Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
Þór/KA
2
3
Valur
0-1 Lise Dissing '10
Karen María Sigurgeirsdóttir '16 1-1
Tahnai Lauren Annis '37 , sjálfsmark 1-2
1-3 Ásdís Karen Halldórsdóttir '73
Bríet Jóhannsdóttir '94 2-3
15.08.2023  -  19:15
VÍS völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Sveinn Arnarsson
Maður leiksins: Lise Dissing
Byrjunarlið:
12. Melissa Anne Lowder (m)
3. Dominique Jaylin Randle ('72)
6. Tahnai Lauren Annis
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('79)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('79)
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('92)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Angela Mary Helgadóttir ('72)
7. Amalía Árnadóttir ('79)
18. Bríet Jóhannsdóttir ('92)
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('79)

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Ágústa Kristinsdóttir
Hannes Bjarni Hannesson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Steingerður Snorradóttir
Sonja Björg Sigurðardóttir
Sigurbjörn Bjarnason

Gul spjöld:
Jakobína Hjörvarsdóttir ('28)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Fimm marka leikur og nóg um að vera lengst af á vellinum. Get ekki sagt annað en að sigur Vals sé sanngjarn en heimakonur gáfust ekki upp en fá því miður ekkert fyrir það í dag.

Skýrsla væntanleg.
94. mín MARK!
Bríet Jóhannsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Sandra María Jessen

Bríet að skora aftur. Fyrsta snerting sennilega.

Sandra María með boltann fyrir þar sem Briet mætir á fjær og klárar virkilega vel í netið.

Er innistæða fyrir dramatík?
92. mín
Inn:Bríet Jóhannsdóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
90. mín
Uppbótartími runninn upp. Verður að lágmarki fjórar mínútur.
87. mín
Hulda Ósk með skot frá vinstra vítateigshorni, reynir að setja hann á nærstöng en skotið kraftlítið og Fanney mætir og tekur boltann þægilega í fangið.
85. mín
Leikurinn hægt og rólega að fjara út. Valskonur hægja bara á og standa það sem Þór/KA býður upp á af sér. Líður vel með tveggja marka forystu og skal engan undra.
82. mín
Inn:Fanndís Friðriksdóttir (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
81. mín
Þór/KA sækir, uppskera horn
79. mín
Inn:Amalía Árnadóttir (Þór/KA) Út:Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (Þór/KA)
79. mín
Inn:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) Út:Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
78. mín
Gestirnir verið með öll völd á vellinum síðustu mínútur og fátt sem bendir til annars en að þær séu að tryggja sér toppsæti deildarinnar þangað til á morgun hið minnsta.
76. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Lise Dissing (Valur)
73. mín MARK!
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Elísa alein úti til hægri og leggur boltann fyrir markið. Ásdís Karen fyrst á boltann en Melissa ver, heimakonur koma boltanum ekki frá og Ásdís nýtir sér það og nær að moka boltanum yfir línunna af miklu harðfylgi.
72. mín
Inn:Angela Mary Helgadóttir (Þór/KA) Út:Dominique Jaylin Randle (Þór/KA)
71. mín
Amanda með stórskemmtilega tilraun eftir klafs í teignum. Setur boltann í háum boga afturfyrir sig. Kemur Melissu úr jafnvægi sem þó nær að slá boltann í slá og yfir.
69. mín
Inn:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur) Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
65. mín
Ásdís Karen með skalla að marki eftir fína sókn Vals. Melissa tekur enga sénsa og slær boltann sem að öllum líkindum var á leið framhjá í horn.
61. mín
Þór/KA með aukaspyrnu á hættulegum stað. Jakobína með skotið en nær ekki nægum krafti í það og Fanney grípur næsta auðveldlega.
59. mín
Hulda Ósk í dauðafæri
Þór/KA tætir í sig vörn Vals. Sandra María fær boltann úti til hægri og leggur boltann fyrir markið þar sem Hulda Ósk mætir en sekúndubroti of seint og nær ekki til boltans.
54. mín
Heimakonur bjarga á línu.
Arna Sif skallar boltann aftur fyrir markið eftir hornið beint á kollinn á Bryndísi sem nær fínum skalla en Thanai vel staðsett á línunni og nær að skalla boltann frá.
53. mín
Valur að herða tökin
Lise fer illa með Huldu Björg og kemur sér í fínt færi í teignum. Nær fínu skoti en Melissa gerir vel að verja í horn
52. mín
Ásdís Karen keyrir inn á teig heimakvenna frá hægri og kemst næsta auðveldlega í skotstöðu. Skotið heldur slakt og ekki til vandræða fyrir Melissu.
51. mín
Hættuleg hornspyrna frá Ásdísi inn á teig Þórs/KA. Boltinn mjög innarlega og Melissa sér þann kost vænstan að slá boltann í annað horn.
50. mín
Bæði lið náð ágætis sóknum hér á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks. Engin hættuleg færi þó litið dagsins ljós.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Heimakonur sparka þessu af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við hér í fyrri hálfleik. Valskonur leiða hér eftir bara fínasta fyrri hálfleik.

Við komum aftur að vörmu spori.
42. mín
Sandra María fer niður í teignum í baráttu við Elísu en Sveinn ekki á því að dæma. Virtist við fyrstu sýn vera nokkuð saklaust.
37. mín SJÁLFSMARK!
Tahnai Lauren Annis (Þór/KA)
Berglind Rós prjónar sig í gegnum vörn Þór/KA og setur boltann þvert fyrir markið inn á markteig, Melissa slær boltann til hliðar inn í þéttann pakkann þar sem boltinn hrekkur af Tahnai í eigið net.
34. mín
Margrét Árnadóttir reynir skot af löngu færi, Fanney ekki í teljandi vandræðum með það.
31. mín
Amanda í færi eftir hornspyrnu en nær ekki að koma boltanum almennilega fyrir sig og ekkert verður úr.
29. mín
Sláarskot! Sandra María meö skot eftir góða skyndisókn heimakvenna. Hittir boltann vel sem því miður fer í slánna og út.

Enda á milli þessa stundina.
28. mín
Lise með hörkuskot úr teignum en Melissa með góða vörslu.
28. mín Gult spjald: Jakobína Hjörvarsdóttir (Þór/KA)
25. mín
Ásdís Karen í frábæru færi á markteigshorninu en fyrsta snertingin svíkur hana, nær þó skotinu en varnarmenn henda sér fyrir og boltinn afturfyrir. Úr horninu verður svo ekkert.
20. mín
Hættulegur bolti fyrir mark Þór/KA frá hægri sem skoppar í teignum en Lise nær ekki að setja enni eða fót í boltann sem Melissa hirðir að lokum.
16. mín MARK!
Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
Vá!
Hornspyrnan skölluð frá markinu út í D-bogann, þar er Annis við boltann en lætur hann í friði þegar Karen María mætir á ferðinni. Sú smellhittir boltann sem syngur í netinu eftir viðkomu í slánni. Fanney átti aldrei séns og markið stórglæsilegt.
16. mín
Heimakonur sækja og uppskera hornspyrnu. Þá fyrstu í leiknum.
15. mín
Baráttan á vellinum mikil, Valskonur þó heilt yfir sterkari og meira ógnandi fram á við.
10. mín MARK!
Lise Dissing (Valur)
Stoðsending: Amanda Jacobsen Andradóttir
Lise opnar markareikning sinn hjá Val Amanda snýr af sér varnarmann með frábærum snúning og finnur Lise í hlaupinu inn á teiginn. Sú danska yfirveguð í færinu og leggur boltann snyrtilega í fjærhornið fram hjá Melissu.
9. mín
Ásdís Karen með lipra takta og kemur sér inn á teig heimakvenna eftir góða sókn, finnur þar Elísu Viðarsdóttur sem nær ekki valdi á boltanum og heimakonur hreinsa frá.
5. mín
Jakobína með aukaspyrnu inn á teiginn frá hægri, Thanai Annis fyrst á boltann en skalli hennar ekki á markið.
1. mín
Vert að taka fram að því miður tókst ekki að manna leikinn á Akureyri svo í þessari lýsingu er stuðst við sjónvarpsútsendingu Stöðvar 2 sport frá leiknum.

Viðtöl munu því ekki fylgja að leik loknum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað á Akureyri. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Bikarmeistari spáir Bikarmeistarinn Nadía Atladóttir spáir í komandi umferð Bestu deildarinnar. Nadía var maður leiksins þegar Víkingur vann sögulegan sigur á Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarnum á föstudag.

ÞÓR/KA 1 - 0 Valur

Þór/ka á heimavelli er alltaf Þór/Ka á heimavelli þær taka þennan leik 1-0.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fyrri leikurinn
Liðin mættust á Origo vellinum þann 6.júní síðastliðinn. Hart var barist á vellinum og fóru leikar á endanum 1-0 fyrir Val. Leikurinn þótti heldur tíðindalítill en laglegt mark Þórdísar Elvu Ágústssdóttur skildi liðin að þegar flautað var til leiksloka.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þór/KA
Þór/KA virðist öruggt með sæti í efri hluta deildarinnar eftir skiptingu en liðið situr í 5.sæti deildarinnar með 22 stig og 7 stiga forystu á liðið sem situr í 7.sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Norðankonur eru ekki að fara að gera áhlaup á efstu tvö sæti deildarinnar úr þessu en á raunhæfan möguleika á að keppa um þriðja sæti deildarinnar.

Þær geta þó reynst örlagavaldar í deildinni og það eitt og sér ætti að duga til þess að mótivera leikmannahópinn. Engar styrkingar hafa borist liðinu í glugganum en Sandra María Jessen er komin á ferðina á ný auk þess sem Dominique Jaylin Randle og Tahnai Lauren Annis er snúnar aftur eftir þáttöku með landsliði Filippseyj á HM.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Valur
Valur á í harðri baráttu við Breiðablik um efsta sæti deildarinnar og ætlar sér ekkert annað en að verja titil sinn sem það vann í fyrra. Hópur Valskvenna hefur verið að styrkjast undanfarna daga og bárust síðast fréttir í dag að hin danska Laura Frank væri gengin til liðs við Val. Laura þessi á tvo leiki að baki fyrir danska landsliðið og lék síðast með Fortuna Hjörring í heimalandinu. Þá kallaði Valur einnig Evu Stefánsdóttur til baka úr láni frá HK þar sem hún hefur leikið í sumar.

Fyrr í glugganum hafði Valur svo fengið heilmikla styrkingu þegar landsliðskonunar Anna Björk Kristjánsdóttir, Amanda Andradóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir sömdu við félagði.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin til leiks
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Þór/KA og Vals í sexándu umferð Bestu deildar kvenna.
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('82)
9. Amanda Jacobsen Andradóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
13. Lise Dissing ('76)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('69)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
14. Rebekka Sverrisdóttir
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('69)
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('82)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('76)
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: