
Angel Gomes hefur hafnað tilboði frá West Ham, Arsenal hefur áhuga á Moise Kean, Man Utd eltist við sóknartvennu og Liverpool vill Julian Alvarez. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins sem BBC tekur saman og er samantektin í boði Powerade.
Angel Gomes (24) miðjumaður Lille hefur hafnað tilboði West Ham þó að enska félagið hafi boðið honum 100 þúsund pund í vikulaun. Gomes verður samningslaus í sumar. (Guardian)
Arsenal hefur áhuga á að fá Moise Kean (25) frá Fiorentina sem var á sínum tíma hjá Everton en þar gekk ekki vel. (Tuttomercato)
Man Utd er með tvo framherja úr þýsku deildinni á lista. Benjamin Sesko (21) hjá RB Leipzig og Hugo Ekitike (22) hjá Frankfurt. (Sky Sports)
Man Utd er einnig með Xavi Simons (21), sóknarsinnaðan miðjumann RB Leipzig, á lista sínum. (Sky Sports)
Real Betis mun ræða við Man Utd um framtíð Antony (25) sem hefur leikið vel á Spáni þar sem hann er á láni frá United. (ABC)
Bournemouth vill fá Maxim de Cuyper (24) vinstri bakvörð Club Brugge ef Milos Kerkez (21) fer en hann hefur verið orðaður við Liverpool. (Football Insider)
Atletico Madrid segir að Julian Alvarez (25) sé ekki til sölu en Liverpool hefur haft áhuga. (Mirror)
Noni Madueke (23) vængmaður Chelsea er skotmark AC Milan fyrir sumarið. (Fichajes)
Chelsea gæti selt allt að ellefu leikmenn í sumar, þar á meðal Raheem Sterling (30) og Ben Chilwell (28), til að safna fyrir nýjum framherja. (Mail)
Barcelona vill fá Lionel Messi (37) aftur í sínar raðir frá Inter Miami þegar félagið flytur aftur á Nývang árið 2026. (TNT Sports)
Raul Asencio (22) miðvörður Real Madrid mun skrifa undir nýjan langtímasamning við félagið. (Fabrizio Romano)
Real Betis er eitt af þremur félögum í La Liga sem vill fá Junior Firpo (28) frá Leeds en hann verður samningslaus í sumar. (Teamtalk)
Victor Anichebe, fyrrum leikmaður Everton, gæti verið að kaupa utandeildarfélagið Gateshead á Englandi. (Chronicle)
Real Madrid hefur áhuga á Martin Zubimendi (26) miðjumanni Real Sociedad en Arsenal hefur augastað á honum. (Mail)
Athugasemdir