Þá er komið að slúðurpakka dagsins í boði Powerade.
Tottenham og RB Leipzig hafa áhuga á því að fá franska sóknarmanninn Randal Kolo Muani (26) frá Paris Saint-Germain, en hann hefur fengið leyfi til að yfirgefa félagið í janúar. Liverpool hefur þá verið að safna upplýsingum um franska landsliðsmanninn og er Manchester United einnig að fylgjast með stöðu leikmannsins. (Sky í Þýskalandi)
Enski framherjinn Marcus Rashford (27) er á lista hjá PSG en franska félagið er ekki reiðubúið að greiða 50-60 milljóna punda verðmiðann sem Manchester United hefur sett á leikmanninn og þá eru launakröfur hans alltof háar eða rúmlega 300 þúsund pund á viku. (Teamtalk)
Man Utd ætlar þá að reyna við brasilíska miðjumanninn Ederson (25) sem er á mála hjá Atalanta á Ítalíu, en félagið mun ekki selja hann í janúarglugganum og vill að minnsta kosti 50 milljónir punda fyrir brasilíska landsliðsmanninn. (Tuttomercatoweb)
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur sagt að félagið vilji halda franska framherjanum Christopher Nkunku þó þessi 27 ára gamli leikmaður sé að skoða það að fara annað í leit að fleiri mínútum. (Talksport)
West Ham vill fá framherja í janúarglugganum en þarf að selja leikmenn til að fjármagna kaup á öðrum leikmönnum. (Mail)
Þýski landsliðsmaðurinn Jonathan Tah (28) hefur ákveðið að ganga í raðir Barcelona á frjálsri sölu þegar samningur hans við Bayer Leverkusen rennur út í sumar. (Mundo Deportivo)
John Heitinga, aðstoðarmaður Arne Slot hjá Liverpool, er talinn líklegastur til að tka við WBA í ensku B-deildinni. Carlos Corberan yfirgaf félagið á dögunum og tók við Valencia á Spáni. (Football Insider)
Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk segist geta spilað á hæsta stigi í 3-4 ár til viðbótar, en Liverpool er í samningaviðræðum við varnarmanninn. Samningur Van Dijk (33) rennur út eftir tímabilið. (Times)
Athugasemdir