Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
ÍBV
1
0
Keflavík
Þóra Björg Stefánsdóttir '62 1-0
15.08.2023  -  18:00
Hásteinsvöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Yndislegt fótboltaveður í Eyjum í kvöld. Hægur vindur og völlur vökvaður eftir nokkrar stuttar rigningar í dag. Gætum fengið eina til tvær á meðan leik stendur
Dómari: Reynir Ingi Finnsson
Maður leiksins: Guðný Geirsdóttir
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
4. Caeley Michael Lordemann
7. Þóra Björg Stefánsdóttir
8. Chloe Hennigan
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('46)
11. Helena Hekla Hlynsdóttir
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova
18. Haley Marie Thomas (f)
24. Helena Jónsdóttir

Varamenn:
12. Valentina Bonaiuto Quinones (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir
6. Thelma Sól Óðinsdóttir
9. Telusila Mataaho Vunipola ('46)
16. Elísa Hlynsdóttir
23. Embla Harðardóttir

Liðsstjórn:
Todor Plamenov Hristov (Þ)
Rakel Perla Gústafsdóttir
Mikkel Vandal Hasling
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir
Holly Taylor Oneill
Camila Lucia Pescatore
Elías Árni Jónsson

Gul spjöld:
Caeley Michael Lordemann ('59)
Olga Sevcova ('83)
Olga Sevcova ('89)
Viktorija Zaicikova ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með sigri ÍBV 1-0!!
95. mín
Hornspyrna Kef en enn og aftur bolti úr teig
94. mín Gult spjald: Viktorija Zaicikova (ÍBV)
92. mín
Klavík brotlegar í teig og ekkert verður úr
91. mín
Horn hjá Keflavík
90. mín
5 mín bætt við
89. mín Gult spjald: Olga Sevcova (ÍBV)
Gult á Todor fyrir kjaft
86. mín
Inn:Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík) Út:Margrét Lea Gísladóttir (Keflavík)
85. mín
KEF fær hornspyrnu og voru nálægt því að skora á fjær
83. mín Gult spjald: Olga Sevcova (ÍBV)
Fyrir stæla
80. mín
10 mín eftir í afar jöfnum leik
77. mín
Annað horn hjá KEF en Guðný ver fantavel eftir skalla Keflvíkinga
76. mín
ÍBV kemur boltanum í burtu
75. mín
Keflavík fær hornspyrnu
74. mín
Melanie með skot fyrir utan teig en beint á Guðnýju sem er örugg
70. mín
Inn:Alma Rós Magnúsdóttir (Keflavík) Út:Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
68. mín
Keflavík fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig
65. mín
Hræðileg aukaspyrna hjá Melanie langt framhjá/yfir
62. mín
Inn:Sandra Voitane (Keflavík) Út:Þórhildur Ólafsdóttir (Keflavík)
62. mín MARK!
Þóra Björg Stefánsdóttir (ÍBV)
Stoðsending: Telusila Mataaho Vunipola
Þóra komst ein í gegn, ék og markvörðinn laglega og renndi honum inn.
61. mín
Gott færi KEF inn í teig eftir mistök Sísí Láru en Margrét Lea setti hann yfir
59. mín Gult spjald: Caeley Michael Lordemann (ÍBV)
Aftur brot á miðjum
58. mín Gult spjald: Þórhildur Ólafsdóttir (Keflavík)
Brot á miðjum velli
46. mín
Nýr leikmaður ÍBV komin inn á. Verður spennandi að sjá hvað hún gerir
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
46. mín
Inn:Telusila Mataaho Vunipola (ÍBV) Út:Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
ÍBV gerir breytingu á sínu lið í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið. Frekar jafn leikur en ÍBV fékk lang besta færið þegar Þóra fékk skallafæri á fjær en Vera varði vel
45. mín
1 mínúta í uppbót
42. mín
Þóra með kjörið tækifæri að koma Olgu í gegn en of lengi að gera hlutina og sendir aftur fyrir Olgu sem var í góðu hlaupi. Gott skyndisóknatækifæri
42. mín
Mikið um að verra í vítateig ÍBV eftir hornið en ÍBV kemur bolta í burtu
41. mín
Keflavík fær hornspyrnu
35. mín
Lítið að gera hjá Kristínu, Olgu og Þóru þessa stundina. Þrjá fremstu sem sagt
34. mín
Nokkur pressa frá Keflavík þessa stundina og ÍBV í baslinu aftur að koma sér ofar.
26. mín
Þórhildur með fanta tæklingu á frænku sinni Kristínu og stúkan heimtar gult. Ekkert gult í þetta skiptið
23. mín
Mikið fram og til baka þessa stundina
13. mín
Madison með skot frá vitateig en Guðný ver vel, reyndar beint á hana en fast var það. Fólk hér í Eyjum bindur vonir við að Guðný eigi jafn góðan leik og síðast. Byrjar vel.
12. mín
KEF fær hornspyrnu
11. mín
Rigningin mætt
9. mín
Ekkert verður úr horninu
8. mín
Dauðafæri hjá Þóru fyrir ÍBV en Vera ver með handboltakrossvörslu og boltinn í horn!
7. mín
ÍBV stelpur byrja ekki vel og eiga erfitt með að koma boltanum á vallarhelminn KEF
2. mín
Gott færi hjá Kef en skalli beint á mark. Þær fá samt hornspyrnu og hefðu átt að fá aðra í kjölfarið en einhverra hluta vegna dæmdi dómarinn markspyrnu
1. mín
Allir Eyjamenn ánægðir að sjá Sísi komna heim
1. mín
Leikur hafinn
Leikur hafinn og Keflavík byrja með boltann
Fyrir leik
Ameera mætir sínum gömlu félögum. Keflavík gerði 1 - 1 jafntefli heima við FH í síðasta leik og frá þeim leik gerir Jonathan Glenn eina breytingu. Ameera Abdella Hussen kemur inn fyrir Söndru Voitane. Ameera sem er sóknarsinnaður miðjumaður lék með ÍBV í fyrra en gekk í raðir Keflavíkur 10. ágúst. Hún kom inná sem varamaður gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Sísí Lára byrjar! ÍBV gerði 1 - 1 jafntefli við Þrótt um helgina. Jonathan Glenn gerir tvær breytingar á liðinu frá þeim leik. Sigríður Lára Garðarsdóttir fékk leikheimild með ÍBV í vikunni og fer beint í byrjunarliðið hjá þeim. Helena Hekla Hlynsdóttir kemur einnig inn í liðið en þær Selma Björt Sigursveinsdóttir og Holly Taylor O'Neill fara út. Telusila Mataaho Vunipola sem fékk leikheimild í dag er á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Glenn snýr aftur til eyja Jonathan Glenn stýrði ÍBV í fyrra en var rekinn í október. Hann tók svo við Keflavík í sama mánuði og snýr því til baka til eyja í sínum fyrsta leik þar síðan hann starfaði þar í fyrra.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spáin Bikarmeistarinn Nadía Atladóttir spáir í umferðina fyrir Fótbolta.net. Hún á von á heimasigri.

ÍBV 3 - 1 Keflavik
ÍBV tekur þennan leik, Keflavík ekki búnar að vinna síðan í júni og halda því, því miður áfram. Þetta er leikurinn hennar Kristínar Ernu og hún setur tvö. 3-1.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Reynir Ingi Finnsson er dómari leiksins í dag.

Hann er með þá Helga Edvard Gunnarsson og Abdelmajid Zaidy sér til aðstoðar á línunum.

Patryk Emanuel Jurczak er skiltadómari en KSÍ sendir engan eftirlitsmann til að fylgjast með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrri leikurinn Liðin mættust í fyrri umferðinni 6. júní síðastliðinn á HS Orku-vellinum í Keflavík.

71 áhorfendur sáu þá liðin gera markalaust jafntefli.

Keflavík 0 - 0 ÍBV
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Staðan Leikurinn í dag er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið í botnbaráttu Bestu-deildarinnar.

Keflavík er í fallsæti, næst neðsta sæti með 14 stig en með jafnmörg stig og ÍBV sem er í sætinu fyrir ofan.

Það er því ljóst að tapliðið í dag mun enda daginn í fallsæti.

Neðri hlutinn
7. Tindastóll - 15 stig (-17)
8. ÍBV - 14 stig (-11)
9. Keflavík - 14 stig (-13)
10. Selfoss - 11 stig (-19)
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í eyjum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign ÍBV og Keflavíkur í Bestu-deild kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
2. Madison Elise Wolfbauer
5. Margrét Lea Gísladóttir ('86)
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir ('70)
11. Kristrún Ýr Holm (f)
16. Ameera Abdella Hussen
19. Þórhildur Ólafsdóttir ('62)
21. Melanie Claire Rendeiro
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir
7. Elfa Karen Magnúsdóttir ('86)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
13. Kristrún Blöndal
13. Sandra Voitane ('62)
14. Alma Rós Magnúsdóttir ('70)

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Georg Rúnar Ögmundsson

Gul spjöld:
Þórhildur Ólafsdóttir ('58)

Rauð spjöld: