson ('62)
27. Brynjólfur Þór Eyþórsson ('62)
30. Benedikt Darri Gunnarsson

Varamenn:
1. Stefán Þór Hannesson (m)
4. Daníel Smári Sigurðsson
9. Hrvoje Tokic
10. Pálmi Þór Ásbergsson
14. Atli Rafn Guðbjartsson ('62)
15. Jóhannes Karl Bárðarson
20. Sladjan Mijatovic ('62)
99. Baldvin Már Borgarsson

Liðsstjórn:
Nenad Zivanovic (Þ)
Emil Karel Einarsson
Dusan Ivkovic
Bele Alomerovic
Guðbjartur Örn Einarsson
Arnar Logi Sveinsson

Gul spjöld:
Bele Alomerovic ('89)

Rauð spjöld: