Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 13. ágúst 2023 13:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir/Stöð 2 Sport 
Rætt um ólgu innan Breiðabliks - „Tvær drottningar að stýra þessu"
Ólafur Kristjánsson faðmar Óskar Hrafn. Ánægja með Íslandsmeistaratitilinn síðasta haust.
Ólafur Kristjánsson faðmar Óskar Hrafn. Ánægja með Íslandsmeistaratitilinn síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örn er að renna út á samningi.
Viktor Örn er að renna út á samningi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Ingvarsson er að renna út á samningi.
Davíð Ingvarsson er að renna út á samningi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tímabilið fíasko ef Blikar fara ekki í riðlakeppni?
Tímabilið fíasko ef Blikar fara ekki í riðlakeppni?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik ætti að vera flest stig í Bestu deildinni ef stig væru reiknuð út frá xG (vænt mörk) og xG against (vænt mörk á sig). Sú tölfræði, xG, er reiknuð út frá hversu góð liðin eru að fá og líkurnar á mörkum í hverju þeirra, tölfræðin er ekki fullkomin en gefur einhverja mynd af gangi hvers leiks fyrir sig.

Breiðablik er með 34 stig en ætti að vera með 32,9 stig samkvæmt 'Expected points'. Víkingur sem er með 47 ætti að vera 32,2 stig og Stjarnan, sem er með 25 stig, ætti að vera með 27,4 stig.

Rætt var um Breiðablik í Stúkunni á Stöð 2 Sport á miðvikudagskvöld og var það eftir tap Breiðabliks gegn KR þar sem liðið var með hærra xG í leiknum en tapaði samt.

„Þetta segir okkur að þetta hefur ekki verið arfaslakt hjá Breiðabliki. Hlutirnir sem hafa farið úrskeiðis hjá þeim, virðist vera andlegt þrot og menn eru ekki rétt stilltir," sagði Máni Pétursson.

Truflar það menn að fá ekki nýja samninga?
Hann vill ekki meina að slök varnarmennska tengist Evrópuleikjunum neitt. „Þetta er búið að vera frá því tímabilið hófst, þá byrjuðu þeir að tapa gegn HK og ÍBV. Það kom smá taktur þegar þeir byrjðu í Evrópu, en svo hefur þetta allt verið svona. Svona var þetta líka fyrir tíð Óskars hjá félaginu. Ég get ekki ímyndað mér að Óskar hugsi þetta þannig að hann sé ekki að gíra sitt lið upp í leiki."

„Maður veltir því líka fyrir sér, menn í öftustu varnarlínu að renna út á samningi og annað, hefur þetta áhrif á þá? Uppaldir Blikar að renna út á samningi og það er ekki verið að semja við þá. Maður er vanur að sjá einn lélegan leik frá Damir (Muminoic) á ári, en þetta eru búnir að vera nokkuð margir leikir hjá honum. Viktor (Örn Margeirsson) er líka búinn að vera hálf týndur."

„Niðurstaðan er sú að ef Blikarnir komast ekki riðlakeppnina, þá er þetta tímabil algjört fíaskó,"
sagði Máni.

Klippuna má sjá neðst og þar eru þeir Guðmundur Benediktsson og Atli Viðar Björnsson með athugasemdir við ummæli Mána.

En Máni hélt áfram. „Það yrði þá 3. sæti, búnir að eyða langmest af öllum í leikmannakaup og niðurstaðan engin riðlakeppni, er það fínt tímabil? Ég vona innilega að þeir fari í riðlakeppnina."

Þeir Blikar sem eru að renna út á samningi eftir tímabilið eru Viktor Örn, Davíð Ingvarsson, Andri Rafn Yeoman og Arnór Sveinn Aðalsteinsson.

Ummælin átti Máni fyrir Evrópuleikinn hjá Blikum gegn bosníska liðinu Zrijnski Mostar. Fyrri leikur liðanna fór alls ekki vel, 6-2 sigur heimamanna í Bosníu niðurstaðan og staðan erfið fyrir Blika. Ef liðið nær ekki ótrúlegri endurkomu í seinni leiknum fer liðið í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Sjá einnig:
Vill fá agaða Blika í næsta einvígi - „Þetta var örmögnun“

Ólga innan félagsins
Guðmundur Benediktsson, þáttarstjórnandi Stúkunnar, ræddi svo um ummæli þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn KR. Þar sagði Óskar að það þyrfti að tala við aðra hjá Breiðabliki varðandi leikmannamál, hann væri bara að þjálfa liðið.

„Ég hef séð þetta áður í sumar, að hann er mjög mikið að koma því að hann sé bara þjálfari liðsins og það þurfi að spyrja einhverja aðra um leikmannamál og þessháttar. Er einhver ólga innan félagsins?" velti Guðmundur fyrir sér. Þessi umræða var einnig tekin í hlaðvörpum í vikunni.

„Það getur ekki annað verið, þú ert með tvær drottningar að stýra þessu; annars vegar Ólafur Kristjánsson (yfirmaður fótboltamála) og Óskar (þjálfari). Það verða alltaf einhver átök, hversu mikil veit ég ekki. Það er fullkomlega eðlilegt, sérstaklega þarna þar sem báðir menn eru með hag Breiðabliks að markmiði. Mér finnst fullkomlega eðlilegt að Óskar - ég hef oft séð þjálfara sem passa sig að vinna innan þess fjármagns sem félagið veitir honum en eru svo reknir út af því það næst ekki árangur - ég er ánægður að Óskar sé með frekju og ætli sér að ná árangri með liðið. Það er hans hlutverk og hann á að gera það," sagði Máni. „Ég skil alveg að maðurinn vilji fá fleiri leikmenn."

Breiðablik hefur fengið Kristófer Inga Kristinsson í glugganum og þá var Eyþór Aron Wöhler kallaður til baka úr láni hjá HK fyrir helgi.

Breiðablik mætir KA á Greifavellinum á Akureyri í dag. Á fimmtudag mætir liðið svo Zrijnski á Kópavogsvelli í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn gegn KA hefst klukkan 16:00 í dag.


Útvarpsþátturinn - Beygja í Keflavík, Evrópuskellur og enski farinn í gang
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner