Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Í BEINNI
Sambandsdeild UEFA - deildarkeppni
Víkingur R.
9' 0
0
Djurgården
Víkingur R.
1
1
KR
Matthías Vilhjálmsson '7 1-0
1-1 Theodór Elmar Bjarnason '39
22.06.2024  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Rigning 10° alvöru sumarveður
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Axel Óskar Andrésson (KR)
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed ('65)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('65)
17. Ari Sigurpálsson ('65)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('81)
25. Valdimar Þór Ingimundarson
27. Matthías Vilhjálmsson ('65)

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('81)
5. Jón Guðni Fjóluson ('65)
8. Viktor Örlygur Andrason ('65)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
18. Óskar Örn Hauksson
21. Aron Elís Þrándarson ('65)
23. Nikolaj Hansen ('65)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Markús Árni Vernharðsson
Lúðvík Már Matthíasson

Gul spjöld:
Erlingur Agnarsson ('22)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin skilja jöfn í þessum leik og KR-ingar eflaust sáttari en Víkingar. Svakalegur leikur og þvílík skemmtun!

Viðtöl og skýrsla koma seinna í kvöld.
94. mín
Jón Guðni með góðan bolta inn á teig og auðvitað er það Niko Hansen sem nær skallanum. Skallinn er góður en Guy Smit gerir mjög vel í að verja þennan.
92. mín
Víkingar fá hornspyrnu og það er ekki mikið eftir. Viktor tekur spyrnuna, hann setur boltan inn í teig en KR-ingar hreinsa.
91. mín
Valdimar með þrumuskot fyrir utan teig en þessi siglir vel yfir markið.
91. mín
Að minnsta kosti 6 mínútur í uppbót.
89. mín
Svaka færir fyrir KR!! KR-ingar sækja hratt upp hægri kantinn og þræða boltan inn fyrir á Eyþór. Hann er kominn einn gegn Ingvari og tekur gott skot en Ingvar á enn betri vörslu!!
88. mín
Boltinn fer manna á milli inn í teig eftir hornspyrnu Víkinga. Sóknin endar svo á því að Aron Elís nær skotinu en frekar auðveldlega varið.
87. mín
KR-ingar fara hratt upp í hina áttina og Aron Sig nær skoti fyrir utan teig en það siglir yfir markið.
87. mín
Skemmtileg sending inn á teig hjá Jóni Guðna. Fer beint á kassan á Niko Hansen, hann tekur boltan niður og skýtur en full laust skot og Smit ver.
83. mín
Birgir Steinn liggur í grasinu og þarf aðhlynningu. Hefur farið illa út úr sinni viðureign við Svein Gísla.

Hann heldur þó áfram leik.
82. mín
KR-ingar beinskeyttir í sínum sóknaraðgerðum hér. Sækja upp vinstri kantinn og Aron Kristófer í góðri stöðu til að gefa fyrir. Hann ákveður hinsvegar að skjóta og boltinn endar bara í hliðarnetinu.
81. mín
Inn:Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
81. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (KR) Út:Benoný Breki Andrésson (KR)
79. mín
Erlingur brýtur af sér og KR fær aukaspyrnu. Erlingur þegar á gulu spjaldi og getur talið sig ágætlega heppinn að hafa ekki fengið sitt annað gula.
78. mín
Frábær sending inn á teig inn á teig hjá Viktori og Niko tekur flugskalla rétt yfir markið!!
76. mín Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (KR)
Fyrir að tefja.
70. mín
Inn: Luke Rae (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
70. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
69. mín
Víkingar hafa sótt stíft síðustu mínúturnar. Þeir fá horsnpyrnu núna sem Karl tekur. Hann setur boltan á nærstöngina þar sem Aron Elís tekur skallan en í KR-ing og þeir hreinsa.
65. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Fjórföld skipting hjá Víking. Greinilegt að Arnar vill sjá eitthvað annað.
65. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.) Út:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
65. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
65. mín
Inn:Jón Guðni Fjóluson (Víkingur R.) Út:Pablo Punyed (Víkingur R.)
63. mín
Víkingar fá hornspyrnu og Karl setur boltan inn á teig. Matthías nær skallanum en hann fer yfir.
60. mín
Inn:Jón Arnar Sigurðsson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Markaskorarinn fer af velli.
59. mín
KR fær aukaspyrnu aftarlega á vellinum. Aron Sig setur boltan inn í teig og Axel Óskar nær fínum skalla að marki. Ingvar gerir hinsvegar vel og grípur boltan.
57. mín
Erlingur vinnur boltan á eigin vallarhelming og tekur af stað með boltan. Það ætlar enginn KR-ingur í hann þannig hann valsar bara upp að teignum. Hann þrumar svo að marki en boltinn fer beint í kollinn á Finn Tómas og þetta hefur verið vont.

Finnur fær svo smá aðhlynningu en stendur fljótlega upp og hann mun halda áfram.
54. mín
Þvílíkir taktar frá Valdimar! Hann fer framhjá svona tvem-þrem leikmönnum og er kominn inn í teig. Hann er hinsvegar of lengi að annaðhvort skjóta eða láta boltan frá sér þannig KR nær á endanum að stöðva þessa sókn.
49. mín
KR fær aukaspyrnu við hliðarlínu. Aron Sig tekur spyrnuna og setur boltan fast inn í teig. Boltinn skýst af hausnum á varnarmanni Víkings og er bara nálægt því að fara í eigið net. En fer framhjá, heppnir þarna.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Lítið sem gerðist í þessum hálfleik og liðin fara jöfn inn í hálfleikinn. Víkingar vorum með öll völd á þessum leik fram að meiðslastoppinu hjá Halldóri Smára. Eftir að leikurinn fór aftur af stað þá var eins og það mætti nýtt KR lið á völlinn. Þeir voru fljótir að skora jöfnunarmarkið og þeir héldu áfram að ógna eftir það. Leikurinn varð svo bara mjög jafn þegar kom að uppbótartímanum og vonandi verður þetta bara svona fram og til baka áfram í seinni.

Sjáumst eftir korter.
45. mín
+6

Birgir Steinn með frábæra fyrirgjöf inn í teig en KR-ingar ekki nógu grimmir á þennan bolta.
45. mín
Það verða að minnsta kosti 6 mínútur í uppbótartíma.
45. mín
Flottur sprettur frá Ara. Hann tekur af stað með boltan frá hægri kantinum og inn á völlinn. KR-ingar reyna að fella hann en það tekst ekki. Hann er þó kominn töluvert úr jafnvægi þegar hann tekur skotið þannig það fer langt framhjá.
43. mín
Stórhættuleg sending fyrir markið hjá Aroni Sig! Ingvar þarf að ýta boltanum frá og KR fær horn.

Aron Sig setur boltan á fjærstöngina úr horninu og Kristján Flóki er í frábæru færi. Hann tekur skallan en það fer rétt framhjá.
39. mín MARK!
Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Stoðsending: Benoný Breki Andrésson
KR JAFNAR!!!!! KR-ingar setja langan bolta fram og Benóný keyrir í átt að teignum. Hann leggur boltan til hliðar á Theodór Elmar sem tekur frábært skot í fjærhornið sem Ingvar er aðeins í en nær ekki nógu góðri snertingu til að vera.

Emmi búinn að vera langbesti leimaður KR í þessum leik, ef einhver KR-ingur átti skilið mark þá var það hann.
38. mín
Eftir næstum sex mínútna stopp á leiknum er Halldór risinn á fætur og búið að gera um hausinn á honum. Þrír stórir heftiplástrar á miðju enninu á honum. Hann virðist ætla að halda áfram og leikurinn fer aftur af stað.
34. mín
Leikurinn búinn að vera stopp eftir þetta spjald í töluverðan tíma þar sem það er verið að hlúa að hausnum á Halldóri. Hann hefur fengið einhvern skurð við þetta að öllum líkindum.
32. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Hættuspark á Flóka, fer jafnvel með fótinn eitthvað í hausinn á Halldóri Smára.
31. mín
KR-ingar í fyrsta sinn í töluverðan tíma aðeins að láta sjá sig í sóknarleiknum. Sóknin hjá þeim endar hinsvegar bara í fyrirgjöf sem Ingvar kemur út í og grípur.
25. mín
Víkingar þjarma og þjarma að marki KR-inga. Karl Friðleifur í þetta skipti kominn í góða stöðu. Hann tekur fast skot og Guy Smit þarf að hafa sig allan við til að verja þennan.
22. mín Gult spjald: Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Var þetta ekki víti!? Axel Óskar virðist taka í axlirnar á Erling og hann fellur inn í teig. Mér fannst sterk lykt af þessu en Erlingur fær svo gult fyrir kjaftbrúk.
21. mín
Víkingar eiga hornspyrnu og Karl Friðleifur setur þennan bolta á nærstöngina. Þar er Helgi einhvernegin með svona þriggja metra pláss til að ná skallanum, skallinn er svo góður en Smit gerir vel í að blaka boltanum yfir markið.
20. mín
Frábær fyrirgjöf frá Gunnari sem er í hægri bakverðinum. Boltinn sveiflast inn á miðjan teiginn og Helgi er í góðu skallafæri. Hann þarf samt aðeins að snúa upp á líkamann til að ná til boltans og því fer skallinn beint á Smit.
17. mín
Dauðafærir fyrir Víking!!! Víkingar fara rosalega einfaldlega upp vinstri kantinn og Karl Friðleifur setur boltan fyrir teiginn. Þar er Erlingur aleinn inn í teig við vítapunktinn. Hann tekur skotið en beint á Guy Smit.

Þarna á Erlingur bara að skora.
13. mín
Flott sókn frá Víkingum, þeir spila boltanum milli sín fyrir utan teiginn. Erlingur leggur svo boltan fyrir Halldór Smára sem kemur á ferð og þrumar í boltan. Skotið fer hinsvegar frekar vel yfir.
8. mín
KR reynir að bíta frá sér. Boltinn berst til Theodórs Elmars á vinstri kantinum sem fer léttilega framhjá einum og tekur svo skotið. Það er hinsvegar frekar beint á Ingvar sem er ekki í miklum vandræðum.
7. mín MARK!
Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
Ekki voru þeir lengi að þessu!!! Pablo tekur hornspyrnuna og Matthías rís hæst og stangar boltan í netið. Ekki flókið þetta.
6. mín
Víkingar fá horn Erlingur beinskeyttur upp hægri kantinn, setur boltan fyrir markið og Axel Óskar hreinsar í horn.
5. mín
Uppstilling liðanna
Mynd: Haraldur Örn Haraldsson


Mynd: Haraldur Örn Haraldsson

4. mín
Víkingar byrja leikinn sterkt. Þeir sækja upp vinstri kantinn, færa svo boltan inn á völlinn þar sem Gunnar Vatnhamar tekur skotið fyrir utan teig, en það fer í varnarmann og KR hreinsar.
1. mín
Leikur hafinn
Helgi flautar leikinn af stað og það eru Víkingar sem taka upphafssparkið
Fyrir leik
Það er blessuð blýðan Við fáum alvöru Reykjavíkurveður í Reykjavíkurslagnum í kvöld. Það ausir rigningu á leikmenn, það eru svona 10° og örlítil gola. Þetta er sumarið sem við þekkjum!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings gerir fjórar breytingar á sínu liði. Jón Guðni Fjóluson, Aron Elís Þrándarson og Nikolaj Hansen fá sér allir sæti á bekknum á meðn Davíð Örn Atlason er ekki með vegna meiðsla. Helgi Guðjónsson, Halldór Smári Sigurðsson, Karl Friðleifur Gunnarsson og Matthías Vilhjálmsson koma allir inn í liðið í stað þeirra.

Pálmi Rafn Pálmason þjálfari KR gerir þrjár breytingar á sínu liði en Atli Sigurjónsson fær sér sæti á bekknum á meðan Lúkas Magni Magnason og Moutaz Neffati eru ekki í hóp. Inn fyrir þá koma Axel Óskar Andrésson, Finnur Tómas Pálmason og Kristján Flóki Finnbogason
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Í síðustu 10 leikjum sem þessi lið hafa spilað í efstu deild hefur Víkingur unnið fjóra leiki, KR unnið tvo leiki og liðin hafa skilið jöfn fjórum sinnum. Markatalan í þessum leikjum er þannig að Víkingar hafa skorað 17 mörk og KR 13 mörk.

20.09.23 Víkingur - KR 2-2
23.07.23 KR - Víkingur 1-2
24.04.23 Víkingur - KR 3-0
24.10.22 Víkingur - KR 2-2
17.09.22 Víkingur - KR 2-2
01.07.22 KR - Víkingur 0-3
19.09.21 KR - Víkingur 1-2
21.06.21 Víkingur - KR 1-1
01.10.20 Víkingur - KR 0-2
04.07.20 KR - Víkingur 2-0
Fyrir leik
Spámaðurinn Ísak Andri Sigurgeirsson leikmaður Norrköping í Allsvenskunni er sérlægur spámaður okkar fyrir þessa umferð. Þetta er það sem hann hafði að segja um þennan leik.

Víkingur 3 - 0 KR
Held að Víkingur vinni þennan leik auðv,eldlega, KR verið slakir og Víkingar vel góðir.
Mynd: Guðmundur Svansson
Fyrir leik
Dómarateymið Helgi Mikael Jónasson verður dómari þessa leiks og hans til aðstoðar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Þórður Arnar Árnason.

Eftirlitsmaður er Sigursteinn Árni Brynjólfsson og varadómari er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þjálfaraskipti hjá KR Tímabilið hjá KR byrjaði vel með tveimur sterkum sigrum en síðan þá hafa þeir verið mikil vonbrigði. 5 stig í síðustu 8 leikjum var óboðlegt að mati stjórnar og Gregg Ryder sem tók við liðinu fyrir þetta tímabil var látinn fara. Ekki er enn ljóst hver mun taka við starfinu en tímabundið mun Pálmi Rafn Pálmason stýra skútunni í Vesturbænum.

Skærustu stjörnur KR í markaskorun á þessu tímabili hafa verið Benóny Breki Andrésson með 5 mörk og Atli Sigurjónsson með 4 mörk.
Mynd: KR

Fyrir leik
Víkingar líta um öxl Víkingar eru í toppsæti deildarinnar en eftir úrslit síðustu umferðar er aðeins eitt stig milli þeirra og Breiðabliks. Markaskorun Víkinga hefur dreifst vel en Danijel Dejan Djuric er markahæstur með 5 mörk og þrír leikmenn eru með 4 mörk, þeir Helgi Guðjónsson, Aron ELís Þrándarson og Ari Sigurpálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Víkings og KR í 11. umferð Bestu deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður spilaður á Víkingsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
5. Birgir Steinn Styrmisson
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson ('81)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('70)
11. Aron Sigurðarson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('60)
18. Aron Kristófer Lárusson
29. Aron Þórður Albertsson ('70)

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
14. Ægir Jarl Jónasson ('70)
17. Luke Rae ('70)
19. Eyþór Aron Wöhler ('81)
23. Atli Sigurjónsson
25. Jón Arnar Sigurðsson ('60)
30. Rúrik Gunnarsson

Liðsstjórn:
Pálmi Rafn Pálmason (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Attila Hajdu

Gul spjöld:
Kristján Flóki Finnbogason ('32)
Aron Kristófer Lárusson ('76)

Rauð spjöld: