Valur
0
4
SKN St. Pölten
0-1
Sarah Mattner
'13
0-2
Rita Schumacher
'53
0-3
Valentina Mädl
'59
0-4
Valentina Mädl
'63
10.10.2023 - 18:00
Origo völlurinn
Meistaradeild kvenna
Aðstæður: Kalt og mikið rok
Dómari: Zuzana Valentová (Slóvakía)
Áhorfendur: 228
Origo völlurinn
Meistaradeild kvenna
Aðstæður: Kalt og mikið rok
Dómari: Zuzana Valentová (Slóvakía)
Áhorfendur: 228
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Laura Frank
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
('90)
9. Amanda Jacobsen Andradóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir
('73)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
('60)
Varamenn:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
13. Lise Dissing
('90)
14. Rebekka Sverrisdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir
('60)
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir
('73)
25. Glódís María Gunnarsdóttir
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir
77. Eva Stefánsdóttir
Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
Matthías Guðmundsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jæja 4-0 eru lokatölur á Hlíðarenda og ljóst að brekkan er orðin ansi brött í þessu einvígi.
Viðtöl koma inn seinna í kvöld.
Viðtöl koma inn seinna í kvöld.
90. mín
+2
Lára með slaka sendingu til baka en Arna Sif bjargar henni með frábærri tæklingu.
Lára með slaka sendingu til baka en Arna Sif bjargar henni með frábærri tæklingu.
90. mín
Zuzana bætir aðeins einni mínútu við þennan leik og fær yellow frá mér fyrir það af því það er allt of lítið og meikar eiginlega bara engan sens.
90. mín
Ísabella með fyrirgjöf sem er föst og hátt upp í loftið og engin nær almennilega til hans.
88. mín
Berglind Rós í DAUÐAFÆRI eftir fyrirgjöf frá Ásdísi Karen en hún hittir ekki markið. Langbesta færi Vals í leiknum.
87. mín
St. Pölten fær hornspyrnu sem er tekin á fjær og þær eru ekki langt frá því að setja fimmta markið en Valsvörnin stendur vel og kemur í veg fyrir það.
75. mín
Áhorfendatölur frá þessum leik eru 228. Skamm á alla sem eru ekki hér og tóku leikinn heima.
73. mín
Inn:Isabelle Meyer (SKN St. Pölten)
Út:Rita Schumacher (SKN St. Pölten)
Haltrar út af og heldur um lærið sem eru ágætis fréttir fyrir okkur þar sem hún er búin að vera frábær í dag.
70. mín
Rita Schumacher sleppur ein í gegn en Arna Sif gerir gríðarlega vel og eltir hana uppi.
69. mín
Valsarar skiljanlega orðnar pirraðar en þær verða að halda haus til að eiga breik.
63. mín
MARK!
Valentina Mädl (SKN St. Pölten)
Stoðsending: Rita Schumacher
Stoðsending: Rita Schumacher
Sarah Mattner ber boltann upp völlinn og finnur Rita Schumacher til vinstri. Hún kemur svo með bolta fyrir markið sem Valentina stangar í fjær.
Brekkan er orðin ansi brött og ekkert sem bendir til þess að Valsarar ætli sér að gera eitthvað í þessum leik.
Brekkan er orðin ansi brött og ekkert sem bendir til þess að Valsarar ætli sér að gera eitthvað í þessum leik.
60. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Setur markadrottningin eitt?
59. mín
MARK!
Valentina Mädl (SKN St. Pölten)
Valentina með boltann eiginlega á sama stað og Rita áðan og setur hann á sama stað í markinu nema aðeins neðar. Fanney nær fingrunum í boltann en það er ekki nóg.
Valsarar þurfa aldeilis að gefa í ef þetta einvígi á ekki að vera búið fyrir seinni leikinn.
Valsarar þurfa aldeilis að gefa í ef þetta einvígi á ekki að vera búið fyrir seinni leikinn.
58. mín
Amanda fer illa með varnarmann St. Pölten áður en hún lætur vaða af löngu færi en skotið er kraftlítið og Carina Schlüter ver örugglega.
53. mín
MARK!
Rita Schumacher (SKN St. Pölten)
Geggjað slútt
Rita fær boltann í D-boganum, tekur eina snertingu og lætur síðan bara vaða. Hún setur hann mjög snyrtilega upp í hornið vinstra megin og lítið sem Fanney gat gert í þessu frá mínu sjónarhorni allavega.
Nú þurfa Valskonur að nýta sér vindinn og blása til sóknar.
Nú þurfa Valskonur að nýta sér vindinn og blása til sóknar.
52. mín
Arna Sif með skrýtna sendingu þvert fyrir eigið mark sem þær austurrísku komast inn í hana og eru ekki langt frá því að nýta sér mistökin.
47. mín
Vandræðagangur í vörn Vals og Fanney ekki langt frá því að hreinlega leggja upp mark fyrir andstæðingana en nær að bjarga sér fyrir horn.
45. mín
Hálfleikur
Hafliði Breiðfjörð er, sem fyrr, með myndavélina uppi og náði þessum myndum úr fyrri hálfleiknum.
45. mín
Hálfleikur
Rita Schumacher á síðustu tilraun fyrri hálfleiks sem fer yfir markið.
Nokkuð tíðindalítið hér í fyrri hálfleik en Valsarar að spila ágætlega. Vindurinn sett sinn svip á leikinn en þó hafa bæði lið átt ágætis spilkafla. Vonandi fáum við meira stuð í seinni hálfleikinn.
Nokkuð tíðindalítið hér í fyrri hálfleik en Valsarar að spila ágætlega. Vindurinn sett sinn svip á leikinn en þó hafa bæði lið átt ágætis spilkafla. Vonandi fáum við meira stuð í seinni hálfleikinn.
45. mín
Valsarar að spila ágætlega hér í fyrri en það vantar aðeins herslumuninn. Meiri gæði í úrslitasendingar og þá værum við að tala saman.
42. mín
Berglind Rós skyndilega að sleppa í gegn en Carina Schlüter gerir vel og er fyrst í boltann.
41. mín
Fanndís með fyrirgjöf sem er of nálægt markinu og Carina Schlüter í engum vandræðum með að grípa hana.
39. mín
Rita Schumacher fær boltann frá Carina í markinu og á skemmtilega tilraun að marki Vals en hittir ekki rammann.
38. mín
Mateja Zver með lúmskan bolta inn í teiginn sem Fanney stekkur á en hann skoppar á erfiðum stað og hún nær ekki til hans og sem betur fer gerir Sarah Mattner það ekki heldur en hún var að laumast á fjær.
36. mín
Þórdís Elva með tilraun til að þræða Berglindi í gegn en Diana Lemesová verst því vel.
35. mín
Málfríður með geggjaðan bolta inn fyrir en Jennifer Klein rétt nær til boltans áður en hann ratar í hættusvæðið.
34. mín
Ásdís Karen dæmd brotleg á miðjum vallarhelmingi Vals á fínum stað fyrir bolta inn í.
Mateja Zver tekur spyrnuna en Valsarar eru fyrstir á boltann.
Mateja Zver tekur spyrnuna en Valsarar eru fyrstir á boltann.
30. mín
Sarah Mattner fær sendingu inn fyrir en Fanney er vel á verði og er á undan í boltann.
28. mín
Berglind Rós tekur góðan snúning og ætlar svo að finna Málfríði í gegn en sendingin er of föst og ratar beint aftur fyrir markið.
25. mín
Liðin skiptast svolítð á að halda í boltann í lengri tíma. Nú eru það þær Austurrísku sem leita leiða í gegn.
23. mín
Boltinn kemur inn í teiginn þar sem allir keppast við að ná til boltans en flaggið fer á loft. Sá ekki hver var fyrir innan.
19. mín
Valentina Mädl með fyirrgjöf sem fer í slánna og er svo hreinsuð aftur fyrir. St. Pölten fá horn.
13. mín
MARK!
Sarah Mattner (SKN St. Pölten)
Stoðsending: Rita Schumacher
Stoðsending: Rita Schumacher
Þetta var alvöru skellur eftir góða byrjun
Schumacher ber boltann inn frá hægri og þræðir Mattner í gegn sem gerir vel, leikur á Málfríði og skilar honum í fjær. Mér fannst Schumacher fá full mikinn tíma á boltanum þarna.
12. mín
Frábær bolti inn fyrir frá Berglindi sem Amanda eltir og kemur fyrir markið. Þar er Þórdís Elva en hún hittir boltann illa og Carina ver.
12. mín
Boltinn kemur inn í teig frá hægri og fer fram hjá öllum áður en hann endar hjá Fanndísi sem á skot sem fer langt yfir.
10. mín
Anna Björk dæmd brotleg eftir samstuð við Rita Schumacher en dómurinn ansi soft og Anna lætur þá slóvakísku heyra það.
9. mín
Hornið er tekið á nær og fer í Valsara og aftur fyrir.
Aftur er hornið á nær og Berglind Rós skallar aftur fyrir.
Þriðja hornið er svo tekið stutt en Valsarar vinna boltann.
Aftur er hornið á nær og Berglind Rós skallar aftur fyrir.
Þriðja hornið er svo tekið stutt en Valsarar vinna boltann.
8. mín
Mateja Zver ber boltann upp völlinn áður en hún rennir honum á Mária Mikolajová sem lætur vaða og Fanney þarf að hafa sig alla við að verja í horn.
7. mín
Gott spil hjá Val endar með tilraun frá Fanndísi. Þær Austurrísku komast fyrir skotið og setja boltann aftur í Fanndísi og aftur fyrir. Valsarar betri þessar fyrstu mínútur.
4. mín
Fyrsta tilraun Vals á mark er frá Þórdísi Elvu en leit samt út fyrir að vera meiri fyrirgjöf en skot. Carina grípur það allavega örugglega.
2. mín
Það er miiiikið rok í dag og liðin munu líklega taka þessar fyrstu mínútur í að venjast honum aðeins.
Fyrir leik
Þetta er að fara í gang
Liðin ganga inn á völlinn.
Valur í sínum rauðu og hvítu búningum og SKN St. Pölten í bláu.
Valur í sínum rauðu og hvítu búningum og SKN St. Pölten í bláu.
Fyrir leik
Mateja Zver á sínum stað
Íslandsvinurinn er á sínum stað í byrjunarliði gestanna. Það verður gaman að sjá hvað hún gerir hér í kvöld.
Valur á góðan séns á að vinna sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Heimaleikurinn gegn St. Pölten hefst núna á eftir kl. 18:00 á Hlíðarenda. Treysti á að allt áhugafólk um íslenska knattspyrnu mæti á völlinn og styðji Valskonur! ???? pic.twitter.com/8EF1qFo7D7
— BIRKIR BORGARSON (@bingibjarts) October 10, 2023
Fyrir leik
Ein breyting frá síðasta leik
Það er ein breyting á Valsliðinu frá síðasta deildarleik gegn Breiðabliki; Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir fer á bekkinn og Ásdís Karen Halldórsdóttir kemur inn í hennar stað.
Það vekur athygli að markadrottning Bestu deildarinnar, Bryndís Arna Níelsdóttir, byrjar á bekknum.
Ásdís Karen kemur inn
Það vekur athygli að markadrottning Bestu deildarinnar, Bryndís Arna Níelsdóttir, byrjar á bekknum.
Ásdís Karen kemur inn
Fyrir leik
Sæbjörn Þór, fréttamaður hjá fótbolta.net, tók stöðuna á Pétri Péturssyni, þjálfara Vals, fyrir leikinn en viðtalið við hann má sjá með því að ýta á slóðina hér fyrir neðan.
Viðtal við Pétur
Viðtal við Pétur
Fyrir leik
Valur
Valsarar fengu loksins skjöldinn góða á föstudagskvöldið þegar Bestu deildinni lauk en þær voru löngu búnar að vinna mótið. Það var þó ekki mikill tími sem þær fengu til að fagna vegna þess að það var bara æfing 09:30 á laugardagsmorgun. Það er vonandi að þær mæti vel gíraðar í leikinn en þær þurfa allar að eiga góðan leik til þess að vinna gott lið SKN St. Pölten.
Fyrir leik
Leikið er heima og að heiman og seinni leikurinn fer fram miðvikudaginn 18. október klukkan 17:00 í Austurríki.
Liðið sem vinnur viðureignina er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið verður í riðla föstudaginn 20. október næstkomandi.
Liðið sem vinnur viðureignina er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið verður í riðla föstudaginn 20. október næstkomandi.
Fyrir leik
Gömul stjarna úr íslenska boltanum
Í lið St. Pölten er hin slóvenska Mateja Zver sem Íslendingum er að góðu kunnug.
Hún er einn af bestu leikmönnum sem hafa spilað hér á landi en hún var hjá Þór/KA frá 2008-2013. Þar spilaði hún 93 leiki og skoraði í þeim 65 mörk.
Hún er í dag 35 ára gömul og hefur verið hjá St. Pölten síðan árið 2016 þar sem hún hefur skorað 86 mörk í 106 leikjum.
Hér að neðan er hún og Lára Kristín Pedersen í leik Þórs/KA og Aftureldingar árið 2011. Lára Kristín spilar í dag með Val og því mætast þær hérna á Origo vellinum.
Hún á að baki 91 landsleik fyrir Slóveníu og hefur skorað 47 mörk í þeim.
Hún er einn af bestu leikmönnum sem hafa spilað hér á landi en hún var hjá Þór/KA frá 2008-2013. Þar spilaði hún 93 leiki og skoraði í þeim 65 mörk.
Hún er í dag 35 ára gömul og hefur verið hjá St. Pölten síðan árið 2016 þar sem hún hefur skorað 86 mörk í 106 leikjum.
Hér að neðan er hún og Lára Kristín Pedersen í leik Þórs/KA og Aftureldingar árið 2011. Lára Kristín spilar í dag með Val og því mætast þær hérna á Origo vellinum.
Hún á að baki 91 landsleik fyrir Slóveníu og hefur skorað 47 mörk í þeim.
Fyrir leik
Dómarateymið frá Slóvakíu
Dómari leiksins í dag er Zuzana Valentová frá Slóvakíu.
Hún er mað þær Miroslava Pastoreková og Martina UKROPOVA sér til aðstoðar á línunum og Mária Krcová á skiltinu.
Allar koma þær frá Slóvakíu.
Hún er mað þær Miroslava Pastoreková og Martina UKROPOVA sér til aðstoðar á línunum og Mária Krcová á skiltinu.
Allar koma þær frá Slóvakíu.
Byrjunarlið:
33. Carina Schlüter (m)
3. Anna Johanning
7. Mária Mikolajová
('82)
9. Rita Schumacher
('73)
11. Valentina Mädl
17. Sarah Mattner
19. Julia Tabotta
22. Jennifer Klein
24. Mateja Zver
('60)
27. Ella Touon
77. Diana Lemesová
Varamenn:
30. Melissa Abiral (m)
93. Natalia Piatek (m)
6. Aldiana Amuchie
10. Isabelle Meyer
('73)
15. Ella Mastrantonio
('82)
18. Melanie Brunnthaler
('60)
44. Mariella Falkensteiner
Liðsstjórn:
Liese Brancao-Ribeiro (Þ)
Gul spjöld:
Mária Mikolajová ('9)
Rauð spjöld: