Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Vestri
2
1
Þróttur R.
0-1 Steven Lennon '48
Mikkel Jakobsen '50 1-1
2-1 Baldur Hannes Stefánsson '75 , sjálfsmark
09.09.2023  -  14:00
Olísvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Þurrt, 7 gr. 7 m/sek
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 100
Maður leiksins: Benedikt Warén
Byrjunarlið:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
3. Elvar Baldvinsson ('90)
4. Fatai Gbadamosi
6. Ibrahima Balde ('68)
9. Iker Hernandez Ezquerro ('79)
10. Tarik Ibrahimagic
11. Benedikt V. Warén ('90)
22. Elmar Atli Garðarsson (f) ('79)
40. Gustav Kjeldsen
80. Mikkel Jakobsen

Varamenn:
12. Rafael Broetto (m)
7. Vladimir Tufegdzic ('79)
14. Deniz Yaldir
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('90)
16. Ívar Breki Helgason ('90)
17. Guðmundur Páll Einarsson ('79)
23. Silas Songani ('68)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Brenton Muhammad
Tómas Emil Guðmundsson
Grímur Andri Magnússon
Þorsteinn Goði Einarsson
Ásgeir Hólm Agnarsson

Gul spjöld:
Ibrahima Balde ('18)
Elmar Atli Garðarsson ('66)
Morten Ohlsen Hansen ('86)
Vladimir Tufegdzic ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vestri tekur stigin hér í dag!
95. mín
Ágúst með boltann á vinstri kanti, inn í teig en setur hann í hliðarnetið á nær.
92. mín
Steven Lennon sér að Marvin er framarlega og á skot langt utan af velli en það fer framhjá. Ég er ekki með besta sjónarhornið á þetta en virkar ekki langt frá!
91. mín
Dauðafæri! Silas einn gegn Óskari sem ver vel.
90. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Tefur framkvæmd leiksins.
90. mín
Inn:Ívar Breki Helgason (Vestri) Út:Elvar Baldvinsson (Vestri)
90. mín
Inn:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri) Út:Benedikt V. Warén (Vestri)
89. mín
Inn:Kári Kristjánsson (Þróttur R.) Út:Jorgen Pettersen (Þróttur R.)
87. mín
Þróttarar fá horn. Þessi var hættuleg. Svifur á fjær þar sem gestirnir setja hann í hliðarnetið.
86. mín Gult spjald: Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
Leiktöf.
84. mín
Inn:Kostiantyn Pikul (Þróttur R.) Út:Hlynur Þórhallsson (Þróttur R.)
83. mín
Frábær vörn hjá Guðmundi Páli er Ágúst er við það að komast í fínt færi. Horn. Tufa skallar frá.
81. mín
Tufa vinnur horn strax. Lennon hreinsar í burtu.
79. mín
Inn:Vladimir Tufegdzic (Vestri) Út:Iker Hernandez Ezquerro (Vestri)
79. mín
Inn:Guðmundur Páll Einarsson (Vestri) Út:Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
75. mín SJÁLFSMARK!
Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.)
Benedikt Waren með flotta utanfótarsendingu eftir jörðinni fyrir markið og Baldur óheppinn, rennir sér á boltann og setur hann í eigið net.
73. mín
Benedikt vinnur horn. Gustav dæmdur brotlegur í horninu.
71. mín
Þróttarar fara í 4-4-2 með Lennon og Hinrik fremsta.
71. mín
Inn:Ágúst Karel Magnússon (Þróttur R.) Út:Njörður Þórhallsson (Þróttur R.)
71. mín
Inn:Izaro Abella Sanchez (Þróttur R.) Út:Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.)
68. mín
Inn:Silas Songani (Vestri) Út:Ibrahima Balde (Vestri)
Mikkel verður fremstur á miðju og Silas út á hægri.
67. mín
Hewson reynir skot en beint í vegginn. Njörður með frákastið en skóflar honum langt yfir.
66. mín Gult spjald: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Missir manninn framhjá sér og tekur hann niður. Fínn séns á að skapa eitthvað úr þessari aukaspyrnu.
65. mín
Gríðarlega ve spilað hjá Vestra, einnar snertingar fótbolti sem endar með skoti Balde fyrir utan, en langt yfir.
63. mín
Fínn séns hjá Þrótti. Hinrik fær boltann inn í teig en nær ekki að finna samherja. Svo kemur sending á fjær þar sem Hinrik teygir sig í boltann en setur hann í hliðarnetið úr þröngri stöðu. Menn eru að renna mikið á vellinum núna.
62. mín
Engin færi komið eftir markið. Völlurinn orðinn ansi illa farinn.
58. mín
Alvöru tæklingar að koma hérna. Eru að hitta í boltann en þessi leikur virðist líkegur til að sjóða upp úr.
57. mín
Elvar liggur hér eftir. Hlynur tæklaði boltann en virðist hafa náð vel í manninn líka. Helgi dæmir innkast og Elvar stendur upp.
50. mín MARK!
Mikkel Jakobsen (Vestri)
Stoðsending: Benedikt V. Warén
Benedikt vinnur boltann inn í vítateig Þróttara og leggur hann út í teig á Jakobsen sem setur hann snyrtilega í fjær. Heimamenn ekki lengi að jafna!
50. mín
Balde í hörkufæri eftir fyrirgjöf Jakobsen en hittir hann ekki.
48. mín MARK!
Steven Lennon (Þróttur R.)
Stoðsending: Baldur Hannes Stefánsson
Horn Hewson skallað af Baldri í átt að marki og Steven framlengir hann í netið. Gríðarlega mikilvægt mark fyrir Þróttara!
47. mín
Hinrik vinnur horn.
46. mín
Hinrik og Steven hafa skipt um kant. Steven núna á vinstri. Guðmundur fremstur áfram.
46. mín
Vestri hefja hér leik. Leika gegn ágætis golu í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Hnífjafnt hér í hálfleik.
41. mín
Dauðafæri Besta færi leiksins. Hinrik setur hann í fjær og Marvin ver vel til hliðar en Lennon í þröngu en samt opnu færi setur hann í hliðarnetið! Þarna átti Steven að skora.
40. mín
Nú fara Vestri í skyndisókn og Balde með sendingu fyrir en enginn nær til boltans.
39. mín
Lennon nálægt því, rennir sér í boltann eftir skarpa skyndisókn og Gustaf tæklar hann í horn. Ekker verður úr horninu.
37. mín
Vestri fá horn.

Gustav fær hann á fjær en Þróttarar ná að bjarga.
35. mín
Warén! Benedikt stútfullur af sjálfstrausti, snýr varnarmann Þróttar út og suður og skot hans á nær vel varið af Óskari.
34. mín
Að skána hjá Þrótturum. Hafa tvisvar komist í ágætisstöður en vantað upp á síðustu sendinguna.
31. mín
Elmar með sendingu yfir vörn Þróttara, Mikkel tekur hann með sér að endalínu en sending hans lendir á þaknetinu.
29. mín
Næstum því! Benedikt með frábæran bolta yfir vörnina og fyrsta snerting Mikkel tekur hann of nálægt Óskari sem gerir vel að ná boltanum á undan.
27. mín
Góð vörn hjá Þrótturum. Balde að snúa með boltann við vítapunktinn en þeir komast fyrir skotið.
26. mín
Mikkel með lága sendingu út í teig og Benedikt á skot í varnarmann. Vestri mikið með boltann.
23. mín Gult spjald: Sam Hewson (Þróttur R.)
Fór vasklega í Ibrahimagic. Verðskuldað. Frekar harður leikur hingað til.
22. mín
Vestri fá horn.

Aftur beint í opna arma Óskars.
18. mín Gult spjald: Ibrahima Balde (Vestri)
Virðist hafa stigið á Sergio þegar Þróttarinn renndi sér í boltann.
17. mín
Howson leggur boltann út á Eirík sem á skot við vítateiginn en Vestra menn renna sér fyrir.
16. mín
Ibrahimagic fær boltann í góðri fyrirgjafarstöðu en slæsar hann beint í fang Óskars.
14. mín
Mikkel með skot fyrir utan en Iker samherja sinn og þetta rúllar vel framhjá.
13. mín
Lennon með sendingu fyrir en of hátt fyrir framherja Þróttar.
11. mín
Benedikt Warén er stórhættulegur! Fær hann á kantinn, leikur inn völlinn og á skot í fjær Óskar ver vel í horn.

Hornspyrna Jakobsen kýld burtu af Óskari.
7. mín
Warén Vel spilað hjá Vestra, spila frá hægri til vinstri þar sem Benedikt er í fínni stöðu. Lyftir honum á fjærstöngina en rétt framhjá.
4. mín
Fínt spil hjá Vestra sem halda boltanum vel í upphafi leiks. Mikkel með sendingu fyrir af hægri kanti en Þróttarar ná að skalla frá.
1. mín
Leikur hafinn
Leikar hafnir!
Fyrir leik
Liðin komin út Liðin hafa gengið inn á völlinn. Það gekk vel.
Fyrir leik
Veðrið Hann er kaldur. Þurrt en væntanlega þungur völlur eftir rigningu gærdagsins. Ágætis gola inn fjörðinn þannig að annað liðið fær vind í bakið.
Fyrir leik
Liðin eru komin Byrjunarliðin komin á hreint. Fatai og Mikkel koma inn í liðið hjá Vestra. Tufegdzic missti af síðasta leik og er á bekknum í dag ásamt Silas sem er hvíldur.

Þróttarar eru með baneitraða Hinrik og Steven Lennon saman frammi.
Fyrir leik
Allt á Youtube
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Fyrri leikir Vestri sótti öll þrjú stigin í Laugardalinn í júlímánuði. Aron Snær Ingason kom Þrótturum yfir en Nacho Gil og Vladimir Tufegdzic snéru leiknum. Lokatölur 1-2.

Þar áður mættust þau sumarið 2021 þar sem Vestramenn unnu heimaleikinn 2-1. Þeir unnu einnig leikinn í Laugardalnum 1-3. Það þarf því að fara aftur til ársins 2020 til að finna sigur Þróttara. En þeir unnu heimaleikinn 2-1 það árið.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarinn Dómarinn í dag er Helgi Mikael Jónasson. Hann verður þrítugur í næsta mánuði. Heldur væntanlega upp á það með miklu pompi og með dass af prakt.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Hinrik Vestramenn þurfa að hafa góðar gætur á Hinrik Harðarsyni framherja til þess að vinna þennan leik. Hann er kominn á nýtt level og verður væntanlega í Bestu deildinni næsta sumar. Skoraði þrennu og fiskaði víti í síðasta leik.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Waren Benedikt Waren hefur verið afskaplega góður undanfarið hjá Vestra. Ætli Þróttarar að næla í eitthvað úr þessum leik verða þeir að stöðva hann. 2 mörk og 2 stoðsendingar í síðasta leik gegn lánlausum Ægismönnum.

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Þróttur Þróttarar eru í þessari æsispennandi fallbaráttu, eitt fjögurra liða frá 8. til 11.sætis sem eru með 23 stig. Það er því lífsnauðsynlegt fyrir þá að fá eitthvað út úr þessum leik.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Vestri Vestri eru komnir í úrslitakeppnina og eru nú að keppa um hvort þeir lenda í þriðja, fjórða eða fimmta sæti. Hafa einungis tapað 1 leik af síðustu 11 og hafa fengið á sig fæst mörk í deildinni. Mikilvægt fyrir þá að halda þessum dampi inn í úrslitakeppnina.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá leik Vestra og Þróttar.

Mynd: Brynjar Óli Ágústsson

Byrjunarlið:
25. Óskar Sigþórsson (m)
Baldur Hannes Stefánsson
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
4. Njörður Þórhallsson ('71)
5. Jorgen Pettersen ('89)
6. Sam Hewson (f)
7. Steven Lennon
9. Hinrik Harðarson
10. Guðmundur Axel Hilmarsson ('71)
15. Sergio Francisco Oulu
25. Hlynur Þórhallsson ('84)

Varamenn:
12. Hilmar Örn Pétursson (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson
11. Ágúst Karel Magnússon ('71)
14. Birkir Björnsson
17. Izaro Abella Sanchez ('71)
22. Kári Kristjánsson ('89)
33. Kostiantyn Pikul ('84)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Angelos Barmpas
Marek Golembowski
Ben Chapman
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:
Sam Hewson ('23)

Rauð spjöld: