Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Stjarnan
3
0
Keflavík
Hilmar Árni Halldórsson '21 1-0
Eggert Aron Guðmundsson '32 2-0
Emil Atlason '90 3-0
03.09.2023  -  14:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Skýjað og um 10m/s
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 489
Maður leiksins: Eggert Aron Guðmundsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Eggert Aron Guðmundsson ('81)
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson ('61)
11. Adolf Daði Birgisson ('61)
22. Emil Atlason
32. Örvar Logi Örvarsson ('76)
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('76)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
9. Daníel Laxdal
17. Andri Adolphsson ('61)
23. Joey Gibbs ('76)
30. Kjartan Már Kjartansson ('61)
35. Helgi Fróði Ingason ('81)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:
Jóhann Árni Gunnarsson ('43)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vilhjálmur Alvar flautar til leiksloka. Afar sannfærandi sigur Stjörnunnar.
Viðtöl og skýrsla innan skams.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við.
90. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Helgi Fróði Ingason
STURLAÐ MARK! Helgi Fróði með frábæran undirbúning og lyftir síðan boltanum, Emil tekur boltann á kassann og smellir honum síðan í hornið.
85. mín Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
83. mín
Viktor Andri á annað skot langt fyrir utan teig Stjörnunnar en boltinn fer beint á Árna Snæ í marki Stjörnunnar.
81. mín
Inn:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan) Út:Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
80. mín
Viktor Andri tekur skot fyrir utan teig en boltinn fer vel yfir mark heimamanna.
76. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Keflavík) Út:Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Keflavík)
76. mín
Inn:Joey Gibbs (Stjarnan) Út:Örvar Logi Örvarsson (Stjarnan)
76. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan) Út:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
75. mín
Silfurskeiðin heldur stuðinu uppi í þessum tíðindalitla seinni hálfleik.
70. mín
Inn:Robert Hehedosh (Keflavík) Út:Stefan Ljubicic (Keflavík)
67. mín
Keflvíkingar skora rangstöðumark Það kemur fyrirgjöf frá hægri og boltinn dettur fyrir Ísak Daða sem kemur boltanum í netið en Þórður Arnar er með flaggið á lofti.
64. mín
Stjarnan fær hornspyrnu, Keflvíkingar ná að hreinsa boltann frá.
64. mín
Stjarnan heldur vel í boltann en skapa lítið.
61. mín
Inn:Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík) Út:Oleksii Kovtun (Keflavík)
61. mín
Inn:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
61. mín
Inn:Andri Adolphsson (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
58. mín
Áhugaverðast sem er búið að gerast í seinni hálfleik er að það var manni vikið úr stúkunni vegna ofdrykkju, einstaklingurinn ögraði víst stuðningsmönnum Keflvíkinga og var með almenn leiðindi.
Stúkan fagnaði þegar manninum var vísað út.
53. mín
Lítið að gerast hér á upphafsmínútum seinni hálfleiks.
46. mín
Inn:Edon Osmani (Keflavík) Út:Sami Kamel (Keflavík)
Haraldur Freyr gerir tvær breytingar á liði sínu í hálfleik.
46. mín
Inn:Ísak Daði Ívarsson (Keflavík) Út:Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Stjarnan fær meðvind í seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Vilhjálmur Alvar flautar til hálfleiks, Stjarnan með öll völd á vellinum hér í þessum fyrri hálfleik.
44. mín
Eggert Aron liggur niðri en Keflvíkingar sparka boltanum ekki útaf.
Eggert stendur svo á endanum á fætur.
43. mín Gult spjald: Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
34. mín
Róbert Frosti á gott skot sem Rosenörn ver vel í marki gestanna, Stjarnan með öll völd á vellinum.
32. mín MARK!
Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Stoðsending: Jóhann Árni Gunnarsson
EGGERT ARON ÍSKALDUR Jóhann Árni á geggjaðan bolta og setur Eggert einn í gegn og Eggert var svellkaldur í slúttinu setti hann þægilega framhjá Rosenörn í marki Keflvíkinga.
Svo hleypur Eggert að Silfurskeiðinni og kyssir merkið.
26. mín
Eggert á frábæran sprett upp hægri vænginn og kemur sér í skotið en Rosenörn ver boltann út í teiginn og boltinn fer beint á Róbert Frosta sem er of lengi að koma sér í skotið og varnamaður kemst fyrir þegar hann loksins skýtur.
21. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Eggert Aron Guðmundsson
Þetta lá í loftinu! Eggert rennur boltanum á Hilmar Árna sem er á D-boganum og lætur vaða. Boltinn fer af varnarmanni og svífur yfir Rosenörn og í netið!
20. mín Gult spjald: Muhamed Alghoul (Keflavík)
20. mín
Algjör einstefna Örvar með þrumuskot sem fer þó beint á Mathias Rosenörn í marki Keflvíkinga.
18. mín
Eftir frábært sampspil Stjörnunnar gefur Róbert Frosti boltann á Adolf sem er við vítapunkt Keflvíkinga en Adolf hittir ekki boltann!
Stjörnumenn mun hættulegri aðilinn.
15. mín
Stjarnan í góðu færi! Stjarnan fær aukaspyrnu á hættulegum stað, Hilmar Árni tekur og kemur með fyrirgjöf beint á kollinn á Emil Atla sem á skalla rétt framhjá marki gestanna.
13. mín
Keflvíkingar fá sitt fyrsta horn, Sami Kamel tekur en boltinn fer yfir allan pakkann og útaf.
9. mín
Eggert Aron kominn í teiginn og ætlar að leggja hann til hliðar á Hilmar Árna en Mathias Rosenörn er vel vakandi og kemst fyrir boltann.
5. mín
Róbert Frosti á skot í teignum sem fer af varnarmanni og í hliðarnetið, Stjarnan fær þar af leiðandi fyrsta horn leiksins.
2. mín
Sindri á slæman bolta sem fer beint á Stefan Ljubicic sem lætur vaða frá miðju en boltinn fer framhjá, engin hætta.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Keflvíkingar byrja með boltann og með vindinn í bakið.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná völlinn, nú styttist í að þetta hefjist!
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn! Jökull Elísarbetarson gerir 2 breytingar á liði sínu frá síðasta leik.
Adolf Daði og Heiðar Ægisson mæta í byrjunarliðið, Adolf Daði var að taka út leikbann í síðasta leik en Heiðar Ægisson eignaðist barn líkt og Jökull Elísarbetarsson rétt fyrir leikinn.

