Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fjölnir
1
3
ÍR
0-1 María Marín Asensio '21
0-2 Berta Sóley Sigtryggsdóttir '42
0-3 Lovísa Guðrún Einarsdóttir '79
Alda Ólafsdóttir '89 , víti 1-3
09.09.2023  -  16:30
Extra völlurinn
2. deild kvenna
Aðstæður: Sól á lofti og 10-11 gráður
Dómari: Magnús Valur Böðvarsson
Maður leiksins: María Marín Asensio (ÍR)
Byrjunarlið:
35. Katelyn Kellogg (m)
4. Freyja Aradóttir ('45)
5. Hrafnhildur Árnadóttir
8. Tinna Sól Þórsdóttir
9. Emilía Sif Sævarsdóttir ('55)
15. Anna María Bergþórsdóttir ('65)
17. Alda Ólafsdóttir
28. Eva María Smáradóttir (f)
42. Harpa Sól Sigurðardóttir ('55)
44. Júlía Katrín Baldvinsdóttir
99. Freyja Dís Hreinsdóttir ('73)

Varamenn:
1. Elinóra Ýr Kristjánsdóttir (m)
3. Petra Hjartardóttir
11. Marta Björgvinsdóttir ('55)
14. Elvý Rut Búadóttir ('45)
20. María Sól Magnúsdóttir ('55)
23. Lovísa María Hermannsdóttir ('73)
29. Ester Lilja Harðardóttir ('65)

Liðsstjórn:
Þóra Kristín Bergsdóttir
Gunnar Hauksson
Kristinn Jóhann Laxdal
María Guðrún Arnardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍR vinnur hér frábæran sigur, þær eru meistarar og voru orðnar það fyrir leikinn í dag. Fjölnir á ekki lengur möguleika á því að komast upp.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
90. mín
Fjölnir fær hornspyrnu þegar lítið er eftir af uppbótartímanum. Kately fer upp en boltinn endar ofan á þaknetinu. Svolítið lýsandi fyrir leik Fjölnis í dag.
90. mín
Sex mínútur í uppbótartíma
90. mín
Inn:Þórdís Helga Ásgeirsdóttir (ÍR) Út:Suzanna Sofía Palma Rocha (ÍR)
90. mín
Inn:Sara Rós Sveinsdóttir (ÍR) Út:Erin Amy Longsden (ÍR)
90. mín
Inn:Auður Sólrún Ólafsdóttir (ÍR) Út:Linda Eshun (ÍR)
89. mín Mark úr víti!
Alda Ólafsdóttir (Fjölnir)
Fjölnir minnkar muninn Örugg á punktinum.
89. mín Gult spjald: Margrét Ósk Borgþórsdóttir (ÍR)
Fjölnir að fá víti! Margrét brýtur á Öldu.
88. mín
ÍR að undirbúa tvöfalda skiptingu en boltinn hefur ekki farið úr leik lengi.
87. mín
ÍR-ingar hefðu getað tekið því rólega þar sem þær eru komnar upp og búnar að vinna deildina, en það er þvílíkt sterkur karakter að koma hingað og vinna þennan leik.
85. mín
Þetta er að fjara út, möguleikar Fjölnis að engu orðnir.
80. mín
Inn:Þórkatla María Halldórsdóttir (ÍR) Út:Lovísa Guðrún Einarsdóttir (ÍR)
79. mín MARK!
Lovísa Guðrún Einarsdóttir (ÍR)
Stoðsending: Linda Eshun
MARK!!!! Linda með skot sem fer af varnarmanni upp í loft. Fyrirliðinn eltir boltann og klárar.

ÍR-ingar að bjóða upp á veislu hér í Grafarvoginum.
78. mín
ÍR-ingar eiginlega bara líklegri til að bæta við en Fjölnir að minnka muninn. Þetta hefur verið dapurt hjá heimakonum.
74. mín
María Marín með skot af löngu færi en það fer rétt fram hjá markinu. Hún er búin að vera ansi öflug í dag.
73. mín
Inn:Lovísa María Hermannsdóttir (Fjölnir) Út:Freyja Dís Hreinsdóttir (Fjölnir)
73. mín
Inn:Dagný Rut Imsland (ÍR) Út:Berta Sóley Sigtryggsdóttir (ÍR)
68. mín
Fjölnir blæs til sóknar og fer í þriggja manna vörn. Þær þurfa að skora og það fljótt.
65. mín
Inn:Ester Lilja Harðardóttir (Fjölnir) Út:Anna María Bergþórsdóttir (Fjölnir)
61. mín
Hættulegt! Fjölnir að tapa boltanum í öftustu línu og María Marín ætlar að setja boltann yfir Katelyn en það gengur ekki alveg. Þarna varð staðan næstum því 0-3!
60. mín
Fjölnir er að reyna hvað þær geta til að skora og koma sér aftur inn í leikinn, en það gengur illa að skapa góð færi.
57. mín
Það verður ekkert úr aukaspyrnunni annað en að Eva María fær boltann í hausinn og liggur eftir.
56. mín Gult spjald: Erin Amy Longsden (ÍR)
Annar fyrirgjafarmöguleiki.
55. mín
Inn:María Sól Magnúsdóttir (Fjölnir) Út:Emilía Sif Sævarsdóttir (Fjölnir)
55. mín
Inn:Marta Björgvinsdóttir (Fjölnir) Út:Harpa Sól Sigurðardóttir (Fjölnir)
55. mín
Alda komin í fínt færi, en rennur í skotinu og það fer vel fram hjá markinu.
54. mín
Fyrirgjöf inn á teiginn en Margrét Ósk gerir vel í að koma út og blaka boltanum í burtu.
53. mín Gult spjald: María Marín Asensio (ÍR)
Fjölnir fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
50. mín
Fer rólega af stað hér í seinni hálfleiknum.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Inn:Elvý Rut Búadóttir (Fjölnir) Út:Freyja Aradóttir (Fjölnir)
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og ÍR leiðir með tveimur mörkum. Eins og staðan er núna þá er Fjölnir að missa af baráttunni um að komast upp.
44. mín
Alda gerir vel í að vinna boltann en er ekki möguleika fram á við og þarf að senda til baka.
42. mín MARK!
Berta Sóley Sigtryggsdóttir (ÍR)
Stoðsending: Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Aftur nýtir ÍR sér mistök Fjölnis! ÍR að komast í 0-2!

Gríðarlega klaufalegur varnarleikur hjá Fjölni og Sigríður Dröfn er allt í einu komin í gegn. Hún gerir allt rétt og finnur Bertu í teignum sem klárar vel. Útlitið alls ekki gott fyrir Fjölni núna.
39. mín
Margrét Ósk heldur of róleg á boltanum og sparkar honum í innkast hátt á vellinum fyrir Fjölni. Þær taka það fljótt en ná ekki að búa til færi í kjölfarið.
35. mín
María með hættulega sendingu en Katelyn er á undan Bertu Sóley í boltann.
32. mín
Hættuleg hornspyrna hjá Fjölni en gestirnir koma boltanum frá.
29. mín
Fjölniskonur með hættulegan bolta inn á teiginn en Júlía Katrín er flögguð rangstæð.
27. mín
Linda Eshun, miðjumaður ÍR, að spila frábærlega hingað til. Yfirveguð og mjög góð á boltanum.
25. mín
Freyja Dís gerir afskaplega vel að ná frábærri fyrirgjöf en ÍR-ingar eru fyrstar í boltann.
24. mín
Júlía Katrín tekur boltann niður fyrir utan teiginn og reynir skot á lofti en það er laflaust.
21. mín MARK!
María Marín Asensio (ÍR)
Fyrsta markið!!! Það er ÍR sem tekur forystuna með ansi skrautlegu marki.

Katelyn kemur út í skógarhlaup og boltinn fellur til Maríu sem lyftir boltanum í netið af einhverjum 25-30 metrum.

Klaufalegt mark hjá Fjölni að gefa en meistararnir hafa tekið forystuna.
20. mín
Fjörugar þessar 20 mínútur og bæði lið hefðu getað verið búin að skora.
17. mín
Þarna átti ÍR að skora! Freyja tapar boltanum klaufalega á miðsvæðinu og ÍR geysist upp í sókn. Sigríður Dröfn fær sendingu inn fyrir og er komin ein á móti Katelyn. Markvörður Fjölnis ver fyrsta skotið en Sigríður Dröfn nær frákastinu og setur þá boltann yfir. Þarna hefði fyrsta mark leiksins átt að koma.
15. mín
Katelyn Kellogg, markvörður Fjölnis, vel vakandi og kemur út á móti. Hún hindrar það að ÍR fái algjört dauðafæri með því að vera fyrst í boltann.
12. mín
Darraðadans! Mikill darraðadans eftir hornspyrnu frá Fjölni en einhvern veginn nær ÍR að koma í veg fyrir að boltinn fari yfir línuna. Þarna mátti afskaplega litlu muna að þær gulu næðu forystunni.
11. mín
Fjölnir kallar eftir vítaspyrnu, sá þetta ekki alveg. Fá svo horn frá dómara leiksins.
10. mín
Mikið fram og til baka þessar fyrstu tíu mínútur.
9. mín
Stuðningsmenn ÍR láta vel í sér heyra í stúkunni.
7. mín
Linda Eshun gerir vel og kemur boltanum á Maríu Marín sem reynir skot eða fyrirgjöf úr mjög góðri stöðu en þetta er ekki góð tilraun. ÍR fær þó horn en það verður ekkert úr því.
5. mín
Gott færi! Heimakonur í góðu færi. Júlía Katrín með boltann við vítateigsbogann og reynir skot að marki en Margrét Ósk nær að verja það.
3. mín
María Marín með boltann úti vinstra megin og vinnur hornspyrnu fyrir ÍR-inga. Heimakonur eru þó ekki í neinum vandræðum með að koma boltanum frá.
2. mín
Leikmenn spila með sorgarbönd hér í dag.
1. mín
Það er ÍR sem hefur leik með boltann.
Fyrir leik
Mínútu klapp fyrir leik Mínútu klapp til heiðurs Violetu Mitul, sem spilaði með Einherja í sumar, en hún lést af slysförum fyrr í þessari viku.

Söfnunarreikningur fyrir fjölskyldu Violetu hefur verið stofnaður í nafni Einherja:

610678-0259
0178-05-000594
Ungmennafélagið Einherji
Fyrir leik
Þór Bæring er vallurþulur í Grafarvoginum, dýrari gerðin.
Fyrir leik
Liðin að ganga út á völl, förum að hefja leik hérna í Grafarvoginum.
Fyrir leik
Magnús Haukur fylgist með úr stúkunni Magnús Haukur Harðarson, aðalþjálfari Fjölnis, er í banni í dag og fylgist því með úr stúkunni. Hann verður örugglega í góðu sambandi við bekkinn sinn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Alvöru tónlistarkatalógur hér fyrir leik. Núna er verið að spila Memories með Kid Cudi og David Guetta. Mikil nostalgía.
Fyrir leik
Liðin eru komin á fullt í upphitun. Það eru um 25 mínútur í að leikurinn fari af stað.
Fyrir leik
Maggi Bö með flautuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Alda búin að skora 31 mark Fjölnir er með langmarkahæsta leikmann deildarinnar í sínu liði, Öldu Ólafsdóttur. Hún er búin að eiga ótrúlegt sumar þar sem hún hefur skorað 31 mark í 18 leikjum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fjölnir þarf sigur í dag Ef Fjölnir ætlar sér að komast upp þá þurfa þær sigur hérna í dag. Með sigri verða þær tveimur stigum á eftir ÍA, sem er í öðru sæti núna, fyrir lokaumferðina. Það er gríðarlega hörð barátta um þetta annað sæti en í þeirri baráttu eru líka Haukar, Völsungur og Einherji.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
ÍR-ingar urðu sófameistarar ÍR tryggði sér um síðustu helgi sigur í 2. deild og þar með sæti í Lengjudeildinni að ári. Þær urðu sófameistarar þegar Fjölnir tapaði fyrir Einherja á Vopnafirði.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Góðan daginn! Og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og ÍR í 2. deild kvenna. Endilega fylgið okkur í gegnum þennan áhugaverða leik sem framundan er.

Mynd: Brynjar Óli Ágústsson
Byrjunarlið:
12. Margrét Ósk Borgþórsdóttir (m)
Berta Sóley Sigtryggsdóttir ('73)
2. Sandra Dögg Bjarnadóttir (f)
3. Linda Eshun ('90)
7. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
9. Lovísa Guðrún Einarsdóttir (f) ('80)
15. Suzanna Sofía Palma Rocha ('90)
18. Erin Amy Longsden ('90)
19. Anja Ísis Brown
21. María Marín Asensio
26. Anna Bára Másdóttir

Varamenn:
1. Auður Sólrún Ólafsdóttir (m) ('90)
6. Sara Rós Sveinsdóttir ('90)
16. Dagný Rut Imsland ('73)
16. Sigrún Pálsdóttir
17. Þórdís Helga Ásgeirsdóttir ('90)

Liðsstjórn:
Ómar Atli Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Margrét Sveinsdóttir
Rósa Björk Borgþórsdóttir
Þórkatla María Halldórsdóttir
Ástrós Lind Þórðardóttir

Gul spjöld:
María Marín Asensio ('53)
Erin Amy Longsden ('56)
Margrét Ósk Borgþórsdóttir ('89)

Rauð spjöld: