Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
KA
3
0
Fram
Bjarni Aðalsteinsson '6 1-0
Bjarni Aðalsteinsson '78 2-0
Hallgrímur Mar Steingrímsson '89 3-0
13.06.2024  -  18:00
Greifavöllurinn
Mjólkurbikar karla
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Bjarni Aðalsteinsson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson ('77)
3. Kári Gautason
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
8. Harley Willard ('66)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('95)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('77)
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson ('95)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('66)
17. Snorri Kristinsson ('95)
18. Hákon Atli Aðalsteinsson ('95)
21. Mikael Breki Þórðarson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('77)
44. Valdimar Logi Sævarsson ('77)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen
Thomas Danielsen

Gul spjöld:
Birgir Baldvinsson ('17)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Mjög verðskuldaður sigur!
97. mín
Elfar Árni með stæla. Kominn í gott færi og ákveður að reyna að vippa yfir Ólaf Íshólm en það mistekst illilega og Ólafur kemur boltanum í horn.
95. mín
Inn:Snorri Kristinsson (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
95. mín
Inn:Hákon Atli Aðalsteinsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
95. mín
Bjarni með góða tilraun beint úr aukaspyrnu af löngu færi og Ólafur Íshólm þarf að verja í horn.
90. mín
Níu mínútur í uppbótatíma
89. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
100 mörk! Hundraðasta mark Hallgríms fyrir KA! Löng sending fram og Hallgrímur gerir hrikalega vel að halda varnarmönnum frá sér og kemur boltanum framhjá Ólafi Íshólm

84. mín
Inn:Freyr Sigurðsson (Fram) Út:Þorri Stefán Þorbjörnsson (Fram)
84. mín
Inn:Brynjar Gauti Guðjónsson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
83. mín
Magnús Þórðarson með skot, auðvelt fyrir Stubb
82. mín
Fram fær hornspyrnu
78. mín MARK!
Bjarni Aðalsteinsson (KA)
MAAAARK! Ótrúlegt! Sýndist það vera Sveinn Margeir sem átti fyrst skot í varnarmann og síðan varði Ólafur Íshólm vel frá honum en Bjarni nær svo boltanum og skorar af stuttu færi!

77. mín
Inn:Valdimar Logi Sævarsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
77. mín
Inn:Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA) Út:Birgir Baldvinsson (KA)
75. mín
Stubbur grípur fyrirgjöf og lendir á stönginni í leiðinni. Þarf aðhlynningu. Nei, fær bara aðeins að teygja úr sér og leikurinn heeldur áfram.
73. mín
Rólegt undanfarnar mínútur. Fram hefur komist í aðeins beetri takt í seinni hálfleik
66. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Harley Willard (KA)
Fyrsta skiptingin hjá KA
64. mín
Tryggvi Snær Geirsson í upplögðu tækifæri en hittir boltann illa og hann fer framhjá.
63. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Viktor Bjarki Daðason (Fram)
59. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
58. mín
Skot hægri vinstri á mark Fram. Fyrst Rordi, svo Bjarni svo kemst Sveinn Margeir í þröngu færi og skotið í hliðarnetið
55. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Brot dæmt á Birgi en KA menn tryllast og vilja meina að aukaspyrnan var á Fram. Birgir situr á grasinu og Alex ýtir í hann og fær gult spjald.
50. mín Gult spjald: Adam Örn Arnarson (Fram)
48. mín
Guðmundur Magnússon steinlá inn á teignum eftir hornspyrnu Fram. Sá ekki hvað gerðist. hann er allvega staðinn upp núna og kominn aftur inn á.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
KA með verðskuldaða forystu í hálfleik! Komum að vörmu spori með seinni hálfleikinn
45. mín
Bjarni meeð skalla á markteig en boltinn fer yfir.
45. mín
SVEINN MARGEIR! Kemst í dauðafæri. Hittir boltann illa í fyrstu tilraun en Ólafur ver boltann aftur til hans en þá skýtur hann í stöng á opið markið.
42. mín
Skot í varnarmann KA og boltinn er laus í loftinu inn á teignum. Guðmundur Magnússon fyrstur á boltann og tekur hjólhestaspyrnu en boltinn fer beint á Stubb.
38. mín
Hans Viktor með skalla sem skoppar af einhverjum inn á teignum og Ólafur bjargar að lokum í horn. Ekkert kemur út úr því.
38. mín
KA fær hornspyrnu
32. mín
Guðmundur Magnússon fellur á miðjum vellinum. Leikurinn heldur áfram n Arnar Þór dæmir loks aukaspyrnu. Ótrúlega lengi að taka þessa ákvörðun.
26. mín
Fram fær hornspyrnu Haraldur tekur hornið stutt, boltinn stoppaður fyrir hann og hann kemur af hornfánanum og dæmdur rangstæður, ansi klaufalegt.
22. mín
Birgir með laglegan skalla innfyrir vörn Fram og Sveinn Margeir með fullkomið hlaup og kemst í gegn en á slakt skot hátt yfir.
19. mín
Sveinn Maargeir komst inn á teiginn og átti sendingu út í teiginn á Harley Willard sem hittir boltann ansi illa og hann fer langt framhjá.
17. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (KA)
Verið rólegt undanfarnar mínútur. Fram fær aukaspyrnu hér á miðjum vellinum.
9. mín
Sveinn Margeir kemst í gegn, missir boltann aðeins frá sér en er á undan Ólafi í boltann. Ólafur nær að hægja á skotinu og vörn Fram nær að koma fyrir mark á síðustu stundu!
6. mín MARK!
Bjarni Aðalsteinsson (KA)
MAAARK! Harley Willard með hornspyrnu og sendir á fjær. Bjarni tekur við boltanum og á skot í gegnum mikla þvögu inn á teignum og boltinn endar í netinu!

5. mín
Tiago með skot fyrir utan teiginn en Steinþór Már sér við honum.
4. mín
Fram fær hornspyrnu
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir koma þessu af stað
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl Þetta er að bresta á!
Fyrir leik
Spámaðurinn Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn sjálfur, spáir í leikina. Hann var með alla leikina í 16-liða úrslitunum rétta, spáði rétt um sigurvegara allra átta leikjanna. Nú eru það hins vegar 8-liða úrslitin.

Það varð ljóst í gær að hann verður ekki að ósk sinni þar sem Þór féll úr leik eftir svekkjandi tap gegn Stjörnunni.

KA 2 - 1 Fram
Tvö lið frá Akureyri verða í pottinum í undanúrslitunum. Verða illa svikinn ef við fáum ekki nágrannaslag í undanúrslitunum. Bikarinn virðist ætla halda líflínu í Hadda sem þjálfara KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Byrjunarliðin Viðar Örn Kjartansson er ekki í leikmannahópi KA. Það eru þrjár breytingar á liðinu sem tapaði gegn ÍA 3-2 í síðustu umferð í Bestu deildinni. Andri Fannar Stefánsson er í banni, Daníel Hafsteinsson og Hrannar Björn Steingrímsson eru ekki í hóp. Kári Gautason, Harley Willard og Ásgeir Sigurgeirsson koma inn í liðið.

Það er ein breyting á liði Fram sem kom til baka og gerði 3-3 jafntefli gegn FH í síðustu umferð.

Magnús Þórðarson sest á bekkinn og Viktor Bjarki Daðason, sem er fæddur árið 2008, er í byrjunarliðinu í hans stað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Viðar Örn Kjartansson
Leikurinn ekki sýndur í sjónvarpi Leikurinn verður ekki í beinni útsendingu á Rúv en KA menn redda því og verða með útsendingu hér.
Fyrir leik
Dómarateymið Arnar Þór Stefánsson verður með flautuna hér í kvöld. Kristján Már Ólafs og Guðmundur Ingi Bjarnason verða honum til aðstoðar. Sveinn Arnarsson er fjórði dómari og Valdimar Pálsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÞAÐ ER BONGÓ!
Fyrir leik
Fram Fram lagði Árbæ og ÍH á leið sinni í leikinn í dag. Viktor Bjarki Daðason er markahæsti leikmaður liðsins í keppninni með tvö mörk en bæði komu í síðustu umferð gegn ÍH.

Árbær 0-3 Fram
Fram 3-0 ÍH

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
KA KA fór alla leið í úrslit bikarsins á síðustu leiktíð þar sem liðið tapaði að lokum á móti Víkingi. Liðið hefur unnið ÍR og Vestra á leið sinni í leikinn í dag.

KA 2-1 ÍR
KA 3-1 Vestri
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fyrir leik
Góðan daginn Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og Fram í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Liðin mætast á Greifavellinum á Akureyri.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson ('84)
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
10. Fred Saraiva
16. Viktor Bjarki Daðason ('63)
17. Adam Örn Arnarson
28. Tiago Fernandes ('84)
71. Alex Freyr Elísson ('59)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('84)
11. Magnús Þórðarson ('63)
14. Hlynur Atli Magnússon
15. Breki Baldursson
23. Már Ægisson ('59)
25. Freyr Sigurðsson ('84)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Adam Örn Arnarson ('50)
Alex Freyr Elísson ('55)

Rauð spjöld: