

Bloomfield leikvangurinn
Sambandsdeildin
Aðstæður: 27 gráður og völlurinn frábær
Dómari: Vitalijs Spasjonnikovs (Lettland)
('88)
('78)
('65)
('65)
('65)
('88)
('65)
('78)
Zorya og Gent gerðu 1-1 jafntefli í hinum leik riðilsins.
Líklega vanmetnustu kaup ársins. Hvað hefði gerst ef Blikar hefðu sott Klæmint 2015 þegar ég benti þeim á hann. #fotboltinet
— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) September 21, 2023
MARK!Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
ÁHUGAVERÐ STAÐA!
Mér finnst pínu töff að það sé Færeyingur sem skora fyrsta mark Íslenskt fótboltaliðs í riðlakeppni. Þeir eru að rúlla yfir okkur, gott með þá #fotboltinet
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) September 21, 2023
Athygli hefur vakið að Anton Logi Lúðvíksson er að spila sem hægri bakvörður. Albert talar um að Anton hafi verið í brasi og gæti trúað því að hann verði tekinn af velli. Þetta upplegg Óskars Hrafns sé að klikka og hann þurfi að bregðast við því.
Klæmint Olsen að skrá sig í sögubækurnar!!!!
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) September 21, 2023
Fyrsta mark hjá íslensku karlaliði í riðlakeppni í Evrópu??????????
Marktilraunir: 9-6
Hornspyrnur: 2-1
Rangstöður: 2-0
Sendingar: 244-171
Gult spjald: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Þetta var virkilega vel spilað Breiðablik, gott að ná inn einu marki amk. #fotboltinet
— Matti Matt. Hann/Him (@mattimatt) September 21, 2023
MARK!Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
Getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju Anton Logi er í hægri bak???#Fotboltinet
— Stefán Bjarki???????? (@StefanBjarki6) September 21, 2023
MARK!Stoðsending: Dor Peretz
Dor Peretz gegn þremur Blikum nær að renna boltanum á Dan Biton sem er einn og yfirgefinn í teignum og skorar.
MARK!Stoðsending: Joris van Overeem
Brekka fyrir Blika.
Vit?lijs Spasjo??ikovs dómari er búinn að flauta til leiks í fyrsta leik Blika í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu 2023/2024. pic.twitter.com/ZdBL28l2qe
— Blikar.is (@blikar_is) September 21, 2023
Yvann Macon ????
— UEFA Europa Conference League (@europacnfleague) September 21, 2023
Sensational finish to give @MaccabiTLVFC the lead!#UECL
Þetta mark hjá honum var svakalegt! Hann gerir þetta ekki aftur á lífsleiðinni.
MARK!Stoðsending: Enric Saborit
Fyrsta marktilraun heimamanna endar með marki.

Breiðablik þarf að hafa góðar gætur á Eran Zahavi sem er helsti markaskorari Maccabi liðsins. Þessi 36 ára sóknarleikmaður er feikilega vinsæll í Ísrael enda markahæsti leikmaður landsins frá upphafi, með 33 mörk í 70 leikjum. Landsliðsskórnir eru farnir á hilluna en hann er svo sannarlega ekki hættur að skora og er með 22 mörk í 34 leikjum síðan hann kom aftur í raðir Maccabi frá PSV Eindhoven í Hollandi.
Alvöru markaskorari!
Ágætis stemning hér í Tel Aviv og liðin enn að hita upp pic.twitter.com/pKa47ueHJ0
— Aron Guðmundsson (@ronnigudmunds) September 21, 2023
19:00 Maccabi Tel Aviv - Breiðablik
fimmtudagur 5. október
16:45 Breiðablik - Zorya Luhansk
fimmtudagur 26. október
16:45 Gent - Breiðablik
fimmtudagur 9. nóvember
20:00 Breiðablik - Gent
fimmtudagur 30. nóvember
20:00 Breiðablik - Maccabi Tel Aviv
fimmtudagur 14. desember
20:00 Zorya Luhansk - Breiðablik
Heimaleikir Breiðabliks verða spilaðir á Laugardalsvelli.
Byrjunarliðið hjá Blikum gegn Maccabi Tel Aviv????#eittfyrirklúbbinn pic.twitter.com/5IE4Ch65Py
— Blikar.is (@blikar_is) September 21, 2023
@damirmuminovic var spurður út í sóknarmenn Maccabi Tel Aviv FC og tilfinninguna að ná því að vera fyrsta íslenska karlaliðið sem kemst í riðlakeppninni í Evrópu? pic.twitter.com/2nfNOLVzEs
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) September 21, 2023
@gislieyjolfs11 í viðtali fyrir leik kvöldsins, við spurðum hann út í hans upplifun af Tel Aviv og hvernig honum líður með að mæta á Bloomfield stadium í kvöld? pic.twitter.com/8gk0KXLQyU
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) September 21, 2023
Morgunganga á leikdegi í Tel Aviv, það er heitt ?????? pic.twitter.com/KpnKTW4Xsp
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) September 21, 2023

„Það eru ekki mörg lið sem fá tækifæri til að skrifa söguna á þennan hátt og gera eitthvað sem hefur aldrei verið afrekað áður. Að ryðja brautina og vera hluti af hóp sem afrekar þetta í fyrsta sinn í sögu íslensks fótbolta er ótrúlega verðmætt. Þetta verður örugglega frábær saga til að segja barnabörnunum," segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur: Verður örugglega frábær saga til að segja barnabörnunum

„Aðstæður eru mjög góðar, við erum á frábæru hóteli, 30 gráður, sól og ótrúlega næs," sagði Oliver Sigurjónsson við Fótbolta.net.
Leikurinn fer fram klukkan tíu, 22:00, á ísraelskum tíma. Er það eitthvað truflandi?
„Nei, það var mjög vel gert hjá þjálfurunum að leggja þetta þannig upp að við breytum ekki út frá íslenskum tíma á meðan við erum hér. Við erum ekkert búnir að snúa klukkunni, tókum af sjálfkrafa tímastillingu á símunum og erum bara á íslenskum tíma."
„Þannig þetta verður bara leikur klukkan 19:00 fyrir okkur. Við borðuðum morgunmat klukkan 12 á staðartíma sem er bara klukkan 9 heima. Ég held að það sé sniðug nálgun. Að spila klukkan 22 er ótrúlega skrítið en við erum í rauninni að spila klukkan 19."
Fóru vel yfir málin eftir síðasta leik
Hvernig er stemningin í hópnum að fara inn í þennan leik? Breiðablik er að prófa eitthvað alveg nýtt og spennandi en liðið fer inn í þennan leik eftir tvö töp í röð í Bestu deildinni. Er hægt að ýta því alveg til hliðar?
„Við leikmenn og þjálfarar spjölluðum vel saman eftir síðasta leik og það er ekkert mál að snúa sér að einhverju öðru verkefni núna. Eins og gefur að skilja þá fer maður í alla leiki til að ná góðri frammistöðu og vinna. Það er eitthvað sem við munum 100% reyna gera í leiknum."
Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild sinni

„Við ætlum okkur að gera eins vel og nokkur kostur er. Við þurfum að mæta öflugir, hugrakkir og með kassann úti. Við megum alls ekki vera litlir í okkur. Við þurfum að finna þennan sameiginlega streng sem er ástæðan fyrir því að við séum í þessu," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks við Fótbolta.net um þennan leik.
Blikum hefur gengið illa í deildinni heima fyrir en Óskar vonast til þess að liðið sýni aðra hlið á sér í leiknum í kvöld.

Stjóri Maccabi Tel Aviv er kunnur kappi, Robbie Keane sem raðaði inn mörkum fyrir Tottenham og írska landsliðið á sínum tíma. Hann kom víða við á sínum ferli og lék meðal annars fyrir Inter, Leeds og Liverpool.
Sjá einnig:
Ekkert vanmat hjá Robbie Keane: Vitum að Blikar verða erfiðir

Íslenski sóknarmaðurinn lék með Maccabi 2016–2018 og skoraði 32 mörk í 63 leikjum.

Leikið er á Bloomfield leikvangnum sem tekur tæplega 30 þúsund áhorfendur. Það verður um 27 gráðu hiti þegar flautað verður til leiks.
Nafn klúbbsins og gildi þess tekur mið af sögur Ísraels. Klúbburinn er nefndur eftir Maccabis, fornum uppreisnarher gyðinga, sem varð tákn um tilvistarbaráttu gyðinga í meira en 2000 ár. Maccabi andinn byggir á gildum um ágæti, tryggð og vilja til að ná árangri.
Maccabi Tel Aviv hefur unnið fleiri titla en nokkurt annað ísraelskt félag, unnið 24 deildarmeistaratitla (18 eftir sjálfstæði Ísraels), 24 bikarmeistaratitla (18 eftir sjálfstæði Ísraels), tvo asíska félagsbikara og sjö Toto bikara.
Maccabi Tel Aviv fjárfestir mikið í þróun og ræktun ungs knattspyrnufólks. Unglingadeild félagsins starfrækir fótboltaakademíur á þremur stöðum á Tel Aviv svæðinu og vinnur með yfir 750 börnum á aldrinum 5-17 ára. Þá rekur félagið 19 unglingalið með 400 leikmönnum á aldrinum 8 til 19 ára. Þessi lið spila bæði á Tel Aviv svæðinu og á landsvísu.
Sjá upphitun blikar.is
('71)
('79)
('79)
('65)
('71)
('79)
('65)
('79)


