Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fylkir
2
4
KA
0-1 Harley Willard '6
Pétur Bjarnason '16 1-1
1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson '32
1-3 Harley Willard '55
1-4 Sveinn Margeir Hauksson '86
Þóroddur Víkingsson '93 2-4
24.09.2023  -  17:00
Würth völlurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 357
Maður leiksins: Harley Willard (KA)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Pétur Bjarnason
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('54)
16. Emil Ásmundsson ('61)
17. Birkir Eyþórsson ('61)
18. Nikulás Val Gunnarsson ('67)
20. Sveinn Gísli Þorkelsson
24. Elís Rafn Björnsson
27. Arnór Breki Ásþórsson

Varamenn:
12. Jón Ívan Rivine (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
3. Unnar Steinn Ingvarsson
4. Arnór Gauti Jónsson ('67)
6. Frosti Brynjólfsson ('61)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('61)
25. Þóroddur Víkingsson ('54)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Michael John Kingdon
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Sveinn Gísli Þorkelsson ('43)
Pétur Bjarnason ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta var síðasta spark leiksins og leikar enda 4-2 fyrir KA. Fylkismenn ennþá í mikilli fallbaráttu en KA menn sigla lygnan sjó.

Viðtöl og skýrsla koma seinna í kvöld.
93. mín MARK!
Þóroddur Víkingsson (Fylkir)
Stoðsending: Þórður Gunnar Hafþórsson
Langt innkast og það verður mikið klafs. Boltinn berst á Þórð sem setur hann á Þórodd sem klárar einhverjum 3 metrum frá marki.
91. mín
Þórður Gunnar með fast skot í varnarmann og Fylkir fær hornspyrnu. Hornspyrnan kemur inn í teig og Fylkismenn ná skallanum en hann fer yfir markið.
90. mín
Willard sér Ólaf kominn frekar langt út af línu og reynir að chippa hann frá svona 40 metrum. Það gekk ekki alveg og boltinn framhjá.
87. mín
Inn:Gabriel Lukas Freitas Meira (KA) Út:Jóan Símun Edmundsson (KA)
Fyrsti leikur hans í meistaraflokki.
87. mín
Inn:Sigurður Brynjar Þórisson (KA) Út:Jakob Snær Árnason (KA)
86. mín MARK!
Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
KA gerir út um leikinn hérna! Frekar einföld sending bavkið vörn Fylkis frá Hallgrími og Sveinn Margeir er einn gegn Ólafi. Sveinn skýtur fast og klobbar Ólaf í markinu.
81. mín
Svakalegur sprettur frá Frosta, hann stingur Andra Fannar gjörsamlega af og þegar hann kemur inn í teiginn snýr hann sér við þannig að Andri fær sér aðeins sæti á grasinu. Frosti kemur svo meira inn í teiginn og tekur skotið en það fer framhjá.
76. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá Frosta á hægri kantinum sem lekur næstum inn. Stubbur þarf að hafa alveg pínu fyrir því að stoppa þennan en honum tekst það þó.
73. mín
Þórður Gunnar er nálægt því að sleppa í gegn en Ívar kemur á sprettinum og nær frábærri tæklingu á hann og Fylkir fær hornspyrnu sem ekkert kemur úr.
71. mín
Skemmtilegur bolti inn á teig frá Valdimar og Sveinn Margeir nær skallanum en hann er ekki nógu fastur og svo fer boltinn líka framhjá.
70. mín Gult spjald: Pétur Bjarnason (Fylkir)
67. mín
Inn:Arnór Gauti Jónsson (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
63. mín
Inn:Valdimar Logi Sævarsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
63. mín
Inn:Sveinn Margeir Hauksson (KA) Út:Pætur Petersen (KA)
62. mín
Góður bolti inn á teig frá Fylki úr aukaspyrnu. Þeir ná skallanum en hann fer rétt framhjá.
61. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
61. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (Fylkir) Út:Birkir Eyþórsson (Fylkir)
57. mín
Þvílíkir taktar hjá Jóan! Jóan þræðir sig í gegnum vörn Fylkis, tekur þríhyrningaspil við Pætur og er kominn einn gegn Ólafi en hann skýtur beint í hann.

Þetta hefði verið gullfallegt mark búið til í Færeyjum.
55. mín MARK!
Harley Willard (KA)
Þvílík negla!! Hallgrímur er með boltan fyrir utan teig vinstra megin og hann ætlar að þræða Ingimar Stöle í gegn en boltinn hrekkur af Elís og beint til Harley. Harley fær þá tíma fyrir utan teig að munda skotfótinn og hann tekur bara negluna upp í fjær!
54. mín
Inn:Þóroddur Víkingsson (Fylkir) Út:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
53. mín
Seinni hálfleikurinn fer aðeins rólega af stað. Boltinn fer nokkuð vel teigana á milli en gengur ill hjá liðunum að skapa opnanir.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
KA leiðir í hálfleik! Spilið hefur verið frekar hægt og ekkert svakalegt tempó í leiknum, Fylkismenn kannski búnir að vera með aðeins meiri sóknarþunga en KA menn hafa refsað þegar Fylkir gera mistök.
45. mín
+6

Lúmsk aukaspyrna frá Hallgrími við hlið vítateigsins. Hann skýtur fast meðfram jörðinni í átt að nærhorninu en Fylkismenn ná að hreinsa.
45. mín
+3

Góður bolti inn á teig frá hægri og Benedikt Daríus er í góðu færi en hann skýtur í varnarmann og Fylkismenn fá horn. Hornspyrnan er síðan góða og Sveinn Gísli nær skallanum en hann skallar framhjá markinu.
45. mín
Það verða 7 mínútur í uppbótartíma.
43. mín Gult spjald: Sveinn Gísli Þorkelsson (Fylkir)
Stoppar skyndisókn.
42. mín
Svakalegur darraðardans inn á teig KA manna. Boltinn hrekkur á milli manna og alveg ótrúlegt að Fylkir náði ekki skoti í þessari sókn. Þetta endar allt saman með að KA fær aukaspyrnu í eigin teig.
34. mín
Ólafur Kristófer er að hoppa upp í fyrirgjöf en missir boltan og gefur opið mark til Ásgeirs. Dómarinn flautar hinsvegar og það réttilega þar sem Ásgeir ýtti aðeins í bakið á Ólafi þegar hann hoppaði upp.
32. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
En ekki hvað??? Hallgrímur Mar sýnir listir sínar úr aukaspyrnunni og þrumar boltanum yfir vegginn og beint í samskeytin.

Frábær spyrna!
31. mín
Grímsi var að tía sig upp í svaka skot fyirr utan teig en hann fær Emil í bakið og fær því aukaspyrnu á virkilega hættulegum stað fyrir KA.
30. mín
Fín staða fyrir Emil Ásmunds sem tekur skotið fyrir utan teig en það er slappt og vel framhjá.
27. mín
Inn:Steinþór Már Auðunsson (KA) Út:Kristijan Jajalo (KA)
Eftir um 7 mínútna stopp þá tekst að gera skiptinguna. Jajalo þurfti ekki sjúkrabílinn á endanum en hann var virkilega vankaður þar sem hann fékk svaka högg á hausinn.
20. mín
Þetta lítur illa út! Benedikt Daríus sleppur í gegn og Jajalo kemur út á móti honum. Benedikt þrumar svoleiðis boltanum í andlitið á Jajalo og markvörðurinn liggur alveg killiflatur og hreyfist varla.

Einn hér í blaðamannastúkunni rauk af stað til að hringja á sjúkrabíl, þetta gæti endað þar.
18. mín
Þarna hefðu Fylkismenn getað komist yfir! Fylkismenn eiga aukaspyrnu við vinstra horn vítateigsins og þeir setja boltan hátt inn í teig á fjær. Þar er Sveinn Gísli fyrstur til boltans í algjöru dauðafæri en hann skallar boltan yfir.
16. mín MARK!
Pétur Bjarnason (Fylkir)
Stoðsending: Birkir Eyþórsson
Fylkismenn jafna leikinn!! Þetta var einföld sókn en alveg virkilega vel gert!

Birkir Eyþórs fær boltan úti á hægri kanti og setur góðan bolta inn í teig þar sem Pétur rís langhæst og skallar boltan fast í nærhornið!
12. mín
Hallgrímur með flotta takta frekar langt fyrir utan teig. Stillir boltanum upp fyrir sér með kassanum og tekur fast skot frekar hátt yfir.
8. mín
Elís Rafn með gott hlaup upp hægri kantinn sem endar í hörkuskoti fyrir utan teig en boltinn svífur rétt yfir.
6. mín MARK!
Harley Willard (KA)
Stoðsending: Andri Fannar Stefánsson
KA menn fljótir að komast yfir! Svakaleg mistök í vörn Fylkismanna þar sem Ragnar missir boltan beint á Andra Fannar við vítateigslínuna. Hann setur svo boltan á Harley sem smellir boltanum fallega upp í fjærhornið.
1. mín
Leikur hafinn
Vilhjálmur flautar leikinn af stað!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis gerir eina breytingu á liðinu sem gerði 2-2 jafntefli við ÍBV í síðustu umferð. Emil Ásmundsson kemur inn í liðið á kostnað Ólafs Karls Finsen.

Hallgrímur Jónasson gerir 5 breytingar á liðinu sem vann Keflavík 4-2 í síðustu umferð en það eru þeir Steinþór Már Auðunsson, Dusan Brkovic, Rodrigo Gomes Mateo, Sveinn Margeir Hauksson og Daníel Hafsteinsson sem koma út út liðinu og fyrir þá koma Kristian Jajalo, Jóan Símun Edmundsson, Pætur Petersen, Ingimar Torbjörnsson Stöle og Andri Fannar Stefánsson
Fyrir leik
Dómari leiksins Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma þennan leik en honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Kristján Már Ólafs.

Eftirlitsmaður er Einar Örn Daníelsson og varadómari er Arnar Ingi Ingvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Valgeir Valgeirs spáir í lekinn Valgeir Valgeirsson leikmaður Örebro í Svíþjóð spáði í þessa umferð fyrir Fotbolti.net. Hann hafði þó lítið að segja um þennan leik en það fær þó að fylgja með.

Fylkir 0 - 0 KA (17:00 á sunnudag)
Boring leikur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
KA menn komir á ströndina Tímabilið hjá KA er nokkurnvegin búið. Þeir ætluðu sér að vera í efra umspilinu en það gekk ekki upp og nú er það staðfest að þeir geta ekki fallið. Það er því bara eftir að spila um það að staðfesta 7. sætið þannig það gæti verið að við sjáum KA lið í dag sem er ekkert rosalega mótiverað.
Fyrir leik
Risa leikur fyrir Fylki Fylkir situr 9. sæti deildarinnar sem stendur aðeins einu stigi frá fallsæti. Þar sem Fram og ÍBV gerðu jafntefli í gær getur Fylkir komið sér 4 stigum frá fallsætinu með sigri í dag með aðeins 3 leiki eftir af mótinu.
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og KA í Bestu Deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður spilaður á Wurth vellinum í Árbæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m) ('27)
5. Ívar Örn Árnason
6. Jóan Símun Edmundsson ('87)
8. Pætur Petersen ('63)
8. Harley Willard
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('63)
14. Andri Fannar Stefánsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
29. Jakob Snær Árnason ('87)

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m) ('27)
3. Gabriel Lukas Freitas Meira ('87)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
30. Sveinn Margeir Hauksson ('63)
32. Sigurður Brynjar Þórisson ('87)
44. Valdimar Logi Sævarsson ('63)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Hólmar Örn Rúnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: