Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Breiðablik
2
1
Keflavík
Ágúst Eðvald Hlynsson '30 1-0
1-1 Stefan Ljubicic '33
Ágúst Eðvald Hlynsson '66 2-1
Edon Osmani '90
20.08.2023  -  18:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Þær bara gerist ekki betri!
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Ágúst Eðvald Hlynsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('71)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('45)
18. Davíð Ingvarsson
20. Klæmint Olsen ('79)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('92)
26. Ásgeir Helgi Orrason

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('45)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
16. Dagur Örn Fjeldsted ('71)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('79)
27. Gabríel Snær Hallsson
28. Atli Þór Gunnarsson ('92)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er Sigurður búinn að flauta þennan leik af. Líklega sanngjarn sigur Blika eftir þennan seinni hálfleik.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni! Takk fyrir mig!
93. mín Gult spjald: Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
Pirringur á bekknum. Sá ekki hver það var nákvæmnlega sem fékk spjaldið
92. mín
Inn:Atli Þór Gunnarsson (Breiðablik) Út:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
Heiðursskipting!
91. mín
Að minnsta kosti 3 mínnútur í uppbótartíma.
90. mín Rautt spjald: Edon Osmani (Keflavík)
Kristófer Ingi kominn einn í gegn og Edon Osmani tekur hann bara niður sem aftasti maður. Klárt rautt!
90. mín
Maður leiksins! Ágúst Eðvald Hlynsson hefur verið valinn maður leiksins af vallarþuli Blika. Mjög auðvelt val. Tvö mörk og stanslaust að ógna.
89. mín
Damir með aukaspyrnu af löngu færi sem fer rétt yfir. Minnti mikið á markið hans gegn Shamrock. Viktor Karl rúllar boltanum aftur fyrir sig og Damir dúndrar í fyrsta.
87. mín Gult spjald: Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík)
84. mín
Muhammed tekur hornið á nær sem Viktor Örn skallar í Magnús Þór og aftur fyrir í markspyrnu.
84. mín
Keflavík að fá horn!
83. mín
Inn:Robert Hehedosh (Keflavík) Út:Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
83. mín
Inn:Ísak Daði Ívarsson (Keflavík) Út:Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
82. mín
Keflvíkingar að sækja! Dagur fær boltann einan í gegn og í stað þess að senda boltann inn á teiginn dansar hann framhjá nokkrum varnarmönnum Blika og kemur honum á Erni sem tekur skotið rétt framhjá.
79. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Klæmint Olsen (Breiðablik)
78. mín
Ég finn lykt af öðru marki. Fáum við dramtík eða bæta Blikarnir við?
76. mín
Keflvíkingar klaufar og brjóta á sér í miðjum barningi inn á teig Blika.
75. mín
Dagur tekur spyrnuna og Muhammed flikkrar boltanum lengra inn á vítateig Blika áður en Blikar ná að hreinsa út í innkast sem Gunnlaugur ætlar að kasta inn á teig Blika.
74. mín
Gunnlaugur kastar boltanum inn á teiginn. Það myndast mikill darraðardas áður en það er brotið á Erni fyrir utan vítateig Blika út við hliðarlínu.
73. mín
Þá fá Keflvíkingar innkast sem Gunlaugur ætlar að kasta inn á teig!
71. mín
Inn:Dagur Örn Fjeldsted (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
66. mín
Inn:Muhamed Alghoul (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
66. mín
Inn:Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík) Út:Nacho Heras (Keflavík)
66. mín MARK!
Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
ANNAÐ MARKIÐ HANS Í DAG! Löng sókn hjá Blikum sem endar með því að Gísli er kominn einn í gegn á móti Mathias. Sindri Þór fer í geggjaða tæklingu og fer bara í boltann. Boltinn berst þá út á Ágúst Eðvald sem var aleinn og klárar færið glæsilega.

Blikarnir komnir yfir á ný! Sanngjarnt eftir þennan seinni hálfleik.
65. mín
Litla varslan! Blikar bruna upp í sókn eftir að Keflvíkingar tapa boltanum á klaufalegum stað sem endar með því að Ágúst Eðvald rennir boltanum út á Jason sem er kominn einn á móti Mathias. Hann hittir ekki alveg boltann og hann skoppar einhvernveginn á markið en Mathias ver meistaralega í horn!
63. mín
Viktor tekur hornið sem fer yfir allan pakkann, sem var búinn að safnast saman inn á markteig Keflvíkinga, og aftur fyrir í markspyrnu.
63. mín
Davíð Ingvar með skot í fyrsta fyrir utan teig Blika sem Mathias ver í horn!
60. mín
Jason tekur hornið stutt á Viktor sem gefur boltann fyrir en Keflvíkingarnir koma boltanum frá!
60. mín
Blikar að fá hornspyrnu!
57. mín
Skot framhjá! Ágúst kemur sér í fína stöðu fyrir utan vítateig Keflvíkinga og tekur skotið sem fer rétt framhjá. Blikarnir með Keflvíkinga í köðlunum.
56. mín
Mathias ver! Damir lyftir boltanum yfir vörn Keflvíkinga á Gísla sem er kominn einn í gegn á móti Mathias sem ver mjög vel. Mathias búinn að vera mjög seigur.
54. mín
Næstum því sjálfsmark! Viktor Karl tekur stutt á Jason sem keyrir inn á teiginn. Hann sendir boltann þvert fyrir markið en þar var enginn Bliki mættur. Það var samt nóg af Keflvíkingum þar og Nacho sýndist mér fær boltann í sig. Boltinn er á leiðinni í netið áður en Mathias kastar sér í átt að boltanum og bjargar Nacho.
53. mín
Blikar að fá horn! Gunnlaugur fannar hreinsar í horn.
53. mín
Jason fær boltann fyrir utan vítatieg Keflvíkinga og keyrir í átt að vítateig Keflvíkinga. Hann rúllar boltanum í átt að Gísla sem er við d-bogann. Gísli reynir skot sem Mathias ver.
50. mín
Taktískar breytingar hjá Breiðablik? Það virðist eins og Blikarnir ætla bara að sækja upp hægri kantinn í seinni hálfleik. Þeir sóttu meira og minna upp vinstri kantinn í þeim fyrri en boltinn hefur nánast bara verið á hægri kanti Blika.
47. mín
Viktor Karl tekur spyrnuna inn á teiginn sem Gunnlaugur Fannar skallar í Damir og aftur fyrir. Markspyrna.
47. mín
Breiðablik að fá aukaspyrnu á vænlegum stað fyrir fyrirgjöf
46. mín
Leikur hafinn
Blikarnir koma þessu í gang á ný!
45. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
Hálfleiksskipting
45. mín
Hálfleikur
Allt jafnt í hálfleik! Ekkert kom úr horninu og þá flautar Sigurður til hálfleiks. Mjög skemmtilegur og áhugaverður hálfleikur. Persónulega finnst mér þetta sanngjarnar hálfleikstölur en Keflavík fengu dauðafæri í stöðunni 1-1. Svona er fótboltinn.

Tökum okkur korter!
45. mín
Breiðablik að fá horn!
45. mín
Damir með langan bolta fram völlinn á Davíð Ingvars sem rennur boltanum inn fyrir á Ágúst sem á skotið í Nacho. Blikarnir liggja á Keflavík þessa stundina!
45. mín
Að minnsta kosti tvær mínútur í uppbótartíma.
41. mín
Dagur Ingi tekur hornið en það var svo mikill snúningur á boltanum að hann var kominn aftur fyrir í loftinu.
41. mín
Keflavík að fá aðra hornspyrnu! Blikarnir hreinsa í annað horn!
40. mín
Ágúst Orri liggur niðri og þarf aðhlynningu
40. mín
Keflavík að fá horn!
39. mín
Keflavík að fá dauðafæri!!! Stefan og Oleksii með frábrt spil sem endar með því að boltinn fer að varnarmanni Blika og í hlaupaleiðina hans Oleksii. Oleksii er þá kominn einn á einn gegn Antoni en hann hittir bara ekki á markið. Með hreinum ólíkindum að staðan sé ennþá 1-1!
35. mín
Blikar að ógna! Frábær sókn hjá Blikum sem endar með því að Jason fær boltann við vítateigslínuna og rennur honum til hliðar á Gísla Eyjólfs sem tekur skotið rétt framhjá.
33. mín MARK!
Stefan Ljubicic (Keflavík)
Stoðsending: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
GESTIRNIR JAFNA!! Það er allt orðið jafnt skyndilega!