Keflavík gerði markalaust jafntefli við Fram í síðustu umferð.
Haraldur Freyr gerir 2 breytingar á sínu liði frá þeim leik.
Þeir Sami Kamel og Sindri Þór Guðmundsson koma báðir í byrjunarlið Keflvíkinga en úr liðinu fara þeir Ísak Daði Ívarsson og Ernir Bjarnason en Ernir sleit krossband í leiknum gegn Fram.
Fyrir leik
Byrjunarliðsfréttir Stjarnan fór norður og mætti KA í síðustu umferð, leikar enduðu 2-1 fyrir KA. Jökull Elísarbetarson gerir 2 breytingar á liði sínu frá þeim leik.
Adolf Daði og Heiðar Ægisson mæta í byrjunarliðið, Adolf Daði var að taka út leikbann í síðasta leik en Heiðar Ægisson eignaðist barn líkt og Jökull Elísarbetarsson rétt fyrir leikinn.
Úr byrjunarliðinu fara þeir Daníel Laxdal og Andri Adolphsson.

Keflavík fékk Fram í heimsókn í síðustu umferð og endaði leikurinn með markalausu jafntefli.
Haraldur Freyr gerir 2 breytingar á sínu liði frá þeim leik.
Þeir Sami Kamel og Sindri Þór Guðmundsson koma báðir í byrjunarlið Keflvíkinga en úr liðinu fara þeir Ísak Daði Ívarsson og Ernir Bjarnason en Ernir sleit krossband í leiknum gegn Fram.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fyrir leik
Jökull var ekki á hliðarlínunni í síðasta leik Það vakti athygli í síðustu umferð þegar Jökull Elísabetarson var ekki á hliðarlínunni þegar Stjarnan mætti KA. Jökull var nýbúinn að eignast sitt þriðja barn og tók Björn Berg Bryde við hlutverki þjálfarans á hliðarlínunni.

„Já. Það var alltaf vitað að þetta gæti orðið einn leikur en maður vonaði að þetta myndi frekar lenda rétt eftir leik en á leikdag. Það vildi til að fæðingin átti sér stað á erfiðasta mögulega tíma, ekkert löngu fyrir hádegi á leikdegi þegar liðið er að ferðast norður. Ég verð á hliðarlínunni það sem eftir er af tímabilinu."

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Arnar Daníel spáir markaregni Arnar Daníel Aðalsteinsson, leikmaður Gróttu, er spámaður vikunnar. Arnar var hluti af U19 landsliðshópnum sem lék á Evrópumótinu á Möltu í sumar.

Stjarnan 6 - 0 Keflavík
Jökull og hans her verða með sýningu á Samsung. Big Balls Busty Magg (Eggert Aron) verður með tvö og Al Ettifaq bjóða í hann metfé eftir leikinn, sem hann neitar. Gummi Kri verður svo með Zidane snúning og chippu yfir markmaninn. Róbert frosti, Emil Atla skora báðir og svo drepur Dolli leikinn endanlega og segir svo einfaldlega “jújú, það gengur vel” í viðtali í lok leiks.

Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna Liðin mættust síðast í deildinni þann 11. júní síðastliðinn á HS Orku vellinum.

Keflavík 1-1 Stjarnan

Keflavík komst yfir með marki frá Magnúsi Þór Magnússyni eftir frábæran undirbúningn Sindra Snæ. Stjarnan jafnaði svo leikinn með marki frá Eggerti Aroni.

Liðin mættust einnig í Mjólkurbikarnum snemma sumars og vann þá Stjarnan sannfærandi 4-0 sigur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Staðan í deildinni Það fer heil umferð fram í dag en þetta er síðasti umferð í 22 leikja móti, svo mun mótið skiptast í efri og neðri hluta.
Eftir tvískiptinguna verða svo leiknar fimm umferðir þar sem liðin í efri helmingnum mætast innbyrðis á meðan liðin í þeim neðri keppa hvort gegn öðru.

Stjarnan er í harðri baráttu um Evrópusæti, efstu 4 liðin fá sæti í Evrópu en aðeins ef Víkingur R. vinnur KA í úrslitum Mjólkurbikarsins. Þrjú lið eru jöfn á stigum með 31 stig, en Stjarnan er með langbestu markatöluna af þessum liðum.

Keflavík er á botni deildarinnar og myndi sigur gefa þeim mikið í dag fyrir botnbaráttuna. Keflvíkingar eru 7 stigum frá öruggu sæti eins og staðan er í dag og er útlitið ansi svart.


Staðan
1. Víkingur - 56 stig
2. Valur - 42
3. Breiðablik - 38
4. Stjarnan - 31
5. FH - 31
6. KR - 31
7. KA - 28
8. HK - 25
9. Fylkir - 20
10. Fram - 19
11. ÍBV - 18
12. Keflavík - 12
Fyrir leik
Lokaumferð fyrir tvískiptingu! Heilir og sælir lesendur góðir og veriði hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu beint frá Samsungvellinum, þar sem Stjarnan tekur á móti Keflavík í síðustu umferð í 22 leikja móti. Eftir daginn í dag mun mótið skiptast í efri og neðri hluta.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f)
6. Sindri Snær Magnússon
9. Muhamed Alghoul
10. Dagur Ingi Valsson ('46)
11. Stefan Ljubicic ('70)
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Sami Kamel ('46)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('76)
50. Oleksii Kovtun ('61)

Varamenn:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson ('61)
7. Viktor Andri Hafþórsson ('76)
10. Valur Þór Hákonarson
19. Edon Osmani ('46)
26. Ísak Daði Ívarsson ('46)
89. Robert Hehedosh ('70)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Falur Helgi Daðason
Óskar Rúnarsson
Luka Jagacic
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Muhamed Alghoul ('20)
Sindri Þór Guðmundsson ('85)

Rauð spjöld: