Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Ísland
0
1
Danmörk
0-1 Amalie Vangsgaard '71
27.10.2023  -  18:30
Laugardalsvöllur
Landslið kvenna - Þjóðadeild
Aðstæður: Ágætis veður, hægur vindur en ansi kalt. Völlurinn er fjarskafagur í það minnsta.
Dómari: Ivana Martincic (Króatía)
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
3. Sandra María Jessen ('79)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('88)
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
16. Hildur Antonsdóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('62)
18. Guðrún Arnardóttir
19. Sædís Rún Heiðarsdóttir
20. Guðný Árnadóttir

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Aldís Guðlaugsdóttir
2. Berglind Rós Ágústsdóttir
5. Lára Kristín Pedersen
8. Alexandra Jóhannsdóttir ('88)
9. Diljá Ýr Zomers
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
15. Arna Eiríksdóttir
17. Bryndís Arna Níelsdóttir ('79)
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('62)
22. Amanda Jacobsen Andradóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Jófríður Halldórsdóttir
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Ásta Árnadóttir
Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir
Elísabet Ósk Guðmundsdóttir
Svala Sigurðardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ótrúlega svekkjandi tap niðurstaðan hér í kvöld. Eftir virkilega góðan fyrri hálfleik náðu Danir betri tökum á leiknum í þeim síðari og refsuðu með marki.

Viðtöl og annað koma inn frameftir kvöldi.
94. mín
Samskiptaleysi í öftustu línu Danmerkur gefur Hlín tækifæri. Vinnur sig framfyrir varnarmann og nær skoti áður en Lene kemst í boltann. Færið þröngt og boltinn í hliðarnetið.
93. mín
Inn: Luna Gevitz (Danmörk) Út: Kathrine Møller Kühl (Danmörk)
92. mín
Hlín í hörkufæri eftir að fyrirgjöf frá Hugrúnu var skölluð út í teiginn en hittir ekki boltann.
91. mín
Eins og gefur að skila eru danir ekkert að flýta sér. Eiga hér innkast sem ætlar að taka heila eilífð að taka.
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki fjórar mínútur.
89. mín
Við freistum þess að jafna. Uppskerum horn.
88. mín
Inn:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland)
88. mín Gult spjald: Isabella Bryld Obaze (Danmörk)
Brýtur á Karólínu löngu eftir að hún losar boltann.
86. mín
Danir sækja, uppskera hornspyrnu.

Tíminn er ekki að vinna með okkur.
82. mín
Bryndís Arna tekur vel á móti boltanum og tíar hann upp fyrir Karólínu í skot. Skot hennar því miður af varnarmanni í hendur Lene í danska markinu.
79. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Ísland) Út:Sandra María Jessen (Ísland)
Bryndís Arna fær þó tækifærið fyrst.
77. mín
Inn: Signe Bruun (Danmörk) Út: Josefine Hasbo (Danmörk)
75. mín
Hornspyrna frá Selmu skapar alvöru usla í teig dana. Lene mætir út en nær ekki boltans og á í alvöru baráttu við Glódísi um að ná til hans. Danskar hreinsa þó á endanum frá.
73. mín
Lene Christensen með alvöru vörslu frá Hlín
Aukaspyrna tekin frá miðju inn að vítateig dana. Glódís flikkar boltanum áfram á Hlín sem nær að taka boltann með sér og koma honum á markið en Lene bjargar meistaralega.

Þetta mátti alveg verða að marki!
71. mín MARK!
Amalie Vangsgaard (Danmörk)
Stoðsending: Caroline Pleidrup
Blaut tuska
Danir verið að hóta þessu.

Sofie Svava með boltann úti til vinstri á stórfína fyrirgjöf fyrir markið þar sem Vangsgaard mætir og klárar með hörkuskoti sem Telma getur lítið gert við.

Nú þarf að sækja!
67. mín
Hafrún með boltann fyrir markið frá hægri. Sandra María mætt inn á teiginn en nær að leggja boltann fyrir sig sem hrekkur af henni og afturfyrir.
66. mín
Vangsgaard hafði fyrir skiptinguna komið sér í fínt skotfæri í teignum. Guðrún gerði vel í að koma sér á milli.
66. mín
Inn: Sanne Troelsgaard (Danmörk) Út: Mille Gejl (Danmörk)
66. mín
Inn:Sofie Bredgaard (Danmörk) Út:Nadia Nadim (Danmörk)
65. mín
Þær dönsku tekið svolítið yfir leikinn í þessum síðari hálfleik og íslenska liðið ekki verið jafn beitt og í þeim fyrri.

Þó ekki verið að skapa sér afgerandi færi að ráði enn sem komið er.
Mist Rúnarsdóttir
64. mín
Vangsgaard með skalla að marki en beint á Telmu.
62. mín
Inn:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Ísland) Út:Agla María Albertsdóttir (Ísland)
Blikarnir skipta. Hafrún fer út til hægri í stöðu Öglu Maríu.
61. mín
Hafrún Rakel er að gera sig klára til að koma inná.
59. mín
Sofie Svava með skot frá vinstra vítateigshorni en boltinn af varnarmanni og yfir markið.

Danir fá horn. Og setja allar inn á markteig.
55. mín
Karólína Lea hefur verið dugleg að finna og skapa sér svæði fyrir framan teig Dana í leiknum.

Ákvarðanatakan þó stundum verið að stríða henni til þessa.
53. mín
Hildur Antonsdóttir reynir skot af talverðu færi, nær takmörkuðum krafti í skotið sem siglir framhjá markinu. Hugmyndin þó góð.
52. mín
Isabella Bryld Obaze sest á völlinn og kveinkar sér. Engin nærri svo það hlýtur að vera um vöðvatognun að ræða eða eitthvað slíkt.

Leikurinn stopp sem stendur.

Hún snýr þó aftur til vallar.
49. mín
Selma stálheppin, reynir galna sendingu við vítateig Íslands á Glódísi. Sofie Svava kemst á milli og er ein gegn Telmu. Nær skotinu úr teignum en Telma virkilega vel staðstett og ver vel og bjargar Selmu fyrir horn.
47. mín
Hlín í færi eftir að Karólína flikkar innkasti inn á teiginn en hittir ekki boltann.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn Danir byrja með boltann í síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Fínasti hálfleikur að baki hjá Íslenska liðinu. Færin hafa að mestu verið íslensk og heilt yfir met ég það svo að við höfum verið sterkara liðið á vellinum til þessa.
45. mín
Uppbótartími er að lágmarki ein mínúta.
45. mín
Amalie Vangsgaard í ágætisfæri í teignum eftir sendingu frá hægri en þarf að teygja sig á eftir boltanum og verður skotið eftir þvi máttlítið og auðvelt viðureignar fyrir Telmu.
41. mín
Sædís Rún liggur eftir á vellinum eftir að hafa fengið boltann í höfuðið af stuttu færi. Fær aðhlynningu og virðist vera í lagi.
38. mín
Horn frá hægri, Selma finnur Glódísi í teignum sem nær skoti en framhjá fer boltinn.
37. mín
Hlín í færi en nær ekki skalla á markið eftir fyrirgjöf frá vinstri.
35. mín
Leikurinn róast nokkuð síðustu mínútur og einkennist af stöðubaráttu öðru fremur. Allt í járnum svo að segja.
27. mín
Sandra María vinnur horn.

Selma mætir og ætlar að spyrna fyrir markið.
25. mín
Spyrnan frá Mille Gejl léleg og beint í vegginn, frákastið er danskt en seinna skotið sömuleiðis lélegt og fer afturfyrir.
24. mín
Karólína Lea dettur á Sofie Svava og er dæmd brotleg. Nánast á vítateigslínunni. Aukaspyrna á stórhættulegum stað.
23. mín
Komið að dönum að ógna
frederikke Thøgersen í hörkufæri hægra megin í teignum eftir snögga sókn en Thelma vel á verði og ver í horn.
22. mín
Karólína þvingar Lene í vörslu.
Aftur Ísland að ógna. Selma finnur Karólínu í svæði fyrir framan teig dana. Hún lætur vaða með jörðinni úr D-boganum en Lene ver í horn.
21. mín
Glódís skallar í slá! Selma Sól með stórfína hornspyrnu frá hægri á nærstöngina. Þar mætir Glódís og á hörkuskalla í slánna og yfir.
20. mín
Ísland ógnar, Karólína Lea klobbar Katerine Veje og snýr í átt að marki, boltinn berst út til hægri á Guðnýju sem setur boltann fyrir markið. Danir skalla frá beint fyrir fætur Hildar Antonsdóttur sem á hörkuskot af varnarmanni og afturfyrir.
18. mín
Amalie Vangsgaard í dauðafæri en setur boltann yfir.

Danir komast inn á teiginn frá hægri, boltinn berst út í teiginn þar sen Amelie mætir en hittir boltann illa og skotið fjarri markinu.
14. mín
Góð sókn Íslands. Karólína setur boltann upp i hornið hægra megin á Hlín. Hún snýr laglega af sér Katrine Veje og með tíma og pláss til að setja boltann fyrir markið. Fyrirgjöfin góð en vantar íslenskar treyjur til að ráðast á boltann sem siglir fram hjá stönginni fjær.
10. mín
Ágætt upphlaup Íslands, Karólína finnur Öglu Maríu úti til hægri og tekur hlaupið innfyrir, Agla reynir að þræða boltann á hana en varnarmenn komast á milli.
6. mín
Josefine Hasbo dansar með boltann á hægri vængnum og kemur boltanum fyrir markið.
Þar er engin mætt úr danska liðinu og boltinn siglir sakleysislega afturfyrir.
2. mín
Glódís fer af krafti í Nadim sem lætur sig falla með tilþrifum og fær aukaspyrnu. Hefði vel mátt sleppa þessu Ivana dómari frá Króatíu.
1. mín
Verður virkilega fróðlegt að sjá hvernig íslenska liðið mætir til leiks eftir tapið erfiða gegn Þýskalandi í september.
1. mín
Leikur hafinn
Áfram Ísland!
Þetta er farið af stað hér í Laugardal. Karólína Lea sparkar þessu af stað.
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands!
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Glódís um Laugardalsvöll Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli en það er ekki á hverjum degi þar sem leikið er á vellinum þegar nóvember er að ganga í garð. Íslenska liðið æfði á vellinum í fyrradag og Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, segir að völlurinn sé í allt í lagi standi.

„Við æfðum á vellinum í gær og mér fannst hann allt í lagi miðað við allt. Þetta er ekki besti völlur sem maður hefur farið á, en hann er kannski flottur miðað við allt. Við hefðum getað lent í miklu verra,
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Veisla á Laugardalsvelli Völlurinn opnar klukkan 17:30 og á svæðinu verða matarvagnar, veislutjöld frá Víking, andlitsmálun, sala á landsliðsvörum og fleira.

Matarvagnar verða frá Dons Donuts og Pop Up Pizza.

Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta snemma á völlinn og styðja stelpurnar okkar!

Mynd: KSÍ

Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið
Svona sjáum við á Fótbolti.net fyrir okkur líklegt byrjunarlið Íslands í kvöld

Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Fyrir leik
Ingibjörg í banni
Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru klárar í slaginn fyrir leikinn gegn Danmörku í Þjóðadeildinni annað kvöld. Nema Ingibjörg Sigurðardóttir sem er í leikbanni.

Ingibjörg er í banni í leiknum gegn Danmörku eftir að hafa fengið gult spjald í fyrstu tveimur leikjunum í Þjóðadeildinni.

„Það eru allar klárar nema að Ingibjörg er í leikbanni í þessum leik," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundinum í gær. „Þær eru allar klárar að spila nema hún."

Finnst þjálfaranum ósanngjarnt að leikmaður fari í bann eftir tvö gul spjöld?

„Reglurnar segja til um þetta; tvö spjöld í sex leikjum eru reglur í þessu og við þurfum að spila eftir því. Spjaldið á móti Wales fannst mér mjög 'soft' samt," sagði Steini.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Glódís Perla sat sömuleiðis fundinn
„Við höfum æft vel í vikunni og það hafa verið fín gæði á æfingum. Það er hugur í fólki að vilja fá betri frammistöðu. Við erum að spila á móti gríðarlega sterku liði og þurfum fyrst og fremst að horfa í okkar frammistöðu. Það er það sem við getum stjórnað. Ég hef fulla trú á því að við mætum klárar sem lið í þetta verkefni. Við tölum um að þessi heimavöllur okkar verði að vera staður sem við sækjum stig. Við verðum að sýna það í þessu verkefni," sagði Glódís.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Þorsteinn Halldórsson um verkefni kvöldsins.
Íslenska liðið er með þrjú stig fyrir leikinn eftir sigur gegn Wales, en síðasti leikur hjá stelpunum okkar endaði með stóru tapi gegn Þýskalandi.

„Við þurfum að vera klár í það að þurfa að verjast eitthvað, verja markið okkar. En við höfum líka verið að æfa leiðir til að sækja á þær, finna opnanir og finna möguleika til að halda í boltann og búa til færi líka. Ég held að það sé hugur í öllum til að gera betur. Við horfum í þennan einasta leik að fá betri frammistöðu en síðast. Ég held að við öll í kringum þetta séum einbeitt á að gera betur," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í Laugardalnum í gær.

Svíinn Andrée Jeglertz tók við Danmörku fyrr á þessu ári. Hann hefur komið inn af krafti en Danir unnu fyrstu tvo leiki sína í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Þær lögðu Þýskaland að velli og kom það svolítið á óvart.

„Styrkleikar danska liðsins eru þeir að þær eru góðar á boltanum, vilja halda mikið í boltann og eru þolinmóðar. Þær eru gott fótboltalið. Þær eru allar á góðum stað á sínum ferli og það er góð breidd í hópnum þeirra. Vonandi náum við að sýna fram á þeirra veikleika á morgun. Vonandi náum við að nýta okkur það sem við höfum verið að skoða," sagði Þorsteinn.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Andstæðingurinn Það er ekki ofsögum sagt að andstæðingur kvöldsins Danmörk eigi firnasterkt lið. Þær léku á HM síðastliðið sumar og komust þar í 16 liða úrslit þar sem þær mættu ofjörlum sínum í heimakonum Ástralíu.

Liðið hefur unnið báða leiki sína í Þjóðardeildinni til þessa, 2-0 heimasigur á Þjóðverjum í fyrstu umferð og 1-5 sigur á liði Wales á útivelli sem Ísland hafði 1-0 sigur á nokkrum dögum fyrr á Laugardalsvelli. Það er því ljóst að verkefnið er ansi strembið á pappír en fótbolti hefur svo sem aldrei verið spilaður á tölfræðiblöðum fyrir leik.

Skærasta stjarnan ekki með

Pernille Harder, stærsta stjarna Danmerkur, verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í dag. Hún er að glíma við meiðsli og getur þess vegna ekki tekið þátt.

lódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Íslands, er liðsfélagi Harder hjá þýska stórveldinu Bayern München. Hún var spurð að því á fréttamannafundi í gær hvort hún og Harder hefðu mikið rætt saman um þennan leik.

„Nei, hún er meidd og er ekki með. Við höfum voðalega lítið rætt þetta nema ég vissi að planið þeirra væri að koma hingað og æfa hér allan tímann. Það er það eina sem við höfum rætt," sagði Glódís.

Mynd: EPA

Fyrir leik
Stelpurnar okkar á Laugardalsvelli
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá Laugardalsvell frá leik Íslands og Danmerkur í Þjóðardeild kvenna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Lene Christensen (m)
2. Isabella Bryld Obaze
3. Stine Ballisager
8. Josefine Hasbo ('77)
9. Nadia Nadim ('66)
10. Amalie Vangsgaard
11. Cornelia Kramer
12. Kathrine Møller Kühl ('93)
15. Frederikke Thøgersen
21. Mille Gejl ('66)
23. Caroline Pleidrup

Varamenn:
16. Kathrine Larsen (m)
22. Maja Bay Østergaard (m)
5. Sara Thrige
5. Emma Færge
6. Karen Holmgaard
7. Sanne Troelsgaard ('66)
13. Karoline Olesen
14. Nicoline Sørensen
14. Sofie Bredgaard ('66)
17. Rikke Madsen
18. Luna Gevitz ('93)
20. Signe Bruun ('77)

Liðsstjórn:
Andrée Jeglertz (Þ)

Gul spjöld:
Isabella Bryld Obaze ('88)

Rauð spjöld: