Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Valur
4
1
Keflavík
Ásdís Karen Halldórsdóttir '23 1-0
1-1 Anita Lind Daníelsdóttir '29 , víti
Bryndís Arna Níelsdóttir '50 2-1
Þórdís Elva Ágústsdóttir '85 3-1
Fanndís Friðriksdóttir '89 4-1
27.08.2023  -  14:00
Origo völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Sól en smá hvasst. Geggjað fótboltaveður!
Dómari: Marit Skurdal
Maður leiksins: Ásdís Karen Halldórsdóttir
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
9. Amanda Jacobsen Andradóttir ('77)
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
13. Lise Dissing ('46)
14. Rebekka Sverrisdóttir ('77)
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('53)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Laura Frank ('77)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('53)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('46)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('77)
25. Glódís María Gunnarsdóttir
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sannfærandi sigur Vals sem fara á toppinn inn í umspilið!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni! Takk fyrir mig!
91. mín
+3 í uppbót
89. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
Game over! Frábært samspil hjá Ísabellu og Ásdísi. Þær taka einn tvo rétt fyrir utan teig Vals. Þá er Ásdís komin í mjög góða stöðu inni á teig Vals og rennir honum á fjærstöngina á Fanndísi sem klárar í nánast autt markið.

Þetta hlýtur að vera komið núna hjá Val!
85. mín MARK!
Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur)
Litla markið maður!! Þórdís tekur spyrnuna stutt á Ásdísi sem tekur skotið í varnarmann. Boltinn fer þá aftur til Þórdísar sem tekur skotið í fyrsta sem fer ofarlega í hægra hornið og lítið sem Vera gat gert í þessu. Frábært skot og litla markið!

Er þetta game over fyrir Keflavík núna?
84. mín
Valur að fá aukaspyrnu á vænlegum stað fyrir skot.
81. mín
Frábær sókn hjá Val sem endar með því að boltinn berst út í teiginn á Elísu sem tekur skotið í fyrsta rétt yfir. Hún kom á fleygi ferð inn á teiginn en þetta hefði verið ekta hægri bakvarðarmark.
77. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Amanda Jacobsen Andradóttir (Valur)
77. mín
Inn:Laura Frank (Valur) Út:Rebekka Sverrisdóttir (Valur)
76. mín
Spyrnan hjá Melanie fer yfir markið og ofan á þaknetið. Léleg spyrna.
75. mín
Inn:Alma Rós Magnúsdóttir (Keflavík) Út:Margrét Lea Gísladóttir (Keflavík)
2008 módel að koma inn á!
75. mín
Keflavík að fá horn!
70. mín
Inn:Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík) Út:Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
69. mín
Sandra á tæpasta vaði! Sandra fær boltann inn á markteignum alein og missir hann aftur fyrir sig. Þá pressar Berglind hana og er hársbreidd frá því að ná boltanum af Söndru áður en hún nær að koma sér úr þessum vandræðum.

Þetta er í annað skiptið í leiknum þar sem Sandra er næstum því búin að gefa Keflavík mark. En það má alveg spurja sig afhverju hún er að byrja. Fanney búin að vera aðalmarkvörður Vals í allt sumar en Sandra bara nýlega kölluð inn og byrjar í fyrsta sinn fyrir Val í sumar núna í dag.
65. mín
Inn:Sandra Voitane (Keflavík) Út:Þórhildur Ólafsdóttir (Keflavík)
61. mín
Ásdís tekur hornið sem var fínt. Það verður til mikið klafs inni á teig Keflvíkinga en Vera nær síðan á endanum að handsama boltann.
60. mín
Valur að fá horn!
60. mín
Ekkert að frétta Fyrir utan markið hefur þetta verið ekkert eðlilega tíðindalítill seinni hálfleikur
53. mín
Inn:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur) Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Áhugavert
50. mín MARK!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Stoðsending: Amanda Jacobsen Andradóttir
ÞÆR VORU EKKI LENGI AÐ ÞESSU!!! Valskonur vinna boltann og bruna upp í sókn. Amanda fær boltan ein á auðum sjó og keyrir í átt að teignum áður en hún sendir Bryndísi í gegn. Bryndís er þá komin ein í gegn og klárar frábærlega.

Markn nr 14 hjá henni í sumar. Komin með helmingi fleiri mörk en hún sem er í öðru sæti og er búin að skora fleiri mörk en Keflavík í allt sumar!
46. mín
Leikur hafinn
Það eru gestirnir sem byrja með boltann í seinni hálfleik.
46. mín
Inn:Fanndís Friðriksdóttir (Valur) Út:Lise Dissing (Valur)
45. mín
Hálfleikur
Mögulega sanngjarnar hálfleikstölur. Markið hjá Keflavík kom auðvitað úr vítaspyrnu en Valskonur hafa verið að fá fullt af færum til þess að klára þetta.

Tökum korter, sjáumst að vormu spori.
45. mín
Melanie með rosalegasta sprett sem ég hef séð upp allan völlinn. Þrjár Valskonur í henni en hún nær skotinu á markið sem Sandra ver vel.
45. mín
2 mínútur í uppbót!
40. mín
Arna Sif með skallann yfir!
39. mín
Valur að fá horn!
37. mín
Sandra, hvað var þetta?? Lára sendir niður á Önnu en Sandra kemur og ætlar að taka hann. Þær hika báðar og Sandra missir boltann á Madison sem fer framhjá henni en tekur skotið framhjá. Illa farið með mjög gott færi en hvað var þetta hjá Önnu og Söndru??

Fannst þetta pínu skrýtið hjá Söndru að vaða út í þetta. Frekar bjóða sig og fá sendinguna frá Önnu en að búa til panik.
36. mín
Melanie tekur spyrnuna sem var fín. Keflvíkingar vinna fyrsta boltann en Valskonur koma þessu frá.
35. mín
Keflavík að fá horn!
34. mín
Melanie tekur hornið inn á teiginn. Spyrnan var mjög góð og fór beint á Caroline sem var ein á auðum sjó en stangar boltann yfir markið.
34. mín
Keflavík að fá horn!
29. mín Mark úr víti!
Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Stoðsending: Melanie Claire Rendeiro
Örugg á punktinum! Hún beið bara eftir að Sandra hreyfði sig og setti hann í hitt hornið. Alls ekki fast en það þarf ekkert alltaf.

Varnarmaðurinn búin að jafna fyrir Keflvíkinga!!
28. mín
Keflavík að fá víti!! Anna Björk tekur Melanie niður inn á teig Vals!
27. mín
Fínt færi Ásdís gerir vel á hægri kantinum og keyrir inn á teig. Þar setur hún boltann út í teig á Lise sem tekur skotið í fyrsta en beint á Veru í markinu.
25. mín
Amanda er sloppin ein í gegn á móti Veru en Vera ver verðskuldað!
23. mín MARK!
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Stoðsending: Arna Sif Ásgrímsdóttir
ÞÆR ERU KOMNAR YFIR!!! Það hlaut nú að koma að þessu.

Þetta kom gjörsamlega upp úr engu. Arna fær boltann á miðjum vellinum og bara dúndrar boltanum yfir varnarlínu Keflvíkinga. Þá er Ásdís skyndilega komin ein í gegn á móti Veru og klárar með glæsibrag!

Fannst línan hjá varnarlínu Keflvíkinga skrýtin í þessu marki. Mjög mikið ójafnvægi.
20. mín
Ég verð að gefa Keflvíkingum hrós hérna í upphafi leiks. Hafa varist frábærlega og komist öðru hvoru í ágætis stöður hér og þar. Úrslit í dag væri risastórt fyrir þær!
13. mín
Frábært spil hjá Val! Ásdís keyrir upp vinstri kantinn og Valskonur fylla teiginn. Ásdís kemur með fyrirgjöfina sem Vera slær út í teiginn aftur á Lise sem tekur skotið í fyrsta rétt yfir.
11. mín
Melanie tekur hornið meðfram jörðinni inn á teig Vals. Boltinn fer í gegnum allan pakkann og út í teig á Ameeru sem á skotið rétt yfir!
10. mín
Keflavík að fá horn!
9. mín
Dauðafæri! Kristrún, sýndist mér, fær boltann frá Anitu og ætlar að gefa til baka á markmanninn. Boltinn fer þá beint á Bryndísi sem er komin ein í gegn á móti Veru en skotið fer framhjá. Þarna verður markahæsti leikmaður deildarinnar að gera betur!
8. mín
Uppstillingarnar Valur (4-2-3-1)
Sandra
Elísa - Anna Björk - Arna - Rebekka
Berglind - Lára
Ásdís - Amanda - Lise
Bryndís

Keflavík (4-1-4-1)
Vera
Caroline - Mikaela - Anita - Kristrún
Madison
Dröfn - Margrét - Ameera - Þórhildur
Melanie
4. mín
Lítið um færi eða opnanir hér í byrjun. Valur skiljanlega meira með boltann á meðan Keflavík beita skyndisóknum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Það eru Valskonur sem byrja með boltann!
Fyrir leik
Styttist í þetta! Liðin ganga til vallar og takast í hendur.
Fyrir leik
Guðrún Karítas spáir í spilin Guðrún Karítas, leikmaður Fylkis, spáði í spilin fyrir komandi umferð í Bestu. Hún hafði þetta að segja um þennan leik:

Valur 4 - 0 Keflavík
Það verður veisla á Hlíðarenda! Valur búnar að vera taplausar síðan í júní og klára lokaumferðina fyrir umspil með 4-0 sigri. Bryndís Arna hendir í þrennu og er á góðri leið að tryggja sér gullskóinn í ár. Mín kona, Ásdís Karen hendir síðan í eina sleggju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Liðin ganga þá til búningsherbergja og gera sig klár í slaginn.
Fyrir leik
Dómaratríóið Það verður engin önnur en Marit Skurdal sem sér um að dæma leik dagsins. Honum til halds og trausts verða þær Bergrós Lilja Unudóttir og Helle Reiten. Hjalti Þór Halldórsson verður eftirlitsmaður KSÍ en varadómari dagsins verður Reynir Ingi Finnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Keflavíkingar í harðri fallbaráttu Keflvíkingar eru, eins og staðan er í dag, í fallsæti, 9. sæti, en aðeins einu stigi frá forsetisbikarssætinu, 7. sæti. Þegar haldið verður inn í umspilið er ljóst að fallbaráttan verður ótrúlega spennandi. Keflavík veðrður í harðri baráttu við Tindastól og ÍBV undir lok tímabils um að halda sér uppi og forðast þetta lausa fallsæti.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ásamt Selfossi eru Keflvíkingar með verstu sóknina í deildinni. Þær hafa skorað 10 mörk í 17 leikjum sem verður að teljast ansi dapurt. Eitthvað sem ég held að Jonathan Glenn sé alls ekki sáttur með.
Fyrir leik
Valskonur á toppnum er umspilið hefst Eins og nánast allir vita eru Valskonur á toppnum með 5 stiga forystu á Breiðablik sem eru í 2. sæti. Sem þýðir það að sama hvernig fer í dag, Valur verður á toppnum þegar umspilið byrjar. Seinustu tveir leikir hjá Val hafa báðir verið útileikir gegn Tindastól og Þór/KA. Valur vann báða þá leiki annars 3-2 og hinsvegar 3-0.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þess má einnig geta að Valur eru með markahæsta leikmann umferðarinnar, Bryndísi Örnu, sem hefur skorað 13 mörk í sumar. Það sem hefur einkennt val í sumar líka er öflugur varnarleikur en þær hafa fengið fæstu mörkin á sig í deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Seinasti leikur fyrir umspilið Verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá leik Vals og Keflavíkur í Bestu deildinni. Þetta er seinasti leikur deildarinnar áður en umspilið hefst. Keflavík eru í næst neðsta sæti, 9. sæti, á meðan Valskonur eru á toppnum fyrir þennan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
2. Madison Elise Wolfbauer
5. Margrét Lea Gísladóttir ('75)
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir ('70)
11. Kristrún Ýr Holm (f)
16. Ameera Abdella Hussen
19. Þórhildur Ólafsdóttir ('65)
21. Melanie Claire Rendeiro
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir
7. Elfa Karen Magnúsdóttir ('70)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
13. Kristrún Blöndal
13. Sandra Voitane ('65)
14. Alma Rós Magnúsdóttir ('75)
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Þorgerður Jóhannsdóttir
Amelía Rún Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Sigurður Hilmar Guðjónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: