Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
banner
   mið 02. apríl 2025 07:45
Elvar Geir Magnússon
Áhugi Man Utd á Delap eykst - Newcastle reynir við Elliott
Powerade
Nær Man Utd að klófesta Delap?
Nær Man Utd að klófesta Delap?
Mynd: EPA
Newcastle mun gera óvænt tilboð í Harvey Elliott.
Newcastle mun gera óvænt tilboð í Harvey Elliott.
Mynd: EPA
Enski boltinn í miðri viku, er eitthvað betra? BBC er búið að taka saman það helsta úr slúðrinu. Manchester United vill sóknarmann, Salah áfram orðaður við Sádi-Arabíu og Newcastle ætlar að styrkja sig.

Áhugi Manchester United á enska framherjanum Liam Delap (22) hjá hefur aukist. Dela er metinn á 40 milljónir punda. (Mail)

Sádi-Arabar telja að Mohamed Salah (32), framherji Liverpool og Egyptalands, sé opinn fyrir því að koma í deildina þegar samningur hans rennur út í sumar. (Telegraph)

Newcastle hefur enn áhuga á að gera sumarsamning við James Trafford (22), enskan markvörð Burnley. (Sky Sports)

Brighton hefur sett 100 milljóna punda verðmiða á brasilíska framherjann Joao Pedro (23) og kamerúnska miðjumanninn Carlos Baleba (21) til að bægja frá áhuga Liverpool, Newcastle og Chelsea. (Talksport)

Portúgalski miðjumaðurinn Bernardo Silva, (30) vill fara frá Manchester City í sumar og spila í annarri deild en ensku. (Football Insider)

Arsenal, Newcastle, Chelsea og Manchester United hafa mikinn áhuga á serbneska framherjanum Dusan Vlahovic (25) en hann ætlar að yfirgefa Juventus í sumar. (Gazzetta dello Sport)

Newcastle ætlar að gera óvænt tilboð í Harvey Elliott (21), leikmann Liverpool. (Teamtalk)

Chelsea íhugar að gera 40 milljóna evra tilboð í Thierno Barry (22), franskan framherja Villarreal. (Fichajes)

Arsenal, Newcastle og Nottingham Forest eru meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á Evan Ndicka (25) varnarmanni Roma sem er metinn á 40 milljónir evra (33,4 milljónir punda). (Caught Offside)

Oliver Glasner (50), stjóri Crystal Palace, er á blaði hjá RB Leipzig og þýska félagið hefur átt í viðræðum við umboðsmenn Austurríkismannsins. (Sky Þýskalandi)

Palace gæti gert tilboð í Hugo Ekitike (22), franskan framherja Eintracht Frankfurt, ef Jean-Philippe Mateta (27) yfirgefur félagið í sumar. (Teamtalk)
Athugasemdir
banner
banner
banner