Gunnlaugur tekur langt innkast inn á teig Blika og Magnús flikkrar boltanum aftur fyrir sig. Þar er Stefan mættur og klárar. Frábær útfærsla á innkasti hjá Keflavík! Minnir mann á Ísland í gamla daga. Aron á Kára á Ragga. Núna bara Gunnlaugur á Magnús á Stefan. Samt alls ekki varnarleikur upp á marga fiska hjá Blikunum.
30. mín MARK!
Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
Stoðsending: Ásgeir Helgi Orrason
ÁGÚST AÐ BRJÓTA ÍSINN! Blikar brua upp í sókn og skora!

Frábært spil hjá Breiðablik sem endar með því að Ásgeir Helgi rennir boltanum í gegn á Ágúst Eðvald. Ágúst tekur skotið, sem á viðkomu í Gunnlaugi Fannari, sem syngur í netinu. Mathias óheppinn og ekkert sem hann gat gert í þessari stöðu.
30. mín
Keflavík að fá horn! Frábær sókn hjá Keflavík sem endar með því að Ásgeir Helgi setur boltann í horn!
29. mín
Frans og Dagur Ingi taka stutt horn og taka einn tvo en Frans var fyrir innan. Mjög klaufalegt
27. mín Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Dúndrar Gísla frekar harkalega niður
27. mín
Eins og kannski var búist við að þá eru Blikarnir að stjórna þessum leik.
21. mín
Langt innkast Gunnlaugur Fannar tekur langt innkast inn á teig Blika sem Magnús Þór flikkrar lengra inn á teiginn. Þar er samt Anton Ari mættur og grípur boltann.
20. mín
Viktor Karl tekur hornið en Mathias kýlir boltann frá
20. mín
Blikar að fá horn
19. mín
Keflavík að fá dauðafæri! Stefan Ljubicic fær boltann út við hliðarlínu og tjippar boltanum yfir varnarlínu Blika. Þar er Frans Elvar mættur og er sloppinn einn í gegn en hann lyftir boltanum yfir markið.
16. mín Gult spjald: Ernir Bjarnason (Keflavík)
Rautt?! Fer í mjög harkalega tæklingu á Jason. Jason liggur eftir og þarf aðhlynningu. Blikar uppi í stúkunni vilja rautt!
16. mín
Frábært spil hjá Jasoni og Ágústi sem endar með því að Jason gefur boltann fyrir á Ágúst sem tekur skotið rétt framhjá. Mikill léttleiki hjá Breiðablik.
9. mín
Jason tekur hornið en Keflvíkingar hreinsa
9. mín
Mathias, litla varslan! Ágúst Eðvald fær boltann í gegn og gefur hann út á Gísla Eyjólfs sem tekur skotið í fyrsta á Mathias en Mathias ver stórkostlega í horn.
8. mín
Dagur Ingi með aukaspyrnu út við hliðarlínu sem Blikar skalla frá
4. mín
Kemur ekkert úr horninu
3. mín
Jason, litlu taktarnir! Davíð Ingvars kemur boltanum á Jason sem dansar framhjá nokkrum varnarmönnum Keflavíkur áður en hann tekur skotið sem Mathias ver í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Gestirnir eiga upphafssparkið.
Fyrir leik
Stutt í þetta! Liðin ganga þá til vallar og takast í hendur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Liðin komin í hús og það helsta er kannski það að Sami Kamel er meiddur og er ekki í hóp. Sindri Snær er að taka út leikbann og Ignaciao er að byrja sinn fyrsta leik eftir meiðslin í Maí. Höskuldur er veikur og er ekki í hóp, Kristinn Steidórs er heldur ekki með og Oliver Stefáns er að taka út leikbann. Síðan eru tveir 2005 að byrja hjá Breiðablik.
Fyrir leik
Þá ganga liðin til búningsherbergja og gera sig klár í slaginn.
Fyrir leik
Byrjar Anton eða byrjar Brynjar Atli? Það hafa verið miklar umræður um það hvort að Anton eða Brynar byrji í kvöld en Óskar gaf það hálfpartinn út að Anton myndi byrja þennan leik. Þetta er kannski staðan sem fólk er að ræða hvað mest um á kaffihúsunum niðri í bæ þessa dagana. Það er markmannstaðan hjá Breiðablik. Ætli Óskar sæki sér nýjan markmann eftir þetta tímabil?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Breiðablik Það er auðvitað mjög stutt á milli leikja núna hjá Breiðablik en seinasti leikurin þeirra í deildinni var fyrir norðan gegn KA en leikurinn fór 1-1. Blikarnir urðu fyrir því óláni að fá rautt spjald í fyrri hálfleik, Oliver Stefánsson, en staðan í hálfleik var 1-1 og þeir náðu að halda stigið út.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Blikarnir horfa líklega núna á lið eins og Víking og Val, sem eru á rosalegur skriði, og hugsa líklega það að það er mjög lítill sem enginn möguleiki fyrir þá að ná þeim. Óskar hlýtur að vera með hugann við Evrópu því það er langt síðan íslenskt lið hefur verið í slíku dauðafæri um að komast í riðlakeppni evrópu. Samt finnst manni eins og umfjöllunin sé ekki þannig eins og þeir séu komnir með hálfan fótinn inn í Evrópu, þriðja sæti í deild og með magnaðan mannskap.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stemningin í Breiðablik, áhugaverð Það er mjög skrýtin stemning í kringum þetta Blikalið. Þetta er eitt besta lið landsins og eru í dauðafæri að komast í riðlakeppni evrópu fyrst allra Íslenskra liða. Samt finnst manni umfjölluninn alls ekki þannig. Það er auðvitað nýbúið að reka Óla Kristjáns úr stöðu sinni sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik. Það virtist eins og hann, stjórnin og Óskar hafi ekki alveg verið að róa í sömu átt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

RÆTT UM ÓLGU INNAN BREIÐABLIKS - „TVÆR DROTTNINGAR AÐ STÝRA ÞESSU"
Samningi Óla Kristjáns sagt upp
Fyrir leik
Keflavík kunna ekki að vinna Það þarf að fara alla leið í fyrstu umferðina til þess að finna seinasta sigur Keflvíkinga í deildinni í sumar. Eins og flestir vita þá er Siggi Raggi hættur með Keflavík en Halli Gumm er búinn að taka við liðinu tímabundið. Keflvíkingar eru 6 stigum frá öruggu sæti þegar það eru þrír leikir eftir af hefðbundnu móti. Nær Keflavík að halda sér uppi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er allaveganna ljóst að þeir eru á því máli að þeir geta það. Seinasti leikur Keflvíkinga fór 1-1 í dramtískum leik gegn Val þar sem Sami Kamel kom Keflavík yfir á 95. mínútu en Valsmenn náðu að jafna á 96. mínútu. Er hægt að súmmera tímabil Keflvíkinga betur? Held ekki. Þrátt fyrir það að þeir unnu seinast í fyrstu umferð hafa þeir verið sprækir á heimavelli gegn þessum stóru liðum og náð í jafntefli til að mynda á móti Víkingi R, Val og Stjörnunni. Það verður allaveganna ekki auðvelt fyrir þá að sækja stig í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Sú besta! Heilir og sælir ágætu lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik og Keflavík munu mætast klukkan 18:00 í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
4. Nacho Heras ('66)
5. Magnús Þór Magnússon (f)
10. Dagur Ingi Valsson ('83)
11. Stefan Ljubicic
16. Sindri Þór Guðmundsson ('83)
18. Ernir Bjarnason
19. Edon Osmani
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f) ('66)
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson ('66)
9. Gabríel Aron Sævarsson
9. Muhamed Alghoul ('66)
10. Valur Þór Hákonarson
26. Ísak Daði Ívarsson ('83)
89. Robert Hehedosh ('83)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Óskar Rúnarsson
Luka Jagacic
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Ernir Bjarnason ('16)
Sindri Þór Guðmundsson ('27)
Axel Ingi Jóhannesson ('87)
Haraldur Freyr Guðmundsson ('93)

Rauð spjöld:
Edon Osmani ('90)