Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Þór/KA
1
3
Stjarnan
Hulda Björg Hannesdóttir '39 1-0
1-1 Andrea Mist Pálsdóttir '56
1-2 Hulda Hrund Arnarsdóttir '70
1-3 Hulda Hrund Arnarsdóttir '86
30.09.2023  -  15:00
VÍS völlurinn
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Dómari: Sveinn Arnarsson
Maður leiksins: Hulda Hrund Arnarsdóttir, Stjarnan
Byrjunarlið:
12. Melissa Anne Lowder (m)
3. Dominique Jaylin Randle ('79)
6. Tahnai Lauren Annis ('76)
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('47)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('84)
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Angela Mary Helgadóttir
7. Amalía Árnadóttir ('84)
17. Emelía Ósk Kruger
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir ('79)
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('76)

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Pétur Heiðar Kristjánsson
Steingerður Snorradóttir
Birkir Hermann Björgvinsson
Iðunn Elfa Bolladóttir
Sonja Björg Sigurðardóttir
Una Móeiður Hlynsdóttir
Aron Birkir Stefánsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er 3-1 sigur Stjörnunnar staðreynd hér á Vís vellinum á Akureyri, Stjörnukonur taka 3 stigin með sér heim!

Takk kærlega fyrir mig! Skýrsla væntanleg.
90. mín
+4 í uppbótartíma
88. mín
Hulda Hrund vill þrennuna, hún fer í skot sem fer í varnarmann og aftur fyrir.

Sædís tekur hana beint á Huldu aftur sem á skallan á Jasmín sem situr hann í netið en rangstæða.
86. mín MARK!
Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Sædís Rún Heiðarsdóttir
Komnar í 3-1! Geggjuð hornspyrna hjá Sædísi sem dettur bara í fæturna á Huldu sem gerir svakalega vel og situr hann í netið! Tvenna kominn í hús hjá Huldu í dag!
84. mín
Inn:Amalía Árnadóttir (Þór/KA) Út:Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
79. mín
Inn:Iðunn Rán Gunnarsdóttir (Þór/KA) Út:Dominique Jaylin Randle (Þór/KA)
Meiðsli sem hrjá Dominique og henni er skipt útaf.
77. mín
Gaman að sjá gæðin og taktana í Andreu sem er búinn að færa sig aðeins niður á völlinn og er að sóla leikmenn hægri vinstri.
76. mín
Inn:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) Út:Tahnai Lauren Annis (Þór/KA)
70. mín MARK!
Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
Þessi sprettur!! VÁÁÁ litla markið Hulda fær boltan úti vinstra megin í kringum 40 metrana keyrir síðan bara í gegnum 5 varnarmenn Þór/KA og með geggjað slútt!! Alvöru innkoma takk!
67. mín
Eyrún gerir frábærlega og vinnur hornspyrnu fyrir Stjörnuna sem Sædís undirbýr sig að taka.

Þór/KA hreinsa hana og ekkert verður úr því.
65. mín
Lítið um að vera hérna í seinni hálfleik, vonandi fara færin að koma!
57. mín
Inn:Eyrún Embla Hjartardóttir (Stjarnan) Út:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
57. mín
Inn:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjarnan) Út:Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
57. mín
Inn:Hrefna Jónsdóttir (Stjarnan) Út:Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan)
Þreföld breyting, beint eftir markið.
56. mín MARK!
Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Betsy Doon Hassett
Þær jafna!! Geðveikt vel gert Jasmín og Betsy spila á milli sín síðan kemur sending frá Betsy beint á Andreu sem potar honum í fjær alvöru strikera mark!
53. mín
Hulda nær að prjóna sig í gegn og á fyrirgjöf sem Erin grípur frábærlega.
50. mín
Hvernig! Slæm varnarmistök hjá Stjörnunni sem endar með að Hulda ósk er bara kominn ein í gegn og fær allan tíman í heiminum en Erin ver frá henni síðan á Karen skot langt framhjá!
47. mín
Inn:Steingerður Snorradóttir (Þór/KA) Út:Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (Þór/KA)
46. mín
Sá seinni er hafinn! Sveinn flautar á seinni hálfleikinn, Stjörnukonur byrja og sækja í átt að boganum.
45. mín
Hálfleikur
Enginn uppbótartími, Sveinn flautar af þennan fyrri hálfleik vonandi fáum við meiri skemmtun í þeim seinni!
39. mín MARK!
Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Jakobína Hjörvarsdóttir
Heimakonur komnar yfir! Jakobína tekur frekar slaka hornspyrnu sem Andrea hreinsar beint aftur á Jakobínu sem á geggjaða fyrirgjöf á Huldu sem klárar frábærlega!
38. mín
Vá upp úr engu nær Hulda ósk að hrista af sér 2 varnarmenn Stjörnunnar og á skot sem Erin ver frábærlega og þór vinna hornspyrnu!
35. mín
Hulda Ósk reynir að keyra á vörn Stjörnunnar en Sædís verst frábærlega og hreinsar í horn.

Jakobína tekur hornið og situr boltan bara aftur fyrir.
31. mín
Stöngin!! Sædís labbar upp allan vinstri vænginn og á síðan góða fyrirgjöf beint á Málfríði sem skýtur í stöngina! Lang hættulegasta færi leiksins.
27. mín
Stjarnan í svakalegri sókn sem endar með að Betsy finnur Jasmíni rétt fyrir utan teig sem á skot síðan langt framhjá og Þór/KA eiga markspyrnu.
21. mín
fyrsta færi Þór/KA í leiknum, Dominique finnur Karen í lappir sem snýr og á skot beint á Erin í markinu.
19. mín
Stjarnan mjög þéttar varnarlega og vel skipulagðar og Þór/KA eru í basli með að brjóta þær upp, lítið um færi hér í byrjun leiks.
15. mín
En og aftur frábært hratt spil hjá stjörnunni Betsy og Jasmín með alvöru takta en eins og áðan er dæmd rangstæða á Jasmín.
12. mín
Geðveik sending hjá Betsy beint í gegn á Andreu sem er kominn ein í gegn en er rangstæð. Stjörnukonur að beita svakalegum skyndisóknum hér í byrjun leiks.
9. mín
Flott spil hjá Þór/KA sem endar með fyrirgjöf frá Huldu í varnarmann og þær vinna hornspyrnu, Jakobína undirbýr sig að taka hana.

Stjörnukonur hreinsa og ekkert verður úr þessu.
6. mín
Sædís með góða fyrirgjöf beint á kollinn á Karen en er dæmd rangstæð.
3. mín
Betsy gerir frábærlega labbar hreinlega framhjá Dominique en á aðeins of fasta fyrirgjöf yfir allan pakkann.
1. mín
Leikur hafinn
Sveinn flautar þessa veislu á, heimakonur í Þór/KA byrja með boltan.
Fyrir leik
Stjarnan Stjarnan eru í 3.sæti og hafa ágætan séns að ná Blikum sem eru 2 stigum fyrir ofan þær í 2.sæti.

Stjarnan fór hinsvegar á Kópavogsvöll í síðustu umferð í alvöru toppbaráttuslag, hörkuleikur sem endaði með 2-0 sigri Blika sem náðu að stela aftur 2.sætinu af Stjörnunni.
Breiðablik 2-0 Stjarnan
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('45+3)
2-0 Andrea Rut Bjarnadóttir ('69)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þór/KA Þór/KA sitja í 5.sæti og eru 2 stigum frá þrótturum sem eru í sætinu fyrir ofan þær, Þór/KA hafa unnið 2 af 3 leikjum síðan deildinn skiptist upp geta þær haldið sigurgöngu sinni áfram í dag?

Þór/KA heimsóttu Laugardalinn í síðustu umferð og fóru heim með alla 3 punktana eftir 2-0 sigur og náðu með því að minnka muninn á þeim og þrótturum.
Þróttur 0-2 Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen ('48)
0-2 Jakobína Hjörvarsdóttir ('70)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur! Verið velkomin í þessa þráð beinu textalýsingu frá Vís vellinum þar sem Þór/KA og Stjarnan eigast við í efri hluta Bestu Deildar kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('57)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett ('57)
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('57)
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir ('57)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('57)
19. Hrefna Jónsdóttir ('57)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Perry John James Mclachlan

Gul spjöld:

Rauð spjöld: