Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Stjarnan
2
0
KR
Emil Atlason '5 1-0
Emil Atlason '35 2-0
28.09.2023  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Skýjað, logn og 10°
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 1150
Maður leiksins: Emil Atlason (Stjarnan)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson ('85)
11. Adolf Daði Birgisson ('65)
22. Emil Atlason
32. Örvar Logi Örvarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('91)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
9. Daníel Laxdal
17. Andri Adolphsson ('85)
30. Kjartan Már Kjartansson ('91)
35. Helgi Fróði Ingason ('65)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Haraldur Björnsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan vinnur þennan leik verðskuldað 2-0. Seinni hálfleikurinn var aðeins tíðindaminni en þetta var mjög fín skemmtun.

Viðtöl og skýrsla kemur seinna í kvöld.
93. mín Gult spjald: Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
91. mín
Inn:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Út:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
91. mín
Það verða 3 mínútur í uppbót.
88. mín
VÁÁÁÁ ÞESSI VAR SVO NÁLÆGT ÞVÍ AÐ VERA INNI!! Stjarnan vinnur boltan á miðjum vellinum. Þeir setja boltan á Emil sem reynir að chippa markmanninn frá miðlínu en boltinn fór rétt framhjá.
88. mín
Inn: Luke Rae (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
85. mín
Inn:Andri Adolphsson (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
81. mín Gult spjald: Theodór Elmar Bjarnason (KR)
79. mín
Óvænt en mjög flott tilþrif frá Jakob Franz þar sem hann kemur upp hægri kantinn og tekur Zidane snúning inn í teig og vinnur svo hornspyrnu.

Það kom svo ekkert úr þessari hornspyrnu.
78. mín
Var þetta víti?? Stjarnan sækir upp vinstri kantinn og þeir setja boltan fyrir markið. Þar kemur Hilmar Árni á fleygiferð og fellur við í teignum og fellur við. Ég sá þetta ekki nógu vel til að dæma um þetta.
66. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Ægir Jarl Jónasson (KR)
65. mín
Inn:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan) Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
63. mín
Stjarnan með aukaspyrnu sem Jóhann Árni setur inn á teig og Gummi Kri nær skallanum en beint á Kjellevold sem grípur boltan.
56. mín
Stjörnumenn aftur með klikkað spil fram á við sem endar í að Jóhann Árna setur boltan á Hilmar Árni tekur snúning og skýtur að marki og það er varið í horn.

Boltinn kemur inn og Örvar Logi rís hæst og nær góðum skalla en Kjellevold ver.
55. mín
Góð sókn þarna frá KR þar sem Kennie setur boltan í átt að teig þar sem Ægir setur boltan í fyrsta á Sigurð sem skýtur framhjá.
52. mín
Ógeðslega fallegt spil hjá Stjörnunni! Hilmar Árni þræðir Róbert Frosta í gegn sem hleypur að marki, hann er svo með klikkaða sendingu inn á teig á Eggert sem á soldið slappt skot sem er varið.
50. mín
Emil með klikkaða móttöku og setur boltan á Eggert sem á fínt skot fyrir utan teig sem er varið.
48. mín
KR byrjar aðeins betur´í þessum seinni hálfleik og Kiddi Jón með skot úr fínu færi í varnarmann og KR fær sitt áttunda horn.

Ekkert kom úr því horni.
46. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (KR) Út:Olav Öby (KR)
46. mín
Inn:Jakob Franz Pálsson (KR) Út:Aron Kristófer Lárusson (KR)
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Staðan er 2-0 í hálfleik en Stjarnan gæti verið að leiða með meira. Þetta hefur verið algjört dominans frá Garðbæingum og KR-ingar verið virkilega bitlausir fram á við. Vonumst eftir meira af þessari frábæru skemmtun í seinni hálfleik en tökum smá pásu!
45. mín
+3
Stjarnan fær aukaspyrnu og Jóhann Árni setur boltan inn í teig þar sem Emil nær skallanum en boltinn fer rétt framhjá.
45. mín
3 mínútur í uppbót.
44. mín Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (KR)
43. mín
Stjörnumenn liggja bara á KR-ingum. Emil á nú skot fyrir utan teig sem fer yfir.
41. mín
Var þetta ekki víti!? Adolf Daði fellur inn í teig og ég held að þetta hefði átt að vera vítaspyrna! Það er togað í treyjuna á honum aftan frá en Gunnar metur sem svo að það var ekki þannig.

Eggert á síðan fast skot þar fljótlega eftir sem fer framhjá.
37. mín
Emil Atla langar í þrennuna!

Hann nær einhvernvegin að pota boltanum framhjá tveimur mönnum en verður svo uppiskroppa með pláss þannig hann reynir að senda á Hilmar Árna en Kjellevold kemst inn í sendinguna.
35. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Sindri Þór Ingimarsson
2-0 og það verðskuldað! Þetta var alltof auðvelt fyrir Stjörnuna. Garðbæingar taka markspyrnu, Árni setur boltan stutt á Sindra sem neglir bara boltanum fram og eini maðurinn sem er vakandi er Emil.

Kjellevold kemur út úr markinu og Emil chippar hann frá frekar löngu færi. Laglegt!
27. mín Gult spjald: Lúkas Magni Magnason (KR)
Eggert Aron með einhverja klikkaða harðfylgni og takta til að vinna boltan og fara svo framhjá einum. Eina leiðin til að stoppa hann var fyrir Lúkas að brjóta.
24. mín
Hvernig í ósköpunum var þetta ekki inni!! Stjarnan sækir hratt og Róbert Frosti er á hægri kantinum þar sem hann setur boltan fyrir.

Boltinn dettur frábærlega fyrir Hilmar Árna sem er aleinn gegn Kjellevold en Hilmari tekst einhvernvegin að skófla boltanum framhjá.

Þarna átti staðan að vera 2-0
22. mín
KR-ingar ná loksins að búa sér til fínt skot tækifæri en Theodór Elmar setur boltan á Ægi Jarl sem tekur skotið fyrir utan teig en það er laust og beint á Árna Snæ
15. mín
Dauðafæri fyrir Stjörnuna! Stjörnumenn setja einfaldan langan bolta fram og einhvervegin er Adolf Daði bara kominn einn gegn markmanni! Hann gerir hinsvegar ekki nógu vel úr færinu og lætur verja frá sér.
14. mín
Eggert Aron fellur við, mögulega inn í teig. Dómarinn dæmir ekkert en Eggert stenudur upp alveg brjálaður yfir að hafa ekkert fengið þarna.
11. mín
Theodór Elmar vinnur hornspyrnu fyrir KR-inga. Fyrsta horn leiksins.

KR tekur hornið stutt og eftir skot frá Kristni Jónssyni fær Aron Kristófer boltan og tekur fast skot sem fre rétt framhjá.
10. mín
Róbert Frosti með geggjaða langa sendingu bakvið vörn KR-inga og Emil Atla hleypur með boltan að marki. Hann tekur síðan skotið en það fer rétt framhjá.
7. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu við hægri hlið vítarteigsins og Jóhann Árni setur boltan inn í teig. Boltinn er mjög hættulegur en KR-ingar ná að hreinsa.
5. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Þetta tók ekki langan tíma! Eftir bara svona 2 mínútur af fótbolta þar sem leikurinn var stopp svo lengi þá er komið mark!

Eggert Aron hleypur upp vinstri kantinn og sýnir frábæra takta í að komast framhjá sínum manni. Hann færir sig inn á völlinn og tekur skot fyrir utan teig. Kjellevold ver en nær ekki að halda boltanum.

Þá er markahrókurinn mikli mættur á svæðið og sópar skorar í næstum opið markið.
4. mín
Leikurinn heldur áfram eftir næstum 3 mínútna pásu, Aron labbar af velli og gerir sig til í að koma aftur inná.
1. mín
Það líða bara einhverjar 20 sekúndur og þá þarf Aron Þórður aðhlynningu vegna höfuðhöggs. Hann hoppaði upp í skallabolta með Jóhanni Árna og þeir skulla eitthvað saman.
1. mín
Leikur hafinn
Gunnar dómari flautar leikinn af stað!
Fyrir leik
Jói Pé er að spila á Dúllubarnum Fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér hvort þið ættuð að mæta þá er bara 5 mínútur í að Jói Pé troði upp á Dúllubarnum. Þannig þið þurfið að drífa ykkur ef þið ætlið að ná fótboltaleik og tónleikum!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin Jökull Elísabetarson gerir aðeins eina breytingu á liði sínu sem vann 3-1 gegn FH í síðustu umferð. Það er Björn Berg Bryde sem fær sér sæti á bekknum og Guðmundur Kristjánsson kemur inn í liðið.

Rúnar Kristinsson gerir einnig aðeins eina breytingu á sínu liði en KR gerði 2-2 jafntefli við Val í síðustu umferð. Jóhannes Kristinn Bjarnason er ekki með KR í dag en í hans stað kemur Aron Kristófer Lárusson.
Fyrir leik
Dómari leiksins Dómari þessa leiks verður Gunnar Oddur Hafliðason og honum til aðstoðar verða Bryngeir Valdimarsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir.

Eftirlitsmaður er Hjalti Þór Halldórsson og varadómari er Pétur Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Í síðustu 10 viðureignum þessa liða hefur Stjarnan alls unnið 4 sinnum, liðin hafa gert jafntefli einu sinni og KR hefur unnið 5 sinnum. Markatalan samtal er Stjarnan með 12 mörk og KR með 15. Það gerir 2.7 mörk á leik. Liðin hafa mæst þrisvar á þessu tímabili, tvisvar í deild og einu sinni í bikar. Þar vann heimaliðið í hvert skipti en KR vann í bikar og liðin skiptu á milli sín deildar sigrunum.

21.08.23 Stjarnan 3-1 KR
06.06.23 KR 2-1 Stjarnan (bikar)
28.05.23 KR 1-0 Stjarnan
29.10.22 KR 0-2 Stjarnan
11.09.22 KR 3-1 Stjarnan
20.06.22 Stjarnan 1-1 KR
25.05.22 Stjarnan 0-3 KR (bikar)
25.09.21 Stjarnan 0-2 KR
28.06.21 KR 1-2 Stjarnan
13.09.20 KR 1-2 Stjarnan
Fyrir leik
KR-ingar ungir og sprækir KR situr í 6. sæti 3 stigum á eftir bæði FH og Stjörnunni en þeir hafa lang lélegustu markatöluna og því gæti þetta reynst algjör úrslitaleikur fyrir þá ef þeir ætla að berjast um þetta evrópusæti. Aldrei þessu vant eru það ungir leikmenn sem hafa verið að stela fyrirsögnunum hjá KR en Benóný Breki Andrésson (2005) hefur skorað 3 mörk í síðustu tveimur leikjum. KR gerði 2-2 jafntefli í báðum þessum leikjum á móti Víking og Val.

Talandi um ungu leikmenn KR þá hafa Jóhannes Kristinn Bjarnason (2005), Jakob Franz Pálsson (2003) og Finnur Tómas Pálmason (2001), allir spilað stórt hlutverk með KR í sumar. Það ætti að gefa KR-ingum von fyrir komandi ár jafnvel þó að þeim tækist ekki að taka evrópusætið í komandi leikjum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Benóný Breki Andrésson
Fyrir leik
Stjörnumenn í góðu formi Stjarnan situr í 4. sæti sem gefur evrópukeppni á næsta tímabili en eru jafnir á stigum við FH þegar 3 leikir eru eftir af tímabilinu. Garðbæingar töpuðu fyrsta leiknum í umspilinu gegn Val 2-0 en unnum síðan FH um síðustu helgi 3-1 þar sem Eggert Aron Guðmundsson átti stjörnuleik og skoraði 2 mörk.

Það má mögulega búast við markaleik þar sem KR-ingar hafa verið duglegir að fá á sig mörk upp á síðkastið og menn á borð við Emil Atlason og Eggert hafa svo sannarlega verið á skotskónum á þessu tímabili.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Eggert Aron Guðmundsson
Fyrir leik
Stórleikur um evrópusæti Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar gegn KR í efra umspili Bestu deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður spilaður á Samsungvellinum í Garðabæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Olav Öby ('46)
9. Benoný Breki Andrésson
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson ('66)
15. Lúkas Magni Magnason
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
18. Aron Kristófer Lárusson ('46)
19. Kristinn Jónsson
29. Aron Þórður Albertsson ('88)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
5. Jakob Franz Pálsson ('46)
8. Stefán Árni Geirsson ('66)
15. Lúkas Magni Magnason
17. Luke Rae ('88)
26. Magnús Valur Valþórsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('46)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Lúkas Magni Magnason ('27)
Aron Kristófer Lárusson ('44)
Theodór Elmar Bjarnason ('81)
Sigurður Bjartur Hallsson ('93)

Rauð spjöld: