Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   mið 24. desember 2025 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona horfir til Bournemouth - Einn sá eftirsóttasti til Man Utd?
Powerade
Marcos Senesi er orðaður við Barcelona og Atlético
Marcos Senesi er orðaður við Barcelona og Atlético
Mynd: EPA
Hinn 19 ára gamli Yan Diomande er á óskalista Man Utd
Hinn 19 ára gamli Yan Diomande er á óskalista Man Utd
Mynd: EPA
Barcelona er á eftir miðverði Bournemouth, Man Utd hefur áhuga á einum efnilegasta vængmanni Evrópu og Liverpool er að skoða það að fá Igor Thiago frá Brentford. Veglegur Powerade-slúðurpakki á Aðfangadegi. Gleðileg jól!

Barcelona og Atlético Madríd eru reiðubúin að berjast um Marcos Senesi (28), miðvörð Bournemouth og argentínska landsliðsins, en hann hefur tilkynnt félaginu að hann vilji fara frá félaginu næsta sumar. (Teamtalk)

Manchester United fylgist náið með Yan Diomande (19), vængmanni RB Leipzig í Þýskalandi. Fílabeinsstrendingurinn er metinn á 80 milljónir punda. (Talksport)

United hefur þá ekki enn rætt við Atlético Madrid um enska miðjumanninn Conor Callagher (25), en félagið er meðvitað um að Atlético sé til í að selja hann á 35 milljónir punda. (Mail)

Liverpool er að skoða það að fá Igor Thiago (24), framherja Brentford, en Englandsmeistararnir vilja styrkja sóknarlínuna sem er afar þunnskipuð í augnablikinu. (CaughtOffside)

Newcastle, Nottingham Forest og Crystal Palace eru öll með auga á Youri Baas (22), varnarmanni Ajax í Hollandi. (Teamtalk)

Arsenal hefur áhuga á því að fá Davide Bartesaghi (19), leikmann AC Milan og U21 árs landsliðs Ítalíu, en hann hefur heillað með Milan á tímabilinu. (La Gazzetta dello Sport)

Manchester United ætlar að fresta ákvörðun um framtíð hollenska framherjans Joshua Zirkzee (24) vegna meiðslavandræða í hópnum og fjarveru leikmanna sem eru keppa í Afríkukeppninni. Roma og West Ham eru meðal félaga sem hafa áhuga á Zirkzee. (ESPN)

Bayern München er að skoða Dylan Lawlor (19), leikmann Cardiff City, en miðvörðurinn á þrjá A-landsleiki með landsliði Wales. (Talksport)

Chelsea, Arsenal og Newcastle hafa öll áhuga á Darryl Bakola (18), miðjumanni Marseille í Frakklandi. (Footmercato)

Everton er að skoða það hvort félagið geti lánað Adam Aznou (19), vinstri bakvörð félagsins út í janúar en hann hefur ekki enn spilað leik fyrir félagið síðan hann kom frá Bayern München í sumar. (Teamtalk)
Athugasemdir
banner